Morgunblaðið - 04.04.1989, Side 24

Morgunblaðið - 04.04.1989, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstofiarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakiö. Bandalag friðar ífíörutíuár Idag, 4. apríl, eru rétt 40 ár liðin frá því, að Atlantshafs- bandalagið (NATO) var stofnað af tólf ríkjum við hátíðlega at- höfn í Washington. ísland var í hópi þessara tólf ríkja og ritaði Bjami Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, undir stofn- sáttmálann fyrir íslands hönd. Ákvörðunin um aðild íslands var umdeild og vakti mikla heift í huga þeirra, sem vildu frekar að Island hallaði sér að í austur en vestur. Að baki andstöðu kommúnista, sem stóðu fyrir árásinni á Alþingishúsið 30. mars 1949, bjó óskin um að komast undir handaijaðar harð- stjórans Stalíns. Hrakspár þeirra sem börðust gegn stofnun Atlantshafsbanda- lagsins bæði hér á landi og ann- ars staðar hafa ekki ræst. Geir Hallgrímsson hitti naglann á höfuðið, þegar hann komst þannig að orði í umræðum um Atlantshafsbandalagið á sínum tíma, að það væri öflugasta frið- arhreyfing mannkyns um þessar mundir. Raunar er leitun að samtökum þjóða, sem geta glaðst yfir jafn góðum árangri og Atlantshafsbandalagið. Það var stofnað til að tryggja frið með frelsi í aðildarlöndunum. Á þeim ijörutíu árum sem banda- lagið hefur starfað hefur erlendu hervaldi verið beitt til að kúga þjóðir og ríki í öllum heimshlut- um nema á svæði þess. Stuðn- ingur við bandalagið er einnig óskoraður meðal aðildarþjóð- anna og ekkert bendir til upp- lausnar innan þess, þótt þar sé sinnt viðkvæmustu málefnum er snerta sjálfstæði og tilveru þjóðrílq'a. Þátttaka íslendinga í störfum NATO einkennist að sjálfsögðu af því, að við höldum ekki úti eigin herafla og höfum á grund- velli aðildar okkar að bandalag- inu samið við Bandaríkjamenn um vamir landsins. Lengst af höfum við látið nægja að taka þátt í stjómmálalegu samstarfi innan NATO. Áherslur í þessu efni breyttust þó þegar Geir Hallgrímsson var utanríkisráð- herra 1983 til 1985 og ákvarðan- ir voru teknar um að styrkja vamarmálaþáttinn í starfi ut- anríkisráðuneytisins með því að koma á fót vamarmálaskrifstofu og hefja bein afskipti af hemáð- arlegum málefnum á vettvangi NATO. Þegar á reyndi var víðtæk samstaða um þessa stefnumótun. Fulltrúar íslands hafa síðan tekið þátt í störfum hermálanefndar NATO, sótt fundi kjamorkuáætlananefndar bandalagsins og fylgst með störfum Evrópuhópsins, þar sem vamarmálaráðherrar NATO- ríkjanna ráða ráðum sínum. Að- ild að mannvirkjasjóði banda- lagsins hefur verið könnuð og er full ástæða til að halda því máli vakandi. Þá þarf að halda áfram á þeirri braut sem mótuð hefur verið með því að íslending- ar annist rekstur ratsjárstöðv- anna fyrir vamarliðið. Enn frem- ur er nauðsynlegt að íslensk stjómvöld verði virkir þátttak- endur í æfíngum á vegum höfuð- stöðva bandalagsins er miða að því að þjálfa stjórnmálamenn og embættismenn í að bregðast rétt við á hættutímum. Fyrir fjörutíu árum voru skilin milli austurs og vesturs skýr. Útþenslu- og ofríkisstefna Stalíns blasti við öllum, sem vildu sjá hana. Þá fylgdu Kreml- veijar þeirri stefnu að ná undir- tökum sem víðast í nafni heims- kommúnismans. Þegar litið er til baka, er raunar furðulegt, að menn í lýðræðisríkjum skuli al- mennt hafa treyst sér til að bera blak af einræðisherranum í Kreml. Arftakar hans leggja nú áherslu á að hryðjuverk hans og fjöldamorð séu upplýst og eru þær uppljóstranir allar meðal hins ógnvænlegasta, sem sagt er frá í fréttum enn í dag. í sovéskum blöðum má jafnvel sjá frá því skýrt nú á dögum, að sú vestræna söguskýring sé rétt, að Stalín sé upphafsmaður kalda stríðsins. Heimsmyndin er önnur núna en hún var fyrir fjörutíu árum. Hugmyndafræði aðildarríkja NATO og gildismat hefur sigrað kommúnismann. Miðstýrð efna- hagskerfi sósíalismans eru að hruni komin. Óttinn við út- þenslustefnu og hemaðarmátt kommúnismans er ekki hin sama og áður. Fulltrúar austurs og vesturs sitja að viðræðum um samdrátt herafla og forystu- menn Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna hafa átt með sér frjöl- marga fundi um hin viðkvæm- ustu mál. Samstarfið innan Atl- antshafsbandalagsins á ómetan- legan hlut í þessum breytingum. Enn er þörf á öflugu friðar- starfi NATO. Öryggiskenndin sem bandalagið hefur skapað er meginforsenda þess, að rætt er við kommúnistaríkin um tak- mörkun vígbúnaðar. Það er frá- leitt að álykta sem svo, að góður árangur af starfí NATO eigi að leiða til þess að bandalagið hverfi úr sögunni. Þvert á móti hafa öll aðildarríkin, og ekki síst hin minnstu, þörf á því að sækja styrk og öryggi til hins einstæða sameiginlega vettvangs sem Atl- antshafsbandalagið er. MQRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 25 ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ 40 ÁRA Þátttaka íslands í störfum Atlantshafsbandalagsins Bjarni Benediktsson undirritar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins í Washington 4. apríl 1949. Thor Thors sendiherra er til hægri hand- ar Bjarna. Frá stofnfundi Atlantshafsbandalagsins í Washington 4. júlí 1949. Morgunblaðið/Einar Falur Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins hafa fundað tvisvar sinnum hér á landi, 1968 og 1987. Mynd- in er tekin við upphaf fundarins 1987 og sýnir ráðherrana á sviðinu í Háskólabíói. eftirEinar Benediktsson Árið 1987 gjörbreyttist aðstaða fulltrúa íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu (NATO) til batnaðar. Þá höfðu þeir í hartnær fjóra ára- tugi jafnframt gegnt öðrum tíma- frekum störfum alls óskyldum NATO. Meðan Atlantshafsbanda- lagið hafði aðsetur sitt í París fyrr á árum var sendiherrann jafnframt fastafulltrúi gagnvart Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, eða OEEC eins og hún hét fýrst. Við flutning NATO til Brussel árið 1967 hafði fastanefndin jafnframt það hlutverk að vera sendiráð í Belgíu og Lúxemborg sem og gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu, síðar Evrópubandalaginu. Fyrir um tveimur árum varð sú breyting á að komið var upp sérstakri skrif- stofu í miðborg Brussel til þess að sinna samskiptum við Evrópu- bandalagið og sendiráðsstörfum í Belgíu og Lúxemborg. Var nú fastanefndin hjá NATO, enn sem áður á sínum gamla stað í aðalbæki- stöðvunum í útborginni Evere, því alveg aðskilin sendiráðsstarfsem- inni að öðru leyti en því, að einn sendiherra hefur fram til þessa veitt báðum skrifstofunum forstöðu. Mikið var rætt um nauðsyn þess, sem svo augljós var, að sérstakt og sérhæft starfslið færi að takast á við verkefnin varðandi Evrópu- bandalagið. Hitt hefur máske vakið minni athygli að hið sama á við um Atlantshafsbandalagið hvað okkur íslendinga snertir. Hlutverk bandalagsins Hlutverk Atlantshafsbandalags- ins er skilgreint í Harmel-skýrsl- unni svokölluðu, sem samþykkt var þá er bandalagið var tvítugt. Sagt er að starfsemi bandalagsins hvíli á tveim meginstoðum, sem reyndar tengjast. í fyrsta lagi hefur NATO það hlutverk að tryggja nægilegar hervamir til að fæla andstæðing frá árás og þá pólitísku samstöðu, sem nauðsynleg er þessum hemaðarlega tilgangi. í öðm lagi er bandalaginu ætlað að gegna því stjómmálalega hlutverki að draga úr spennu og efla friðsamleg samskipti með samningum um lausn á ágreinings- málum. Það er forgangsverkefni Atlantshafsbandalagsins að standa að samningum um takmörkun vígbúnaðar og það átti því fmm- kvæðið að bæði MBFR-viðræðunum um samdrátt venjulegs herafla og INF-samningunum um að útrýma „Vafalaust verður seint metið hvert gagn ráð- herrar hafa af því að geta reglubundið hitt starfsbræður sína frá öðrum Atlantshafs- bandalagsríkjum á þeim ráðherrafundum sem þeir sækja. A þetta ekki síður við um íslenska ráðherra en aðra, en þeim gefst við slík tækifæri gott tóm til að eiga tvíhliða við- ræður umsérhags- munamál Islendinga, sem geta allt eins verið með öllu óskyld verk- efnum NATO.“ meðaldrægum kjarnorkueldflaug- um, sem lokið var heillavænlega. Ekki hefur viðleitni NATO um samninga milli austurs og vesturs minnkað síðan. Þá framþróun verð- ur að hafa í huga þegar gerð er grein fyrir störfum innan banda- lagsins. Skipulag þess starfs, sem við íslendingar tengjumst með þeim hætti sem hentar minnsta aðild- arríkinu, hefur væntanlega gildi með tilliti til árangursins sem það skilar. Sá árangur, hvað NATO snertir, um að tryggja frið í Evrópu í 40 ár hefur svo sannarlega ekki verið lítill. Starfsleg verkefni, sem NATO- ráðið, nefndir þess og stjórnir fást við, eru afar margbreytileg og eru í senn hemaðarleg og stjómmála- leg. Sé litið á verkefnaskrána má segja hana tvíþætta — annars veg- ar verkefni er lúta að innbyrðis samstarfi NATO-rílq'anna og hins vegar þau er lúta aðallega að fjöl- þættum samskiptum austurs og vesturs. Þar sem það á við em úr- lausnir lagðar fyrir utanríkisráð- herrafund í Atlantshafsráðinu, sem haldnir em tvisvar á ári og taka lokaákvörðun í sérhveiju slíku máli. Á undan þeim fundum em haldnir fundir varnarmálaráðherra. Um- fíöllun flestra mála, fyrir hönd ut- anríkisráðherranna, fer hins vegar fram í ráði fastafulltrúa, sem funda vikulega. Aðildarríkin hvert og eitt em í samvinnu sín á milli, hrinda síðan þessum ákvörðunum í fram- kvæmd. Harmel-skýrslan áréttar hins vegar að ekkert aðildarríki er skuld- bundið til að bera stefnumál sín undir samráð bandalagsins, ef það kýs ekki að gera svo. NÁTO er hins vegar kjörinn vettvangur upp- lýsingamiðlunar og skoðanaskipta milli aðildarríkjanna. Ríkin geta því mótað sín stefnumál í ljósi þekking- ar og skilnings á sjónarmiðum og hagsmunum annarra aðildarríkja bandalagsins. ísland virkara en áður Með^ aðskilnaði starfseminnar í Brussel fyrir tveimur áram hefur ísland tekið þátt í fleiri verkefnum og störfum NATO en áður var kleift. Fastanefnd ásamt vamar- málaskrifstofu getur nú fylgst mun betur með störfum hermálanefndar bandalagsins, en hún sinnir afar mikilvægu ráðgjafahlutverki í vam- armálum. Þá hefur fastanefnd í auknum mæli tekið þátt í stefnu- mótun um skipulag og framkvæmd hagvarna bandalagsþjóðanna en sú starfsemi er margþætt og umfangs- mikil. Fulltrúar íslands sitja nú einnig fundi kjarnorkuáætlunar- nefndarinnar (Nuclear Planning Group) sem áheyrnarfulltrúar. Sama gildir einnig um s.k. Euro- group, sem er óformlegur sam- starfshópur varnarmálaráðherra Evrópuríkja í NATO. Einnig vinnur fastanefnd i ríkara mæli en áður í nefndum þeim, sem samræma stefnu bandalagsþjóðanna að því er varðar takmörkun vígbúnaðar, afvopnunarmál, viðskipta- og vísindamál og vamaráætlunargerð, svo nokkuð sé nefnt. Frá 1959 til og með 1988 hafa á ijórða hundrað (352) íslendingar fengið vísinda- rannsókna- og vísindanámsstyrki NATO. Engum blöðum er um það að fletta að þó verkefni NATO séu fjöl- mörg og margþætt, þá varða þau öll ísland, beint eða óbeint. Fámenn fastanefnd landsins verður þó að sníða sér stakk eftir vexti. Tíma fastanefndar er jöfnum höndum varið í fundasetur og þeim tengdan undirbúning og skýrslugerð, svo og viðtöl við starfsmenn annarra fasta- nefnda og starfslið NATO svo og hemaðaryfirvöld NATO; einkum yfirherstjómina á Atlantshafi, SACLANT. Fastafulltrúi íslands hjá NATO sækir ýmsa fundi og ráðstefnur utan aðalstöðvanna í Bmssel þar sem hann kynnir sjón- armið íslenskra stjómvalda og stefnumál. Vinna þessi miðar að því að gæta hagsmuna og skýra stefnumál íslenskra stjómvalda og tryggja þátttöku í samráði og sam- eiginlegri stefnumótun bandalags- ins um öll verkefni þess. Með því að lokaákvarðanataka er í höndum ráðherrafunda bandalagsins er tryggð pólitísk yfirstjórn ríkis- stjórna aðildarríkjanna. Óformlegt samráð ráðherra er ekki síður þýð- ingarmikið og em fundirnir sem George Shultz fyrmm utanríkisráð- herra Bandaríkjanna átti með starfsbræðmm sínum um INF- samningsgerðina öllum viðkomandi minnisstætt dæmi um það. Á öllum stigum samningsgerðarinnar áttu Bandarílq'amenn þannig samráðs- fundi með ráðhermm í Bmssel og þess má geta að íslenskir utanríkis- ráðherrar mættu- þar yfirleitt. Má í þessu sambandi minna á samráð bandalagsins um stefnumótun fyrir nýhafnar Vínarviðræður um traust- vekjandi aðgerðir og niðurskurð | hefðbundinna vopna í Evrópu. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, sagði í ræðu í Vínarborg ekki alls fyrir löngu, að orð verði að leiða til athafna og á það við um framkvæmd stefnumála NATO. Fjölbreytt starfsemi En þátttaka íslands í störfum NATO er ekki takmörkuð við aðal- stöðvarnar í Brassel. íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn taka þátt í fjölda samráðsfunda í höfuðborgum aðildarríkjanna um öll þau mál er varða bandalagið. Þá ber einnig að nefna þær tvíhliða viðræður sem Islendingar hafa um árabil átt við NATO-aðila, sem tengjast Norðursvæðinu, austan hafs og vestan, um sameiginleg hagsmunamál. Oflug þingmannasamtök vora stofnuð innan vébanda NATO og hafa íslenskir þingmenn um langt árabil starfað á þeim vettvangi. Starfsöm félög áhugamanna um málefni NATO em í öllum aðild- arríkjunum og hafa með sér félag — Samtök um vestræna samvinnu (Atlantic Treaty Association). Þing- mannasamtökin og Samtök um vestræna samvinnu halda árlega ráðstefnur og allsheijarþing þar sém íslensku þátttakendunum gefst tækifæri til að kynna íslensk mál- efni og taka þátt í samráði og sam- vinnu um hagsmunamál NATO. Vafalaust verður seint' metið hvert gagn ráðherrar hafa af því að geta reglubundið hitt starfs- bræður sína frá öðmm Atlantshafs- bandalagsríkjum á þeim ráðherra- fundum sem þeir sækja. Á þetta ekki síður við um íslenska ráðherra en aðra, en þeim gefst við slík tæki- færi gott tóm til að eiga tvíhliða viðræður um sérhagsmunamál ís- lendinga, sem geta allt eins verið með öllu óskyld verkefnum NATO. Landhelgismálið var á sínum tíma til umræðu í NATO, sem átti sinn þátt í lausn þess. Staða íslands sem Evrópuríkis í NATO hlýtur vissu- lega að vera gmndvallaratriði í sambandi við viðhorf Evrópubanda- lagsins til okkar þó ekki sé það til neinnar umræðu. Á seinni ámm hefur það færst í vöxt að íslendingar starfi tíma- bundið í aðalstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Bmssel bæði hjá alþjóðastarfsliðinu, sem sinnir hinni pólitísku hlið samstarfsins, og hjá alþjóðaherstarfsliðinu, sem sinnir vamarsamstarfinu. Með þessu skapast íslensk sérþekking sem nýtist utanríkisráðuneytinu á heimaslóð. Á þetta við um störf á vegum vamarmálaskrifstofu og al- þjóðaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. Fulltrúar íslands Þegar litið er um öxl yfír fjög- urra áratuga störf íslendinga í höf- uðstöðvum Atlantshafsbandalags- ins er margs að minnast af mönnum og málefnum. Sá, sem þetta ritar, kom fyrst á skrifstofu sendiherra okkar hjá NATO, sem þá var Hans G. Andersen, á því herrans ári 1956 en hann hafði tekið við af Gunn- laugi heitnum Péturssyni tveim ámm áður. Þetta var í bráðabirgða- húsnæði í París í Palais de Chail- lot, sem svo hét, þó ekkert slot væri. Veggimir vom þunnir og hljóðbært á milli og sögðu gámng- amir að íslensku fulltrúamir virtust halda uppi kall- en ekki talsam- bandi við Reykjavík. Símasamband var oft lélegt í þá daga og þurfti að brýna raustina. Aðrir sendiherr- ar hjá NATO meðan stofnunin var í París vora Pétur Thorsteinsson og Henrik Sv. Bjömsson heitinn, sem síðar gegndi því starfi einnig í Bmssel, en aðrir fastafulltrúar hér hafa verið Niels P. Sigurðsson, Guðmundur í. Guðmundsson heit- inn og Tómas Á. Tómasson tvíveg- is. Ekki verða nafngreindir hér varafastafulltrúamir og sendiráðs- ritaramir né ritarar úr islensku ut- anríkisþjónustunni og um langt skeið einnig erlendar konur, sem lagt hafa gjörva hönd á mikið verk fámenns starfsliðs, sem oft vann undir hinum erfíðustu kringum- stæðum vegna mannfæðar og starfsþrýstings. Nú má segja að öldin sé nokkuð önnur þvi vara- fastafulltrúi og sendiráðsritari, þeir Róbert Trausti Ámason og Stefán Jóhannesson, með tveim íslenskum ritumm, þeim Sigríði Jónsdóttur og Kristínu Sif Sigurðardóttur, gegna NATO-störfum alfarið ásamt með sendiherra, sem á að hafa hvort tveggja nokkurn veginn að hálfu starfí, forstöðu við Atlantshafs- bandalagið og Evrópubandalagið ásamt sendiherrastarfi í Belgíu og Lúxemborg. Reyndar virðist mega hverfa til þess, sem komið hafði verið á fyrir þrem áratugum í París og hafa einnig hér í Brassel, þ.e. tvo íslenska sendiherra. Þýðing starfanna hjá Atlantshafsbandalag- inu gefur fullt tilefni til þess. Höfundur er sendiherra í Brussel og fastafulltrúi íslands hj& NA TO. Hátíðarhöld í tilefhi af 40 ára afmæli Keflavíkurbæjar KEFLVÍKINGAR héldu uppá 40 ára afmæli bæjarins á laugardag- inn, 1. apríl, og var forseti Islands Vigdís Finnbogadóttir heiðurs- gestur hátíðarinnar. Forsetinn afhjúpaði listaverk sem tileinkað er Stjána blá sem stendur ofan við höfnina og að lokinni hátíðardag- skrá í íþróttahúsinu var öllum viðstöddum boðið upp á veitingar. Um morguninn var bæjarstjómin með hátíðarfund og var þar eitt mál á dagskrá, kjör Valtýs Guðjóns- sonar sem heiðursborgara í Keflavík. Valtýr er fyrrverandi úti- bússtjór Samvinnubankans í Keflavík, hann var bæjarstjóri í 4 ár, formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar í nokkur ár. Keflavíkurbær fékk kaupstaðar- réttindi 1. apríl árið 1949 og var hreppsnefndinni, sem þá var, falið að stjóma bænum fram yfir bæjar- stjómarkosningar sem fram fóm árið eftir. Hátíðarhöldin hófust með því að forseti íslands afhjúpaði minnis- varða um Stjána bláa sem stendur ofan við höfnina og er eftir lista- manninn Erling Jónsson. Minnis- varðinn er við kvæði Arnars Amars- sonar um Stjána bláa og segir frá siglingu hans frá Hafnarfirði til Keflavíkur. Við athöfnina talaði Karl Steinar Guðnason alþingis- maður, en hann er dóttursonur Stjána blá. Síðan var dagskrá í íþróttahúsinu sem hófst með ávarpi Önnu Mar- grétar Guðmundsdóttur forseta bæjarstjómar. Síðan töluðu forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, og Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra. Tómas Tómasson, sparisjóðsstjóri, rakti samtvinnaða sögu bæjarins og Sparisjóðsins og færði Keflavíkurbæ að gjöf málverk eftir Eirík Smith. Einnig talaði Guðmundur Ami Stefánsson, bæj- arstjóri i Hafnarfirði, og Oddur Ein- arsson, bæjarstjori í Njarðvík, og færðu þeir Keflvíkingum einnig gjafir. Þá talaði Guðfinnur Sigur- Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var heiðursgestur á af- mælishátiðinni. Valtýr Guðjónsson var kjörinn heiðursborgari Keflavíkur og er hann á myndinni ásamt Elinu Þorkelsdóttur, eiginkonu sinni. vinsson bæjarstjóri og þakkaði góð- ar gjafír fyrir hönd bæjarbúa. Síðan fór fram skemmtidagskrá, Karlakórinn í Keflavík söng nokkur lög, Mðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík flutti nokkur lög og lék m.a. afmælismars eftir Siguróla Geirsson, stjórnanda hljómsveitar- innar. Félagar í Leikfélagi Keflavík- ur fluttu gamanmál og annála frá Keflavík fyrr á öldum. Þá komu nokkrir krakkar úr Myllubakka- skóla fram, dansarar úr Dansskóla Auðar Haraldsdóttur sýndu dansa - og Einar Júlíusson söng nokkur lög ásamt dóttur sinni Olöfu Hafdísi. Að skemmtidagsránni lokinni var öllum viðstöddum boðið uppá veit- ingar í hinum nýja íþróttasal sem er í viðbyggingu við iþróttahúsið og var þar 7 fermetra marsipan- kaka á boðstólnum. Hún var bökuð í Nýja bakaríinu við Hafnargötu og meðal efnis sem fór í tertuna má nefna 1200 egg, 100 lítrar af ijóma, 50 kg af hveiti, 55 kíló sykur, 30 kg af sultu, 35 kg af ávöxtum og 100 kíló af marsipan. Um 100 klukkustundir tók að baka tertuna, sem gestir kunnu vel að meta. Ymislegt verður á dagskrá á 2 næstunni í tengslum við afmælið , og má þar nefna revíu sem Leik- < félag Keflavíkur framsýnir á föstu- dag og á laugardaginn verða haldn- * ir poptónleikar þar sem flestar poppstjömur Keflvíkinga ætla að koma fram. __

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.