Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 57

Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 57
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 57 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Alfred hetja KR-inga - skoraði sigurmarkið þegar 2 sek voru eftir ALFREÐ Gíslason, sýndi mikið harðfylgi er hann skoraði sigur- mark KR gegn FH er aðeins tvær sekúndur voru eftir af leik liðanna í Haf narfirði í gær- kvöldi. Valsmenn fylgdust spenntir með leiknum því ef FH hefði sigrað væri íslands- meistaratitilinn þeirra. Vals- menn verða því að bíða enn eina umferðina. Leikurinn var bráðskemmtilegur og mikil barátta á báða bóga. KR-ingar byijuðu betur og höfðu lengst af forystu í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur ValurB. mörkum, 10:12. í Jónatansson leikhléi. skrífar FH-ingar náðu að jafna, 13:13, þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. KR hafði síðan frumkvæð- ið en munurinn var aldrei meiri en FH — KR 26 : 27 íþróttahúsið í Hafnarfirði, íslandsmótið í handknattleik - 1. deild, miðvikudag- inn 22. mars 1989. Gangur leiksins: 1:0, 3:5, 5:6, 8:8, 8:10, 10:11, 10:12, 13:13, 15:17, 18:20, 20:20, 21:22, 23:22, 24:22, 25:24, 25:26, 26:26, 26:27. FH: Héðinn Gilsson 9, Óskar Ármanns- son 5/4, Guðjón Ámason 4, Óskar Helgason 4, Gunnar Beinteinsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Ólafur Magnússon, Halfdán Þórðarson, Knút- ur Siguðrsson, Stefán Stephensen. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 11/1, Magnús Amason 8/3. Utan valiar: 4 minútur. KR: Alfreð Gíslason 9/4, Stefán Kristj- ánsson 4, Sigurður Sveinsson 4, Jó- hannes Stefánsson 3, Guðmundur Al- bertsson 3, Guðmundur Páisson 2, Ein- varður Jóhannsson 1, Konráð Olavson 1, Þorsteinn Guðjónsson. Varin skot: Leifur Dagfínnsson 13. Utan vallar: 10 mínútur. Guðmundur Karlsson, liðsstóri, fékk rauða spjaldið. Áhorfendur: 500. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Guðjón L. Sigurðsson og dæmdu vel. tvö mörk. FH náði forystunni í fyrsta sinn í síðari hálfleik, 23:22, og síðan 25:24 þegar 4 mínútur vour eftir. Bráðskemmtilegt Lokamínútumar voru mjög spennandi og mikil stemmning með- al áhorfenda. KR skoraði næstu tvö mörk en Óskar Ármannsson jafnaði úr víti, 26:26, þegar tvær mínútur voru eftir. Magnús varði þá frá Guðmundi Pálmasyni og FH fékk tækifæri á að komast yfir, en Leif- ur varði frá Gunnari Beinteinssyni af línu. KR-ingar hófu sókn þegar 30 sek voru eftir og fengu au- kakast þegar fímm sek voru eftir. Stillt var upp fyrir Alfreð sem reif sig í gegnum vömina af sinni al- kunnu snild og skoraði 27. markið eins og áður er lýst. „Ekkert annað hægt“ „Það var ekkert annað hægt að gera en að rifa sig í gegn því FH- ingar komu á móti mér,“ sagði Al- freð eftir leikinn. „Þetta var góður leikur þrátt fyrir taugastríð á báða bóga. Við spiluðu langar sóknir og vömin var góð í fyrri hálfleik en vildi opnast í síðari hálfleik." Leikurinn í heild var góður. FH- ingar átti á brattann að sækja nér allan leikinn en gáfust aldrei upp. Héðinn var besti leikmaður liðsins, sérstaklega í síðari hálfleik, gerði þá sex mörk. Eins varði Magnús vel undir lokin er hann fékk tæki- færi. Alflerð var bestur KR-inga. Hann var tekinn úr umferð nær allan síðari hálfleik og þá losnaði um Jóhannes á línunni og Sigurð Sveinsson í hominu. Stefán gerði falleg mörk í fyrri hálfleik en fékk minna að njóta sín í þeim síðari þar sem hann var í strangri gæslu eins og Alfreð. Þriðji Gróttu- sigurinn í röð | FRAMARAR urðu fórnarlömb Gróttumanna, sem héldu sig- urgöngu sinni áfram - unnu sinn þriðja leik í röð. Gróttu- menn mættu ákveðnir til leiks og tóku leikinn strax í sínar hendur. Þeir skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins og höfðu yfir, 7:17, þegar f lautað var tíl leikshlé. Gróttumenn léku geysilegan sterkan vamarleik — „a la Ámi“ - í fyrri hálfleik og Sigtrygg- ur Albertsson varði þá mjög vel. Það er greinilegt að Guömundur Árni Indriðason, Jóhannsson þjálfari Gróttu- sknfar manna, hefur kennt mönnum sínum galdra varnarleiksins. Gróttumenn slökuðu síðan á í seinni hálfleik og við það gengu Framarar á lagið og náðu að minnka muninn í eitt mark. Það munaði þó ekki miklu að þeim tækist að jafna á elleftu stundu. Jens Einarsson, markvörður Fram, varði skot þegar tvær sek. vom til leiksloka og kastaði knettinum fram til Birgirs Sigurðssonar, sem stóð fyrir opnu þegar hann fékk knött- inn. En áður en hann náði að skjóta gall flautan og tilkynnti leikslok. Fram - Grótta 28 : 29 (7:17) Laugardalshöll. íslandsmótið I hand- knattleik, miðvikudagur 22. mars 1989. Gangur leiksins: 0:4, 1:4, 3:7, 4:10, 5:16, 7:17. 10:18, 13:20, 17:21, 18:23, 21:26, 22:27, 24:29, 28:29. Fram: Dagur Jónasson 9/2, Tryggvi Tryggvason 6, Júlfus Gunnarsson 5, Birgir Sigurðsson 4, Bjöm Eiríksson 2, Gunnar Andresson 1, Sigurður Rúnarsson 1. Varin skot: Jens Einarsson 8/1, Þór Bjömsson 3/2. Utan vallar: Tvœr mín. Gústaf Bjöms- son, þjálfari Fram, var útilokaður frá leiknum rétt fyrir leikslok. Grótta: Halidór lngólfsson 10/1, Will- um Þór Þórsson 6/5, Páll Bjömsson 6, Stefán Amarsson 4, Davíð Gíslason 2, Svafar magnússon 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 12/1, Stefán öm Stefánsson 3. Utan vallar: Fjórar mín. Áhorfendur. 103. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Kristj- án Sveinsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óskar Ármannsson sést hér sækja að marki KR-inga og skora eitt af fímm mörkum sínum i leiknum. Ólafur Benediktsson og Sigurður Sveinsson, Val. Alfreð Gíslason, KR. Héðinn Gilsson, FH. P Valdimar Grímsson, Júlíus Jónasson og Jakob Sigurðsson, Val. Guðmundur Guðmundsson, Víkingi. Halldór Ing- og Páll Bjömsson. Gróttu. Dagur Jónasson, Fram. óskar Ár- mannsson, Guðjón Ámason, óskar Helgason, FH. Stefán Kristjánsson, Sigurður Sveinsson, Einvarður J6- hannsson, KR. SKÍÐI / SKÍÐAMÓT ÍSLANDS Keppni hefsl í dag ef veður leyfir SKÍÐAMÓT íslands var sett í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldl. Samgönguerfiðieikar ollu því að aðeins keppendur fé ísafirði, Reykjavík og Fljótum auk heimamanna voru við- staddir setninguna. Fyrirhugað er þó að keppni geti hafist í dag svo framarlega að veður leyfi. Keppendur frá Akureyri og Dalvík voru á leiðinni akandi til Siglufjarðar seint í gærkvöldi og fór snjóruðningstæki á undan bíla- lestinni. Síðast er fréttist í gær- kvöldi var búist við að bílamir kæmu til Siglufjarðar undir morg- un. Ólafsfiðringar ætluðu að leggja af stað akandi yfir til Siglufjarðar snemma í morgun. Að sögn Birgis Sigmundssonar, starfsmanns mótstjómar, er búist við að keppni geti hafist í dag kl. 13.00 þ.e.a.s. ef allir keppendur verða komnir á mótsstað. Alls eru 75 keppendur skráðir til leiks frá Reykjavík, ísafirði, Dalvík, Ólafsfirði, Akureyri, Fljótum og Siglufirði. Keppnin í göngu og stökki fer fram við íþróttamiðstöð- ina að Hóli, og í alpagreinum fer keppnin fram á hinu nýja skíða- svæði Siglfirðinga í Skarðsdal, en þar hafa í haust og vetur staðið yfir miklar framkvæmdir við að setja upp tvær skíðalyftur alls um 2.000 metra langar. HANDKNATTLEIKUR / KONUR Framstúlkur nær öruggar Framstúlkur eru nær öruggar um að endurheimta íslandsmeistaratitil- inn í 1. deild kvenna eftir sigur á Haukum, 14:17, í Hafnarfíðri í gærkvöldi. Tveir aðrir leikir fóru fram í gærkvöldi. Valur sigraði FH í Hafnar- firði, 17:18 og Stjaman sigraði Þór á Akureyri, 16:25. Ólafur gaf réfta tóninn Sigurður Sveinsson f með 11 mörk ÓLAFUR Benediktsson gaf Valsmönnum rétta tóninn, þeg- ar hann fór í markið eftir sjö mínútna leik. Þá var staðan 4:3 fyrir Víking og hafði sóknarnýt- ing gestanna verið 100%. En Ólafur var þeim sem þyrnir í augum, vörn heimamanna með Júlíus Jónasson fremstan í flokki tvíefldist og Sigurður Sveinsson sýndi enn einu sinni hvers hann er megnugur í sókninni. Sigur Vals var í höfn í hálfleik, Sigurður gerði alls 11 mörk í leiknum og só var munurinn f lokin, 31:20. MT Olafur varði 10 skot, þar sem Valsmenn fengu boltann, en auk þess hálfvarði hann níu skot. Þessi markvarsla setti að því er ^ •■■ virtist æfingalitla Steinþór Víkinga út af laginu Guöbjartsson og þeir áttu sér skrífar aldrei viðreisnar von. Vörn þeirra var sem gatasigti, markverðimir vörðu sitt skotið hvor í fyrri hálfleik, en Sigurður Jensson varði vel eftir hlé og bjargaði í raun liði sínu frá enn stærra tapi ásamt með baráttu Guðmundar Guðmundssonar, sem gerði fjögur síðustu mörk Víkings. Sigurður Sveinsson gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og átti þrjár stoðsendingar, en fákk á sig „yfír- ' frakka" í þeim seinni. Hann lét slíkt ekki á sig fá og bætti um betur eftir hlé — skoraði þá sex sinnum. Engin furða að stuðningsmenn Vals vilja ekki missa þennan vinsæl- asta handknattleiksmann landsins, enda sungu þeir „Siggi ekki fara, Siggi ekki fara...“ Valur-Víkingur 31 : 20 íþróttahúsið að Hliðarenda, íslands- mótið i handknattleik — 1. deild karla, miðvikudaginn 22. mars 1989. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:2, 3:3, 4:4, 6:4, 7:6, 9:6, 10:8, 12:8, 12:9, 14:9, 14:11, 17:11, 18:12, 20:14, 24:14, 26:16, 26:18, 31:18, 31:20. Valur: Sigurður Sveinsson 11/3, Valdi- mar Grímsson 7, Jakob Sigurðsson 5, Júlíus Jónasson 3, Geir Sveinsson 2, Jén Kristjánsson 2, Theódór Guðfmns- son 1, Gisli Óskarsson, Þorbjöm Jens- son, Sigurður Sævarsson. Varin skot: Ólafur Benediktsson 10, Páll Guðnason 1/1. Utan valiar: Tvær minútur og eitt rautt spjald. Vikingur: Guðmundur Guðmundsson 7/3, Karl Þráinsson 4/2, Siggeir Magn- ússon 3, Ámi Friðleifsson 2, Jóhann Samúelsson 2, Sigurður Ragnarsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Einar Jóhanns- son, Brynjar Stefánsson, Ingi Þór Guð- mundsson. Varin skot: Sigurður Jensson 7/1, Heiðar Gunnlaugsson 1. Utan vallar: Átta mínútur. Áhorfendur: Um 120. Dómarar: Ámi Sverrisson og Egill Már Markússon. KNATTSPYRNA / ENGLAND Fögnuður á Carrow Road Norwich leikur í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í 30 ár — mætir Ever- ton á Villa Park 15. apríl. Liðið vann West Ham 3:1 FráBob í aukaleik í Norwich Hennessy að viðstöddum fleiri iEnglandi áhorfendum á Carrow Road en nokkru sinni fyrr í fimm ár. Mal- colm Allen skoraði tvívegis í fyrri hálfleik, Paul Ince minnkaði muninn á 75. mínútu, en Dale Gordon átti síðasta orðið fjórum mínútum fyrir leikslok. í fyrstu deild fóru fram þrír leik- ir. Meistarar Liverpool voru með sýningu í Coventry, unnu 3:1 og eru nú átta stigum á eftir Arsenal, en eiga tvo leiki til góða. John Bames og John Aldridge skoruðu fyrir Liverpool f fyrri hálfieik og Gary Bannister fyrir Coventry, en Ronnie Whelan innsiglaði sigur gestanna eftir hlé. Tottenham gerði góða ferð til Nottingham og vann Forest 2:1. Gary Parker kom heimamönnum á bragðið á 49. mínútu, en David Howells jafnaði á 80. mlnútu og » annar varaliðsmaður, Winnie Sam- ways, gerði sigurmarkið tveimur , mínútum fyrir leikslok. Þetta var ' fyrsta tap Nottingham Forest í 19 leikjum í röð. Þá bætti Newcastle stöðu sína á botninum með 2:0 sigri gegn Ever- , ton. Mirandinha gerði fyra markið en Liam O’Brian það seinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.