Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 14
14 ’ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 LONDON CITY BALLETT Góðirgestir væntanlegir í Þjóðleikhúsið London City-Ballett flokkurinn er væntanlegur í heim- sókn til íslands nú eftir páskana og sýnir tvisvar, föstu- daginn 31. mars og laugardaginn 1. apríl, í Þjóðleik- húsinu. Á efnisskránni eru valin atriði úr Hnotubrjót Tsjajkovskíjs, Transfigured Night við tónlist eftir Arnold Schönberg, danshöfundur Frank Staff, og Celebrations við tónlist eftir Giuseppe Verdi, dans- höfundur Michael Beare. London City Ballett hef-. ur vakið mikla athygli á undanförnum árum, bæði heima fyrir og erlendis; aðeins tíu ár eru síðan ballettflokkurinn var stofnaður en á þeim tíma hefur hann vaxið ótrúlega að umfangi, hver sýningin á fætur annarri vak- ið aðdáun og notið margs konar viðurkenninga þar til nú er svo komið að flokkurinn telst tvímæla- laust í hópi bestu og þekktustu ballettflokka Evrópu án þess þó að hafa nokkum tíma notið opin- bers stuðnings heimafyrir. Ekki er það þó hróssins vert í sjálfu sér því listráðið breska styrkir flesta ballettflokka rausnarlega en Lon- don City Ballett hefur til skamms tíma fundið litla náð fyrir augum ráðsins. Þetta hefur skapað flokknum ákveðna sérstöðu og hafa margir undrað sig á vel- gengni flokksins bæði listrænt og fjárhagslega einmitt vegna þessa. Stjómandi London City Ballett er Harold King og hann segir sjálf- ur að við stofnun flokksins, hefði enginn trúað — síst af öllu hann sjálfur — að ballettflokkur hans yrði einn af þekktustu ballett- flokkum landsins sem sífellt nyti meira og meira hylli áhorfenda, stöðugt jákvæðra umsagna og eft- irspum eftir sýningum víða um heim væri slík að ógjörningur væri að verða við öllum óskum um sýningar. Upphaflegt markmið með stofnun ballettflokksins var að veita ungum, hæfileikaríkum en atvinnulausum dönsumm tæki- færi til að sinna list sinni þann stutta tíma sem ferill þeirra á svið- inu stendur. King bætir því við að öflugustu stuðningsmenn bal- lettflokksins í upphafi hafi verið foreldrar dansaranna sem studdu með ráðum og dáð þetta tækifæri sem þama veittist metnaðargjöm- um bömum þeirra. Edward Thorpe ballettgagnrýnandi sem fylgst hef- ur náið með vexti og framforum LCB segir einmitt að flokkurinn hafí vaxið frá því að vera spenn- andi og virðingarvert framtak — en lítið meira — upp í það að verða fullgiidur listdansflokkur þar sem hver ný sýning sé listviðburður sem sé allrar athygli verður og standist samanburð við hvað sem er. í dag eru þijátíu dansarar í flokknum ásamt nauðsynlegu liði starfsmanna svo ekki er um lítinn árangur að ræða á aðeins tíu árum. Jane Selig. London City Ballett á sér engan ákveðinn heimavöll heldur byggist starfið á stöðugum ferðalögum innan Bretlands og utan. í upp- hafi var markmiðið að sýna ballett innanlands í borgum og bæjum sem alla jafna njóta ekki sýninga hinna þekktari ballettflokka en eftir því sem hróður LCB hefur vaxið hefur eftirspum aukist og sýningar flokksins færst nær miðju ballettheimsins í London og víðar. Til marks um það er síðasta starfsár flokksins þar sem dijúgur hluti þess var sýningatímabil við Sadlers Wells-leikhúsið í London — heimkynni samnefnds ballett- flokks sem staðið hefur í fremstu röð í áratugi. Þó leggja stjómend- ur LCB áherslu á að missa ekki tengslin við uppmna sinn og er hluta hvers starfsárs varið í sýn- ingarferðir um Bretland eins og áður. London City Ballett hefur ætíð leitað á önnur mið en þau hefð- bundnu í leit að ijárhagslegum stuðningi. Hafa stórfyrirtæki bresk á borð við BP, Barclays Bank, IBM og Citibank stutt við bakið á flokknum auk þess sem listráðið breska hefur látið fé af hendi rakna við einstakar upp- færslur. Stærstu tímamótin í þess- um efnum urðu þó árið 1983 þeg- ar Harold King tryggði sér opin- beran stuðning Díönu prinsessu Stephen Sheriff. Prima Ballerína Marian St. Claire. af Wales og hefur hún reynst traustur bakhjarl og sinnt þessu hlutverki sínu af áhuga og alúð. Harold King er stjórnandi Lon- don City Ballett og stofnandi ásamt Marian St. Claire og Mic- hael Beare. King er Suður-Afríku- maður, fæddur í Durban, og hlaut þjálfun sína við Ballettskóla Há- skólans í Höfðaborg. Arið 1968 komst hann inn í CAPAB-ballett- flokkinn í Höfðaborg og varð fljót- lega einn af sólódönsurum flokks- ins. Árið 1970 fluttist hann til Englands og gekk til liðs við West- em Theatre Ballett sem síðar fékk fast aðsetur í Glasgow með viðeig- andi nafnbreytingu og heitir síðan Skoski ballettinn. Næstu árin starfaði King jöfnum höndum sem sólódansari og dansahöfundur flokksins. Hann var um tíma dans- ari við Óperuballettinn í Covent Garden í London en hélt síðan til Zimbabwe þar sem hann stjórnaði Þjóðarballett Zimbabwe á fyrsta starfsári hans en síðar hélt hann aftur til Englands þar sem hann tók þátt í stjórn og undirbúningi hátíðarsýninga Victor Hochauser við Royal Festival Hall í London og einnig við sýningar Rudolf Nureyev í London Coliseum. Árið 1978 stóð hann fyrir röð sýninga í Arts Theatre við Leicester Squ- are í London og mörkuðu þessar sýningar upphaf þess ballettflokks Steven Annegarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.