Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 16
16
MORGU.NiBLAÐrtr ;S(>NXODAGUR a .JÚLÍ 119891/
LÝÐRÆÐISKONUNGURINN
PRINSINN SEM FRANCO
GERÐIAÐ EFTIRMANNI
EN VARÐ KONUNGUR
ALLRA SPÁNVERJA
eftir Guðm. Halldórsson
ÞEGAR JÓHANN KARL tók við konungdómi á Spáni eftir
fráfall Francisco Francos einræðisherra, fyrir 14 árum,
bjuggust fáir við að hann yrði lengi við völd. Flestir spáðu
því að hann mundi fljótlega stökkva úr landi eins og
Konstantín, fyrrum Grikkjakonungur, sem er mágur hans.
En hinn nýi konungur sýndi frá upphafi að hann hafði
pólitísk hyggindi til að bera og þeir sem gerðu lítið úr
honum höfðu rangt fyrir sér.
ótt Jóhann Karl hefði
verið- skjólstæðingur
Francos beitti hann sér
fyrir því að lýðræði yrði
komið á hið fyrsta þrátt
fyrir andstöðu harðra stuðnings-
manna hins látna einræðisherra.
Hann valdi tiltölulega lítt kunnan
en farsælan stjórnmálamann,
Adolfo Suarez, í embætti forsætis-
ráðherra og ný stjómarskrá var
samþykkt. Lýðræði komst á og
þegar uppreisnarmenn í heraflanum
reyndu að kollvarpa því braut kon-
ungurinn byltingartilraun þeirra á
bak'aftur nánast einn síns iiðs.
Þannig hefur Jóhann Karl, sem
er væntanlegur til íslands á mið-
vikudaginn, leitt Spánverja frá ein-
ræði til lýðræðis, endurreist kon-
ungdæmið, sem þjóðin hafði fengið
sig fullsadda á, og gert sig að vemd-
ara hinnar nýju stjórnskipunar á
Spáni. Sumum finnst nóg um hve
háð hið nýja lýðræði er konunginum
og hvemig lýðveldissinnar hafa
snúizt síðan í borgarastríðinu
1936-1939, en aðrir telja að hann
hafi unnið eitt mesta stjórnmálaaf-
rek í sögu Evrópu eftir heimsstyij-
öldina. „Við emm allir konungs-
sinnar núna,“ sagði áhrifamikill
lögfræðingur í Madrid fyrir nokkr-
um ámm. „Enginn er lýðveldissinni
lengur.“
Vinsæll
Um leið hefur konungurinn feng-
ið orð fyrir að vera vingjamlegur,
glaðlegur, einlægur og alþýðlegur
þjóðhöfðingi. Hann nýtur hylli með-
al allra þjóðfélagshópa og í flestum
héruðum Spánar og er ólíkur fyrri
konungum Búrbon-ættarinnar, sem
vom alvömgefnir og sorgmæddir
eftir myndum að dæma, þótt ættin
hafi yfirleitt verið vinsæl. Almenn-
ingur virðist telja að núverandi kon-
ungur veiti honum vemd gegn erf-
iðum tímum.
Skoðanakannanir hafa lengi sýnt
að konungurinn er vinsælasti maður
Spánar og kona hans, Soffía drottn-
ing, er ugglaust vinsælasta konart.
Hún er systir Konstantíns fyrmm
Grikklandskonungs og hæglátari
og innhverfari en maður hennar.
Elzta barn konungshjónanna,
Elena, hefur kennaramenntun og
það næstelzta, Cristina, lærði
stjómvísindi í háskólanum í Madrid.
Ríkisarfinn, Filippus (Felipe) prins,
sem er 21 árs, hefur herskóla-
menntun. Sagt er hann sé skynsam-
ur og taki framtiðárhlutverk stt
alvarlega.
Jóhann Karl konungur er 51 árs
gamall en lítur út fyrir að vera
yngri. Hann er góður íþróttamaður.
Hann siglir oft á snekkju sinni í