Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 19
18 ITiIfTTT -L—M w iKiitUáiiiiiiHi iiii laaaaattasBaaEB MQRGUNBLAÐiÐ: SUNNUDAGUR 2.-JULI 1989 ---- 1 LL MQfiGUIjBLAjlIÐ jpii'jnnoiT -ff- 19 -m Jlfcjifgtiiifybtfetfe Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Ashkenazí til Sovétríkjanna Isamtali sem birtist í Morgun- blaðinu árið 1967 sagði Vladimír Azhkenazí píanóleikari frá því þegar hann kvæntist Þórunni Jóhanns- dóttur í Moskvu og þau ákváðu síðan að flytjast til London 1963. Og hann segir: „Þá varð ég að horfast í augu við þann möguleika að ég yrði að taka ákvörðun um að fara ekki heim aftur. Það var erfitt. En ég gerði mér smám saman grein fyrir að mér var ómögulegt að fara heim, eins og ástatt var. Um það er ekki ástæða að tala. Það kemur margt til, og ég vil helst ekki fara út í einstök atriði. En ef ég væri viss um, að ég gæti farið heim til Rúss- iands nú og þyrfti engar áhyggjur að hafa af því, hvort ég kæmist úr landi aftur, mundi ég ekki hika við að fara. Það er ekki eins og hér, að maður getur sagt: „Ég ætla að fara til útlanda“ — og komið heim aftur, eins og hvetjum sýnist. Málið er ekki svo einfalt. Auðvitað vil ég skreppa heim og spila, en ég mundi ekki fórna því sem eftir er af lífi mínu til þess.“ Þessi orð birtust fyrir 22 árum og nú fyrst búa þau sig undir að fara aftur til Moskvu Azhkenazí og Þórunn. Þau ætla þangað í haust með Konunglegu fílharmóníusveit- inni í London sem er á leið til Jap- ans. Ashkenazí getur spilað í Sov- étríkjunum og farið þaðan aftur. Hann sagði í Morgunblaðssamtali á fimmtudag: „Þróunin sem orðið hefur í Sov- étríkjunum og gerir mér kleift að fara þangað eftir 26 ára fjarveru er ótrúleg. Tilfinningar mínar í sam- bandi við ferðina eru flóknar. Ég hef enn ekki áttað mig á þeim til fulls. Mér er ekki ljóst hvort ég sé að fara heim eða hvort mér komi til með að líða eins og útlendingi í mínu eigin föðurlandi eftir svo langa fjarveru. Róttækar breytingar hafa átt sér stað og ég vona að þær séu til frambúðar og óafturkallanlegar. Ég er forvitinn að sjá þær með eig- in augum og vil leggja mitt af mörk- um til að styðja þær.“ Ashkenazí hefur verið ómyrkur i máli um stjómarhætti í Sovétríkjun- um. Hann hefur skipað sér í hóp þeirra landflótta sovésku mennta- og listamanna, sem hafa lýst ástandinu í heimalandi þeirra af hvað mestu raunsæi. Hann hefur risið upp og barist gegn sovéska kerfinu þegar hann vildi að faðir sinn gæti heimsótt sig hér á landi. Foreldrar hans fengu að lokum ferðaleyfi og komu hingað til lands. Nú nýtur Ashkenazí góðs af slökun gagnvart lista- og menntamönnum jafnt innan sem utan Sovétríkjanna. Þegar sagt var frá því á forsíðu Morgunblaðsins, að Ashkenazí ætl- aði til Sovétríkjanna, birtist á þeirri sömu síðu frétt þess efnis, að 20.000 hermenn sovéska innanríkisráðu- neytisins, sem fer með yfirstjórn KGB, öryggis- og njósnastofnunar- innar, gættu friðar i sovésku Mið- Asíulýðveldunum. Þar hefur hvað eftir annað komið til blóðugra átaka milli manna af ólíku þjóðerni. Þessi mikla íhlutun lögreglunnar bendir síður en svo til að undir forystu Míkhaíls Gorbatsjovs hafi skapast friðsamlegt ástand innan Sovét- ríkjanna. Lífslqör almennings hafa ekki batnað í réttu hlutfalli við auk- ið svigrúm menntamanna. Sovéskur veruleiki er flóknari nú en fyrir aldarfjórðungi. Hin breytta staða vekur vonir um að frekari skref verði stigin í átt til fijálsræð- is. Óvissan er hins vegar gífurleg og enn vantar mikið á að almenning- ur njóti til fulls góðs af þeim breyt- ingum sem gera Viadímír Ashken- azí og Þórunni Jóhannsdóttur kleift að láta þann draum rætast að stíga aftur á rússneska grund. 1 O SÉ LITIÐ í stjómar- skrána sem Kristján konungur afhenti ís- lendingum 1874 blasa við áhrifin frá mann- réttindayfirlýsingunni frönsku einsog sjá má í VI kafla, þegar talað er um eignarréttinn, velferðaraðstoðina, prentfrelsi og menntun bama. í 50. grein segir að eignarrétturinn sé friðhelgur „engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenníngs- þörf kreiji; þarf til þess lagaboð og komi fullt verð fyrir“. Þá segir í næstu grein, eða 51. grein, að öll bönd „þau er hamla frelsi í atvinnu- vegum og jafnrétti manna til at- vinnu, og eigi em bygð á al- menníngs heillum, skal aftaka með lagaboði." Þessi grein virðist þó fremur sótt í sjálfstæðisyfirlýsing- una bandarísku en frönsku mann- réttindaskrána. í 52. grein em augljós áhrif frá frönsku mannréttindayfírlýsing- unni þar sem rætt er um skyldur samfélagsins við þurfandi fólk. í stjórnarskrá íslands frá 1874 segir um þetta atriði að sá sem „ekki getur séð fyrir sér og sínum, og sé hann ekki skyldu-ómagi annars manns, skal eiga rétt á að fá styrk úr almennum sjóði, en þá skal hann háður vera skyldum þeim, er lögin áskilja". í þessu ákvæði er mörkuð stefn- an um velferðarríkið, en hún á ekki sízt rætur í heimatilbúnu samfélagi þjóðveldisaldar sem hafði þó nokk- um áhuga á velferð þegnanna og tryggingarlöggjöf einsog að er vikið í Árna sögu byskups, þegar talað er um „matgjafir til fátækra manna“; þá er það ekki síður at- hyglisvert nú á dögum að þeir vildu „að sú kona, sem giftist fyrir utan frænda ráð, missti eigi arfa sinna“, svoað kvenfrelsið hefur löngum staðið djúpum rótum hér á landi hvað sem öðru líður. En þeir vissu jafnvel og Magnús konungur „að þetta líf væri ófrjálst ok með marg- háttuðum skapraunum ok erfiðlig- um ...“, eða með öðrum orðum: að við séum fædd ófrjáls einsog HELGI spjall Kundera segir í List skáldsögunnar, enda fáum við engu ráðið um það, hvar eða hve- nær við fæðumst. Við getum fæðzt ómagar eða öreigar án þess náttúrunni þyki hlýða að spyija okkur. Þannig er lífið einskonar gildra. Og velferðarhugsjónin á að losa okkur úr þessari gildru. Oft er talað um forréttindastéttir og þá alltaf um ijárráð og eignir. Aldrei um forréttindafólk frá nátt- úrunnar hendi; þá sem hafa þegið hestaheilsu í arf og verður helzt aldrei misdægurt. Ég þekki slíkt fólk. Það er öfundsvert fólk! Ég þekki t.a.m. hjón um nírætt sem hefur aldrei orðið misdægurt. Ég hafði spurnir af manni sem dó 92ja ára og hafði aldrei lagzt veikur, nema síðustu vikuna sem hann lifði. Ef svona heilsa er ekki öfundsverð forréttindi, þá veit ég ekki hvað forréttindi eru. Aumingja Rockefell- er gamli hefði getað keypt allt ís- land einsog að drekka vatn, enda vissi hann ekki aura sinna tal og eignimar voru yfirgengilegar. En hann naut þeirra ekki sjálfur á neinn hátt, þótt hann væri örlátur með allsnægtum. Hann missti heils- una og gat ekki komið neinu niður árum saman öðru en hafraseyði. Svo dó hann vansæll og saddur lífdaga. Auðurinn varð honum hvorki gleðiauki né ánægja. Náttúr- an sá til þess að með aldrinum varð hann einsog hvert annað strá; nátt- úruöreigi ef svo mætti segja. Sú fullyrðing kommúnismans að það sé hægt að losa fólk úr gildr- unni með kenningum einum saman hefur því miður brugðizt. Náttúran er blind. Og hún hlustar ekki á kenningar. Sú tilraun marxismans að ná valdi á umhverfí okkar og laga það að hagsæld sem flestra er göfug hugsjón í sjálfu sér; í henni er fólgin trú á skynsemi mannsins og skilning; hæfíleika hans. En maðurinn er því miður hvergi fastari í gildrunni en einmitt í kommúnistaríkjunum, þar sem hann verður ófrjálsari því lengur sem hann lifir. Það hefur hvergi tekizt að losa manninn úr gildrunni nema í velferðarríkjum þeirra sem breyttu frönsku stjómarbyltingunni í mannúðarstefnu nútímans. Hún byggist á sáttmála fijálsra manna sem vilja efla frelsi hver annars. í 53. grein stjómarskrárinnar frá 1874, er talað um uppfræðslu barna og sagt að „hafi foreldrar eigi efni á að fræða sjálf börn sín, eður sé bömin munaðarlaus og öreigar, er það skylda hins opinbera að sjá þeim fyrir uppfræðíngu og fram- færi“. Þama er einnig sótt í mann- úðarstefnu frönsku stjómarbylting- arinnar. Það er einnig gert í 54. grein en hún virðist ekki síður eiga rætur í bandarísku sjálfstæðisyfir- lýsingunni og hugmyndum brezkra heimspekinga frá þessum tíma um andlegt frelsi mannsins. Þar segir í íslenzku stjómarskránni frá 1874, „Hver maður á rétt á, að láta í ljósi hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsið má aldrei innleiða". Þá er gert ráð fyrir trúarbragða- frelsi í V kafla eða 47. grein, þar sem segir að enginn megi neins í missa af borgaralegum og þjóðleg- um réttindum „fyrir sakir trúar- bragða sinna, né heldur má nokkur fýrir þá sök skorast undan al- mennri félagsskyldu“. Slík ákvæði vom eitt helzta stefnuskráratriði þeirra sem ábyrgð bám á frönsku stjómarbyltingunni. Þetta ákvæði hefur lent í 64. grein núverandi stjómarskrár lýðveldisins frá 1944, ákvæðin um atvinnufrelsi em í 69. grein, ákvæðið um friðhelgi eignar- réttarins í 67. grein og er hún sam- hljóða 50. grein stjórnarskrárinnar frá 1874. Okeypis menntun bama og unglinga er í nýju stjómar- skránni nokkum veginn samhljóða hinni gömlu, svo og ákvæðin um trúarbrögðin og prentfrelsið. Allt er þetta dýrmætur arfur, sóttur í frelsisbaráttu og byltinga- hita borgarastéttarinnar austan hafs og vestan. M. (meira næsta sunnudag) YRIR SKÖMMU EFNDI Rannsóknarstofnun um varnarmál (Institutt for forsvarsstudier) í Ósló til ráðstefnu um þróun ör- yggis- og stjómmála á norðurslóðum næstu tutt- ugu árin eða til ársins 2010. Til ráðstefn- unnar var boðið þátttakendum frá Norður- löndunum, Bandaríkjunum, Kanada, Bret- landi, Frakklandi og Þýskalandi. Rætt var um afstöðu Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Evrópu til þjóða og málefna á norður- slóðum á komandi áram og einnig gerð úttekt á stöðu mála í Norðurlöndunum nú og á komandi áram. Hér verður leitast við að gera grein fyrir því sem hæst bar á ráðstefnunni. Það vakti óhjákvæmilega athygli íslend- ings hve lítið framsögumenn, sem litu á Norðurlöndin i heild, ræddu um ísland. Var raunar gerð athugasemd við það af íslenskum fulltrúum á ráðstefnunni, að engu væri likara en menn teldu einhvern vafa leika á því, hvort telja ætti Island með þegar rætt væri um öryggismál Norð- urlanda. Að sjálfsögðu töldu menn málum ekki þannig háttað. í ræðu eins framsögu- manna, dr. Ingemars Dörfers frá Svíþjóð, kom fram, að fyrir 2010 yrðu íslendingar gengnir í Evrópubandalagið og hefðu stofnað heimavamarlið. Vafalaust era ýmsar ástæður fyrir því að ræðumenn aðrir en íslenskir ræddu ekki ítarlega um málefni okkar. Fyrsta ástæðan er vafalaust þekkingarleysi og upplýsingaskortur. Mönnum finnst þeir ekki fylgjast nægilega vel með því sem hér er að gerast til að hafa skoðun á því. Norrænir fjölmiðlar flytja lítið af fréttum héðan. Önnur ástæða er sú, að þeir sem fylgjast með framvindu mála hér vita ekki hvemig þeir eiga að meta hana. Hver er til dæmis stefna ríkisstjómar íslands varð- andi afyopnun á höfunum? Þeir sem hlust- uðu á Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra tala í Ósló um „íslenskt framkvæði" í þessum málaflokki í mars sl. þegar hann var nýkominn frá Moskvu gátu ætlað að hann kæmi fram fyrir hönd ríkisstjórnar- innar. Hafi sömu menn fylgst með því sem Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra og Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sögðu á eða í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brassel í lok júní vita þeir um áhuga íslenskra stjórnvalda á afvopnun á höfun- um en ekki hvað þau vilja, því að engar tillögur liggja fyrir um málið frá þeim. Raunar er íslensk stefnumótun á algjöra byijunarstigi og skemmra á veg komin en látið var í veðri vaka í kringum leiðtoga- fundinn. Þriðja ástæðan er síðan sú, að mönnum er ljóst að meiri pólitísk sam- staða er um meginstefnuna í öryggis- og vamarmálum hér á landi nú en oft áður og engin ástæða til að ætla, að Islending- ar ijúfi þann stöðugleika sem skapast hefur í öryggismálum Norðurlanda. Sænskur embættismaður lagði einmitt áherslu á nauðsyn þess að stöðugleiki og óbreytt ástand ríkti á Norðurlöndum á komandi áram, það væri besta tryggingin fyrir friði og jafnvægi. Þá var hann spurð- ur, hvemig þessi skoðun hans kæmi heim og saman við hugmyndir um kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndunum og hvort hann væri ekki að útiloka breytingu í þá átt. Var svarið jákvætt og almennt má segja, að umræður um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndunum fari ekki fram hjá þeim, sem ræða um raun- veralegt öryggi þjóðanna og framlag þeirra til heimsfriðar. Er það helst í Dan- mörku þar sem þessa margþvældu hug- mynd ber á góma í stjómmálaumræðum en annars er hún til meðferðar hjá sér- stakri norrænni embættismannanefnd. Stórveldin SAMUELP. HUNT- ington prófessor við Harvard-háskóla flutti framsögu- ræðu um stöðu Bandaríkjanna. Hann sagði að ekki væri unnt að segja annað, en að- stæður væru ákaflega góðar fyrir Banda- ríkin, mætti jafnvel tala um gullöld þeirra. Þar væri hagvöxtur, atvinnuleysi minnk- andi og verðbólga væri lítil. Eftir áföll og niðurlægingu vegna styijaldarinnar í Víet- nam hefðu Bandaríkjamenn reynt krafta sína á Persaflóa, í Líbýu og á Grenada og bandaríski heraflinn hefði sannað að ástæða væri til að sýna honum tilhlýðilega virðingu. Sambúðin við Sovétríkin færi batnandi. Kalda stríðinu væri lokið og Vesturlönd hefðu unnið það. Nú væri talað um að koma ætti fram við Sovétríkin eins og hvert annað stórveldi. Það hefðu orðið þáttaskil í forsetatíð Ronalds Reagans, sem hefði tekið við mjög slæmu búi. Á hinn bóginn hefði George Bush tekið við góðu búi af Reagan og þess vegna væri ekki óeðlilegt, að hann fylgdi þeirri megin- stefnu að halda i horfinu og koma á umbót- um þar sem þeirra væri þörf. Huntington sagði að neikvæðir straum- ar væra undir hinu bjarta yfirborði. Glasn- ost væri aðeins ein hliðin á því sem væri að gerast hjá Míkhaíl Gorbatsjov. Sovéski leiðtoginn hefði sýnt meiri valdafíkn en forverar hans og sölsað undir sig meiri völd á skemmri tíma en þeir Stalín, Khrústsjov og Brezhnev. Enn væri stórt bil milli orða og athafna í Sovétríkjunum. Huntington gagnrýndi samninginn um upprætingu meðaldrægu kjarnorkuflaug- anna (INF-samninginn) og sagði, að hann hefði komið þeirri röngu hugmynd að hjá fólki, að tillögur um útrýmingu kjamorku- vopna væra raunhæfar. Sagði hann að ýmsir teldu samninginn eitt mesta slysið í samskiptasögu Vesturlanda við Sovétrík- in. Hættan á „þriðju núll-lausninni“ væri fyrir hendi og Atlantshafsbandalagið hefði ekki mótað neina varanlega stefnu í því máli. Þá bæri að líta til þess, að í þriðja heiminum væra að rísa upp ríki með tölu- verðan hemaðarmátt svo sem eins og Ind- land. Indveijar væra farnir að haga sér eins og svæðisbundið stórveldi og sendu hermenn til Sri Lanka, Maldive-eyja, beittu Nepal efnahagsþvingunum og skiptu sér af málum Bangladesh. Kínveijar kynnu einnig að fara að sýna öðram þjóðum krafta sína. Bandaríkjamönnum hefði mistekist að leysa svæðisbundin vandamál svo sem í Mið-Ameríku en hins vegar hefðu þeir stöðu heimsveldis með stuðningi sínum við þjóðir með svipaða stjórnarhætti og við- horf. Efnahagsleg samkeppni við Japani ylli Bandaríkjamönnum töluverðum kvíða og myndi hún halda áfram. Kalda stríðið héldi áfram en í annarri mynd, í stað skýrra lína kæmu þokukenndir drættir. Samkeppni Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna væri ekki lokið en hún yrði með öðr- um hætti, þegar ríki skiptust ekki í jafn fastmótaða hópa og áður. „Flókin sam- keppni" kæmi þannig í stað „kalda stríðsins" í samskiptum ríkja. Christopher Coker prófessor við London School of Economics hafði framsögu um stöðuna í Sovétríkjunum. Hann sagði að Sovétmenn myndu halda áfram að skil- greina öryggi sitt með öðram hætti en vestrænar þjóðir. Þeir myndu leitast við að ná slíkum yfirburðum gagnvart and- stæðingum sínum, að þeir þyrftu ekki að óttast þá. Stefna Gorbatsjovs kallaði yfir hann hættu. Að því kæmi að hann stæði frammi fyrir því að bjarga kerfinu en ekki leggja það niður. Hann kynni að neyðast til að blása nýju lífi í miðstjórnina og áætlanagerðina. Gorbatsjov væri úr sömu röðum og fyrir- rennarar hans, hann beitti glasnost gegn andstæðingum sínum \ og safnaði meira valdi á eigin hendur en nokkur forveri hans. Sovéska valdastéttin myndi leggja allt í sölumar fyrir völdin án tillits til al- menningsálitsins. Til svipaðra atburða kynni að koma í Sovétríkjunum og orðið hefðu nýlega á Torgi hins himneska friðar í Peking. Eftirminnilegustu lýsinguna á því sem er að gerast í Sovétríkjunum gaf Finni sem hefur dvalist þar undanfarna mánuði. Hann sagði að sovéskur almenningur væri farinn að tala um Gorbatsjov með sömu kuldalegu fyrirlitningu og hæðni og for- vera hans. Gorbatsjov væri aðeins vinsæll í löndum, þar sem hann stjórnaði ekki. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 1. júlí Ef við hefðum ekki glasnost vissum við ekkert um perestrojku, segðu menn nú í Moskvu, þar sem matur væri af mjög skornum skammti og mengunin svo mikil að hún væri hættuleg heilsu fólks. í nýrri ríkisstjórn Sovétríkjanna ætti bæði að vera ráðherra perestrojku og ráðherra hörm- unga og hamfara (katastrófa), spurning væri, hvort verkefni þeirra ragluðust ekki. Evrópuríkin CHRISTOPH Bertram blaðamað- ur hjá Die Zeit í Vestur-Þýskalandi flutti erindi um þróunina í Vestur-Evrópu og Evrópubandalaginu. Hann byggði af- stöðu sína til Sovétríkjanna á þeirri megin- forsendu, að þau gætu orðið eins og venju- legt stórveldi en þó ekki „eitt af okkur“. Það yrðu skil á milli ríkja Austur- og Vestur-Evrópu, 'ekki endilega vegna hug- myndafræði heldur vegna lífskjara og þeirrar staðreyndar, að Austur-Evrópurík- in yrðu áfram innan áhrifasvæðis Sov- étríkjanna. Ríkin í Austur-Evrópu myndu verða á eftir efnahagslega. Það ætti að stefna að efnahagslegum stöðugleika í samskiptum austurs og vesturs og ef til vill ættu vestræn ríki að taka að sér að kenna stjómvöldum fyrir austan, hvernig þau ættu að bregðast við uppþotum al- mennings. Þýskalandi yrði áfram skipt og hug- myndin um endursameiningu myndi setja minnkandi svip á stjórnmál í Vestur- Þýskalandi með kynslóðaskiptum í stjóm- málum. Vestur-Þjóðveijar væru eftir 40 ár að eignast eigin þjóðareinkenni, þeir mynduðu ekki aðeins sérstakt ríki heldur einnig sérstaka þjóð. Bandaríkjamenn yrðu áfram með herafla í Vestur-Þýskalandi. Kjamorkuvopn hyrfu ekki þaðan og fæl- ingarkenningin yrði áfram við lýði. Rammi samstarfsins í Evrópu yrði hinn sami en samstarfið yrði að taka mið af nýjum aðstæðum. Hemaðarmáttur hefði ekki sama gildi og áður. Þungamiðja sam- starfs Evrópu og Bandaríkjanna kynni að færast út fyrir Atlantshafsbandalagið og ná til mengunarmála, heilbrigðismála og slíkra málaflokka í ríkari mæli. Evrópu- bandalagið yrði mikilvægara en áður og breyttist. Efnahagsráðstafanir leiddu ekki sjálfkrafa til pólitísks samstarfs, um það yrði að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Aukin samvinna á viðskipta- og efnahagssviðinu hefði í för með sér aukið gildi þjóðlegra stofnana og ýtti undir þjóðareinkenni ríkja, einstaklingar og fyrirtæki myndu leita til eigin ríkisstjóma ef þeir teldu hagsmunum sínum ógnað á hinum sameiginlega vett- vangi. Taldi Bertram að ríki Evrópubandalags- ins ættu að leggja meiri áherslu á pólitískt samstarf og þess vegna væri ekki áhugi hjá þeim á því að fá hlutlaus ríki eins og Svíþjóð, Finnland og Austurríki í hópinn. Smátt og smátt ætti einnig að efla evr- ópskt vamarsamstarf og búa sig undir að hlutdeild Bandaríkjanna í vömum Evrópu minnkaði. í ræðu Anders C. Sjaastads þingmanns í Noregi og fyrram varnarmálaráðherra kom fram að fækkaði bandarískum her- mönnum veralega í Evrópu kynni hernað- arsamstarf Frakka og Vestur-Þjóðveija að aukast enn frekar og Bretar kynnu að hafa meiri áhuga en nú á því að styrkja Evrópustoð Atlantshafsbandalagsins. Dr. Ingemar Dörfer sagði að Vestur-Þjóðveij- ar kynnu sjálfir að eignast kjarnorkuvopn. Hann taldi að mikilvægi siglingaleiðanna yfir Atlantshaf myndi minnka ef banda- rískum hermönnum í Evrópu yrði fækkað, þar sem áherslan yrði lögð á að fá banda- rískan flugher og flota til aðstoðar á hættutímum, landhersveitirnar yrðu lagðar niður. Sjaastad taldi hins vegar að Sovét- menn myndu auka flotaumsvif til að geta traflað siglingar yfir Atlantshaf, ef fækkað yrði í venjulegum herafla Bandaríkja- manna, vildu Sovétmenn geta truflað liðs- flutninga á hættutímum. Aðild að Evrópubandalaginu er ofarlega í huga Norðmanna en með öryggishags- muni sína í huga vilja þeir ekki að slík aðild spilli samvinnu þeirra í varnarmálum við Bandaríkjamenn. Var á það bent af íslenskum ræðumanni, að frá sjónarhóli íslendinga ættu ekki að vera nein vand- kvæði á því að eiga samstarf við Banda- ríkjamenn í vamarmálum og vera þátttak- andi í evrópsku samstarfi. Skýrir straumar UNDIR LOK RAÐ- stefnunnar stóð einn fundarmanna úr röðum Norð- manna upp og lýsti þeirri skoðun sinni, að hugtakið sjálfstæði í umræðum um ríki og stöðu þeirra væri orðið úrelt. Hver þjóð væri annarri háð og ef menn vildu ekki kasta hugtakinu sjálfstæði fyrir róða yrðu þeir að endurskilgreina það. Fyrir nokkra var vakin athygli á því hér í Reykjavíkur- bréfi að breska vikuritið Economist teldi hugtakið „efnahagslegt sjálfstæði“ úrelt. Umræður á þessum nótum eru fjarlægar okkur íslendingum og er skemmst að minnast þess, að í ræðu sinni á 17. júní lagði Steingrímur Hermannsson áherslu á. efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Norðurlandaþjóðirnar era í útjaðri þegar rætt er um breytingar og stóra strauma í Evrópu. Þær eiga hins vegar allt undir því að einangrast ekki frá því sem er að gerast í stjórnmálum Vestur-Evrópu og þurfa að halda þannig á málum, að Sov- étríkin komist ekki í þá aðstöðu að geta hlutast til um öryggismál þeirra. Vegna ótta um slíka íhlutun vilja Norðmenn að farið verði ákaflega varlega í umræðum og athugunum á öllu er varðar afvopnun á höfunum. Þeir eiga allt undir því að fá liðsauka sjóleiðis. Johan Jörgen Holst varn- armálaráðherra Noregs verður sífellt gagnrýnni í ræðum sínum á afvopnun á höfunum og sér æ meiri vankanta á að takmarka þar vígbúnað. Anders C. Sjaa- stad flutti einnig varnaðarorð um þetta efni. Dragi Bandaríkjamenn úr herafla sínum í Evrópu á hlutur Vestur-Þjóðveija eftir að aukast. Þeir era nú þegar ríkasta þjóð- in innan Evrópubandalagsins og styrkist hemaðarmáttur þeirra enn frekar og eign- ist þeir kjarnorkuvopn verða þeir jafnframt öflugasta ríkið í bandalaginu. Á ráðstefn- unni í Ósló beindist athygli allra einkum að því sem er að gerast í Vestur-Þýska- landi, þegar rætt var um Vestur-Evrópu. Þýskir ræðumenn töldu ástæðulaust að óttast að land þeirra myndi taka upp hlut- leysisstefnu. Á hinn bóginn er ljóst að Þjóðveijar ætla sér sérstakt hlutverk við að skapa nýjar aðstæður í samskiptum austurs og vesturs í Evrópu, þeir geta þannig einnig tekið pólitískt framkvæði á þessu viðkvæma sviði. Óvissan er mest um það hvað gerist í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Finnar töluðu á þann veg eins og kraftaverk væri að gerast í Eystrasaltslöndunum og ekki síst Eistlandi, þar sem kúguð og marghijáð þjóð, sem ætlunin var að gera að engu, hefur risið upp af ótrúlegum þrótti. Ástandið og lífskjör í Sovétríkjunum era hins vegar hörmuleg og Gorbatsjov á undir högg að sækja hvað sem líður þeirri birtu sem umlykur hann á Vesturlöndum. Sovétríkin era enn sem fyrr stórveldi vegna hernaðarmáttarins, sem þau ráða yfir. Það er fráleitt að ætla að Gorbatsjov kippi þeirri stoð undan veldi sínu, þótt hann verði að skera niður á sumum sviðum til að halda styrk á öðrum, svo sem til geim- hemaðar og kjarnorkustríðs. Nýjar víddir hafa opnast og era að opn- ast á vettvangi alþjóðastjórnmála. Þjóðir sem halda að sér höndum kunna einfald- lega að dragast aftur úr og einangrast. Gleggsta dæmið um innhverft ríki i Evr- ópu samtímans er Rúmenía, sem sætir nú gagnrýni allra. Þar er meira að segja svo komið, að settar era upp víggirðingar til að fólk flýi ekki til Sovétríkjanna! Morgunblaðið/Einar Falur „Norðurlanda- þjóðirnar eru í útjaðri þegar rætt er ura breytingar og stóra strauma í Evrópu. Þær eiga hins vegar allt undir því að einangrast ekki fráþví sem erað gerast í stjórn- málum Vestur- Evrópu og þurfa að halda þannig á málum, að Sov- étríkin komist ekki í þá aðstöðu að geta hlutast til um öryggismál þeirra. Vegna ótta um slíka íhlutun vilja Norðmenn að far- ið verði ákaflega varlega í umræð- um og athugunum áöllu ervarðar afvopnun á höfun- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.