Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 15 snýst ekki um að eiga eða reka göngin. Á því hafa þessi fyrirtæki ekki minnsta áhuga. Áhuginn snýst um að koma málinu fram. Norðmenn og raunar fleiri hafa í vaxandi mæli farið inn á þær brautir að láta samgöngumannvirki af þessu tagi standa undir sér með veggjaldi. Þetta hefur gefið góða raun þar. Hví skyldi hið sama ekki eiga við hér? samgöngumálum sem kostur er á hér á landi. Göng mundu ekki að- eins valda byltingu fyrir Akranes- svæðið, heldur líka fyrir höfuð- borgarsvæðið og ekki aðeins fyrir þá sem búa á Vesturlandi heldur fyrir okkur öll sem byggjum þetta land. Og þess vegna eigum við að ráðast í þessa framkvæmd og það fyrr en seinna. Dauflegar undirtektir Steingríms „Víst getur Hvalfjörðurinn veriö viðsjáll og þar getur verið veöravíti með ólíkindum. En erfitt á ég með að hugsa mér fallegri leið en að aka fyrir Hvalfjörð í blæjalogni á bjartri sumarnóttu. Það er engu líkt. Fjöllin sýna á sér nýjar hliðar I hverri ferð, leikur Ijóss og skugga kallar fram nýjar myndir, nýtt landslag. En á vetrum getur hann sannarlega sýnt á sér aðra hlið þegar særinn rýkur upp í miðjar hlíðar við Hvammsvíkina og strokur standa af fjöllum og skekja farkostinn.“ Málið hefur þegar verið kannað allítarlega. Rúmlega fimm kíló- metra löng jarðgöng, eru talin munu kosta um 2.300 milljónir króna. Heyrt hef ég því þó haldið fram að sú tala muni rífleg. Vex mönnum þetta í augum? Víst er þetta verulegt fjármagn, en þegar tekið er tillit til þess að Borgarfjarð- arbrúin reiknuð til verðlags í dag mundi kosta 1.600 milljónir, þá er þetta í rauninni hreint ekki svo mikið. Sú samgöngubót sem slík göng mundu vera verður vart til fjár metin, en löngu er ljóst að þetta er langarðbærasta framkvæmd í J. Sigfússonar samgönguráðherra við þetta mál í fjölmiðlum að und- anförnu hafa valdið mér vonbrigð- um. En af því að ég veit að Steingrímur er heldur skynugur maður, þá er ég sannfærður um að afstaða hans á eftir að breytast ekki síst, þegar hann kynnist því hve gífurlegur áhugi er á málinu hjá Vestlendingum. Þetta er nefni- lega gott mál, og það er hægt að hrinda því í framkvæmd án þess að það komi niður á öðrum vega- framkvæmdum í landinu. Þess vegna ber að gera þetta og gera það fljótt. MáMlþ í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI KVENNADEILD REYKJAVÍKURD. RAUÐA KROSS ÍSLANDS Sumarferðin Farið frá Umferðarmiðstöðinni þriðjudaginn 4. júlí kl. 13.30. Útvarpshúsið skoðað: Leiðsögn Pétur Pétursson, þulur. Siglt í Viðey um kl. 16.30 (takið nesti með). Frásögn um Viðey: Sr. Þórir Stephensen. Kvöldverður í Viðeyjarstofu. Tilkynnið þátttöku í síma 28222. Nefndin. ORLOFSHÚS Á SPÁNI Viltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu lúxus- umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufeg- urðin er hvað mest á Spáni? VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,- AFBORGUNARKJÖR. Á og við LAS MIMOSAS er öll hugsanleg þjónusta sem opin er alla daga, m.a. veitingastaðir, diskótek og 18 holu golfvöllur. SÉRSTAKUR KYNNINGARFUNDUR með myndbandasýningu á Laugavegi 18, í dag sunnudaginn 2. júli frá kl. 13.00-17.00. Kynnisferð tii Spánar 22. júlí. ORLOFSHÚS SF., Laugavegi 18, 101 Reykjavík, símar 91-17045 og 15945. Þetta er auglýsing frá Gk Mæðrabúðinni u útsala afsláttur Sjáumst Bankastræti 4, sími 12505

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.