Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 5
e8ClMQR'GI3NBLíA.ÐIÐ'FfMMTOÐAGUR''4l.íIfWl''1989 a 5 HVAÐ ER AÐ GERAST? hæfi barna. Leikstjóri er Asa Hlín Svav- arsdóttir, leikmyndateiknari Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og leikarar eru Barði Guðmundsson, Erla Ruth Harðar- dóttir, Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Jónsdóttir, Rósa G. Þórsdóttirog ÞórTuliníus. Leikfélag Akureyrar Leikfélag Akureyrar sýnir leikritið Sólar- ferð eftir Guömund Steinsson. Þetta er lokaverkefni leikársins. Leikarareru Anna Sigríður Einarsdóttir, Theódór Júlísson, Kristbjörg Kjeld, Þráinn Karlsson, Sigur- veig Jónsdóttir, Marinó Þorsteinsson, Ingólfur Björn Sigurðsson, Margrét Pét- ursdóttir, Hrafnhildur Hafberg og Þórður Rist. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Næstu sýningarverðaföstudaginn 5. maí, laugardaginn 6. maí og föstudaginn 12. maí kl. 20.30. Aðgöngumiðasala er í Leikfélaginu kl. 14—18 alla daga. Símsvari erallan sólarhringinn, sími 96-24073. Tónlist íslenska óperan Tónmenntaskóli Reykjavíkurernú að Ijúka 36. starfsári sínu. Síðustu vortón- leikar skólans verða haldnir í íslensku óperunni nk. laugardag, 6. maí, kl. 14. Á þessum tónleikum koma einkum fram eldri nemendur skólans. Á efnisskránni verður einleikur og samleikur á ýmiss konar hlóðfæri. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hafnarborg Árnesingakórinn i Reykjavík heldurtón- leika í Hafnarborg sunnudagin 7. maí kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Sigurður Bragason. Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit íslands heldurtón- leika í samvinnu við Mótettukór Hall- grímskirkju í Háskólabíói á laugardag kl. 15.00. Stjórnandi er HöröurÁskelsson, einsöngvararWriteSountag, Ursula Kung, Heilmann, Andreas Schmidt. Sinfóníuhljómsveit islands undir stjórn Páls P. Pálssonar heldur tónleika í Há- skólabíói fimmtudaginn 11. maí kl. 20.30. Einlekari er Halldór Haraldsson. Hallgrfmskirkja Hátíðarmessa verður í Hallgrímskirkju á sunnudagkl. 11.00. Kór Akureyrarkirkju og hlóðfæraleikarar. Einsöngvari er Margrét Bóasdóttir. Einleikari Björn SteinarSólbergsson. Orgelnámskeið Hans-Dieter Möllerverð- ur í Hallgrímskirkju 8.—12. maí kl. 9.30. , Leikin frönsk og spönsk orgeltónlist. Orgeltónleikarverða daglega í Hallgríms- kirkju dagana 8.—12. maí kl. 12.30. Vesper. Guðfræðinemarogfél. úrísleifs- reglunni flytja tiðargjörð með kirkjugest- um í Hallgrímskirkju 8,—12. maí kl. 18.00. Gerðuberg (slenska hljómsveitin heldurtónleika í Gerðubergi kl. 16 á sunnudag. Einsöng- ur: Viðar Gunnarsson, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Elísabet F. Eiríksdóttir, Jú- líus V. Ingvarsson. Einleikarar: Ásgeir Hermann Steingrímsson, Þorkell Jóels- son, Oddur Björnsson. Stjórnandi: Guð- mundurEmilsson. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöð ferðamála er með aðsetursitt að Ingólfsstræti 5. Þareru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á íslandi. Opið mánudaga til föstudaga kl. 10—16, laugardaga kl. 10—14 og sunnudaga kl. 11 — 14. Síminn er 623045. Félagslíf Flóamarkaður Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur heldur sinn árlega flóamarkað í félagsheimili karlakórsins að Freyjugötuu 14 laugar- daginn 6. maí kl. 14—17. Félagsvist SGT heldur á hverju föstudagskvöldi fé- lagsvistíTemplarahöllinni, Eiríksgötu 5. Hljómsveitin Tíglar spila fyrir dansi til kl. 1.30. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardögum kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Laugardagskaffi Kvennalistans Á hverjum laugardegi er opið hús á skrif- stofu Kvennalistans, Laugavegi 17. Þangað mæta konur og fá sér kaffi og með’í og hlusta á frásagnir eða fyrir- lestra og taka síðan þátt í umræðum. Byrjað er um ellefu-leytið og opið fram eftir degi. Dagskrá laugardaginn 6. maí kl. 11: Kvennahreyfingin í Rómönsku Ameríku. Hólmfríður Garðarsdóttir flytur fréttir af kvennahreyfingunn í Rómönsku Ameríku. Útivera Ferðafélag íslands Fimmtudaginn 4. maí kl. 13.00 verður farin gönguferð um Selvogsheiðina. Ekið verður um Þrengslaveg og þjóðveginn í átt að Selvogi. Gengið um Selvogsheiði að Svörtubjörgum og Eiríksvörðu. Komið niður hjá Hlíðarvatni. Þetta er létt göngu- ferð. Laugardaginn 6. maíverðurlagt upp í gönguferð é Skarðsheiði (1.051 m) og erbrottför kl. 9 frá Umferðarmið- stöðinni. Ekiðverðurinn Svínadal og gengið þaðan. Nauðsynlegt er að koma vel búinn í þessa ferð og á þægilegum gönguskóm. Sunnudaginn 7. maí erhin árlega fuglaskoðunarferð Ferðafélags- ins. Ekið verður um Suðurnes og komiö víða viötil þess að huga að fuglum, KVIKMYNDIR ______ FORBOÐIIM ÁST STÖÐ 2 — Forboðin ást (Love on the Run). Frumsýn- Q-| 45 ing-- Diana Rockland er lögfræðingur. Hún á erfitt með “ -t að sætta sig við lífið og tilveruna þar til hún kynnist skjól- stæðingi sínum, Sean Carpenter, sem fær hana til að líta á björtu hliðarnar á tilverunni. Sean veit hins vegar að samfangar hans hafa harma að hefna og munu brátt gera út af við hann flýi hann ekki innan skamms. Þegar Diana uppgötvar þetta kastar hún frá sér starfsframanum og aðstoðar hann við flóttann. Þau breyta útliti sínu og taka að sér hvaða starf sem er til að sjá sér farborða. En hvert sem þau fara er lögreglan ávallt á hælum þeirra. Aðalhlutverk: Stephanie Zimbalist, Alec Baldwin, Constance McCashin og Howard Duff. Leikstjóri: Guo Trikonis. ÆTTARMOTIÐ mmmm sjónvarpið QO 45 — Ættarmótið (Family Reun- ion). Benjie hefur ákveðið að fara heim í helgarfrí í tilefni af sjötíu og fimm ára afmælis afa síns. Hann er nýbúinn að slíta trúlofun sinni en kemur með aðra stúlku í afmælið og veldur það miklum misskilningi hjá foreldrum hans og ættingj- um. Aðalhlutverk: David Eisner, Rebecca Jenkins, Henry Backman og Linda Sorensen._ Leikstjóri: Vic Sarin. Úr kanadísku myndinni Ættarmótið. FURÐUSOGUR I ■■ STÖÐ 2 — Furðusögur I (Amazing Stories I — 1987). 015 Þijár sögur í einni mynd; spenna, grín og hryllingur. Aðal- hlutverk: Kevin Costner, Kiefer Sutherland, Tom Harrison, Christopher Lloyd o.fl. Leikstjórar: Steven Spielberg, William Dear og Bob Zemeckis. m.a. Alftanesi, Hafnarfirði, Garði, Sand- gerði, Hafnarbergi, Reykjanesi ogvíðar. Brottför í ferðina er frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 10. f.h. Æskilegt er að taka með sjónauka og fuglabók. Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana-nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 6. maí. Lagtverðurafstaðfrá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Nú byrjum við 5. sumarið í bæjarrölti Hana nú, en frá 27. júlí 1985 hefurganga aldrei fallið niður. Samvera, súrefni, hreyfing er kjör- orðið. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands Náttúruverndarfélagið heldur áfram að kynna vorkomuna í og á sjónum um helgina. Á laugardag og sunnudag verða skoðunarferðir á sjó sem hér segir: Kl. 10.00 verður siglt víðsvegar um Kolla- fjörðinn og sérstaklega hugað að lífríkinu í sjónum á sundunum og við eyjarnar. Kl. 13.30 verðurfarið upp í Hvalfjörð og siglt inn fyrir Geirshólma og komið í land á Hvítanesi ef skilyrði eru fyrir hendi. Þessi ferð tekur um 4 klst. og er náttúru- skoðunar-og söguferð. Kl. 16.00verður farin sigling um Viðeyjarsund og norður fyrirViðeyog Engeyog inn Engeyjar- sund. Á föstudag kl. 19 verður farið út ÍÞerneyog gengið um eyjuna. Farið verður í allar ferðirnar frá Grófarbryggju neðanvið Hafnarhúsið. Björgunarsveitin Ingólfur sér um flutning á fólki milli Haf- rúnarog lands. Þetta ersíðasta helgin sem þessarferðirerufarnar. . Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út ÍViðey. Fyrstaferð erfarin kl. 13.00 og er farið á heila tímanum frá Reykjavík og á hálfa tímanum frá Viðey. Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga fer síðasta ferð frá Viðey kl. 18.30en - aðra daga kl. 23.30. Aukaferðir eru farn- ar með hópa sem panta sérstaklega. Kirkjan i Viðey er opin og veitingarfást í Viðeyjarnausti. Bátsferðin kostar300 krónurfyrirfullorðna, 100 krónurfyrir börn að 14 ára aldri en frítt er fyrir börn 5 ára og yngri. Hreyfing Keila (Keilusalnum í Öskjuhlíð eru 18 brautir undir keilu, á sama stað er hægt að spila billjarð og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Sund I Reykjavík eru útisundlaugar í Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- - laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við Barónsstíg og við Herjólfsgötu í Hafnar- firði. Opnunartíma þeirra má sjá í dag- bókinni. MYNDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson Engill eða óbótamaður? drama Þögult vitni — A Prayer for the Dying ★★ Leiksljóri Mike Hodges. Handrit Edmund Ward og Martin Lynch. Aðalleikendur Mickey Rourke, Bob Hoskins, Alan Bates. Bresk. Samuel Goldwyn 1987. JB 1989. 105 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Ekki ólíklegt að myndin af Ro- urke, vígreifum með haglabyssu um öxl og sígarettuna lafandi, framaná hlífðarkápunni, hafi komið Þöglu vitni á metsölulistann frekar en innihaldið. Það er tæpast af því sauðahúsi sem höfðar til almenn- * Ognarnótt hrollvekja Night of Terror ★lé Leikstjóri Jean Szwarc. Handrit Cliff Gould. Aðalleikendur Mart- in Balsam, Catherine Burns, Chuck Connors. Bandarisk. Par- amount 1972. Háskólabíó 1989. 73 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Kennslukonur verða vitni að morði og kemur fljótlega í ljós að drápsmennirnir teja að þær lúri á geymslumiða sem er þeim mikils virði. Lögreglan reynir að vernda þær en ekki tekst betur til en svo að önnur kennslukonan ferst og hin stórslasast í bílsysi af völdum glæpamannanna. Einkaspæjarinn Balsam kemur þeirri sem eftir lifir á óhultan (?) stað og reyna allir aðilar að hafa upp á miðanum ban- væna. Kunnuglegur söguþráður fær meðalúrvinnslu og í rauninni höfum við séð þetta allt saman oft áður. Szwarc, sem nú er orðinn nokkuð kunnur leikstjóri, tekst þó að halda bærilegri spennu í myndinni, en aðalleikkonurnar eru ömurlegar og heldur mikill móðursýkistónn skemmir fyrir. ings. Umhverfí, persónur og efni er grátt, kalt og þunglamalegt. Rourke leikur norður-írskan leigu- morðingja sem er neyddur til að fremja eitt til viðbótar. Það mis- lukkast að því leyti að presturinn, Bob Hoskins, verður vitni að því. Hefst nú margsnúið spennuástand milli Rourkes, klerksins, lögregl- unnar, gamalla félaga Rourkes úr írska frelsishernum og þeirra sem réðu hann til verknaðsins. Það er ekki við góðan leikhóp að sákast — reyndar er Hoskins ekki í sínu besta formi — að útkom- an er hálf-mislukkuð, heldur upp- skrúfuðu handriti og leikstjórn. Samræðurnar eru lengst af yfir- borðskenndar og óeðlilegar og per- sónurnar eiga lítið skylt við raun- veruleikann. Vel mönnuð, dulítið forvitnileg og „öðruvísi" mistök. Góðan daaginn, Vietnaaam! drama Góðan daginn, Víetnam — Good Morning, Vietnam ★ ★ ★ ★ Leikstjóri og handrit Barry Le- vinson. Aðalleikendur Robin Williams, Tung Thanh Tran, Bruno Kirby. Bandarísk. Touch- stone 1987. Bergvík 1988. 120 mín. Öllum leyfð. Sérstæð mynd, borin uppi af ein- stökum leik æringjans Robins Will- iams, sem fer á kostum í löngum einræðum sem hann spinnur jafnóð- um. Williams leikur plötusnúð hjá bandaríska flughernum, árið er 1965 og umhverfið er Víetnam. Snúðurinn álítur að hann eigi að púrra mannskapinn upp í starfi sínu og lætur allt flakka. A hann löngum í andstöðu við yfirmenn sína sem vilja meina að hann taki starfíð ekki alvarlega. Á meðal þeirra á hann fáa aðdáendur en verður þjóð- sagnapersóna meðal hermannanna á vígvellinum. Inn í myndina bland- ast raunaleg alvara þessa and- styggilega stríðs. I þeim fjölmörgu myndum sem gerðar hafa verið um þennan fárán- lega stríðsrekstur hafa kaldhæðnis- legar aðstæðurnar verið i brenni- depli í nokkrum þeirra — þeim bestu — Apocalypse Now, Full Metal Jacket, Go, Tell The Spartans, Góð- an daginn, Víetnam. Árekstrar Williams við yfirboð- ara sína eru þrungnir einstæðum gálgahúmor, fánýti og markleysa stríðsins fá eftirminnilega útreið hjá vélbyssukjafti snúðsins. Og mann- lega hliðin fær mjúka umfjöllun hjá leikstjóranum snjalla, Levinson, (Regnmaðurinn). Beambolt á búgarðinum hrollvekja Incident at Raven’s Gate ★ 'h Leikstjóri Rold De Heer, Marc Rosenberg. Handrit James Mic- hael Vernon. Aðalleikendur Ste- ven Vidler, Celine Griffin, Ritc- hie Singer. Áströlsk. Hemdale 1988. Skífan 1989. 94 mín. Bönn- uð yngri en 16 ára. Gruggug, áströlsk vísindahroll- vekja, laus í reipunum hvað efnis- þráð og framvindu snertir. Vidler leikur afbrotamann sem hefur verið leystur úr haldi til reynslu og starf- ar á búgarði bróður síns. Þar fara að gerast undarlegir atburðir sem eru tilkomnir vegna fljúgandi furðu- hlutar. Þrátt fýrir nokkur óþægileg og laglega gerð hrollatriði nær myndin aldrei tökum á áhorfandanum, fjar- stæðukennt efnið í órafjarlægð frá lítt áhugaverðum persónunum. Hliðarþættir sögunnar renna út í sandinn. Dæmigerð fyrir þá lægð sem áströlsk kvikmyndagerð er í um þessar mundir. Flótti í fjötrum drama The Defiant Ones ★ ★Z Leikstjóri David Lowell Rich. Handrit James Lee Barrett. Að- alleikendur Robert Urich, Carl Weathers, Barry Corbin, Ed Lauter. Bandarísk sjónvarps- mynd. MGM/UA 1986. 96 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Endurgerð myndar sem vakti mikla athygli á sínum tíma, (’58), ekki síst vestur í gamla Trípólí-bíó, ef ég man rétt. Þá fóru þeir Tony Curtis og Sidney Poitier með hlut- verk fanganna sem reyna strok nið- ur í fenjalöndum Suðurríkjanna. Sá hvíti er kynþáttahatari og borgar- búi sem í upphafi fyrirlítur sinn svarta þjáningabróðir en sameigin- legt strok þeirra stafar af því að þeir eru járnaðir saman. Nú eru það Robert Urich og Carl Weathers sem fara með aðal- hlutverkin og komast þokkalega frá þeim. Sögunni hefur verið lítillega breytt, m.a. er atriðið, þegar átti að taka félagana af lífí án dóms og laga, úr sögunni. Endurgerðin stendur frummyndinni nokkuð að baki, en fýrir þá sem sáu hana er hún ágæt upprifjun og öðrum ætti hún að vera virkilega forvitnileg. Táknmál fjötranna er jafn sterkt og fyrr, bæði á meðan þeir tengja einstaklingana saman og á eftir. Allir synir mínir drama After the Promise ★‘% Leikstjóri David Greene. Handrit Robert W. Lenski. Aðalleikendur Mark Harmon, Diana Scarwid. Bandarísk. New World Int. 1987. Myndbox 1989. 89 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Oft átakanleg mynd sem endar vel, byggð á sönnum atburðum og hefst í miðri kreppunni í Kaliforníu. Harmon missir konu sína frá fjórum ungum sonum og vegna erfiðra heimilisaðstæðna og sálariausra ákvarðana yfirvalda missir hann fljótlega forræði þeirra. Næstu átta árin eru þeir á flækingi á milli ríkis- stofnana fyrir munaðarlausa, elsti sonurinn dæmdur vanviti og settur á hæli. Samtímis berst Harmon, sem má ekki umgangast drengina sína, fyrir því að uppfylla öll þau skilyrði sem yfirvöld setja ef hann á að heimta þá aftur, sem honum tekst að lokum. Þeir sem eru að væla um kreppu í dag ættu að sjá þessa mynd, sem kemur við mann, þó ekki sé neitt meistaraverk á ferðinni. Hún slær óbangin og oft á ódýran hátt á við- kvæma strengi, en hún gefur fróð- lega og minnisstæða innsýn í hörm- ungar kreppunnar. Manni er sér- staklega hugstætt er Harmon smal- ar saman drengjunum sínum, mis- munandi mikið örkumluðum á sál og líkama, af stofnunum í myndar- lok. Vel gerð og vel leikin, athyglis- verð mynd, sem vissulega er óhætt að benda sérstaklega á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.