Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 7
 Mb'RÖOTÍBLAöÍ) FIMMTUDAGUR 4. MAÍ B 7 Btóin í borginni BÍÓBORGIN Regnmaðurinn ★ ★ ★ ★ Tvímælalaust frægasta — og ein besta — mynd sem komið hefur frá Hollywood um langt skeið. í henni er hæg, sterk stígandi mannlegra tilfinninga sem seint mun gleymast en ólýsanlegur leik- ur Hoffmanns í hlutverki einhverfs, miðaldra manns yfirgnæfir þó allt annað. Sjáið Regnmanninn, þó þið farið ekki nema einu sinni í bíó á ári. -sv. Á faraldsfæti ★ ★ ★ Lawrence Kasdan fær gamla kunningja sína, Hurt og Turner, til liðs við sig í þessa grátbroslegu lýsingu á lífi og lífleysi atvinnu- ferðamannsins Macon Leary. Vel leikstýrt, vel skrifað og vel leikið bókmenntalegt drama um sorgina og missinn en líka allar broslegu hliðartilverunnar. -ai. Fiskurinn Wanda ★ ★ ★ Margsnúin, hábresk á mörkum farsa og gamanmyndar enda stýrt af einum helsta snilling Ealing- tímabilsins, Charles Crichton og æringjanum Cleese, sem fer á kostum sem leikari og handrits- höfundur. Kline hefur ekki verið betri, Palin er óborganlegur sem stamandi smákrimmi og Jamie Lee er augnakonfekt, ef það er á annað borð til. Útkoman í heild þó ekkert meiriháttar, einsog sagt er. -sv. STJÖRNUBÍÓ Sfðasti dansinn ★ ★ Duggunarlítil skoðun á erjum hjóna sem óðum nálgast gráa tímabilið. Vel meint en hefur frá ósköp litlu að segja. Pakkningarnar eru sóma- samlegar og Sarandon og Daniels standafyrirsínu. -sv. Hryllingsnótt II ★ Drakúla er eins og miðopnan í Playboy, tæknibrellurnar koma ekkert á óvart, spennan er engin, gamansemin í lagi, miklar brellur, lítil skelfing. Tíðindalaust frá ungl- ingahrollvekjuvígstöðvunum. -ai. Kristnihald undir Jökli ★ ★ ★ Kristnihaldið er bráðskemmtileg og rammíslensk enda er hún trú sögu skáldsins og flutningurinn á tjaldið gengið vel í flesta staði. Orðsnilldin og skopið til staðar og persónueinkennin sterk í höndum einkar ánægjulegs leikhóps. Á sviðsmyndina vantar fátt, unnin af nostursemi og smekkvísi og bakgrunnurinn, Breiðuvíkin, Stap- inn, fellið og Jökullinn unnið af leik- tjaldasmiðnum mikla í sunnudags- skapi og fangaður með prýði af kvikmyndatökumanninum. -sv. BÍÓHÖLLIN Ein útivinnandi ★ ★ ★ Nútímaöskubuska slær í gegn á Wall Street. Gamaldags léttmeti í sígildum Hollywood-stíl sem kem- ur manni ígott skap. -sv. Slæmir draumar ★ Heldur ómerkileg blóðgusumynd í b-flokki. -ai. Á ystu nöf ★ ★ Sannkallaður stjörnufans kemur hér saman í sögu um ástarþríhyrn- ing, vináttu og dópsmygl. Hún er meira ofurrómantískt samræðu- stykki, filmað í brennandi tekíla- sól, en hasarmynd og vekur fleiri spurningar en hún svarar. Stór- stjörnuleikurunum tekst ekki að fela galla í handriti. Meira fyrir þá semviljaástenekkislást. -ai. í djörfum leik ★ ★ ★ Clint Eastwood er alltaf í essinu sínu þegar hann leikur Sóða-Harry. Hér má finna gamalkunna takta en þessi mynd er með þeim skemmtilegri um Harry og hans föstu kúnna í San Francisco. Á meðal þeirra eru geðsjúkur morð- ingi, saltvondiryfirmenn og ágeng- ir fréttamenn. Eða eins og Harry mundi segja: Afbragð. -ai. Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? ★ ★ ★ ★ Sérstaklega skemmtilegur bræð- ingur af teiknimynd og leikinni mynd frá Disney og Spielberg, með hinn ágæta Zemeckis við stjórnvölinn. Hér liggur ótrúleg handavinna að baki. Myndin er meistaraverk þolinmæðinnar, natninnar og smáatriðanna, og að auki spennandi leynilögreglusaga. Bob Hoskins og Christopher Lloyd eru góðir, en vatnslitagellan Jessica hlýtur að teljast með mestu kynbombum kvikmynda- sögunnar héreftir. -ai. HÁSKÓLABÍÓ Beint á ská ★ ★ ★ Gamanmyndir ZAZ-hópsins eru venjulegar Hollywood-myndir með óráði. Uppfull af frábærlega hlægi- legum atriðum og stjarnfræðilega rugluðum samtölum með frábær- an Leslie Nielsen í hlutverki kauða- legu súperlöggunnar. -ai. REGNBOGINN í Ijósum logum ★ ★ ★ ’A Þungskýjaður þriller um miðalda- myrkur Suðurríkjanna þar sem Parker grípur til allra meðala að ýta við samvisku áhorfandans. Og fær eftirminnilega hjálp frá sam- starfsmönnunum, einkum Biziou, stórleikaranum Hackman, Dafoe og fram á sjónarsviðið stígur stór- kostleg leikkona, Francis McDor- mand. Grimm mynd og áhrifamikil hvernig svo sem á efnistökin er litið. -sv. Skugginn af Emmu ★ ★ ★ Enn ein perlan ffá kvikmyndaveld- inu Danmörku. Emma litla hleypur að heiman frá millunum foreldrum sínum og vingast við utangarðs- mann í fátækrahverfi Kaupmanna- hafnar. Sérstök og Ijúfsár saga um ást og vináttu þessa ólíka pars frá landi sem kann svo sannarlega að búa til bíómyndir sem skírskota til allra. -ai. Tvíburarnir ★ ★ ★ Einstaklega magnaður þriller þar sem Cronenberg, sem vissulega er einn af forvitnilegri leikstjórum samtímans, beitir fyrir sig sálfræð- inni en ekki gamalkunnum tækni- brellum. Jeremy Irons hefur sjald- an verið betri en í hlutverki tvíbur- anna og Heidi von Palleske er kona lostafögur. -sv. Hinir ákærðu ★ ★ ★ Einkar áhrifamikill þriller um nauðgun og málaferlin sem fylgja í kjölfarið, en myndin fjallar öðrum þræði um ábyrgð þeirra sem hvetja til glæps en taka ekki bein- an þátt í honum. Jodie Foster sýn- iróskarsverðlaunaleik. -ai. Gestaboð Babettu ★ ★ ★ ★ Ljóðrænt, gamansamt og alvarlegt meistaraverk Gabriels Axels um hvítagaldur listamannsins, bók- stafstrú, freistinguna, eftirsjá ónýttra ástarfunda, frið og sátt við Guð og menn. Snilldarleikstjórn, handrit, leikur og kvikmyndataka. Læturengan ósnortinn. -sv. LAUGARÁSBÍÓ Tungl yfir Parador ★ Mazursky klúðrar öllum möguleik- um til að draga fram fyndni úr skemmtilegum kringumstæðum, atriðin dragast á langinn hvert á fætur öðru án þess að kvikna til lífsins þangað til eftir stendur at- hyglisverð Hollywood-framleiðsla sem gerir aldrei betur en að valda vonbrigðum. -ai. Tvíburar ★ ★ ★ Skólabókardæmi um vel heppnaða aulafyndni. Leikstjórinn Reitman (Ghostbusters, Animal House, Stripes) er sérfræðingur í að mat- reiða oní almúgann svo honum líki. Og ólíklegustu tvíburara á jarðríki leika þeir DeVito og Schwartzen- egger með mjög sérstökum glæsi- brag og eiga manna stærstan þátt í að myndin virkar sem afþreying. -sv. í leitaðréttlæti Ríkissjónvarpið sýndi um síðustu helgi athyglisverða sjón- varpsmynd — Húsið við Garibaldi- stræti — um það hvemig ísraelar komu höndum yfir nasistaforingj- ann Adolf Eichmann og fluttu hann til ísrael þar sem hann kom fyrir rétt og var dæmdur til dauða. Því er stundum haldið fram að maðurinn á bak við handtöku Eichmanns hafi verið nasistaveið- arinn Simon Wiesenthal, sem hef- ur gert það að æfistarfi sínu að hafa uppá nasistaforingjum sem viðriðnir voru hrollvekju útrým- ingarbúðanna og draga þá fyrir dómstóla. í nýrri leikinni heimild- armynd um æfi Wiesenthals, sem heitir Morðingjar á meðal oss og er með Ben Kingsley í aðalhlut- verkinu, segir Wiesenthal Israela eiga allan heiðurinn af fundi Eich- manns en bætir við: „Ég er hreyk- inn af því að við gátum veitt að- stoð.“ Eichmann er stærsti fengurinn en hans mál er aðeins eitt af 6.000 sem Wiesenthal hefur rannsakað að því að fram kemur í sjónvarps- myndinni. Hún er byggð á sjálfs- æfisögu nasistaveiðarans frá 1967 og var sýnd í Bandaríkjun- um í kringum 100 ára afmæli Adolfs Hitlers. Leikstjóri er Brian Gibson én einn af handritshöfund- unum og framleiðandi er Abby Mann sem gerði handritið að kvik- myndinni Réttarhöldin í Núrn- berg. Myndin var tekin í Ung- veijalandi og gerð í samvinnu Bandaríkjamanna og Ungveija og hefst í maí 1945 við frelsun Maut- hausen-útrýmingarbúðanna í Austurríki þar sem Wiesenthal er einn örfárra sem komast af. Hann fer að vinna fyrir bandarísku stríðsglæpanefndina og safnar upplýsingum um hvað raunveru- lega fór fram í útrýmingarbúðun- um. Hann talar við aðra sem kom- ust af og skráir frásagnir þeirra. Wiesenthal er ekki dæmigerður krossfari. í örvæntingu sinni hef- ur hann reynt að fremja sjálfs- morð en minnist orða nasistanna: „Þú deyrð þegar við segjum þér að deyja.“ Oft segir hann „ein- hver bjánaleg smáatriði” hafa bjargað lífi sínu í búðunum. Það rennur upp fyrir honum að hann getur ekki haldið áfram að vinna sem arkítekt, „réttlætið hefur for- gang“. Eftir Núrnbergréttarhöldin hættir stríðsglæpanefndin störf- um en Wiesenthal kemur sér upp skrifstofu í Vín og heldur starfi sínu áfram. Rekur myndin síðan feril hans fram til dagsins í dag og íjallar um ýmsar rannsóknir hans og kemur m.a. inná mál Franz Murer sem þykir lýsa áhugaleysi Þjóðveija og Aust- urríkismanna á glæpum Hitlers- tímans. Murer var þekktur sem „slátrarinn í Vilna“ og var sendur í vinnubúðir í Rússlandi m.a. á grundvelli sannana sem Wiesent- hal hafði aflað. Eftir sjö ár er hann látinn laus og honum skýtur aftur upp í Austurríki, þá orðinn virðulegur stjórnmálamaður. Wi- esenthal tekur málið fyrir að nýju og aflar nýrra sannana en öllum 17 ákærunum er vísað frá og Murer gengur útúr réttarsalnum við fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. Wiesenthal er kominn á níræð- isaldurinn og tíminn er að hlaupa frá honum. Mennirnir sem hann eltist við eru orðnir gamlir. En hann hefur haldið minningunni um útrýminguna á lofti í þeirri von að hún verði aldrei endurtek- in. Ef við leyfum þeim að gleyma, segir hann, gæti það gerst aftur. Ben Kingsley í hlutverki Wiesenthals. Elsa Lund og félagarfara á kostum í gleöidagskrá ársins. Nú ferð hver að verða síðastur. Örfáar sýningarhelgar eftir!! Þríréttuð veislumáltíð að hætti Elsu - Húsið opnað kl. 19.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.