Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
147. tbl. 77. árg.
Stórslysi af-
stýrtáll.stundu
Kourou, Frönsku Guiana. Reuter.
STÓRSLYSI var afstýrt er sjálfvirkur
öryggisbúnaður slökkti á hreyflum
franskrar geimflaugar, Ariane-3, sek-
úndubroti áður en hún átti að heíjast
á loft. Kom i ljós að eldsneytisleiðslur
höfðu ekki losnað sjálfkrafa frá flaug-
inni flórum sekúndum fyrir geimskot
eins og til stóð. Öryggisbúnaður
flaugarinnar siökkti því á hreyflunum
á 11. stundu og er það talið hafa kom-
ið í veg fyrir gífurlega sprengingu
þar sem allt innan a.m.k. 6 km radíus-
ar frá flauginni hefði þurrkast út.
Bresk skýrsla:
Slysum fækkaði
við breyttan tíma
Financial Times.
BRESK stjórnvöld hafa sent frá sér
skýrslu um kosti þess og galla að
breskar klukkur verði látnar ganga
jafhfætis klukkum nágrannaríkjanna
á meginlandinu. Af þvi myndi leiða
lengri og bjartari sumarnætur og
dimmari vetrarmorgna. I skýrslunni,
sem lögð er fram sem umræðugrunn-
ur, segir að þessi breyting myndi
fækka umferðarslysum, væntanlega
vegna þess að fólk æki heim frá vinnu
í meiri skímu, milljónir punda myndu
sparast í götulýsingu, meiri tími yrði
til viðskipta við meginlandsríkin og
frítími -á kvöldin ykist. Líklegt þykir
að breyting þessi mæti andstöðu hjá
þeim sem byija daginn snemma eins
og mjólkurpóstum og bændum sem
þyrftu væntanlega að rísa einni
stundu fyrr úr rekkju.
Ekkert fílabein
í nótnaborðin
Bonn. Daily Telegraph.
HELSTI píanófrám-
leiðandi heims, Stein-
way, hefur ákveðið að
hætta að nota fílabein
í nótnaborð hinna eft-
irsóttu hljóðfæra fyr-
irtækisins. í staðinn
verður brúkað gerviefni og fullyrða
talsmenn Steinway að það hafí engin
áhrif á hljómgæði og breyti í engu
„hinum einstaka hljómi" hljóðfæris-
ins. Mörg ríki hafa sett takmörk við
eða bannað innflutning á fílabeini.
Talið er að það eigi sinn þátt í ákvörð-
un Steinway að hætta að smíða nótna-
borð úr fílabeini að Japanir hafa bann-
að innflutning þess en Steinway á
m.a. í mikilli samkeppni við japanska
píanóframleiðendur.
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
UMBYLTING Á MIKLA TORGI
Grískir íhaldsmenn mynda stjórn með stuðningi kommúnista:
Ætla að rannsaka spill-
ingu stj órnar sósíalista
AJienu. Reuter.
GRÍSKI kommúnistaflokkurinn ákvað í
gær að styðja ríkissljórn hægrimanna en
að sögn Harilaos Florakis, leiðtoga komm-
únista, mun hún sitja skammt og hafa það
meginhlutverk að rannsaka meinta spill-
ingu í tíð stjórnar Andreasar Papandreous
og draga ráðherra sósíalistastjórnarinnar
til ábyrgðar.
in nýja stjórn verður undir forystu
Tzannis Tzannetakis, þingmanns Nýja
lýðræðisflokksins, sem er flokkur íhalds-
manna. Kommúnistar féllust á að styðja stjórn
flokksins eftir að Constantine Mitsotakis, leið-
togi hans, féll frá kröfu sinni til stóls forsætis-
ráðherra og stakk upp á Tzannetakis sem
málamiðlun. Kommúnistar kröfðust þess jafn-
framt að þinghelgi yrði aflétt af fyrrverandi
ráðherrum sósíalista þegar nýtt þing kæmi-
saman og rannsókn á meintri spillingu og
ijármálamisferli þeirra yrði hraðað.
Mitsotakis er svarinn andstæðingur Pap-
andreous og hét því í kosningabaráttunpi að
efna til ítarlegrar rannsóknar á meintu fjár-
málamisferli ráðherra hans. Nýi lýðræðis-
flokkurinn hlaut 145 þingsæti af 300 í þing-
kosningunum í Grikklandi 18. júní sl. Komm-
únistar fengu 28 sæti og PASOK, flokkur
Papandreou, 125 sæti.
Boðar sættir í Afganistan
Kabúl. Reuter.
NAJIBULLAH, forseti Afganistans, og
ýmsar fylkingar skæruliða, sem beijast
gegn stjórnvöldum, hafa fallist á friðará-
ætlun Yassers Arafats, leiðtoga Frelsis-
samtaka Palestínu, að sögn Abu
Khaleds, sendiftilltrúa Arafats.
Khaled, sem sér um málefni múhameðs-
trúarríkja hjá Frelsissamtökunum,
segir að Benazir Bhutto, forsætisráðherra
Pakistans, hafi einnig lýst yfir stuðningi
við áætlunina, sem miðar að því að binda
enda á áratugarlangt stríð í Afganistan.
í áætlun Arafats er gert ráð fyrir að lýst
verði yfir skilyrðislausu vopnahléi og að
allir málsaðilar hefji samningaviðræður hið
fyrsta. Khaled segir að margir þeirra
skæruliðaleiðtoga sem opinberlega hafa
hafnað beiðni Najibullahs um vopnahlé
hafi rætt við forsetann bak við tjöldin.
ATVINNULEYSI
Spánarkonungur
kemur til Islands
í vikunni
STAÐREYND EÐA STAÐLEYSA /