Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 13
13
MORQUNBLAEjlS SUNNUqAGQR 2.,jýl4 1^9
Breska leyniþjónustan bjargaði
lífi Josips heitins Titos, forseta
Júgóslavíu, að minnsta kosti í
tvígang með því að vara hann
við banatilræðum Sovétmanna.
Kom þetta nýlega fram í blaða-
viðtali við júgóslavneskan emb-
ættismann, sem nú er kominn
á eftirlaun.
*
Iviðtali við dagblaðið Politika í
Belgrað sagði Zivorad Miha-
ilovic, að aðstoðarhermálafulltrúi
sovéska sendiráðsins í borginni
hefði ætlað að ráða Tito af dögum
árið 1951, þremur árum eftir að
júgóslavneski leiðtoginn hafði los-
að sig úr faðmlaginu við Stalín.
Hugðist hann myrða Tito í veislu
í veiðihúsi hans skammt frá Belgr-
að. Leyniþjónusta Winstons
Churchills varaði hins vegar Tito
við og hann mætti seinna í veisl-
una en búist hafði verið við.
Yfirmaður júgóslavnesku leyni-
þjónustunnar á þessum tíma,
Alexander Rankovic, handtók sov-
éska sendimanninn og fannst þá
sjálfvirk skammbyssa í skjalatös-
kunni hans. Sendimanninum var
skilað í sovéska sendráðið og hann
síðan sendur beint til Moskvu.
Ári síðar var sovéskur leyni-
þjónustuforingi ákærður fyrir að
reyna að myrða Tito í þinghúsinu
og það kemur líka fram í viðtalinu
við Mihailovic, að eftir dauða
Stalíns 1953 hafi sovéskur njósn-
ari, sem Júgóslavarnir vissu vel
af og fylgdust með, flúið yfir til
þeirra og búið lengi í landinu und-
ir öðru nafni.
Breska leyniþjónustan kom
líklega ekki nærri þessum síðast-
nefndu atburðum en áður, eða
árið 1948, varaði hún Tito við
því, að Rússar hygðust nota kaf-
bát til að sökkva snekkjunni hans
í Kocor-flóa á Adríahafsströnd-
inni. Þegar Tito fór síðan í sína
fyrstu opinberu heimsókn til Bret-
lands snemma á sjöunda áratugn-
um fór hann á snekkjunni sinni,
Galeb, 5.600 tonna skipi, og þá
fylgdi henni fjöldi tundurspilla og
b'irgðaskipa.
Tilefni viðtalsins í Politika er
væntanleg bók eftir Mihailovic um
öl! banatilræðin við Tito. Voru þau
aó minnsta kosti tólf. í fyrsta sinn
árið 1944 þegar útsendarar Ge-
JWtfpw*
M&Mífr
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
TITO — Sovétmenn hugsuðu honum þegjandi þörfina.
„Sögueyjan í suðri" hefur slegið í gegn.
Bókaðu strax,
ef þú ætlar að komast með.
Bretar vöruðu Tito
við tilræðismönnum
étmanna þegar hann hafði lesið
um nýja bók eftir sovéska andófs-
manninn og sagnfræðinginn Roy
Medvedev en í henni er getið
óbirts bréfs, sem fannst á skrif--
borði Stalíns að honum látnum.
Bréfið var frá Tito til Stalíns
og þar stóð þetta: „Að undanförnu
hefur þú verið að gera út menn
til að myrða mig en við höfum
náð þeim öllum. Ef þú losar þig
ekki við þennan kæk skal ég senda
þér einn minna manna og það
veit trúa mín, að það verður ekki
þörf á öðrum.“
J Eitt símtal og þú getur bókað J
------góða ferð!--
91-62 40 40
FERDASKRIFSTOFAN
Suðurgötu 7
S.624040
stapo reyndu að ná lífi hans og
það síðasta aðeins nokkrum mán-
uðum fyrir andlát hans 1979. Þá
voru þar að verki albanskir hat-
ursmenn hans í Kosovo.
Að hinum banatilræðunum
stóðu meðal annars sovéskir leyni-
þjónustumenn, júgóslavneskir
flóttamenn og önnur óskilgreind
samtök en ekki er á það minnst,
að vestrænar leyniþjónustur hafi
reynt að flýta för Titos yfir í ann-
an heim.
Mihailovic segist hafa ákveðið
að segja frá morðsamsærum Sov-
Kýpur er „sögueyjan í suðri",
oft nefnd paradís ferðamanns-
ins. Á Kýpur er besta loftslagið
við Miðjarðarhafið, gestrisni
íbúanna er engu lík, náttúru-
fegurðin er einstök og við hvert
fótmál eru fornar minjar og
menning sem á sér enga líka.
Á Kýpur getur þú notið lífsins
í sól og sjó. Par er úrval góðra
hótela og íbúða, ágætis bað-
strendur, mikill fjöldi veitinga-
staða, vínkjallara, verslana og
markaða og að sjálfsögðu nætur-
líf af bestu gerð.
Verðlag á Kýpur er sérlega hag-
stætt fyrir íslendinga. Sem dæmi
má nefna: Bílaleigubíll 1.700 kr.
á dag, kvöldverður fyrir 2 með
öllu 950 kr., ítalskir leðurskór
1.990 kr.
Ottó Jónsson fararstjóri Sögu
á Kýpur er líklega einn besti far-
arstjóri allra tíma. Hann leiðir
farþega okkar á vit 9.000 ára
gamallar menningar sem er vel
þess virði að kynnast nánar.
Frá Kýpur er stutt til ísrael og
Egyptalands. Kaíró og Jerúsal-
em eru engu öðru lík og þangað
bjóðast ódýrar 2-4 daga ferðir
með flugi eða skipi.
Við bjóðum brottlanr a manu-
dögum um Amsterdam og er þá
gisting í eina nótt á útleið innifalin
í verði, eða á fimmtudögum um
Luxembourg með beinu fram-
haldsflugi til Kýpur. Einnig eru
möguleikar á stórborgarstoppi í
London og er þá gisting í eina
nótt á útleið eða heimleið inni-
falin.
Nú eru aðeins örfá sæti laus í
júlí og ágúst.
essemm/síA