Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 57 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Alfred hetja KR-inga - skoraði sigurmarkið þegar 2 sek voru eftir ALFREÐ Gíslason, sýndi mikið harðfylgi er hann skoraði sigur- mark KR gegn FH er aðeins tvær sekúndur voru eftir af leik liðanna í Haf narfirði í gær- kvöldi. Valsmenn fylgdust spenntir með leiknum því ef FH hefði sigrað væri íslands- meistaratitilinn þeirra. Vals- menn verða því að bíða enn eina umferðina. Leikurinn var bráðskemmtilegur og mikil barátta á báða bóga. KR-ingar byijuðu betur og höfðu lengst af forystu í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur ValurB. mörkum, 10:12. í Jónatansson leikhléi. skrífar FH-ingar náðu að jafna, 13:13, þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. KR hafði síðan frumkvæð- ið en munurinn var aldrei meiri en FH — KR 26 : 27 íþróttahúsið í Hafnarfirði, íslandsmótið í handknattleik - 1. deild, miðvikudag- inn 22. mars 1989. Gangur leiksins: 1:0, 3:5, 5:6, 8:8, 8:10, 10:11, 10:12, 13:13, 15:17, 18:20, 20:20, 21:22, 23:22, 24:22, 25:24, 25:26, 26:26, 26:27. FH: Héðinn Gilsson 9, Óskar Ármanns- son 5/4, Guðjón Ámason 4, Óskar Helgason 4, Gunnar Beinteinsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Ólafur Magnússon, Halfdán Þórðarson, Knút- ur Siguðrsson, Stefán Stephensen. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 11/1, Magnús Amason 8/3. Utan valiar: 4 minútur. KR: Alfreð Gíslason 9/4, Stefán Kristj- ánsson 4, Sigurður Sveinsson 4, Jó- hannes Stefánsson 3, Guðmundur Al- bertsson 3, Guðmundur Páisson 2, Ein- varður Jóhannsson 1, Konráð Olavson 1, Þorsteinn Guðjónsson. Varin skot: Leifur Dagfínnsson 13. Utan vallar: 10 mínútur. Guðmundur Karlsson, liðsstóri, fékk rauða spjaldið. Áhorfendur: 500. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Guðjón L. Sigurðsson og dæmdu vel. tvö mörk. FH náði forystunni í fyrsta sinn í síðari hálfleik, 23:22, og síðan 25:24 þegar 4 mínútur vour eftir. Bráðskemmtilegt Lokamínútumar voru mjög spennandi og mikil stemmning með- al áhorfenda. KR skoraði næstu tvö mörk en Óskar Ármannsson jafnaði úr víti, 26:26, þegar tvær mínútur voru eftir. Magnús varði þá frá Guðmundi Pálmasyni og FH fékk tækifæri á að komast yfir, en Leif- ur varði frá Gunnari Beinteinssyni af línu. KR-ingar hófu sókn þegar 30 sek voru eftir og fengu au- kakast þegar fímm sek voru eftir. Stillt var upp fyrir Alfreð sem reif sig í gegnum vömina af sinni al- kunnu snild og skoraði 27. markið eins og áður er lýst. „Ekkert annað hægt“ „Það var ekkert annað hægt að gera en að rifa sig í gegn því FH- ingar komu á móti mér,“ sagði Al- freð eftir leikinn. „Þetta var góður leikur þrátt fyrir taugastríð á báða bóga. Við spiluðu langar sóknir og vömin var góð í fyrri hálfleik en vildi opnast í síðari hálfleik." Leikurinn í heild var góður. FH- ingar átti á brattann að sækja nér allan leikinn en gáfust aldrei upp. Héðinn var besti leikmaður liðsins, sérstaklega í síðari hálfleik, gerði þá sex mörk. Eins varði Magnús vel undir lokin er hann fékk tæki- færi. Alflerð var bestur KR-inga. Hann var tekinn úr umferð nær allan síðari hálfleik og þá losnaði um Jóhannes á línunni og Sigurð Sveinsson í hominu. Stefán gerði falleg mörk í fyrri hálfleik en fékk minna að njóta sín í þeim síðari þar sem hann var í strangri gæslu eins og Alfreð. Þriðji Gróttu- sigurinn í röð | FRAMARAR urðu fórnarlömb Gróttumanna, sem héldu sig- urgöngu sinni áfram - unnu sinn þriðja leik í röð. Gróttu- menn mættu ákveðnir til leiks og tóku leikinn strax í sínar hendur. Þeir skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins og höfðu yfir, 7:17, þegar f lautað var tíl leikshlé. Gróttumenn léku geysilegan sterkan vamarleik — „a la Ámi“ - í fyrri hálfleik og Sigtrygg- ur Albertsson varði þá mjög vel. Það er greinilegt að Guömundur Árni Indriðason, Jóhannsson þjálfari Gróttu- sknfar manna, hefur kennt mönnum sínum galdra varnarleiksins. Gróttumenn slökuðu síðan á í seinni hálfleik og við það gengu Framarar á lagið og náðu að minnka muninn í eitt mark. Það munaði þó ekki miklu að þeim tækist að jafna á elleftu stundu. Jens Einarsson, markvörður Fram, varði skot þegar tvær sek. vom til leiksloka og kastaði knettinum fram til Birgirs Sigurðssonar, sem stóð fyrir opnu þegar hann fékk knött- inn. En áður en hann náði að skjóta gall flautan og tilkynnti leikslok. Fram - Grótta 28 : 29 (7:17) Laugardalshöll. íslandsmótið I hand- knattleik, miðvikudagur 22. mars 1989. Gangur leiksins: 0:4, 1:4, 3:7, 4:10, 5:16, 7:17. 10:18, 13:20, 17:21, 18:23, 21:26, 22:27, 24:29, 28:29. Fram: Dagur Jónasson 9/2, Tryggvi Tryggvason 6, Júlfus Gunnarsson 5, Birgir Sigurðsson 4, Bjöm Eiríksson 2, Gunnar Andresson 1, Sigurður Rúnarsson 1. Varin skot: Jens Einarsson 8/1, Þór Bjömsson 3/2. Utan vallar: Tvœr mín. Gústaf Bjöms- son, þjálfari Fram, var útilokaður frá leiknum rétt fyrir leikslok. Grótta: Halidór lngólfsson 10/1, Will- um Þór Þórsson 6/5, Páll Bjömsson 6, Stefán Amarsson 4, Davíð Gíslason 2, Svafar magnússon 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 12/1, Stefán öm Stefánsson 3. Utan vallar: Fjórar mín. Áhorfendur. 103. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Kristj- án Sveinsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óskar Ármannsson sést hér sækja að marki KR-inga og skora eitt af fímm mörkum sínum i leiknum. Ólafur Benediktsson og Sigurður Sveinsson, Val. Alfreð Gíslason, KR. Héðinn Gilsson, FH. P Valdimar Grímsson, Júlíus Jónasson og Jakob Sigurðsson, Val. Guðmundur Guðmundsson, Víkingi. Halldór Ing- og Páll Bjömsson. Gróttu. Dagur Jónasson, Fram. óskar Ár- mannsson, Guðjón Ámason, óskar Helgason, FH. Stefán Kristjánsson, Sigurður Sveinsson, Einvarður J6- hannsson, KR. SKÍÐI / SKÍÐAMÓT ÍSLANDS Keppni hefsl í dag ef veður leyfir SKÍÐAMÓT íslands var sett í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldl. Samgönguerfiðieikar ollu því að aðeins keppendur fé ísafirði, Reykjavík og Fljótum auk heimamanna voru við- staddir setninguna. Fyrirhugað er þó að keppni geti hafist í dag svo framarlega að veður leyfi. Keppendur frá Akureyri og Dalvík voru á leiðinni akandi til Siglufjarðar seint í gærkvöldi og fór snjóruðningstæki á undan bíla- lestinni. Síðast er fréttist í gær- kvöldi var búist við að bílamir kæmu til Siglufjarðar undir morg- un. Ólafsfiðringar ætluðu að leggja af stað akandi yfir til Siglufjarðar snemma í morgun. Að sögn Birgis Sigmundssonar, starfsmanns mótstjómar, er búist við að keppni geti hafist í dag kl. 13.00 þ.e.a.s. ef allir keppendur verða komnir á mótsstað. Alls eru 75 keppendur skráðir til leiks frá Reykjavík, ísafirði, Dalvík, Ólafsfirði, Akureyri, Fljótum og Siglufirði. Keppnin í göngu og stökki fer fram við íþróttamiðstöð- ina að Hóli, og í alpagreinum fer keppnin fram á hinu nýja skíða- svæði Siglfirðinga í Skarðsdal, en þar hafa í haust og vetur staðið yfir miklar framkvæmdir við að setja upp tvær skíðalyftur alls um 2.000 metra langar. HANDKNATTLEIKUR / KONUR Framstúlkur nær öruggar Framstúlkur eru nær öruggar um að endurheimta íslandsmeistaratitil- inn í 1. deild kvenna eftir sigur á Haukum, 14:17, í Hafnarfíðri í gærkvöldi. Tveir aðrir leikir fóru fram í gærkvöldi. Valur sigraði FH í Hafnar- firði, 17:18 og Stjaman sigraði Þór á Akureyri, 16:25. Ólafur gaf réfta tóninn Sigurður Sveinsson f með 11 mörk ÓLAFUR Benediktsson gaf Valsmönnum rétta tóninn, þeg- ar hann fór í markið eftir sjö mínútna leik. Þá var staðan 4:3 fyrir Víking og hafði sóknarnýt- ing gestanna verið 100%. En Ólafur var þeim sem þyrnir í augum, vörn heimamanna með Júlíus Jónasson fremstan í flokki tvíefldist og Sigurður Sveinsson sýndi enn einu sinni hvers hann er megnugur í sókninni. Sigur Vals var í höfn í hálfleik, Sigurður gerði alls 11 mörk í leiknum og só var munurinn f lokin, 31:20. MT Olafur varði 10 skot, þar sem Valsmenn fengu boltann, en auk þess hálfvarði hann níu skot. Þessi markvarsla setti að því er ^ •■■ virtist æfingalitla Steinþór Víkinga út af laginu Guöbjartsson og þeir áttu sér skrífar aldrei viðreisnar von. Vörn þeirra var sem gatasigti, markverðimir vörðu sitt skotið hvor í fyrri hálfleik, en Sigurður Jensson varði vel eftir hlé og bjargaði í raun liði sínu frá enn stærra tapi ásamt með baráttu Guðmundar Guðmundssonar, sem gerði fjögur síðustu mörk Víkings. Sigurður Sveinsson gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og átti þrjár stoðsendingar, en fákk á sig „yfír- ' frakka" í þeim seinni. Hann lét slíkt ekki á sig fá og bætti um betur eftir hlé — skoraði þá sex sinnum. Engin furða að stuðningsmenn Vals vilja ekki missa þennan vinsæl- asta handknattleiksmann landsins, enda sungu þeir „Siggi ekki fara, Siggi ekki fara...“ Valur-Víkingur 31 : 20 íþróttahúsið að Hliðarenda, íslands- mótið i handknattleik — 1. deild karla, miðvikudaginn 22. mars 1989. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:2, 3:3, 4:4, 6:4, 7:6, 9:6, 10:8, 12:8, 12:9, 14:9, 14:11, 17:11, 18:12, 20:14, 24:14, 26:16, 26:18, 31:18, 31:20. Valur: Sigurður Sveinsson 11/3, Valdi- mar Grímsson 7, Jakob Sigurðsson 5, Júlíus Jónasson 3, Geir Sveinsson 2, Jén Kristjánsson 2, Theódór Guðfmns- son 1, Gisli Óskarsson, Þorbjöm Jens- son, Sigurður Sævarsson. Varin skot: Ólafur Benediktsson 10, Páll Guðnason 1/1. Utan valiar: Tvær minútur og eitt rautt spjald. Vikingur: Guðmundur Guðmundsson 7/3, Karl Þráinsson 4/2, Siggeir Magn- ússon 3, Ámi Friðleifsson 2, Jóhann Samúelsson 2, Sigurður Ragnarsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Einar Jóhanns- son, Brynjar Stefánsson, Ingi Þór Guð- mundsson. Varin skot: Sigurður Jensson 7/1, Heiðar Gunnlaugsson 1. Utan vallar: Átta mínútur. Áhorfendur: Um 120. Dómarar: Ámi Sverrisson og Egill Már Markússon. KNATTSPYRNA / ENGLAND Fögnuður á Carrow Road Norwich leikur í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í 30 ár — mætir Ever- ton á Villa Park 15. apríl. Liðið vann West Ham 3:1 FráBob í aukaleik í Norwich Hennessy að viðstöddum fleiri iEnglandi áhorfendum á Carrow Road en nokkru sinni fyrr í fimm ár. Mal- colm Allen skoraði tvívegis í fyrri hálfleik, Paul Ince minnkaði muninn á 75. mínútu, en Dale Gordon átti síðasta orðið fjórum mínútum fyrir leikslok. í fyrstu deild fóru fram þrír leik- ir. Meistarar Liverpool voru með sýningu í Coventry, unnu 3:1 og eru nú átta stigum á eftir Arsenal, en eiga tvo leiki til góða. John Bames og John Aldridge skoruðu fyrir Liverpool f fyrri hálfieik og Gary Bannister fyrir Coventry, en Ronnie Whelan innsiglaði sigur gestanna eftir hlé. Tottenham gerði góða ferð til Nottingham og vann Forest 2:1. Gary Parker kom heimamönnum á bragðið á 49. mínútu, en David Howells jafnaði á 80. mlnútu og » annar varaliðsmaður, Winnie Sam- ways, gerði sigurmarkið tveimur , mínútum fyrir leikslok. Þetta var ' fyrsta tap Nottingham Forest í 19 leikjum í röð. Þá bætti Newcastle stöðu sína á botninum með 2:0 sigri gegn Ever- , ton. Mirandinha gerði fyra markið en Liam O’Brian það seinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.