Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR:4. MAÍ 11989 B 3 HVAÐ ER AÐO GERAST ( Söfn Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opiö eftir samkomulagi. Hægt er að panta tíma í síma 84412. Árnagarður í Árnagarði er handritasýning þar sem má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj- arbókog eitt af elstu handritum Njálu. Ásmundarsafn í Ásmundarsafni er sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndirog 10 vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaðurinn vann að óhlutlægri mynd- gerð: í Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypuraf verkum listamannsins. Safnið er opiö daglega frá kl. 10 til 16. Hópargeta fengið að skoða safnið eftir umtali. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frákl. 11.00-17.00. Listasafn íslands í Listasafni (slands (sölum 3 og 4) stend- ur nú yfir sýning á verkum sænsku lista- konunnar Hilmu af Klint (1862—1944). Á sýningunni eru m.a. abstraktverk, olíu- málverk og vatnslitamyndir, sem Hilma vann í miöilsástandi frá árinu 1906. Al- menn leiðsögn um sýninguna ferfram í fylgd sérfræðings á sunnudögum kl. 15. í sal 1 og 2 eru sýnd málverk eftir íslenska myndlistarmenn. Listasafn Islands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11—17. Aðgangur og auglýstar leiðsagn- ir er ókeypis. Veitingastofa safnsins er opinásamatíma. Safn Ásgrfms Jónssonar Safn Ásgríms Jónssonarvið Bergstaða- stræti er opið frá 1. maí alla daga nema mánudaga kl. 13.30—16.00. Nú stendur yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Ásgrím. Listasafn Háskóla íslands I Listasafni Háskóla fslands í Odda eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins. Lista- safnið er opiö daglega kl. 13.30—17 og er aögangur ókeypis. Minjasafnið Akureyri Minjasafnið á Akureyri ertil húsa við Aðalstræti 58. Safniö er opið á sunnu- dögumfrákl. 14—16. Á Minjasafninu má sjá ýmis konar verkfæri og áhöld sem tengjast daglegu lífi fólks áðurfyrrtil sjáv- ar og sveita. Einnig er margt muna sem sýna vel menningu og listiönað íslenska sveitasamfélagsins s.s. tréútskurður, silf- urmunir, vefnaöur og útsaumur. Einnig er á safninu úrsmíða-, skósmiða- og trésmíðaverkstæði frá fyrri tíð. Þá má nefna gamla kirkjumuni s.s. bænhús- klukku frá því um 1200. Á minjasafninu ereinnig hægt að skoða gamlar Ijós- myndir og á lóð safnsins stendur gömul timburkirkjafráárinu 1876. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýning á 50 verkum Sigurjóns, þar á meðal eru myndir sem hafa aldrei áður verið sýndar á Islandi. Safnið og kaffistof- an eru oþin laugardaga og sunnudaga kl. 14—17. Tekið erá móti hópum eftir samkomulagi. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er í Einholti 4. Þarer kynnt saga íslenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauð- peningar frá síðustu öld eru sýndir þar svo og oröurog heiðurspeningar. Lika erþarýmisforn mynt, bæði grísk og rómversk. Safnið er opiö á sunnudögum milli kl. 14og 16. Póst- og símaminjasafnið (gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst- og símstöðvum og gömul símtæki úreinka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safnið á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð í síma 54321. Þjóðminjasafnið Þjóðminjasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11.00—16.00. Aðgangur erókeypis. Myndiist Art-Hún Art-hún, sýningarsalurog vinnustofa, að Stangarholti 7 hefur til sýnis og sölu olíu- málverk, pastelmyndir, grafík og ýmsa leirmuni eftir myndlistarmennina Erlu B. Axelsdóttur, HelguÁrmann, Elínborgu Guðmundsdóttur, Margréti Salóme Gunnarsdótturog Sigríði Gunnarsdóttur. Opiðerallavirkadagakl. 13—18. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Nú stenduryfir málverkasýning Daða Guðbjörnssonar í FÍM-salnum, Garða- stræti 6. Sýningin er opin virka daga kl. 13—18 og kl. 14—18 um helgarog stendurtil 16. maí. Sölugallerí FÍM er í kjallaranum. Gallerí Borg Kjallarinn í Pósthússtræti 9 er ávallt opinn á sýningartíma en þarerað finna mörg verk eldri meistaranna, m.a. eru nú 6 olíuverk eftir Kjarval hangandi uppi og stór Þingvallamynd eftir Gunnlaug Blön- dal. Einnig er að finna minni vatnslita- myndir, pastelmyndir, teikningarog olíu- verk eftir núlifandi listamenn. Grafíkmyndir og stærri olíuverk eftir núlif- andi höfunda er að finna í Grafík-Galleríi Borg, Austurstræti 10 (uppi á lofti í Penn- anum). Einnig eru þar myndir eftir u.þ.b. 45 grafík-listamenn, mikið af keramik- munum og úrval olíuverka. Gallerí Gangskör Gallerí Gangsköreropið þriðjudaga til föstudaga kl. 12—18. Verk Gangskör- unga eru til sölu og sýnis í galleríinu. Gallerí Grjót Ófeigur Björnsson, gullsmiöur og mynd- listarmaður heldur sýningu á skúlptúr- verkum í Gallerí Grjóti við Skólavörðustíg 4. Sýningin fjallar um ímyndaðar hug- skotssjónir listamannsins af hlutveruleik- anum og kallar hann hana ímyndun. Þetta erfjórða einkasýning Ófeigs, sú þriðja í Reykjavík, en einnig hefur hann sýnt í Helsinki í Finnlandi. Þá hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin er opin frá kl. 12— 18 virka daga og kl. 14—18um helgar, en henni lýkur mánudaginn 15. maí. Gallerí Kirkjumunir Gallerí Kirkjumunum, Kirkjustræti 10, er opið kl. 9 til 18 alla virka daga. Þar sýn- ir Sigrún Jónsdóttir listaverk sín. GalleríList I Galleríi List sýnir Arthúr Ragnarsson 13 vatnslitamyndir og 3 olíukrít. Sýningin er opin alla daga kl. 13— 18. Ókeypis aðgangur. Gallerí Sævars Karls í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, stendur yfir málverkasýning Tuma Magn- ússonar. Sýningin er opin á verslunartíma og stenduryfírtil 8. maí. Gullni haninn Á veitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Katel-gallerí (Katel-galleríi, Laugavegi 20b, (Klapp- arstígsmegin) eru til sölu verk eftir inn- lenda og erlenda listamenn, málverk, grafík og leirmunir. Kjarvalsstaðir Laugardaginn 6. maí kl. 16 verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á nýjum verk- um eftir Helga Þorgils Friöjónsson í boði MenningarmálanefndarReykjavikurborg- ar. Þetta erönnurboösýning Listasafns Reykjavikur á þessu ári og stendur hún fram til 21. maí. Helgi Þorgils hefur hald- ið einkasýninngar hér heima og erlendis, ennfremursem hann hefurtekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin verður opin I daglega kl. 11—18. Krókur í Krók sýnirSólveig Aðalsteinsdóttir myndverk. Krókurerað Laugavegi 37 og er opinn á verslunartíma. Mokka Laugardaginn 29. apríl opnar Árni Rúnar Sverrisson sína fyrstu einkasýningu í Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Hann sýn- ir þar málverk, klippimyndir og teikning- ar. Sýningin stendur út maímánuð. Norræna húsið Laugardaginn 6. maí kl. 15 verður opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á myndum eftirsænsku listakonuna Siri Derkert, sem hún gerði við sögu Hall- dórs Laxness Úngfrúna góðu og húsið. Auk þess eru á sýningunni tíu litlar mynd- ir í lit, sem teiknaðar voru á íslandi 1949. SonurSiri, Carlo Derkert listfræðingur, heldur fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins á laugardag kl. 16 og nefnir: Siri Derkert og ísland. Siri Derkert fædd- ist 1888 íSvíþjóð og lést 1973. Hún hóf listnám við málaraskóla Althins og síðar nam hún við Listaháskólann í Stokk- hólmi. Sýningin stendurtil 4. júní og er opin kl. 9—19 nema sunnudaga kl. 12— 19. Aðgangurerókeypis. Nýhöfn Jón Axel heldur sýningu í listsalnum Ný- höfn, Hafnarstræti 18. Á sýningunni eru um 10 nýjar, stórar kolateikningar á pappír sem eru settar á striga. Jón Axel erfædduríReykjavík 1956. Hann stund- aöi nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975—79. Þetta er8. einkasýn- ing Jóns Axels en hann hefur einnig tek- ið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin, sem ersölusýning, eropin virka dagafrá kl. 10—18ogum helgarfrá kl. 14—18. Henni lýkur 17. maí. (innri sal Nýhafnareru til sýnis og sölu verk eftir núlifandi listamenn svo og látna meistara eins og Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Nfnu Tryggvadóttur, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Barböru Árnason, Þorvald Skúlason og Jón Þor- leifsson. Sparisjóður Reykjavíkur (Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis að Álfabakka 14 í Breiöholti eru sýnd verk eftir Benedikt Gunnarsson listmálara. Benedikt er fæddur 1929, hann nam myndlistarnám 1945—1953 við Mynd- lista-og handíðaskóla íslands, Listahá- skólann í Kaupmannahöfn og Teikniskóla R.P. Böyesens í Ríkislistasafninu í Kaup- mannahöfn. Einnig lagði hann stund á myndlistarnám IParísog Madrid. Bene- dikt kenndi í mörg ár við MHÍ en er nú lektor í myndlist við Kennaraháskóla ís- lands þar sem hann hefur kennt síðan 1965. Hann hefur haldið 17 einkasýning- ar, þar af eina í París og tekið þátt í rúm- lega 20 samsýningum víðsvegarum Evr- ópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sýning- in stendur til 26. maí nk. og verður opin frá mánudegi til fimmtudags kl. 9.15—16 og á föstudögum kl. 9.15—18. Sýningin er sölusýning. Vinnustofa og sýningarsalur (vinnustofu og sýningarsal Ríkeyjar Ingi- mundardóttir að Hverfisgötu 59 eru til sölu verk hennar; málverk, postulínslág- myndir, styttur og minni hlutir úr leir og postulíni. Ríkey málarog mótarverkeft- ir óskum hvers og eins. Opið er á verslun- artíma. Bókasafn Kópavogs í Listastofu Bókasafns Kópavogs stendur yfirsýning Edvins Kaaber. Hafnarborg f Hafnarfirði í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir málverkasýn- ing Jóns Gunnarssonar. Á sýningunni eru bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Sýningin er opin frá kl. 14—19 alla daga nema þriðjudaga og stendur hún til 7. maí. Gallerí Allrahanda Akureyri Gallerí Allrahanda er til húsa að Brekku- götu 5 á Akureyri. Opnunartími er fimmtudaga kl. 16—19, föstudaga kl. 13— 18og laugardaga kl. 10—12. Aðrir timar eftir samkomulagi. Galleríið er á efri hæð og eru þartil sýnis og sölu leir- munir, grafík, textfl-verk, silfurmunir, myndvefnaður og fleira. Safnahúsið Sauðárkróki Myndlistarhópurinn Áfram veginn heldur sýningu í Safnahúsiinu á Sauðárkróki. Myndlistarhópinn skipa: Áslaug Sigur- björnsdóttir, Dagrún Magnúsdóttir, Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guðrún Nanna Guð- mundsdóttir, íris Ingvarsdóttir, Tryggvi Þórhallsson og Þórdís Elin Jóelsdóttir. Sýningin eropin alla dagafrá kl. 15—18 oglýkur7. maí. Slunkaríki ísafirði Laugardaginn 29. apríl opnaði Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýningu á oliumálverkum í Slunkaríki, Aðalstræti 22, ísafirði. Guð- björg Lind er ísfirðingur. Hún lauk námi fráMHÍ l985ogsýndiþaösamaárfyrst í Slunkaríki. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16—18 fram til sunnu-- dagsins 14. maí. Leikiist Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur sýnir barna- og fjöl- skylduleikritið Ferðin á heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur á laugardag og sunnudag kl. 14. Þetta eru síðustu sýningar. Ferðin á heimsenda segirfrá galdrakarlinum Hrappi, Skottu vinkonu hans og óprúttnum aðferðum þeirra við að stela verndargripnum Geislaglóð úr höndum prinsessu Ljósalands. Leikstjóri erÁsdísSkúladóttir. Leikritið Sjang-Eng eftir Göran Tunström verður sýnt á fimmtudag og sunnudag kl. 20.00. Síðustu sýningar. Leikstjóri er LárusÝmirÓskarsson og aðstoðarleik- stjóri Jón T ryggvason. Sveitasinfónía eftir Ragnar Arnalds verð- ur sýnd á föstudag og laugardag kl. 20.30. Fáarsýningareftir. Miðasalan í Iðnó er opin daglega frá kl. 14— 19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10.00. Sími 16620. Norræna húsið Dagana 8. og 9. maí sýnir Flaminiatea- tret frá Sandefjord í Noregi leikritið Det var ikke min skyld í Norræna húsinu.. Sýningar hefjast kl. 16 báða dagana. Aðgangurerókeypis. Leikstjóri er Jorunn Vesterlid og leikararnir heita Cecil Fros- haug og Vera Rostin Wexelsen. Tækni- maðurerTorill Bentzen og tónlist ereft- ir Björn Olaf Olsen. Leikritið er byggt á samnefndri skáldsögu eftir norska rithöf- undinn Aase Foss Abrahamsen. Þaðfjall- ar um litla stúlku sem sérvinkonu sína deyja í umferðarslysi. Hún fyllist sektar- kennd og veitist erfítt að vinna úr áhrifum þessa voveiflega atburöar. Fullorðnna fólkið vill henni vel en viðbrögð þess eru þó á þann hátt að hún einangrast meö vandamálið. Frú Emilía Næstkomandi sunnudag kl. 20.30 frum- sýnir leikhúsið Frú Emilía leikverkið Greg- or eða Sérð þú það sem er? Verk þetta er byggt á skáldsögunni Hamskipti eftir Franz Kafka. Franz Kafka fæddist í Prag 1883 og lést 1924 í þorpinu Kierling við Vínarborg. Hann var ekki mjög þekktur er hann lést en undanfarna áratugi eru rit hans þekkt um allan heim. Aðstand- endursýningarinnareru: Ellert A. Ingi- mundarson.Árni PéturGuðjónsson, Margrét Árnadóttir, Bryndís Petra Braga- dóttir, Einar Jón Briem og Erla B. Skúla- dóttir. Leikstjóri erGuðjón Pedersen. Leikmynd og búninga gerirGuðjón Ketils- son og Hans Gústafsson aðstoðarmaður hans. Næstu sýningarverða miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 20.30. Þjóðleikhúsið Síðasta frumsýning leikársins á stóra sviði Þjóðleikhússins verður á laugar- dagskvöld. Þá frumsýnir íslenski dans- flokkurinn fjóra balletta eftir Hlíf Svavars- dóttur við undirleik hljómsveitar undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar. Hlíf Svavarsdóttirsviðsetti alla ballettana en aðstoðarmaður hénnarvið þjálfun dans- OfviðriðeftirWilliam Shakespeare í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonarverðursýnt á föstudag og þriðjudag kl. 20. Haustbrúður eftir Þórunni Siguröardóttur verðursýntáfimmtudaginn4. maíog fimmtudaginn 11. maí kl. 20.00. Haust- brúður byggir á sögulegum heimildum frá öndverðri 18. öld og segirfrá örlaga- ríku ástarsambandi Appolóníu Schwarz- kopf og Níelsar Fuhrmanns amtmanns á Bessastöðum. Leikarareru um tuttugu. Barnaleikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helga- dóttur verður sýnt á fimmtudag, laugar- dag.sunnudag kl. 14, aukasýning kl. 17. Níu fullorönir leikarar og tuttugu börn leika í sýningunni. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00— 20.00. Símapantanir einnig virka daga kl. 10.00-12.00. Sími 11200. Alþýðuleikhúsið Síðustu sýningar Alþýðuleikhússins á Hvað gerðist í gær?verða í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3 (gengið inn frá bíla- stæði milli Fischersunds og Vesturgötu) ikvöld, fimmtudag, og þriöjudaginn 9. maí kl. 20.30. Verkið er byggt á endur- minningarbók Isabellu Leitner, en hún varungverskurgyðingur, sem lifði af dvöl í Auschwitz. Guðlaug María Bjarna- dóttir fer með hlutverk Isabellu sem jafn- framt ereina hlutverkið í sýningunni. Miðasala eropinvirka daga kl. 16—18 á skrifstofu Alþýðuleikhússins, Vestur- götu 3, og sýningardaga við innganginnn frákl. 19—20.30. Miðapantanirallan sólarhringinnfsíma 15185. EGG-leikhúsið Aukasýningar á Sál mín er hirðfífl í kvöld verða á föstudag, mánudag og miðviku- dag kl. 20. Sýningineríþremurþáttum. Hún hefst í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, þar sem sýnt er verkið Escurial eftir Ghelderode í þýðingu Sigurðar Pálsson- ar. Að þeim þætti loknum halda áhorf- endur (Listasalinn Nýhöfn við Hafnar- stræti og sjá þar nýtt verk Árna Ibsens Afsakið hlé sem hann byggirá Escurial, en staðsetur í Reykjavík nútímans. Að lokum sjá áhorfendur Escurial aftur í Hlaðvarpanum og þá í breyttri uppsetn- ingu og hafa leikararnirskipt um hlut- verk. Leikstjóri erSveinn Einarsson. Leik- mynd og búninga gerði Steinunn Þórar- insdóttir. Leikendureru Ingrid Jónsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Viðar Eggerts- son og Þór Tulinius og leika þau í öllum þáttunum. Miðapantanirallan sólarhring- inn (síma 19560. Miöasalan í Hlaðvarp- anum eropinfrá kl. 18 sýningardagana. Einnig er tekið á móti pöntunum í lista- salnum Nýhöfn, sími 12230. íslenska óperan (slenska óperan sýnir Brúðkaup Fígarós eftirW.A. Mozart. Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose. Leikstjóri: ÞórhildurÞor- leifsdóttir. Næstu sýningarverða á fimmtudag og föstudag kl. 20. Miðasala eropin alla daga kl. 16—19. Lokað mánu- daga og sunnudaga ef ekki er sýnt þá daga. Miðapantanir í síma 11475 kl. 10-12 og 14-16. Grfniðjan hf. Gríniðjan hf. sýnir í (slensku óperunni Brávallagatan —Arnarnesið. Miðnætur- Hvörf - ballettar islenski dansflokkurinn sýnir á laugardagskvöld fjóra balletta eftir Hlíf Svavarsdóttur. Ballettarnir eru Rauður þráður, Innsýn I, Innsýn II og Af mönnum. Á myndinni sést atriöi úr ballettnum Af mönnum, en sá ballett hlaut t. verðlaun í samkeppni dansskálda á Norðurlöndum í Ósló 1988. aranna og sýninguna er Auður Bjarna- dóttir. Sveinn Benediktsson lýsiralla sýn- inguna og sýningarstjóri er Kristín Hauks- dóttir. Önnur sýning verður á miðvikudag kl. 20.00. Leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Bíla- verkstæði Badda, veröursýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins á laugardag kl. 20.30, sunnudag kl. 16.30, miðvikudag og föstudag kl. 20.30. Bílaverkstæði Badda er spennu- og átakaverk sem gerist i afskekktri sveit. Sögusviðið er lítið bíla- verkstæði þarsem Baddi bifvélavirki ræður rikjum. Verkstæðið hafði lent utan þjóðbrautar þegar nýr vegur var lagður í gegnum sveitina. Verkefnin eru orðin stopul hjá Badda og lífið i sveitinni hefur einnig breytt um svip, ábúendum fækkað og skólahald að leggjast niður. Leikritið er ekki við hæfi barna. frumsýning erlaugardaginn 6. maíkl. 23.30.'Næstu sýningarverða á sunnu- dag og mánudag ki. 20.30 og miðnætur- sýning föstudaginn 12. maí kl. 23.30. Miðasala í Gamla bíóifrá kl. 16—19, sími 11475. Sýningardaga eropiðfram a sýningu. Miðapantanirog Euro- ogVisa- þjónusta allan sólarhringinn í sima 11123. Þíbilja Leikhópurinn Þibilja frumsýnir í kvöld, fimmtudag, Að byggja sérveldi, eða Smúrtsinn, eftir Boris Vian í þýðingu Frið- riks Rafnssonar. Sýningareru í Gamla stýrimannaskólanum, Öldugötu 23. Næstu sýningar verða á sunnudag og þriðjudag kl. 20.30. Miðasala opnar kl. 18.30 sýningardagana. Sýningarfjöldi er takmarkaður og sýningin er alls ekki við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.