Morgunblaðið - 04.04.1989, Page 14

Morgunblaðið - 04.04.1989, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 Guðbjöm Guðbjömsson tenórsöngvarí debúterar í ópenmni í kvöld: ÓPERAN FKEIST- AR MÍN MEST GUÐBJÖRN Guðbjörnsson tenórsöngvari er aðeins tuttugu og sex ára að aldri, en hann hefur engu að síður þegar komið frain á fleiri tónleikum en flestir jafnaldrar hans, auk þess sem hann hef- ur fengið sönghlutverk í óperum og óratóríum óvenjuungur. Hann hefur stundað söngnám i sex ár, þar af tvö undanfarin hjá þekktum kennurum í Berlínarborg, en nú er hann heima á Fróni í nokkrar vikur og heldur „debút“ tónleika sína hér heima í Óperunni í kvöld kl. 20.30. Hann er dálítið stórsöngvaralegur í fasi, þéttur á velli og virðulega til fara. Honum er líka annt um röddina og hann vildi hitta blaðamann að máli einhvers staðar þar sem hægt væri að ná andanum fyrir reykjarkófi. „Ég á ákaflega listelska íjöi- skyldu," segir Guðbjöm. „Það má segja að Daði bróðir minn, sem er myndlistarmaður, og Guðbjörg Sig- uijónsdóttir konan hans hafi átt mikinn þátt í að koma mér og bróð- ur mínum Gunnari, sem er líka að læra tenórsöng í Berlín, inn á lista- brautina. „Ég umgekkst mikið alls konar listafólk þegar ég var ungl- ingur, því að ég bjó með Daða bróð- ur mínum. Pabbi heitinn hlustaði líka mikið á óperusöng, sem ég kunni alls ekki að meta sem strák- ur, en á unglingsárunum byijaði ég að fá áhuga fyrir þessari tón- list, og um átján ára aldur var ég kominn með algjöra dellu, orðinn hálfveikur. Ég keypti mér plötur með Pavarotti og Domingo á með- an félagamir voru í nýjasta popp- inu.“ Guðbjöm segist reyndar aldrei hafa ætlað sér að verða söngvari. „Ég ætlaði að verða lögfræðingur, og hóf nám í lögfræði. Ég hafði hugsað mér að hafa söngnámið mér til skemmtunar og fór í söngtíma jafnframt lögfræðinni, en Garðar Cortes kom til mín og sagði að ég hefði óskaplega fína rödd, sem mætti alls ekki fara til spillis. Ég hló að honum og sagðist ætla að verða lögfræðingur og það væri ekkert á dagskrá hjá mér að fara að gaula neitt." Það fór þó svo, að Guðbjöm lauk burtfararprófi frá Nýja tónlistar- skólanum árið 1987 að loknu eins árs söngnámi hjá Magnúsi Jónssyni og fjórum árum hjá Vincenzo S. Demetz. „Ég debúteraði 22 ára gamall í nemendaóperu, Brottnám- inu úr kvennabúrinu. í kjölfar þess fylgdu tónleikar víða um land og 1986 söng ég með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Stabat Mater eftir Dvor- ák. Ég söng líka með Skagfirzku söngsveitinni á söngför um Austur- ríki, Ítalíu og Frakkland." Vorið 1987 hélt Guðbjöm svo til Austur-Berlínar, í einkanám hjá prófessor Hanne-Lore Kuhse, sem að hans sögn er einn bezti söng- kennari í Þýzkalandi. Síðastliðið ár hefur hann, jafnframt náminu hjá Kuhse, æft tvisvar í viku með aðalæfingastjóra Þýzku óperunnar í Vestur-Berlín, Bandaríkjamann- inum John Dawson, sem einnig er mjög þekktur á sínu sviði. En hvers vegna varð Austur-Þýzkaland fyrir valinu, svo frábrugðin sem tilveran þar er lífinu á íslandi? „Ég kynntist Frau Kuhse á söngnámskeiði hér heima, og varð stórhrifinn. Mér fannst að sú tækni, sem hún beitti, væri sú eina rétta. Ég vildi endilega komast í nám hjá henni, og var ekkert að setja það fyrir mig að fara austur fyrir jám- tjald, fannst það raunar geta verið stóráhugavert, sem það er. Tónlist- arlífið er á mjög háu plani í Aust- ur-Berlín, þar eru þijár óperur og tvær til viðbótar í Vestur-Berlín. Sem Vesturlandabúi get ég farið á milli borgarhluta eins og mér sýn- ist, og ég þvælist mikið á milli, enda eru kennaramir mínir hvor í sínum borgarhluta. Ég er mjög hrifinn af Austur-Þýzkalandi sem menningarríki, og mér finnst að íslendingar, einkum þeir, sem ætla í tónlistamám, eigi alls ekki að útiloka það sem námsland, frekar en önnur Austur-Evrópuríki. Þar búa stórkostlegar menningarþjóðir, en við þekkjum þessi lönd lítið og ættum að kynna okkur þau meira." Fæ rússneska tónlist beint í æð Guðbjöm segist mikið hafa lært af náminu í Berlín, og hann hafi nýtt tímann vel til þess að læra mikið af óperuhlutverkum, en einn- ig hafí hann einbeitt sér að þýzkum ljóðasöng, og jafnvel óratóríum. Hann hefur æft fjölbreytta efnis- skrá, þar sem kennir ýmissa grasa, og hann er enn að bæta við. „Undanfarið hálft ár hef ég líka verið að fíkra mig áfram með rússneskan ljóðasöng, sem ég kynntist dálítið fyrir austan jám- tjald. Þar heyrði ég í afskaplega góðum rússneskum söngvumm, og þessi tónlist er stórkostleg. Ég held að tónlist Rússa henti okkur íslend- ingum ákaflega vel, Rússamir, sem og önnur slavnesk tónskáld, eru margir á svoiítið melankólskum og dramatískum línum, líkt og til dæmis Eyþór Stefánsson. Ég fæ tónlist Dvoráks, Tsjajkovskíjs, Pro- kofjevs og Rakhmanínovs beint í æð; þetta eru stórslegnar línur og tilfinningarík tónlist, sérstaklega ljóð Rakhmanfnovs. Konan mín, Kati Hasse Guðbjömsson, sem ég kynntist í Austur-Þýzkalandi, hef- ur hjálpað mér mikið með rússn- eskuna, sem hún talar reiprenn- andi, og hún hefur reyndar aðstoð- að mig við þýzka ljóðasönginn líka. Ég hef mikinn áhuga á að koma heim næsta vetur með slavneska dagskrá.“ A tónleikunum í Ópemnni í kvöld ætlar Guðbjöm meðal annars að syngja eina óperuaríu á rússnesku, sem ekki heyrist oft hér, úr Eugen Onegin eftir Rússann Tsjajkovskí. Auk þess syngur hann aríur eftir Massenet, Puccini og Verdi, Ijóð eftir Schubert og Brahms og ýmis íslenzk lög. Guðbjöm segir að hann hafí ekki síður hlotið dýrmæta reynslu í Vestur-Berlín hjá John Dawson. „Það gekk ekki átakalaust að kom- ast að hjá Dawson. Ég fékk síma- númerið hans hjá Frau Kuhse, hringdi í hann og bað hann að taka mig í tíma. Hann brást ekkert vel við, sagðist vera að vinna með fólki á borð við Placido Domingo og sagðist engan tíma hafa til að kenna krökkum úti í bæ, þótt hann efaðist ekki um að ég gæti sungið ágætlega. Ég sagði Kuhse af þessu, sem sagði að við skyldum nú bara sjá til, hvort Dawson hefði ekki tíma, og fór að hitta Dawson. „Ef þú vinnur ekki með þessum manni muntu sjá eftir því alla ævi,“ sagði hún og lyktimar urðu þær að Daw- son bað mig að koma og syngja fyrir sig. Síðan höfum við æft sam- an einu sinni til tvisvar í viku í allan vetur. Það er mikið hægt að læra af þessu atvinnumannaliði þama úti, og hjá Dawson hef ég hitt ýmsa fræga tónlistarmenn. Hitti Domingo á æfíngu í febrúar síðastliðnum hitti ég Domingo sjálfan á æfíngu hjá Daw- son, og söng dálítið fyrir hann. Hann varð mjög hrifínn, og gaf mér nokkur hollráð. Hann sagði mér að það hefði tekið langan tíma fyrir sig að ná frægð, hann hefði byijað í litlum hlutverkum og þurft að vinna sig upp. Það hefði verið erfíð barátta, en alltaf þessi virði að syngja. Það var ákaflega skemmtileg uppákoma að hitta þama stórstjömu, sem ég átti sízt von á að geta spjallað við, og ég held að þetta hafí verið í fyrsta skipti á ævinni, sem ég var næstum því orðlaus." Guðbjöm segist ákveðið stefna á atvinnumennsku í söngnum, og vill greinilega setja markið hátt. „Ég söng Messías með Útvarps- hljómsveitinni í Berlín í þrígang í desember, og upp úr því fékk ég fjölda tilboða, einkum um að syngja Jólaóratóriu Bachs, Matteusarp- assíuna eða Jóhannesarpassíuna. Ég hafði reyndar ekki tíma til að sinna því, og ég held að leiðin til velgengni í söngnum sé ekki í gegn- um óratóríuflutning, þótt hann sé góð æfing. Mér þykir raunar mest gaman að syngja ljóð og þau gefa mér ákaflega mikið, enda ræður söngvarinn miklu meim um túlkun þeirra en til dæmis óperuhlutverks, þar sem hann er settur undir söng- stjóra og leikstjóra. Ég get sagt eins og Dietrich Fischer Diescau, að það er mest gaman að syngja ljóð og ég vildi helzt ekki gera neitt annað, en það er bara ekki hægt að lifa af því. Ljóðasöngur, óratóría og ópera eru engu að síður allt mín áhugasvið, en óperan freistar alltaf mest." Landsbyggðin í tónlistarsvelti Undanfamar þijár vikur hefur Guðbjöm verið hér heima og haldið tónleika ásamt Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara, og lætur ákaf- lega vel af samstarfínu. Þeir hafa meðal annars farið út á land, þar sem þeir hafa hlotið góðar móttök- ur, að sögn Guðbjöms. „Ég er ákveðinn í því að fara með tónleika- röð út á Iand, af því að mér fínnst fólkið á landsbyggðinni hreinlega í tónlistarsvelti. I gærkvöldi vorum við með tónleika á Vík í Mýrdal, og þegar við vorum búnir með auglýstu dagskrána og aukalögin vorum við klappaðir upp svo oft að við vorum komnir út í efni, sem vorum alls ekki búnir að æfa. Fólk- ið ætlaði aldrei að sleppa okkur, og við komum heim upp úr klukkan þijú í nótt.“ Guðbjöm hefur fjöldamargt á pijónunum þegar hann heldur til Þýzkalands aftur. Hann segir að meðal annars hafí sér verið boðið að syngja norræn lög í litlum sal í Fílharmóníunni í Vestur-Berlín, og hann líti á það sem mikinn heið- ur. Þá hyggst hann halda fleiri tónleika í Vestur-Þýzkalandi, en aðaláherzluna mun hann leggja á það að koma sér á framfæri við þýzk óperuhús og syngja fyrir for- svarsmenn þeirra með aðstoð um- boðsmanna sinna. „Umboðsmennimir mínir vilja núna selja mig sem hálýrískan te- nór. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að það töldu flestir hér heima, þar á meðal ég sjálfur, að ég væri meira á ítölsku línunni, en Rut Magnússon og Sigurður Bjömsson sögðu mér ævinlega að einbeita mér að lýríkinni, þýzku tónskáldun- um og Mozart," segir Guðbjöm. Þýðir ekki að ætla sér um of Hann segir að suma, sem hann hefur sungið fyrir erlendis, hafí rekið í rogastanz, þegar hann skýrði þeim frá aldri sínum. „Þér eruð hreinasta bam,“ var viðkvæð- ið hjá sumum," segir Guðbjöm hlæjandi. „Ég var svo óþolinmóður fyrir nokkrum árum, og fannst ég alltaf vera að missa af lestinni í söngnum vegna þess hvað ég væri að verða gamall. Núna tek ég hins vegar eftir því að fólkið, sem er að syngja fyrir ásamt mér, er allt komið yfír þrítugt. Ég sé að það þýðir ekkert annað en að læra að ganga áður en maður fer að hlaupa. Það þýðir ekkert í þessum bransa að ætla sér um of, það tekur sinn tíma að verða listamaður." Viðtal: ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN Þetta eru tölurnar sern upp komu 1. aprfl. Heildarvinningsupphæð var kr. 2.706.061,- Enginn var með fimm tölur réttar og bætist því fyrsti vinningur sem var kr. 2.315.973,- viö 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 401.043,- skiptist á 3 vinnings- hafa og fær hver þeirra kr. 133.681,- Fjórar tölur réttar, kr. 692.041,- skiptast á 109 vinningshafa, kr. 6.346,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.613.304,- skiptast á 4.158 vinningshafa, kr. 388,- á mann. Sölustaöir eru opnir f rá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. 5 I Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. I Unglingamót í pílukasti ÍSLENSKA pílukastfélagið og félagsmiðstöðin Frostaskjól gangast fyrir móti í pílukasti í Frostaskjóli, laugardaginn 8. aprfl. Mótið hefst klukkan 10. Dregið verður í riðla á staðnum. Allir ungl- ingar á aldrinum 13—16 ára (f. 1972— 75) eiga rétt á þátttöku. í verðlaun verður farandbikar og auk þess verðlaunapeningar fyrir efstu sætin. Þátttaka tilkynnist í Frosta- skjól. fBgtgttiiftlðMfr Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.