Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 22
822
MORGUNBLAÐID ATVIAINA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUP
2. JULI 1989
ATVIN N U A UGL YSINGAR
Sölumaður
- framtíðarstarf
Traust heildverslun óskar eftir að ráða dug-
legan og samviskusaman sölumann sem
getur starfað sjálfstætt.
í boði eru góð laun fyrir réttan aðila.
Umsóknir sem greini aldur, menntun og
starfsreynslu óskast sendar auglýsingadeild
Mbl. merktar: „B - 8309“ fyrir miðvikudaginn
5. júní.
FftÐGjOF OG FíAÐNINGAR
Rannsóknastyrkur
íJapan
Fyrir hönd Matsumae International Found-
ation í Tokyo, Japan, auglýsir Ábendi hér
með náms- eða rannsóknastyrk í Japan fyrir
árið 1990. Um er að ræða 3ja-6 mánaða
dvalarstyrk auk ferða-, rannsókna-, og náms-
kostnaðar. Umsækjendur geta sjálfir valið
skóla, rannnóknastofu eða fyrirtæki, sem
þeir vilja nema eða starfa við.
Skilyrði eru að umsækjandi:
1. Sé langt kominn eða hafi lokið doktorsnámi.
2. Sé ekki eldri en 40 ára.
3. Hafi gott vald á ensku.
4. Hafi ekki komið til Japans áður.
Þeir, sem hafa áhuga, þurfa að leggja fram
upplýsingar um nám og rannsóknastörf fyrir
17. júlí 1989.
Upplýsingar veitir Einar Páll Svavarsson
hjá ráðningarþjónustu Ábendis.
Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099.
Opið frá kl. 9-15.
LANDSPITALINN
Hjúkrunarfræðingar
Starfsþjálfun
Haustið 1989 hefst starfsþjálfun fyrir ný-
ráðna hjúkrunarfræðinga á nokkrum bráða-
deildum Landspítalans.
Þátttakendur verða aðallega af gjörgæslu-
deild, bráðamóttöku, vökudeild, brjósthols-
skurðdeild (11-G) og hjartadeild (14-E).
Námskeiðið hefst í byrjun október og mun
standa í 12 vikur.
Fyrirlestrar miðast fyrst og fremst við störf
á Landspítalanum og byggja ofan á grunn,-
þekkingu. Hjúkrunarleiðbeinendur starfa á
hverri sjúkradeild og hafa fengið námskeið
í leiðsögn nemenda. Þeir munu skipuleggja
aðlögun og verklega leiðsögn á deildunum.
Umsjón með námskeiðinu hefur Lovísa Bald-
ursdóttir, lektor og hjúkrunarframkvæmda-
stjóri.
Umsóknir um störf á þessum sjúkradeildum
skilist á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, en þar
fer jafnframt fram skráning á námskeiðið,
sími 601300.
Reykjavík, 2. júlí 1989.
RIKISSPITALAR
Deildarstjóri
námsbóka
Óskum að ráða deildarstjóra námsbóka.
Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og
reynslu af kennslustörfum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og starfsreynslu sendist til skrifstofu okkar,
Austurstræti 18, merktar: „Starfsmannamál"
fyrir 8. júlí.
Almenna bókaféiagið,
Bókaversiun Sigfúsar Eymundssonar.
Sálfræðingur óskast
Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra, ráð-
gjafa- og sálfræðideild, óskar eftir sálfræð-
ingi til starfa frá 1. september nk.
Nánari upplýsingar um starfið veita fræðslu-
stjóri, Trausti Þorsteinsson, og fórstöðumaður
sálfræðideildar, Már V. Magnússon.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist fræðslustjóra fyrir 15. júlí nk.
Sérkennari
Stöður sérkennara við starfsdeildirnar í
Löngumýri 9 og 15 eru lausartil umsóknar.
Upplýsingar veitir Trausti Þorsteinsson
fræðslustjóri, í síma 96-24655.
Sérhæft
afgreiðslustarf
Stórt vélainnflutningsfyrirtæki vill ráða nú
þegar lipran og snaggaralegan afgreiðslu-
mann til starfa.
Starfssviðið er við sölu og afgreiðslu á ýms-
um véla- og tækjabúnaði í verslun fyrirtækisins.
Leitað er að einstaklingi sem hefur góða og
örugga framkomu, hafi komið nálægt sölu-
störfum og beri eitthvað skynbragð á vélar
og tæki.
í boði er starf hjá rótgrónu og traustu fyrir-
tæki.
Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýsing-
um um starf þetta eru veittar á skrifstofu
okkar í Hafnarstræti 20, 4. hæð.
Teitur Iárusson
STARFSMANNA ráðningarþjónusta, launaútreikningar.
ÞJÓNUSTA NÁMSKEIDAHALD. RÁÐGJÖF.
hf. HAFNARSTRÆTI 20. VIÐ LÆKJARTORG. 101 REYKJAVÍK
SÍMi 624550.
fBl BORGARSPÍTALINN
Lausar Stðdur
Uppeldisfulltrúar
Meðferðarheimilið v/Kleifarveg óskar eftir
uppeldisfulltrúum til starfa. Æskilegt er að
umsækjendur hafi menntun eða starfs-
reynslu á uppeldissviði (þroskaþjálfar, fóstrur
eða kennarar).
Upplýsingar í síma 82615.
Hjúkrunarfræðingur
Á öldrunardeild Borgarspítalans B-álmu er
laus staða hjúkrunarfræðings á næturvakt-
ir. Vinnutími frá kl. 23.00-08.30. Vinni hjúkr-
unarfræðingur 60% eða meira á næturvökt-
um greiðast deildarstjóralaun. Jafnframt rað-
ast hjúkrunarfræðingar starfandi á öldrunar-
deildum einum launaflokki ofar en ella.
Upplýsingar gefur Anna Birna Jensdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696358
og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, starfsmannaþjónustu, í síma 696356.
Sjúkraþjálfarar
Akureyri er fallegur og forvitnilegur staður.
Þar er endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar.
Okkur vantar sjúkraþjálfara til starfa.
í boði er íbúðarhúsnæði, frábær starfsaðstaða
og nýstárleg vinnutilhögun.
Vakni áhugi eða forvitni, þá hafðu samband
við framkvæmdastjóra í síma 96-26888.
Deildarstjóri
innflutningsdeildar
Stórt fyrirtæki í Reykjavík hefur beðið okkur
að auglýsa eftir starfsmanni í stöðu deildar-
stjóra innflutningsdeildar.
Starfssvið: Umsjón með innflutningi fyrirtæk-
isins, sölumálum, birgðahaldi, dreifingu,
starfsmannahaldi, ásamt ýmsum öðrum
þáttum er tengjast starfinu.
Leitað er að einstaklingi, sem hefur við-
skiptafræðimenntun eða aðra sambærilega
menntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi
einhverja þekkingu á matvörum, reynslu af
innflutningi, ásamt því að hafa vilja og metn-'
að til þess að leggja töluvert á sig til þess
að ná árangri í starfi.
í boði er skemmtilegt og krefjandi starf hjá
rótgrónu fyrirtæki, góð laun ásamt góðri
vinnuaðstöðu.
Starfið er laust nú þegar eða eftir nánari
samkomulagi.
Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýsing-
um um starf þetta eru veittar á skrifstofu
okkar í Hafnarstræti 20, 4. hæð.
Teitur Lárusson ___
STARFSMANNA ráðningarþjónusta. launaútreikníngar.
I>JÓNUSTA NÁMSKEIDAHALD. RÁDGJÓI
hf. HAFNARSTRÆTI 20. VIÐ LÆKJARTORG. 101 REYKJAVÍK
SÍMI 624550
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður við framhaldsskóia
Að Menntaskólanum á Akureyri vantar
kennara í íslensku og stærðfræði.
Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði er laus
til umsóknar staða aðstoðarskólameistara
og 2h staða í íþróttum.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. júlí.
Nám á framhaldsskólastigi
skólaárið 1989-90
Á vegum menntamálaráðuneytisins er fyrir-
huguð kennsla á framhaldsskólastigi fyrir
nemendur, sem hafa þörf fyrir sérkennslu.
Námið fer aðallega fram í formi námskeiða,
sem haldin verða á ýmsum stöðum í
Reykjavík og Reykjanesumdæmi.
Helstu kennslugreinar eru:
Heimilisfræði
Lestur
Leikræn tjáning
Líkamsþjálfun
Mál og tjáning
Mynd- og handmennt
Samfélagsfræði
Skrift
Stærðfræði
Tónlist
Upplýsingar um fyrirkomulag námsins verða
veittar í framhaldsskóladeild menntamála-
ráðuneytisins kl. 11.00-19.00 3. og 4. júlí
nk. í síma 26866.
Menntamálaráðuneytið.