Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 31
31
við öflugum stuðningi við það starf
sem unnið er í GATT og leggjum
áherslu á það samband sem er á
milli sameiningar Evrópu og þess
að ná fram óhindruðum viðskiptum
um allan heim, eins og stefnt er að
í Uruguay-viðræðunum. Við lýsum
yfir áhyggjum yfír gangi GATT-
samningaviðræðnanna og vonum
að þeim hindrunum sem nú standa
í vegi fyrir því að ná fram nýjum
og ákveðnari reglum í heimsvið-
skiptum verði fljótlega rutt úr vegi.
21. Við leggjum áfram áherslu
á hversu nauðsynlegt það er fyrir
þróunarlöndin að sameinast hinu
•opna fjölþjóðakerfí, en jafnframt
viðurkennum við ábyrgð okkar á
að leggja okkar skerf til þróunar í
þessum ríkjum, þar með talið að
fínna lausn á skuldavanda þeirra.
Við lofum því að gera allt sem í
okkar valdi stendur til að viðhalda,
og hvenær sem mögulegt er, að
bæta aðgang innfluttra vara frá
þróunarlöndunum að mörkuðum
okkar og sérstaklega frá vanþróuð-
ustu ríkjunum.
22. Við leggjum mikla áherslu á
mikilvægi starfs Evrópuráðsins til
að efla nánara samstarf innan Evr-
ópu sérstaklega á sviði mannrétt-
inda, menntunar, menningar og
félagsmála.
23. Við metum einnig mikils
samstarf iðnríkja innan OECD, sem
hefur lagt stóran skerf til stefnu-
mótunar efnahagslegs stöðugleika
og hagsældar.
24. Við lýsum yfir fullum stuðn-
ingi við endurskipulagningu og opn-
un hagkerfís Júgóslavíu og bjóðum
fulltrúum þess að kanna leiðir til
að þróa samstarf okkar.
25. Við lýsum jrfir ánægju með
árangursríka niðurstöðu Vínar-
fundar Ráðstefnu um samvinnu og
öryggi í Evrópu (RÖSE) og heitum
fullum stuðningi við áframhaldandi
starf hennar. Við lýsum jafnframt
yfír áhuga á pólitískum og efna-
hagslegum umbótum í Austur-
Evrópu og vonum að sú þróun
muni skapa grundvöll til nánari við-
skipta- og annarra efnahagssam-
skipta. Við leggjum áherslu á hlut-
verk Efnahagsnefndar Sameinuðu
þjóðanna fyrir Evrópu þar sem hún
er fjölþjóðlegur vettvangur til við-
ræðna við lönd Austur-Evrópu um
þýðingarmikil, sameiginleg hags-
munamál.
* Fríverslun með fisk og aðrar
sjávarafurðir tekur gildi 1. júlí árið
1990.
Finnland má tímabundið halda
núverandi innflutningsfyrirkomu-
lagi á Eystrasaltssíljl og laxi. Fyrir
1. janúar 1993 skal Finnland leggja
fram tímaáætlun, um afnám þess-
ara undanþága.
um. Meðal þeirra er spumingin um
ftjálsa verslun með sjávarafurðir
innan EFTA, málefni sem við ís-
lendingar höfum stöðugt barist fyr-
ir í mörg ár.
Ég hef þegar lýst því hve mjög
við erum háð sjávarafurðum. Án
fijálsrar verslunar með slíkar afurð-
ir er þátttaka okkar í evrópskum
fijálsum markaði, svo ekki sé
minnst á enn nánari samrurta, í
raun þýðingarlaus. Þá getum við
eins snúið okkur annað. Frá fundin-
um í Tampara hefur ýtarlega verið
fjallað um þetta atriði og ég hef
talið fulla ástæðu til bjartsýni. Því
miður er málið þó enn ekki_ leyst.
Af þeirri ástæðu getum við íslend-
ingar því miður ekki talið okkur
eiga annan kost en að lýsa yfír
fyrirvara við alla fréttatilkynning-
una.
Ég þarf ekki að taka það fram,
frú formaður, að við munum gera
allt sem í okkar valdi er til þess
að leysa þetta atriði, bæði á form-
legum og óformlegum fundum okk-
ar. í ljósi þeirra mikilvægu hags-
muna, sem eru í húfí, vona ég vissu-
lega að við náum samkomulagi um
frjálsa verslun með sjávarafurðir,
sem komi til framkvæmda þrep af
þrepi innan fyrirfram ákveðins
tíma. í því sambandi getum við
verið sveigjanlegir. Þannig tryggj-
um við viðunandi niðurstöðu þessa
fundar. Þá hefur mikilvægt, og ef
til vill sögulegt skref verið stigið í
samvinnu Evrópuþjóða.
,8S HUOACTOTMMn OIGAJaiíUDflOM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
þátt í hraðvaxandi samstarfi og
ákvörðunum.
íslenska efnahagslífið er langtum
fábreyttara en efnahagslíf nokkurs
annars lands í Evrópu, nema Fær-
eyja. Útgerð og fiskiðnaður nema
nálægt 20 af hundraði af þjóðar-
framleiðslu íslands. Ekkert annað
land í Evrópu, nema Færeyjar,
nálgast að vera svo háð einni at-
vinnugrein. Sjávarafurðir eru u.þ.b.
75 af hundraði af útflutningi lands-
ins. Að vera svo háður einni upp-
sprettu auðs gerir hið íslenska efna-
hagslíf óstöðugt. Þrátt fyrir háþró-
aðar stjómunarleiðir valda óviðráð-
anlegar breytingar í náttúmnni
tímabundnum sveiflum í fiskistofn-
um, sem hafa strax áhrif á efna-
hagslífíð allt. Sveiflur í hinu
íslenska efnahagslífi em því langt-
um meiri en hjá nokkurri annarri
þjóð innan EFTA eða EB. Af þess-
ari ástæðu m.a. er fullur sammni
við háþróuð Evrópulönd útilokaður.
Þrátt fyrir fábreytt efnahagslíf hef-
ur okkur tekist að skapa góð lífskjör
og vel viðunandi velferðarkerfí.
Yfír 40 af hundraði af þjóðar-
framleiðslu íslands er byggt á inn-
flutningi og útflutningi. Við emm
þannig mjög háð erlendum viðskipt-
um. Af þessari ástæðu styðjum við
af heilum _hug fijálsa verslun.
Síðan ísland gerðist aðili að
EFTA árið 1970 og náði vel viðun-
andi viðskiptasamningum við Evr-
ópubandalagið árið 1972, hafa ut-
anríkisviðskipti okkar færst í vax-
ir okkur. Við getum aldrei gefíð
okkur á vald yfirþjóðlegum stofnun-
um. Við getum aldrei afsalað okkur
fullveldinu eða rétti okkar til þess
að taka eigin nauðsynlegar ákvarð-
anir til að tryggja afkomu okkar
og sjálfstæði. Við verðum ætíð að
hafa sjálfir stjóm á náttúmauðlind-
um íslands, sem em gmndvöllur
tilveru okkar. Við teljum ekki að
fjarlægt vald muni nokkm sinni
geta haft þá stjóm á viðkvæmum
náttúruauðlindum að okkar hags-
muna sé gætt. Slíkar gmndvallar-
staðreyndir munu ráða ákvörðunum
okkar með tilliti til náins samstarfs
við Evrópubandalagið eða innan
hinnar evrópsku efnahagsheildar.
Með þetta í huga verð ég að
leggja áherslu á að af íslands hálfu
á fyllsta mögulega framkvæmd
samstarfsins fyrst og fremst við
ftjálsa verslun með vaming. Hins
vegar verðum við að hafa fyrirvara
hvað varðar frelsi á sviði fjármagns-
hreyfinga, þjónustu og fólksflutn-
inga. Hið litla og viðkvæma íslenska
peningakerfi verður að styrkja og
gera virkara en það er nú, áður en
unnt er að samþykkja fullt frelsi
fjármagnshreyfinga.
Hið sama á við um frelsi á sviði
þjónustu og vinnuaflsflutninga. Við
erum að sjálfsögðu fúsir að kanna
þessi atriði, en aðlögun verður að
gerast smám saman og byggjast á
vandlegu mati á áhrifum slíks á
íslenskt fullveldi.
Hins vegar er okkur kappsmál
að taka án tafar þátt í samstarfí á
sviði rannsókna og vísinda, á sviði
menntamála og í öflugu og samein-
uðu átaki gegn hinni alvarlegu stað-
bundnu og alþjóðlegu eyðingu um-
hverfisins.
Okkur er einnig ánægja að leggja
það litla sem við getum af mörkum
til aukinnar velferðar íbúa Evrópu.
Við leggjum eins og aðrar EFTA-
þjóðir áherslu á mikilvægi bættrar
sambúðar austurs og vesturs og við
teljum að lönd Vestur-Evrópu eigi
að gera það sem þau megna til
þess að tryggja framgang hinna
stjómmálalegu óg efnahagslegu
breytinga sem nú eiga sér stað í
Austur-Evrópu. Við viljum einnig
leggja áherslu á mikilvægi Vínar-
fundarins fyrir öryggi og mannrétt-
indi og nauðsyn þess að halda áfram
á sömu braut.
Þrátt fyrir þær takmarkanir, sem
ég hef talið nauðsynlegt að leggja
áherslu á, treysti ég því að ísland
teljist mikilvægur þátttakandi í
samrana Evrópu og í þróun hins
evrópska efnahagssvæðis. Við telj-
um sjálfir að við getum lagt tölu-
vert til mála með því að sjá Evrópu
fyrir hágæðaframleiðslu úr sjónum,
framleiðslu sem nýtur vaxandi eftir-
spumar, og t.d. með því að virkja
okkar hreina vatnsafl til orkufrekr-
ar iðnaðarframleiðslu, sem mikil
þörf er fyrir í evrópskum iðnaði.
Ég hef forðast að ræða einstök
málefni, sem enn era óleyst í drög-
um að fréttatilkynningu frá fundin-
Steingrímur Hermannsson
andi mæli til Evrópu, sérstaklega
til bandalagsins. Nú nálgast það
að 60 af hundraði af útflutningi og
innflutningi landsins sé við Vestur-
Evrópu.
Með tilvísun til þessara lauslegu
lýsingar á stöðu Islands leyfi ég
mér að treysta því að ykkur megi
vera ljóst að full aðild að Evrópu-
bandalaginu er ekki í myndinni fyr-
Þátttakendur í leiðtogafundi EFTA-rikjanna. Á myndinni eru forsætisráðherrarnir (f.v.) Hans Brunhart,
Liechtenstein, Jean Delmuraz, Sviss, Harri Holkeri, Finnlandi, Franz Vranitzky, Austurríki, Gro Harlem
Brundtland, Noregi, Ingvar Carlsson, Sviþjóð, Steingrímur Hermannsson og George Raisch, framkvæmda-
stjóri EFTA.
(* Sjá neðanmálsgrein í lok frétta-
tilkynningar).
19. Við lýsum ánægju með yfir-
lýsingar þingmannanefndar
EFTA-landanna og ráðgjafamefnd-
ar EFTA sem þýðingarmikið fram-
lag til umræðu okkar.
20. Við ítrekum ákvörðun okkar
að styrkja og bæta frekar hið marg-
hliða viðskiptakerfí og beijast gegn
hvers konar verndarstefnu. Með
hliðsjón af þessu markmiði heitum
rAog
vrópu
efnahagslegum samrana í Evrópu
verði að taka mið af vemdun um-
hverfísins. Við eram reiðubúin til
að kanna með Evrópubandalaginu
nýjar leiðir sem gætu gert aðgerðir
okkar markvissari.
— auka samráð um efnahags-
og peningamálastefnu.
13. Við eram sammála um að
aukinni efnahagssamvinnu þurfi að
fylgja myndun „Evrópu ríkisborg-
aranna" og þróun á hinum félags-
lega þætti samranans með náinni
samvinnu við hagsmunasamtök at-
vinnulífsins.
14. Til að efla frekari samrana
og til að fá niðurstöður á sama tíma
innan hins evrópska efnahagssvæð-
is geram við ráð fyrir að upplýs-
ingaskipti um fyrirhugaða löggjöf,
ráðgjafarstarf, gagnkvæma viður-
kenningu á sambærilegri löggjöf
og ákvarðanatöku fari fram tíman-
lega. Þessu ætti að vera fylgt eftir
með öflugu og öraggu eftirliti með
fullnustu dóma og sameiginlegri
meðferð á lausn deilumála.
15. Við leggjum áherslu á að
athugun á leiðum til fastmótaðri
samskipta megi ekki draga úr sam-
eiginlegum ásetningi okkar við að
ná árangri í núverandi samstarfi.
16. Við viðurkennum sjálfs-
ákvörðunarrétt hverrar einstakrar
EFTA-þjóðar hvað varðar tvíhliða
framkvæði og samninga við EB
með tilliti til sérhagsmuna þeirra.
17. Við lítum á EFTA sem meg-
invettvang til fjölhliða samninga við
EB og eram sammála um að auka
frekar samstarf innan EFTA á öll-
um sviðum tengdum evrópska efna-
hagssvæðinu. Við munum gera
nauðsynlegar ráðstafanir til að
styrkja ákvarðanatöku innan EFTA
og sameiginlega samningamögu-
leika. Við munum einnig styrkja
það kerfi sem við höfum til eftirlits
og framkvæmdar á samningsskuld-
bindingum til þess að tryggja sam-
ræmda og samhæfða framkvæmd
og túlkun þeirra á öllu evrópska
efnahagssvæðinu.
18. Það er ennfremur markmið
okkar að styrkja innra samstarf
EFTA, s.s. með fullri fríverslun með
sjávarafurðir.