Morgunblaðið - 04.04.1989, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989
37
Bjöm Guðmunds
son — Minning
Fæddurl2. októberl914
Dáínn 17. mars 1989
28. mars sl. fór fram í Bústaða-
kirkju útför Bjöms Guðmundsson-
ar, Klapparstíg 9 hér í borg. For-
eldrar hans voru Guðmundur Þór-
arinsson, Innri-Akraneshreppi, og
Konráðsína Pétursdóttir frá
Breiðafírði.
Bjöm hafði átt við nokkra van-
heilsu að stríða sem hann lét hvergi
bera á í heimsóknum sínum til
okkar á skrifstofu Sjómannafé-
lagsins við Lindargötu.
Síðla árs 1984 hafði Bjöm hætt
störfum sem birgðavörður Ríkis-
skips fyrir aldurssakir, kom hann
þá oft við í gönguferðum sínum,
ræddi mál líðandi stundar og for-
tíðar sem við honum yngri lærðum
af og mátum mikils, en i rökræðum
var ekkert kynslóðabil. Það var
ekki lengi dvalið við í heimsóknum
sínum því ekki vildi hann tefja
fyrir vinnandi fólki, eins og hann
orðaði það.
Bjöm Guðmundsson fæddist í
Reykjavík þar sem hann ólst upp
en eftir fermingu fluttist hann
ásamt foreldram sínum suður á
Vatnsleysuströnd en þar var hann
í tæp 5 ár og fluttist þá aftur til
Reykjavíkur. Á fímmtánda ári fór
Bjöm að stunda sjómennsku og
síðar m.a. á snurvoð, sfldveiðum,
línu- og hákarlaveiðum. Bjöm
sigldi í upphafi stríðs á mb. Reykja-
nesi en varð að fara í land vegna
heilsubrests.
Árið 1928 kvæntist Bjöm eftir-
lifandi konu sinni, Guðlaugu Mark-
úsdóttur, Guðmundssonar verk-
stjóra frá Önnuparti, Þykkvabæ,
og Sigurbjargar Jónsdóttur frá
Stokkseyri. Þau eignuðust eina
dóttur, Þóra, sem lést í nóvember
1987, hún var gift Sigþóri Sigurðs-
syni. Bamaböm era 3 og barna-
bamabörn 4.
Bjöm hóf snemma afskipti af
félagsmálum og gekk í Sjómanna-
félagið 1936. Hann var í trúnaðar-
mannaráði frá 1943 auk þess sem
hann gegndi fjölda annarra trúnað-
arstarfa, m.a. á þingum ASÍ, Sjó-
mannasambandsins og var um
langt árabil félagslegur endurskoð-
andi. Bjöm var gerður að heiðurs-
félaga Sjómannafélags Reykjavík-
ur á 70 ára afmæli félagsins 1985.
Leitið til okkar:
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
,sÆ^s"e
ss»
Mér er Bjöm minnisstæður frá
fyrstu fundum mínum 1972 sem
stjómarmaður í Sjómannafélaginu
þá fundir vora haldnir í trúnaðar-
mannaráði. Tæpitungulaust var
talað og áréttuð þau mál sem bet-
ur mættu fara, ennfremur minnst
á það sem vel var gert. Það var
nokkuð óvenjulegt hvað félagsmál
varðar en drenglyndið var mikið
og það meint af heilum hug sem
sagt var. Vegna starfa síns hafði
Björn náið samband við sjómenn,
hann fylgdist vel með kjöram
þeirra og skyldi og fann hvar skór-
inn kreppti að. Vel var fylgst með
starfi og uppbyggingu Hrafnistu-
heimilanna og þangað lá oft leiðin
í heimsókn til gamalla kunningja
og vina, þeim til dægrastyttingar
sem vora nú við enda langrar
lífsbrautar.
Um leið og ég fyrir hönd stjóm-
ar- og trúnaðarmannaráðs Sjó-
mannafélags Reykjavíkur þakka
Bimi Guðmundssyni óeigingjamt
starf í þágu félagsins sendi ég eft-
irlifandi konu hans, Guðlaugu
Markúsdóttur, og öðram ættingj-
um samúðárkveðjur.
Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur.
BENIDORM
HVÍTA STRÖNDIN
ISeóvit í öáCtcKi
\3>W 4. ■Í25.
OKT.
OKT.
ÓDÝRAR VOR- OG SUMARFERÐIR!
Losaðu þig við vetrarslenið og komdu með í apríl- og maíferðirnar okkar
í sólina og sandinn á Benidorm.
Hjá okkur er sveigianleiki í ferðalengd og verði.
8. apríl — 22 eða 53 dagar
15. apríl — 16 eða 46 dagar
22. apríl — 10 eða 39 dagar
5. maí — 27 dagar
13. maí — 19 dagar
20. maí — 12 dagar
Góðar og glæsilegar íbúðir með dagstofu, svefnherbergi, eldhúsi, baði og
góðum svölum.
Gemelos I — Vinsælasta gistingin á Benidorm síðustu árin.
Sérstaklega vel staósett við ströndina.
Evamar - Nýtt íbúðahótel. Öll útiaðstaða sérstaklega góð. Þar
er alltaf eitthvað um að vera.
Mediterraneo - Giæsiieg, splunkuný gisting á besta stað á
Benidorm.
Fararstjóri á Benidorm er Signý Kjartansdóttir, sem er öllum hnútum kunnug.
Hugsaðu þig ekki lcngi um, því nú fyllast ferðirnar óðfluga.
Fáðu upplýsingar hjá okkur, því við gjörþekkjum Benidorm.
Reynsla og þekking í fyrirrúmi.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16, Reykjavík, SÍMI 621490
m