Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989
Búa sér byrgi
UNG líbönsk móðir heldur á þriggja daga gömlu
barni sínu og fylgist með dætrum sínum og syni
fylla sandpoka sem ætlað var að verja hús þeirra
í Beirút. Sveitir kristinna manna og múslima
hafa borizt á banaspjót í borginni og hafa 120
menn fallið vegna bardaganna undanfamar
þijár vikur.
Alaska:
Yaldez-höfti opnuð
fyrir skipaumferð
Valdez. Reuter.
OPNA átti höfhina í Valdez í Alaska í gær fyrir umferð og útskipun
en þá vár búið að dæla í annað skip oliunni, sem eftir var í Exxon
Valdez. Er það enn á strandstað en mengunin frá því er sú mesta,
sem um getur í Norður-Ameríku. Gefín hefúr verið út skipun um
handtöku skipstjórans.
Steve Cowper, ríkisstjóri í Al-
aska, hótaði á laugardag að loka
olíuleiðslunni, sem liggur þvert yfir
landið til hafnar í Valdez, ef ekki
yrði gripið til aukinna varúðarráð-
stafana en um hana fóru að jafnaði
tvær milljónir olíufata daglega.
Strandgæslan hefur krafíst þess,
að dráttarbátar fylgi olíuskipunum
út á örugga siglingaleið og einnig,
að siglingar verði bannaðar nema
í björtu.
Joseph Hazelwood, skipstjóri
Exxon Valdez, var í klefa sínum
þegar skipið strandaði en við stjórn-
völinn var þriðji stýrimaður, sem
ekki hafði réttindi til að sigla á
þessum slóðum. Blóðprufur, sem
teknar voru eftir strandið, sýna, að
Hazelwood var drukkinn og af þeim
sökum rak Exxon-olíufélagið hann
úr starfi sl. fimmtudag. Lögreglan
í New York, þar sem Hazelwood
býr, skýrði svo frá því í gær, að
gefin hefði verið út handtökuskipun
á hann.
Ahafnir á 100 skipum vinna nú
að því að hreinsa upp olíuna en
flestir telja þetta starf til lítils úr
því, sem komið er, enda nær olíu-
slikjan yfir 2.300 ferkm, svæði, sem
er álíka stórt og Luxemborg.
Færeyjar-Grænland:
NORDAFAR-fisk-
vinnslufyrir-
tækið gjaldþrota
Kaupmannahöfti. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins.
FÆREYSKA landstjórnin hefúr ákveðið að hætta að styrlga hlutafé-
lagið NORDAFAR í Færeyingahö&i á Grænlandi og verður það því
gjaldþrota. Fiskvinnsla var stunduð á vegum fyrirtækisins á Grænl-
andi annað hvert sumar fram til 1984 en þá var vinnslu hætt vegna
þess að þorskafli brást.
Landstjómin hefur annast viðhald
á byggingum fyrirtækisins síðan
1984. Auk þess ábyrgðist stjómin
rekstur NORDAFAR í mörg ár er
halli var á rekstrinum og nemur
heildartap landstjórnarinnar vegna
gjaldþrotsins um 70 milljónum dan-
skra króna (500 milljónum ísl.kr.),
Þorskstofninn við Grænland er
nú að braggast og hafa stjómvöld
í löndunum báðum hug á nánara
samstarfi í fiskveiðimálum. Rætt
hefur verið um að byggingar
NORDAFAR í Færeyingahöfn verði
nýttar í slíku samstarfi en eigi að
koma rekstrinum af stað aftur verð-
ur fýrst að greiða skuldimar.
NORDAFAR var sett á stofn 1953
og upprunalega stóðu að því fyrir-
tæki í Noregi, Danmörku og í Fær-
eyjum en norsku og dönsku fyrir-
tækin hættu síðar afskiptum sínum
af fyrirtækinu.
Kosningar í Túnis:
Stj ómarflokkurinn
hirti öll þingsætin
Túnisborg. Reuter.
STJÓRNARFLOKKURINN í Túnis, Lýðræðislega sljórnarskrársam-
bandið (RCD), hlaut öll þingsætin í kosningum sem fóru fram í
landinu á sunnudag. Helstu andstöðuflokkarnir saka sljórnarflokk-
inn um kosningasvik en yfírvöld vísa öllu slíku á bug. Segir talsmað-
ur þeirra að borist hafí kvartanir jaftit frá RCD sem stjórnarand-
stöðuhópum en öll svik hafí verið hindruð í tæka tíð.
RCD hefur farið með völdin í 30
ár en Zine al-Abidine Ben Ali for-
seti, sem tók við völdum 1987 af
Habib Bourgiba, hét þá að koma á
raunverulegu ijölflokkalýðræði í
landinu.
Heittrúaðir múslimar buðu sig
fram sem einstaklingar þar sem
þeir höfðu ekki enn stofnað lögleg-
an stjórnmálaflokk. Talsmenn
þeirra röktu fjölmörg dæmi um
meint svik og ýmiss konar harð-
ræði af hálfu RCD í kosningabarát-
tunni og á kjördag. Fulltrúum heit-
trúaðra hefði verið fleygt út af kjör-
stöðum með valdi og yfirvöld hefðu
fjarlægt kosningaspjöld stjórnar-
andstæðinga. „Þeir hafa gengið af
lýðræðinu dauðu,“ sagði óánægður
liðsmaður múslimanna í símtali við
erlendan fréttamann.
Stjómarandstöðuhreyfmgin Só-
síalískir lýðræðissinnar (MDS)
gagnrýndi einnig stjómvöld og
sagði að mörg dæmi hefðu verið
um valdníðslu. MDS dró fulltrúa
sína á kjörstöðum brott til að mót-
mæla meintum kosningasvikum.
Atta flokkar og hópar kepptu um
þingsætin sem em 141 og vom
frambjóðendur 486.
Japan og Norður-Kórea:
Afsökunarbeiðni
Hvernig olíumengunin í Alaska verkar á fiskinn
Aillr fi$kar eru f haattu þegar þelr éta svif, þara og aðrar llfvemr sem mengast hafa af kolvatnsefni (
hráolfu. Hrygnur og ungfiskar eru f sérstakri hættu. Mengunarslysíð í Alaska varð skammt frá
hrygningarstöðvum sfídar.
Lax: 30 til 35 milljónir laxa hrygna á sumrin (ám
sem renna f Prins William-sund. Unglöxum,
sem synda til hafs, stafar sama hætta af
menguninni og ungsfldum.
Sfld: Hrygnurhrygnaá
fjöru skammt frá
sjávarströndinni. HráoKa
geturmengað hrognin
eöa komiö I veg fyrir aö
ungsdd fái fæðu.
Ung- |
fiskar
Hrogn á þara: Hrogn, sem föst eru við þara, eru talin mikiö
lostæti og eru seld háu veröi. Minnsta mengun af hráoKu
gerir hrognin éhæf til matar. Hrogn, semtekin eru úr
hrygnum, geta einnig mengast af kolvatnsefnum.
HEIMILD: Chlcago Tribuna.
boðar betri satnbúð
Tókíó. Daily Telegraph.
JAPANIR báðust á fímmtudag
afsökunar á harðúðugri undirok-
un á Kóreumönnum er Kórea var
nýlenda Japana á árunum 1910-45
og er talið að afsökunarbeiðnin
sé fyrirboði bættra samskipta
Japana og Norður-Kóreumanna.
„Japanir gera sér fullkomlega
grein fyrir því að aðfarir þeirra á
þessum tíma ollu nágrannaþjóðum
miklum þjáningum," sagði Noboru
Takeshita forsætisráðherra á jap-
anska þinginu. „Ég vil í fyllstu ein-
lægni og fyrir hönd japönsku þjóðar-
innar biðja alla Kóreumenn afsökun-
ar á misgjörðum okkar á þessum
tíma,“ sagði forsætisráðherrann.
Með þessari síðbúnu afsökunar-
beiðni vilja Japanir friðmælast við
Norður-Kóreumenn en engin stjóm-
málatengsl eru á milli þessara þjóða.
„Japanir vonast eftir bættum sam-
skiptum við Alþýðulýðveldið Kóreu
og vilja að beinar viðræður hefjist
sem fyrst," sagði forsætisráðher-
rann. Afsökunarbeiðnin þykir ekki
hvað síst merkileg vegna þess að
Japanir.hafa hingað til sniðgengið
stjómvöld í Norður-Kóreu. Álíka
afsökunarbeiðni árið 1965 var und-
anfari þess að Japanir tóku upp
stjórnmálatengsl við Suður-Kóreu-
menn.
Takeshita sagði að ástandið á
Kóreuskaga hefði breyst að undan-
fömu og fréttaskýrendur sögðu að
afsökunarbeiðnin sýndi að Japans-
stjóm vildi bregðast við breyttum
aðstæðum í tæka tíð.
Holland:
Skemmdi
málverk
Arnhcm. Frá Eggerti H. Kjartanssyni,
lréttaritara Morgunblaðsins.
MAÐUR á sextugsaldri stórskemmdi
nýlega tíu 17. aldar málverk á lista-
safni Doordrechtborgar í Hollandi.
Þau voru metin á mörg hundruð
milljónir ísl.kr. Maðurinn sagðist við
yfirheyrslur hafa unnið skemmdar-
verkin í bræðiskasti. Hann hafði
nýlega misst starf sitt og sagði er-
lendra verkamanna hafði verið tekna
fram yfír sig. Honum var bannað að
heimsækja söfn í Hollandi næsta
hálfa árið.