Morgunblaðið - 04.04.1989, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989
4
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hjónin Bergljót og Bjarni Rafnar héldu áleiðis til Reykjavíkur
um hádegisbil í gær, en eftir rúmlega Qörutíu ára búsetu á Akur-
eyri eru þau nú að flytja heimili sitt nær börnum og barnabörnum
í höfúðborginni.
Tímamót hjá Berg-
ljótu og Bjama Rafiiar
„NÚ ERUM við að kveðja bæinn, sem okkur þykir vænt um og
eigum eftir að sakna,“ sögðu þau Bergljót og Bjami Rafnar rétt
í þann mund er þau óku burtu frá Akureyri og suður til
Reykjavíkur, en þangað eru þau hjónin að flytja búferlum eftir
rúmlega Qörutíu ára búsetu á Akureyri.
Bjami Rafnar hefur starfað „Mér hefur líkað ljómandi vel
sem læknir á fæðingardeild Fjórð- að starfa í bæjarstjórninni, meiri-
hlutinn hefur verið afskaplega
samhentur og góður. Það er ágæt-
is fólk í bæjarstjóminni og allir
vilja bænum sínum vel,“ sagði
Bergljót.
Þijú bama þeirra Bergljótar og
Bjama em búsett í Reykjavík og
eitt í Bandaríkjunum. „Við viljum
vera meira með fjölskyldunni og
nú ætla ég að snúa mér að því
að vera góð og skemmtileg amma
og njóta lífsins með barnabömun-
um, en við eigum eftir að koma
oft í heimsókn til gamla bæjar-
ins,“ sagði Bergljót.
ungssjúkrahússins á Akureyri öll
þessi ár, utan þau ár er hann
stundaði sémám í útlöndum.
Hann hefur verið yfirlæknir fæð-
ingardeildar frá árinu 1970, en
þar á undan var hann deildar-
læknir um árabil. Bergljót hefur
verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins á síðasta kjörtímabili,
en kjörtímabilið þar á undan var
hún varamaður í bæjarstjóm og
kom inn sem aðalmaður skömmu
fyrir kosningar. Hún sat í félags-
málaráði þá er hún var varamaður
í bæjarstjóm og var hún formaður
ráðsins á þessu kjörtímabili.
Skinnaiðnaður Sambandsins:
Góðar söluhorfur,
en skortur á gærum
„VIÐ SJÁUM fram á að geta
selt allar þær gærur sem við
höfiim til ráðstöfúnar á þessu
ári,“ sagði Bjami Jónasson for-
stöðumaður Skinnaiðnaðar Sam-
bandsins á Akureyri. Um er að
ræða 530 þúsund gæmr, en það
er nokkuð minna magn en verið
hefúr til ráðstöfúnar á undanför-
um ámm. Á síðasta ári féllu til
um 560 þúsund gæmr og árið
þar á undan tæplega 600 þúsund.
Vegna samdráttar í landbúnaði
hefur Skinnaiðnaðurinn ekki fleiri
gæmr til ráðstöfunar, en Bjarni
sagði söluhorfur í greininni nokkuð
góðar og því hefði verið hægt að
semja um sölu á meira magni, hefði
það verið fyrir hendi. Framleiðslu-
geta verksmiðjunnar er tæplega
700 þúsund gærur á ári, en síðasta
haust féllu til í landinu öllu tæplega
715 þúsund gærur.
Megnið af gærunum er unnið í
mokkaskinn og aðalmarkaðurinn
nú í ár er á Ítalíu. Hinn hefðbundni
Skandinavíumarkaður hrundi á
síðasta ári og sagði Bjarni að á
þann markað hefði á síðasta ári
einungis farið um 20% þess magns
sem þangað var selt árið 1987.
„Markaðurinn er að flytjast frá
þessum hefðbundnu kuldamörkuð-
um og meira yfir á tískumarkað-
inn,“ sagði Bjami. „Við emm
þokkalega ánægðir með söluhorf-
umar nú í ár, en það er svo annað
mál að okkur líst ekkert á rekstrar-
skilyrði í þessum útflutningi. Þó
salan sé lífleg þýðir það ekki endi-
lega að við séum að græða mikla
pemnga."
Hjá Skinnaiðnaði er einnig unnið
við fullvinnslu fataleðurs; um 20%
af heildarmagni allra skinna fer til
slíkrar framleiðslu og er stærsti
hlutinn seldur til Skandinavíu. Um
200 manns vinna nú hjá Skinnaiðn-
aði.
Snjómokstur hefiir
kostað tólf milljómr
SNJÓMOKSTUR hefúr aldrei
verið Akureyringum eins kostn-
aðarsamur og síðustu þijá mán-
uðina, en tæplega tólf milljónir
króna hafa farið í siyómokstur
frá áramótum. Þar af er sölu-
skattur um 1,7 milljónir króna.
Á fjárhagsáætlun var áætlað að
níu og hálf milljón króna yrðu
notaðar til mokstursins.
Guðmundur Guðlaugsson yfir-
verkfræðingur á tæknideild Akur-
eyrarbæjar sagði að menn hefðu
aldrei séð jafn stóra tölu og nú
hefði verið greidd vegna snjóm-
oksturs. Fyrir sama tíma á síðasta
ári höfðu tæpar sex milljónir verið
greiddar vegna snjómoksturs, eða
helmingi minna en nú. Þó sagði
Guðmundur, að janúar í fyrra hefði
verið hressilegur hvað varðar
snjómokstur. Tiltölulega litlu fé var
varið til snjómoksturs á haustmán-
uðum og fram að áramótum.
Guðmundur sagði að aukin bíla-
Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar fiindaði á Akureyri:
Fatlaðir þurfi ekki að hrekjast
að heiman vegna skorts á þjónustu
- segir Jóhann Pétur Sveinsson
FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra,
hélt fimd með stjórn Sjálfsbjarg-
ar, félagi fatlaðra á Akureyri, á
laugardaginn. Á sunnudag var
haldið til Húsavíkur þar sem
haldinn var almennur fúndur.
„Við þurfúm ekki síst að beijast
fyrir því, Sjálfsbjargarfélagar,
að aUt hrúgist ekki upp á suð-
vesturhominu. Við verðum að
spoma mót þeirri þróun að hver
sá sem er fatlaður eða fatlast
þurfi ekki að hrekjast úr sinni
heimabyggð og þess vegna er
mikilvægt að ýmiskonar sér-
fræðiþjónusta og ekki síst öflug
heimaþjónusta sé í boði úti um
landið," sagði Jóhann Pétur
Sveinsson í samtali við Morgun-
blaðið.
Á fundinum á Akureyri var mik-
ið rætt um heimaþjónustumálin og
er fyrirhugað að halda námstefnu
um þau mál í næsta mánuði, þar
sem kallaðir yrðu til þeir sem með
þau mál hafa að gera; þeim sem
taka ákvarðanir, þeim sem vinna
við heimaþjónustuna og ekki síst
neytendum hennar. Jóhann Pétur
sagði að í framhaldi af námstefnu
þe8sari myndi verða unnið að heild-
arstefnú I þessum málaflokki. „'Svo
til alls staðar skortir á að heima-
þjónustumálin séu í viðunandi horfi,
en hér á Akureyri hefur þjónustan
farið mjög batnandi á síðustu árum,
þó talsvert skorti á að hún teljist
fullnægjandi. Við teljum óviðunandi
að þeir einstaklingar sem þurfa á
aðstoð að halda við daglegar at-
hafnir þurfi að hrekjast úr heima-
byggð sinni inn á stofnun í
Reylqavík," sagði Jóhann Pétur.
Hann taldi að það sem eflaust
hefði staðið heimaþjónustunni fyrir
þrifum væri að hún er greidd af
sveitarfélögurruen ekki opinberum
aðilum. Hann sagði það í raun þjóð-
félagslega hagkvæmt að veita fötl-
uðum þjónustu heima fremur en
vista þá á sólarhringsstofnunum,
sem oft væri eina úrræði manna. Á
Akureyri er nýlega farið að veita
þjónustu fyrir hádegi um helgar auk
þjónustunnar virka daga og taldi
Jóhann Pétur það skref í rétta átt.
„En eftir sem áður stendur það að
menn eru ekki bara fatlaðir hluta
úr sólarhring og þurfa á þjónustu
að halda utan þess tíma sem hún
er veitt."
Jóhann Pétur sagði að viðhorf til
fatlaðra hefði gjörbreyst á þijátíu
ára ferli Sjálfsbjargar, en |)ó þætti
Sjálfsbjargarfélögum' márgir hlutir
vera fulllengi að komast í gegnum
kerfið. „Þó ýmislegt hafi áunnist
er margt eftir, en eftir því sem
fleiri koma til liðs við okkar málstað
þeim mun léttara verður verkið,“
sagði Jóhann Pétur. Á Akureyri sat
hann fundi með Jóni Bjömssyni
félagsmálastjóra og Bjama Krist-
jánssyni forstöðumanni öldmnar-
þjónustu og sagði hann að viðbrögð
þeirra við aukinni heimaþjónustu
hafi verið jákvæð. „Ég vona að
þess verði ekki langt að bíða að
Akureyrarbær gangi á undan í
þessu máli með góðu fordæmi,"
sagði Jóhann Pétur.
Á fundinum á laugardag var
samþykkt ályktun þar sem þeim
eindregnu óskum var beint til sam-
taka launafólks, sem nú eiga í
kjarabaráttu, að þau styðji jafnrétt-
isbaráttu fatlaðra og að þau beri
fram kröfur Sjálfsbjargar um
hækkun á örorkulífeyri almanna-
trygginga og bótum tengdum hon-
um, þannig að nægi til mannsæm-
andi lífs. í ályktuninni segir þar um
að grunnlífeyrir örorkulífeyrisþega
hækki umtalsvert frá því sem nú
er, eða úr kr. 9.697 krónum í 16.000
krónur, frítekjumörk örorkulífeyris-
þega hækki úr 127.980 í 250.000
þann 1. júlí næstkomandi. Þá segir
ennfremur að grunnlífeyrir öryrkja
verði greiddur sem einstaklingslíf-
eyrir á sama hátt og nú ér með
eign skipti töluverðu máli í þessu
sambandi, götur þyrfti að breikka
mun meira en á meðan færri bif-
reiðar voru á ferðinni og það þýddi
mun meiri vinnu starfsmanna.
Reynslan hefur verið sú, að sögn
Guðmundar, að kostnaður vegna
snjómoksturs hefur að einum
þriðja hluta fallið á haustmánuði
og að tveimur þriðju hlutum frá
áramótum og fram á vor. Ef mið
væri tekið af þeirri reynslu gætu
kostnaðartölur vegna mokstursins
farið upp í 17-18 milljónir í heild-
ina.
Stal tveim-
ur bílum
EFLAUST hefúr manninum sem
stal bifreið á Dalvík legið mikið
á að komast til Akureyrar.
Þegar Dalvíkurbifreiðin lenti ut-
an vegar skammt utan við bæinn
Hvamm í Arnarneshreppi, gekk
hann heim að bæ og stal bifreið,
sem stóð í hlaðinu. Maðurinn var
handtekinn á Akureyri og leikur
grunur á að um ölvun ökumanns
hafi verið að ræða. Óverulegar
skemmdir urðu á bifreiðinni sem
útaf lenti.
Morgunblaöið/Rúnar Þór
Jóhann Pétur Sveinson formaður
Sjálfsbjargar hampar nýrri
stefúuskrá samtakanna, en fram-
kvæmdasljóm Sjálfsbjargar og
stjóm Sjálfsbjargarfélagsins á
Akureyri héldu sameiginlegan
fúnd á laugardaginn.
tekjutryggingu og að tekjutrygging
öryrkja verði aðeins tengd öðrum
tekjum hans sjálf, en ekki tekjum
maka, ef um hjón er að ræða. Einn-
ig er lögð á það áhersla að uppbót
sem greidd er vegna mikils auka-
kostnaðar, s.s. heimilishjálpar,
hjúkrunar eða lyfjakostnaðar, verði
undanþegin tekjuskatti, sem og
einnig bensínstyrkur.
Norskur
biskup í
heimsókn
SÉRA Hákon Andersen,
biskup frá Tönsberg í Nor-
egi kemur til Akureyrar á
morgun, miðvikudag. Hann
er þekktur prédikari í
heimalandi sínu.
Hann er fyrrum aðalfram-
kvæmdastjóri Heimatrúboðs-
ins norska og hefur tekið þátt
í alþjóðlegu kirkjulegu starfi.
Hann er í stjórn Lausenne-
hreyfingarinnar sem er þver-
kirkjuleg hreyfing. Hákon hef-
ur komið til íslands og kom
þá til Akureyrar. Samkoma
verður í félagsheimili KFUM-
og KFUK í Sunnuhlíð miðviku-
dagskvöldið 5. apríl og hefst
kl. 20.30 og gefst Akureyring-
um þá tækifæri á að hlýða á
biskupinn. Séra Jónas Gíslason
prófessor túlkar mál hans á
íslensku. Allir eru hjartanlega
velkomnir.