Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 25
jMORGUNBLAÐID ATVINNA/RAIV^flÁíáíJK^AGUR e.-jqu 1^9 >25 Rennismiður Vanur rennismiður óskast til starfa strax. Nánari upplýsingar veitir yfirverkstjóri í síma 91-20680. Landssmiðjan hf., Sölvhólsgötu 13. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Svæfingahjúkrunarfræðingar Óskum eftir svæfingahjúkrunarfræðingi til afleysinga frá 8. júlí - 4. ágúst nk. eða hluta þess tíma. Góð vinnuaðstaða, ný tæki í nýju húsnæði. Bakvaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri alla virka daga frá kl. 8.00-16.00 í síma 94-4500 og utan dagvinnu í síma 94-4228. Rafvirkjar - rafeindavirkjar Verkmenntaskóli Austurlands óskar eftir að ráða rafvirkja eða rafeindavirkja til kennslu í rafiðnum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu fag- menntaðir. Áhersla er lögð á þægilega fram- komu, reglusemi og sjálfstæð vinnubrögð. í boði er áhugavert starf í þægilegu umhverfi þar sem öll félagsleg þjónusta er fyrir hendi. Aðstoðað verður með útvegun húsnæðis. Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí nk. Ráðning verður frá 1. sepetember. Afleysinga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustig 1a - 10 i Reykjavik - Simi 621355 Svæðisstjórn málefna fatlaðra Reykjanessvæði óskar eftir að ráða til starfa: 1. Forstöðumann á sambýli fatlaðra í Garðabæ. 2. Meðferðarfulltrúa á næturvaktir við vist- heimili fatlaðra barna í Hafnarfirði. Upplýsingar á skrifstofu svæðisstjórnar, Digranesvegi 5, Kópavogi, sími 641822. Sérhæft skrifstofustarf Stórt fyrirtæki í Reykjavík vill ráða nú þegar starfsmann í stöðu ritara. Starfssvið: Ritvinnsla - töflureikningur - gagnagrunnur. Leitað er að einstaklingi sem er leikinn á rit- vinnslu (helst Word Perfect) og hefur kunn- áttu í notkun töflureiknings ásamt því að hafa gott vald á íslensku. Starfið er laust nú þegar. í boði er fjölbreytt og skemmtilegt starf á stórum og góðum vinnustað. Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýsing- um um starf þetta eru veittar á skrifstofu okkar í Hafnarstræti 20, 4. hæð. TEITUR lÁRUSSON STARFSMANNA ráðningarþjónusta, launaútreikningar. ÞJÓNUSTA NÁMSKEIÐAHALD. RÁÐGJÖF. Ilf. HAFNARSTRÆTI 20. VIÐ l.ÆKJARTORG. 101 REYKJAVÍK SÍMl 624550. RIKISSPITALAR Félagsráðgjafi óskast í námsstöðu á geðdeild Landspítalans frá 1. september eða fyrr. í starfinu felst m.a. kynning og þjálfun í almennum félags- ráðgjafastörfum á hinum ýmsu sviðum geð- deildarinnar. Umsækjandi þarf að hafa lokið eða að vera u.þ.b. að Ijúka námi í félagsráðgjöf. Upplýsingar gefur Sigrún Júlíusdóttir, yfirfé- lagsráðgjafi, í síma 601707. Umsóknir sendist Sigrúnu á geðdeild Landspítalans. Afgreiðslustarf -sportvörur Óskum eftir að ráða nú þegar hressa stúlku til afgreiðslustarfa í sportvöruverslun hálfan daginn. Æskilegur aldur 20-35 ára. Snyrti- legur og skemmtilegur vinnustaður. Skriflegar umsóknir um aldur menntun og fyrri störf sendist fyrir 5. júlí. Sportval Pósthólf3022, 103 Reykjavík. Vinna úti á landi Matvælafræðingur/mjólkurfræðingur Lagmetisfyrirtæki á Vesturlandi vill ráða nú þegar matvælafræðing eða mjólkurfræðing til starfa. Starfssvið: Gæðastjórnun, vöruþróun, ásamt verkstjórn og öðrum tilfallandi störfum er tengjast framleiðslunni. Leitað er að metnaðarfullum, samviskusöm- um og hugmyndaríkum einstakiingi, sem getur starfað sjálfstætt. í boði er krefjandi og spennandi starf hjá traustu fyrirtæki, ágæt laun og aðstoð við útvegun á húsnæði. Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýsing- um um starf þetta eru veittar á skrifstofu okkar í Hafnarstræti 20, 4. hæð. TEITUR lÁRUSSON STARFSMANNA ráðningarwónusta, launaútreikningar, ÞJÓNUSTA NÁMSKEIÐAHALD, RÁÐGJÖF. hf. HAFNARSTRÆTI 20, VIÐ LÆKJARTORG, 101 REYKJAVÍK SÍMI 624550. Tölvur Tölvuviðhald (213) Óskum að ráða tæknimenntaðan mann með þekkingu á tölvubúnaði og reynslu af viðgerð- ar- og þjónustustörfum. Starfssvið: Þjónusta við viðskiptavini, við- hald og viðgerðir á tölvubúnaði. Nánari upplýsingarveitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Tölvur 213“. Hagvai ngurhf Grensásvegi 13 Reykjavík | Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Starf tengt skólakerfinu Bókaforlag vill ráða starfskraft til að sjá um pantanir á erlendum námsbókum til notkun- ar í skólum landsins. Góð tungumálakunn- átta og þekking á framhaldsskólakerfinu nauðsynleg. Um er að ræða fullt starf, en til greina kemur að táða t.d. kennara í ca 50-60% starf. Öllum umsóknum svarað. Umsóknir með nauðsynlegum upplýsingum séndist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Skólabækur - 8311 “, fyrir þriðjudagskvöld. Sölumenn Fyrirtækið er þekkt byggingavöruverslun í Reykjavík. Störfin felast í sölu/afgreiðslu á hreinlætis- tækjum og skyldum vörum s.s. rörum, „fitt- ings“ o.fl. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu fag- menntaðir á sviði pípulagna eða hafi þekk- ingu og reynslu af sambærilegu. Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí nk. Ráðningar verða sem fyrst. Afleysmga- og ráðningaþjónusta Liósauki hf. Skólavördustig 1a — 101 Reykjavik — Simi 621355 ilé Ritari - hlutastarf Dómprófasturinn í Reykjavík vill ráða ritara til starfa frá og með 1. ágúst nk. Skrifstofan er til húsa í Árbæjarkirkju. Vinnutími frá kl. 9 til 13. Allar nánari upplýsingar og umsóknir fást á skrifstofu okkar, Tjarnargötu 14. Umsóknarfrestur er til 9. júlí. GiidntTónsson RAÐGJÖF &RAÐN1NCARMONUSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Tönmenntakennara vantar að Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá 1. september nk. Um er að að ræða einstakl- ingskennslu og kennslu í litlum hópum. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir um að senda upplýsingar um menntun og fyrri störf til Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Kjartansgötu 3, 310 Borgarnesi, fyrir 15. júlí nk. Skólastjóri. Varnaliðið- sumarstörf Varnarliðið óskar að ráða eftirtalda iðnaðar- menn til sumarafleysinga: Trésmiði, bifvélavirkja, bifreiðasmiði, pípu- lagningarmenn, rafvirkja. Um er að ræða mismunandi margar stöður í hverri starfsgrein. Ráðning er í flestum tilfellum til seinni hluta septembermánaðar, en nokkrir möguleikar á áframhaldandi ráðningu. Krafist er réttinda í viðkomandi starfsgrein, en ráðning á aðstoðarmönnum með rétta starfsreynslu kemur til greina. Hafið samband strax við Varnarmálaskrif- stofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-41973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.