Morgunblaðið - 04.04.1989, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989,
4
Tvö börn hætt komin í snjóflóði:
„Ég hafði rými til að
anda og bara hrópaði“
- segir Guðbjörg Melsted, sem gróíst á kafí snjóflóði í Hamragili
„ÉG REYNDI að hlaupa, en datt. Þá kom snjórinn og ég get eiginlega
ekki lýst þessu, þetta kom bara allt í einu. Ég fann svo að ég hafði
rými til að anda og ég bara hrópaði. Ég reyndi að vera eins róleg og
ég gat, því að ég vissi að þeir sáu til mín og myndu koma strax,“ sagði
Guðbjörg Melsted, 12 ára stúlka úr Grafarvogi. Hún grófst á kaf í
sryóflóð í Hamragili á laugardag. Hún var þar í skíðaferð ásamt skóla-
félögum sínum og höfðu flögur þeirra gengið nokkuð frá aðalhópnum
inn i gilið. Þar voru aðrir skiðamenn á ferð og kom si\jóskriða undan
þeim. Guðbjörg og bekkjarfélagi hennar, Loftur Freyr Sigfusson, gróf-
ust undir snjónum, Guðbjörg fór alveg & kaf, en Loftur hafði blákoll-
inn upp úr. „Ég náði ekki andanum, en vinur minn, Arnór, náði að
grafa mig upp,“ sagði Loftur. Skamman tima tók að bjarga börnunum
úr fönninni og þeim varð ekki meint af.
Fjögur bamanna höfðu lagt frá honum. Hann lenti í vandræðum og
sér skíðin og gengið inn í gilið og
var Loftur ekki í þeim hópi. Þar voru
þau að renna sér á klakanum sem
snjóað hafði ofan á. Um klukkan
fimm, þegar þau höfðu verið þar um
hálfa klukkustund, kom skfðamaður
skáhallt niður brekkuna í átt til
þeirra og rann snjóskriða á undan
missti skíðin, en slapp að öðru leyti.
Bömin fóm að hjálpa honum við að
leita að skíðunum.
Á meðan þetta gerðist hafði Loft-
ur farið að svipast um eftir þessum
félögum sínum og ekki fundið. Hann
leitaði þá til starfsmanna félagsmiö-
stöðvarinnar Fjörgynjar í Grafar-
vogi, sem voru í fylgd með hópnum.
Þeir fóm allir saman inn í gilið, fundu
bömin og sögðu þeim að snúa aftur
vegna snjóflóðahættu.
Kom með skriðuna á eftir
sér
„Við vomm lögð af stað. Þeir vom
á undan, starfsmennimir, en Loftur
var á skíðum fyrir ofan. Þá æptu
þeir allt í einu, en við áttuðum okkur
ekki alveg strax. Krakkamir vom
komnir á undan mér. Þá renndi Loft-
ur sér beint niður og skriðan á eftir
honum,“ sagði Guðbjörg.
„Þetta verður ekki til að ég hætti
að fara á skíði, en það verður til
þess að ég passa mig á að fara ekki
um þar sem er svona snjóflóðahætta,
það er alveg bókað,“ sagði Guðbjörg.
Rannveig Ámadóttir, móðir Guð-
bjargar, segir að starfsmenn félags-
VEÐUR
í DAG kl. 12.00:
Heimild: Veöurstofa íslands
(Byggf á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 4.APRIL
YFIRLIT I GÆR: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1026 mb hæð, en
988 mb lægð skammt austur af Hvarfi þokast Norður. Milli íslands
og Noregs er 1026 mb hæð. Veður fer smám saman hlýnandi.
SPÁ: Suðlæg vindátt, 6—8 vindstig víða um land og slydda eða
rigning. Hiti 2—7 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Austan- og suðaust-
anátt og víðast frostlaust. Slydduél á annesjum norðanlands, en
súld eða rigning á Austur- og Suðausturlandi. Þurrt víðast hvar á
vestanverðu landinu.
TÁKN: s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind-
A stefnu og fjaðrirnar
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.
'(jíikLétt8Kýjað / r r r r r r Rigning
Hálfsl<ýiað r rr * r *
<0^. Skýjað r * r * Slydda r * r
Jjjll^ Alskýjað # # # * * * * Snjókoma * * *
0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
V É'
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tima hltl veður Akureyri 1 alskýjað Reykjavík +0.6 skýjað
Bergen 6 hálfskýjað
Helsinki 2 léttskýjað
Kaupmannah. 1 léttskýjað
Narssarssuaq +10 snjókoma
Nuuk +8 snjókoma
Osló 8 skýjað
Stokkhólmur +0.6 snjóél
Þórshöfn 7 léttskýjað
Algarve 12 skýjað
Amsterdam 6 léttskýjað
Barcelona 16 þokumóða
Berlín 4 skýjað
Chicago 6 þokumóða
Feneyjar 17 þokumóða
Frankfurt 3 slydda
Glasgow 5 snjóéi
Hamborg 3 snjóél
Las Palmas 19 skýjað
London 6 skúr
Los Angeles 14 léttskýjað
Luxemborg 3 þokumóða
Madríd 5 rigning
Malaga 14 skýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal +0.4 snjókoma
New York 7 rigning
Ortando 16 skýjað
París 9 skýjað
Róm 14 rigning
Vín 6 súld
Washington 9 rigning
Winnipeg +2 skýjað
miðstöðvarinnar, sem fylgdu Guð-
björgu heim á sunnudag, hefðu sagt
að það hefði bjargað lífi hennar hve
róleg hún var. „Eg vissi ekkert um
þetta fyrr en komið var með hana
heim. Þá komu tveir starfsmenn frá
Fjörgyn og sögðust vera að færa
mér gullið mitt. Þetta er í annað
skipti sem Guðbjörg bjargast úr
bráðri hættu á sinni skömmu ævi,
því að þegar hún var tveggja ára
bjargaði ég henni frá drukknun aust-
ur í Seljavallalaug, þá mátti ekki
miklu muna heldur, frekar en nú,“
sagði Rannveig.
Þá sé ég að
skriðan kemur
„Ég leit upp og vissi þá ekki alveg
hvað var að gerast,“ sagði Loftur.
„Allir krakkamir vom famir að
hlaupa og ég heyrði kallað að fara
frá. Þá sá ég að skriðan kom og ég
renndi mér beint niður, en festist þar
í þungum snjó og skriðan skall á
mig. Eg var með skíðagleraugun um
hálsinn og það lenti þungur köggull
ofan á höfðinu á mér, þannig að ég
náði ekki andanum, það þrengdi svo
að barkanum. Þá kom vinur minn,
Amór Guðni Kristinsson, og náði að
grafa mig upp og við fómm svo að
hjálpa til að grafa Guðbjörgu upp.“
Loftur missti skíðin í þessum ham-
fömm og hefur ekki fundið nema
annað þeirra aftur, þrátt fyrir leit.
Ég kailaði á hann
„Ifyrst skildi ég ekki alveg hvað hafði
gerst, en svo sá ég að það vantaði
bæði Loft og Guggu og þá fórum
við að leita," sagði Arnór Guðni. „Ég
var að grafa alveg á fullu að leita
að þeim, þá sá ég rétt í hausinn á
Lofti. Hann var bara eins og í roti
í smá tíma. Ég hristi hann til og
kallaði á hann og þá bara hristi hann
hausinn svolítið, reif sig svo upp úr
snjónum og við fómm að leita að
Guggu.“
Birgir Hermannsson formaður
skíðadeildar ÍR, sem rekur skálann
í Hamragili, segir að snjóflóðin hafí
orsakast af mikilli fannkomu ofan á
harðfenni. Síðan hafi sólbráð þyngt
í snjónum þegar líða tók á laugardag-
inn. Hann segir að strax hafi verið
haft samband við björgunarsveit ug
umsvifalaust byijað að leita í snjó-
flóðinu að stúlkunni. Hún hafi fund-
ist eftir nokkrar mínútur, enda flóðið
ekki breitt, tveir til þrír metrar og
ekki cjjúpt. Birgir segir að flóða-
hætta hafi liðið hjá þegar tók að
frysta á laugardagskvöldinu. „Við
sprengjum þessar hengjur oft niður
sjálfir, þegar okkur líst ekki á þær,
eða lyðjum þeim niður með snjótroð-
aranum. Hins vegar var mjög erfitt
að troða þennan snjó á laugardag-
inn, þetta var svokallaður púðursnjór
og treðst illa.“
• •
Olduselsskólamálið í borgarstjórn:
Utilokar samstarf
A-flokka í kosningum
- segir Bjarni P. Magnússon borgarfiilltrúi
BJARNI P. Magnússon, borgarfulltrúi Alþýðufloklisins, segir að
breyti menntamálaráðherra ekki þeirri ákvörðun sinni að auglýsa
lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Ölduselsskóla sé útilokað að
Alþýðuflokkurinn gangi til samstarfs við Alþýðubandalagið um sam-
eiginlegan sameiginlegan framboðslista til næstu borgarstjórnar-
kosninga. Bjarni segir að þetta hafi verið einróma álit meðlima
borgarmálaráðs Alþýðuflokksins á fundi þess á laugardag.
„Við teljum að hér sé um per- telja að tælqust sættir í þessu við-
sónulega aðför að Sjöfn að ræða
og manni finnst eins og andi Stalíns
svffi yfir vötnunum. Alvarlegast er
þama eiga hlut að máli tveir borg-
arfulltrúar Alþýðubandalagsins,
fólk sem við ættum að starfa með
á sameiginlegum lista, Þorbjöm
Broddason í fræðsluráði og Guðrún
Ágústsdóttir aðstoðarmaður
menntamálaráðherra,“ sagði
Bjami. Hann sagðist hins vegar
kvæma máli væri ekkert því til fyr-
irstöðu að ræða um samvinnu flokk-
anna á þessu sviði.
í borgarmálaráði Alþýðuflokks-
ins sitja þeir frambjóðendur Al-
þýðuflokksins til borgarstjóran-
kosninga sem starfandi eru í nefnd-
um og ráðum borgarinnar. Bjami
sagðist telja víst að fulltrúaráð
flokksins í Reykjavík styddi borgar-
málaráðið í þessu efni.
Stefán Ogmundsson fyrr-
um formaður HÍP látinn
STEFÁN Ögmundsson, fyrrum
formaður Hins íslenska prentara-
félags og varaforseti Alþýðusam-
bands íslands, lést í Reykjavík á
mánudagsmorgun, á áttugasta
aldursári.
Stefán Ögmundsson fæddist í
Reykjavík 22. júl( 1909, sonur hjón-
anna Ögmundar Hanssonar bónda
að Hólabrekku og Ingibjargar Þor-
steinsdóttur.
Stefán hóf prentnám í Gutenberg
1924 og starfaði við prentiðn til
1969. Hann stofnaði meðal annars
prentsmiðjuna Dögun árið 1933,
prentsmiðjuna Hóla 1942, og Prent-
smiðju Þjóðviljans 1944.
Stefán tók snemma þátt í félags-
störfum fyrir prentarastéttina. Hann
var í fyrstu stjóm Prentnemafélags-
ins árið 1926, og ritstjóri Prentarans
1931-32. Hann var fyrst kjörinn í
stjóm Hins íslenska prentarafélags
1932, og var kjörinn formaður þess
1944-45 og 1947. Eftir það gegndi
hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir HÍP og var í trúnaðarmanna-
ráði frá 1969.
Stefán var varaforseti Alþýðusam-
bands íslands 1942-48 og sat í
stjómarskrámefnd 1947. Hann var
í stjóm Sósíalistafélags Reykjavíkur
og í miðstjóm Sósíalistaflokksins um
árabil.
Hann var fulltrúi ASÍ á stofnþingi
Alþýðusambands verkalýðsins í París
Stefán Ögmundsson.
1945. Hann var áheymarfulltrúi á
þingi Kommúnistaflokks Kína 1956,
og í fastanefnd verkalýðsráðsstefnu
Eystrasaltslanda, Noregs og íslands
frá 1964. Formaður Menningar og
fræðslusambands alþýðu frá stofnun
þess árið 1969 til 1979, og var jafn-
framt framkvæmdastjóri sambands-
ins. Hann var einn af frumkvöðlum
Sögusafns verkalýðshreyfingarinn-
ar, og Félags áhugamanna um verka-
lýðssögu.
Eftirlifandi kona Stefáns er Elín
Guðmundsdóttir. Þau eignuðust fjór-
ar dætur.