Morgunblaðið - 04.04.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 04.04.1989, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 Kvótinn ekki auk- inn að svo stöddu - segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar „VIÐ LEGGJUM ekki til að þorskkvótínn verði aukinn á þessu ári, eins og málin standa í dag, enda er gert ráð fyrir að meira verði veitt af þorski í ár en við lögðum til,“ sagði Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofiiunar, í samtali við Morgunblaðið. Jakob sagði að ekki væri búið að vinna úr niðurstöðum „togararallsins“ ennþá. „Fljótt á litið sýnist okkur að niðurstöður í togararallinu varðandi þorskinn séu í samræmi við það sem við höfum sett fram áður. Um aðr- ar tegundir get ég ekkert sagt á þessu stigi málsins," sagði Jakob. Hann sagði að þorskur af 1983 og 1984 árgangi væri orðinn þokka- lega góður fiskur, eða 70 til 80 sentímetra langur, og 1985- árgangurinn væri í meðallagi góð- ur. „Það helsta sem kom á óvart í togararallinu var dreifíng físksins. Sjórinn við Norður- og Norðaustur- land er skelfilega kaldur, eða við núll gráður á Celsíus, og þar er miklu minna af físki en við Vest- fírði og Suðausturland," sagði Jak- ob Jakobsson. Alþýðubandalagið: Fundur miðstjórn- ar haldinn á morgun ÁKVEÐIÐ hefúr verið að halda miðstjórnarfúnd Alþýðubandalagsins í húsakynnum flokksins við Hverfisgötu annað kvöld. Þessi ákvörðun er tilkomin í kjölfar þess að um 30 miðstjómarmenn hafa undirritað kröfú um miðsfjómarfúnd, jafiiframt því sem þeir lýsa þeirri skoðun að afstaða Ólafs Ragnars Grimssonar til launagreiðslna BHMR-félaga „samrýmist ekki stefiiu og starfsháttum Alþýðubandalagsins." Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðar- Ekki er búist við að kjaramálin maður fjármálaráðherra, er formað- verði eina málið sem rætt verður á ur miðstjómar Alþýðubandalagsins. Hún boðar til miðstjómarfundarins á morgun og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er búist við hörðum átökum á þessum fundi. fundinum, því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mikil úlfúð innan Alþýðubandalagsins vegna fyrir- hugaðra æfínga varaliðs bandaríska landhersins hér á landi í júní. Metsala á fiskmark- aðinum í Hafiiarfirði METSALA var á fiskmarkaðinum í Hafiiarfirði í gær, mánudag. Þá voru seld þar 404 tonn fyrir um 14,541 mityjón króna, eða 36 króna Albert Guð- mundsson hættír þing- mennsku ALBERT Guðmundsson af- salaði sér þingmennsku í gær, en hann var skipaður f embættí sendiherra íslands I Frakklandi frá og með síðustu mánaðamótum. Al- bert fer til Frakklands um næstu helgi. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, las bréf frá Albert í upphafí þingfundar í gær, þar sem Albert lýsti því yfír að hann afsalaði sér þing- mennsku. Guðrún þakkaði Al- bert síðan samstarfíð, og sagði að hann væri einn litríkasti stjómmálamaður síðari tíma. En þótt hann hefði verið um- deildur væri ekki deilt um góð- gimi hans. Albert var fyrst kjörinn á þing í ársbyijun 1974 og sat því á Alþingi í 15 ár. Til ársins 1987 var hann þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og gegndi m.á. embætti fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra í stjóm Steingríms Hermannssonar 1983-87. Albert stofnaði Borg- araflokkinn 1987 og sat síðan á þingi fyrir þann flokk. Bene- dikt Bogason verkfræðingur tekur nú sæti Alberts á Alþingi. Sjá viðtal við Albert Guð- mundsson bls. 16. rneðalverð, þar af 175 tonn úr Otri HF og 185 tonn úr Sigluvík. Fyrstu 3 mánuði þessa árs seldi fískmarkaðurinn í Hafnarfirði sam- tals 3.566 tonn fyrir 157,388 milljón- ir króna, eða 44,14 króna meðalverð en á sama tíma í fyrra 4.588 tonn fyrir 159,125 milljónir króna, eða 34,71 krónu meðalverð. Fyrstu 3 mánuði þessa árs voru meðal annars seld á markaðinum 1.551 tonn af slægðum þorski fyrir 48,94 króna meðalverð, 398 tonn af óslægðum þorski fyrir 44,74 króna meðalverð, 386 tonn af slægðri ýsu fyrir 64,04 króna meðalverð og 626 tonn af karfa fyrir 26,13 króna með- alverð. Skipveijar á Brimnesinu BA 800, sem björguðust þegar bátur þeirra lentí í árekstri við Heklu á sunnudagskvöld. Frá vinstri: Sveinn R. Vilhjálmsson, stýrimaður, Jóhannes Héðinsson, skip- sljóri og Freyr Héðinsson, vélstjóri. Brimnes sökk eftir árekstur við Heklu: Áttuöu sig ekki á hættunni fyrr en skipin skullu saman SJÓPRÓF vegna áreksturs strandferðaskipsins Heklu og eikarbáts- ins Brimness BA 800 frá Patreksfirði á sunnudagskvöld fóru fram í gær. Þar kom fram, að hvorki áhöfhin á Heklu né Brimnesinu áttuðu sig á því að hætta væri á ferðum fyrr en Brimnesið skall á stefiii Heklu. Báturinn sökk fáum mínútum síðar, en skipveijamir þrír komust i björgunarbát og síðan um borð í Heklu. Logn og blíða var þegar óhappið varð. Hjá stýrimanni Heklu, Þórhalli Ottesen, kom fram, að hann var einn í brúnni, þegar óhappið varð. Hann sá aldrei Brimnesið, þar sem sólin vár lágt á lofti í sömu stefnu og báturinn. Hins vegar sá hann á ratsjá að ein míla var á milli Heklu og Brimness og taldi öllu óhætt. Hann kvaðst sannfærður um að einhver stefnubreyting hefði verið á Brimnesinu síðustu þrjár mínútur fyrir áreksturinn, þ.e. frá því að hann leit síðast á ratsjá og þar til óhappið varð. Skipstjóri Hekiu, Jón Arelíus Ingólfsson, kvaðst aðspurður ekki telja eðlilegt að aðeins einn maður væri í brúnni þegar skip í innan við mflu fjarlægð sæist ekki berum augum. Taldi Heklu á leið til Patreksfj arðiir Brimnesið, sem var 34 tonn, var á innsiglingu til Patreksfjarðar þegar óhappið varð. Freyr Héðins- son, vélstjóri á Brimnesi og annar eigandi bátsins, var í stýrishúsinu. Honum sagðist svo frá, að hann hefði komið auga á Heklu og talið víst að hún væri á leið inn til Pat- reksfjarðar. Hann hefði verið upp- tekinn í síma og talstöð næstu mínútumar, en sjálfstýringin hefði verið á. Þegar hann sneri sér næst við sá hann að Brimnesið átti að- eins eftir fáar bátslengdir í Heklu. Hann kvaðst hafa reynt að bakka, en báturinn ekki tekið við sér fyrr en of seint. Hann sagði að hann hefði ráðið við að forða árekstri, ef hann hefði fylgst með Heklu. Auk Freys voru á Brimnesinu bróðir hans og meðeigandi, Jó- hannes Héðinsson, skipstjóri og Sveinn R. Vilhjálmsson, stýrimað- ur. Jóhannes og Sveinn voru frammi í lúkar þegar áreksturinn varð. „Þeir voru snöggir upp og við Sveinn fórum niður í vélarrúm til að gæta að dælu,“ sagði Freyr í samtali við Morgunblaðið. „Við sáum strax að hún hafði ekkert undan, enda var stefnið mölbrotið. Jóhannes fór strax að taistöðinni og kaliaði Heklu upp. Hann kallaði til okkar Sveins að fara í björgunar- galla og skaut sjálfur út björgunar- bát. Við stukkum beint í bátinn og þá var Hekla þegar farin að snúa. Skipið var komið að okkur skömmu síðar og við sluppum allir ómeidd- ir.“ Aðeins liðu um átta mínútur frá því að áreksturinn varð og þar til Brimnesið var sokkið. Jóhannes skipstjóri sagði að hann hefði kall- að á Heklu og spurt hvort þeir hefðu dælur. „Eg sá svo strax að þetta var þýðingarlaust og skaut út björgunarbát. Við fórum allir aftur á, drógum björgunarbátinn þangað og stukkum beint um borð í hann.“ Freyr og Jóhannes tóku það báðir sérstaklega fram í sjóprófun- um, að björgunargallamir hefðu verið pakkaðir í lofttæmdar plast- umbúðir, sem mjög erfitt hefði ver- ið að losa um. Óverulegar skemmdir urðu á Heklu við áreksturinn. Lítið gat kom á stefni skipsins stjómborðs- megin og í gær var gert við það til bráðabirgða á Patreksfirði. Að loknum sjóprófum síðdegis í gær hélt skipið áleiðis til Reykjavíkur. Hjörtur Emilsson, framkvæmda- stjóri tækni- og útgerðarsviðs Ríkisskipa, sagði að skamman tíma myndi taka að gera við skipið og ekki þyrfti að taka það í slipp. Brimnesið, sem undanfarin ár bar skráningamúmerið BA 800. Norsk-íslenski síldarstoftiinn: Vöxtur stofiisins og síld- in aftur byrjuð að flakka ÝMISLEGT bendir tíl að norsk-íslenski síldarstofninn sé að byrja að flakka aftur á milli Noregs og íslands, að sögn Fishing News Internationnl. Blaðið segir að rússnesk skip hafi orðið vör við síld suðaustur af Jan Mayen í fyrrasumar og norsk nótaveiðiskip hafi nýverið tilkynnt um síldartorfúr á milli Islands og Noregs. í fram- haldi af því hafí norskt rannsóknaskip safiiað upplýsingum sem bendi til að meiri síld sé við Noregsstrendur en nokkru sinni frá því um miðjan sjöunda áratuginn „Þetta eru auðvitað gleðifréttir fyrir okkur. Ef norsk-íslenski síldar- stofninn næst upp í það sem hann var í kringum árið 1952 er hægt að veiða 1,5 til 2 milljónir tonna úr stofninum á ári,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að um og upp úr 1950 hefði þessi síldarstofn ver- ið um 10 milljónir tonna og sá stærsti í heimi. Nú væri stofninn hins vegar um 1,3 milljónir tonna. Jakob sagði að þær fréttir að norsk-íslenska síldin væri farin að flakka aftur kæmu norskum starfs- bræðrum hans í opna skjöldu. Síldin í þessum stofni væri nú aðallega af 1983-árgangi og sá árgangur hefði fyrst hrygnt í fyrra. Norð- menn hefðu hins vegar alltaf haldið því fram, til dæmis á fundi Alþjóða hafrannsóknaráðsins í Björgvin í Noregi í haust, að 1983-árgangur- inn héldi sig innan norsku lögsög- unnar. „Ég hef hins vegar ekki trú á að norsk stjórnvöld ætli sér að halda norsk-íslenska stofninum niðri. Þau hafa í höfuðdráttum far- ið eftir tillögum Alþjóða hafran sóknaráðsins varðandi veiðar á s úr þessum stofni," sagði Jakob. Hann sagði að Rússar hefðu la fram gögn á fundi vinnunefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins októberlok 1988 um að nors íslenska síldin hefði gengið lan út fyrir norsku lögsöguna. „Einr töldu norskir loðnubátar sig ver varir við miklar síldarlóðning norður af Færeyjum eftir áramói í vetur á svipuðum stað og nors íslenska sfldin hafði vetursetustöc ar á þessum árstíma," sagði Jakot

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.