Morgunblaðið - 26.09.1989, Qupperneq 2
2
MORGUNBI-A'ÐIÐ MUÐJUDAGUR 26. SEFlT.MBKR 1989
Stj órnarformaður Hafskips leggur
fram ítarlega skýrslu:
Hörð gagnrýni á
alla þætti rann-
sóknarinnar
HAFSKIPS- og Útvegsbanka-
mál voru tekin fyrir í Sakadóini
Reykjavíkur í gær. Fimm af
fímmtán verjendum í málinu
kröfðust þess að upplýsinga-
skýrsla sem Ragnar Kjartans-
son fyrrum sljórnarformaður
Hafskips hefur tekið saman um
málið verði lögð fram sem
dómsskjal. í skýrslunni gagn-
rýnir Ragnar harðlega meðferð
málsins á öllum stigum. Hann
hefur gert viðamikla úttekt á
reikningsskilum fjölda
íslenskra fyrirtækja og færir
rök að því að reikningsskil
Hafskips haf! verið fullkomlega
eðlileg samkvæmt því sem
tíðkist hérlendis.
Ragnar telur að við rannsókn
hafi ekki verið farið að fyrirmæium
laga um að rannsaka jöfnum hönd-
um þau atriði sem bent gætu til
sektar og sýknu heldur hafi allt
verið lagt út á versta veg fyrir
Hafskips'mönnum.
í skýrslunni segir Ragnar að
Hafskip hafi ekki verið gjaldþrota
heldur hafi félagið verið þvingað til
gjaldþrots og að eignir þess hafi í
raun verið gefnar Eimskipafélagi
íslands, sem hafi fengið 128,9 millj-
ónir króna í hreina meðgjöf við
samning um kaup eigna úr þrota-
búi Hafskips.
Dómurinn hafnaði því að skýrsl-
an verði lögð fram með dómsskjöl-
um. Sú ákvörðunin var kærð til
Hæstaréttar. Framhald málsins
bíður nú niðurstöðu Hæstaréttar en
veijendur hafa boðað að við næstu
fyrirtöku verði lögð fram frávís-
unarkrafa.
Sjá nánar á bls. 18.
Fundur Samtaka sparigáreigenda:
Kvennalisti styður
ekki frumvarp um
skatt á vaxtatekjur
FULLTRÚAR Framsóknarflokks,
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks
og Kvennalista lýstu yfír stuðningi
við þá hugmynd, að raunvaxta-
tekjur einstaklinga yrðu skatt-
lagðar, á fundi hjá Samtökum
sparifjáreigenda á sunnudag.
Kvcnnalistinn mun þó ekki styðja
frumvarp ríkisstjórnarinnar þessa
efnis á næsta þingi.
Kjaradeila raf-
virkja og ríkisins:
Fundur boðað-
ur á morgun
FUNDUR hefur verið boðaður
með raf- og rafeindavirkjum, sem
starfa hjá ríkinu, og Samninga-
nefnd ríkins hjá ríkissáttasemjara
á morgun, miðvikudag, en á mið-
nætti hefst verkfall þeirra hafi
samningar -ekki tekist fyrir þann
tíma.
Þá hefur ríkissáttasemjari boðað
fund í dag vegna sjö flugvirkja Land-
helgisgæslunnar, en þeir hafa tvíveg-
is fellt kjarasamninga, sem gerðir
hafa verið fyrir þeirra hönd, síðast
í liðinni viku.
Þórhildur Þorleifsdóttir, þingmað-
ur Kvennalista, sagði á fundinum að
þrátt fyrir að Kvennalistinn væri í
grundvallaratriðum sammála skatt-
lagningu af þessu tagi teldi hann að
tímasetningin væri ekki rétt núna
auk þess sem flokkurinn treysti ríkis-
stjórninni ekki fyrir því að fram-
kvæma þetta mál á réttlátan hátt.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagði Sjálfstæðis-
flokkinn vera andvígan skattlagn-
ingu sparifjár og taldi óðs manns
æði að ætla að hrinda þessum hug-
myndum í framkvæmd nú.
Ólafur Nilsson, endurskoðandi,
hafði uppi verulegar efasemdir um
að raunhæft væri að ætla að hefja
skattlagningu af þessu tagi. Sagði
hann skattayfirvöld nú vera vanbúin
að framfylgja þeim skattalögum sem
í gildi væru og myndu hinar fyrir-
huguðu breytingar hafa gífurleg
áhrif á vinnuálag þeirra. Þá gæti
orðið mjög flókið að reikna út hver
væri skattstofninn, þ.e. raunvextir
umfram verðbólgu, á meðan verð-
bólga væri eins misjöfn og raun
bæri vitni. Taldi hann að ef af þess-
ari skattlagningu ætti að verða,
væri rúmur aðlögunartími nauðsyn-
legur, til dæmis fimm ár.
Sjá nánar frétt á miðopnu.
Til greinahöfunda
Aldrei hefur meira aðsent efni
borizt Morgunblaðinu en nú og
því eru það eindregin tilmæli rit-
stjóra blaðsins til þeirra, sem óska
birtingar á greinum, að þeir stytti
mál sitt mjög. Æskilegt er, að
greinar verði að jafnaði ekki lengri
en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra
hverja línu.
Þeir, sem óska birtingar á
lengri greinum, verða beðnir um
að stytta þær. Ef greinahöfundar
telja það ekki hægt, geta þeir
búizt við verulegum töfum á birt-
ingu.
Minningar- og
afinælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það ein-
dregin tilmæli ritstjóra Morgun-
bfaðsins til þeirra, sem rita minn-
ingar- og afmælisgreinar í blaðið,
að reynt verði að forðast endur-
tekningar eins og kostur er, þegar
tvær eða fleiri 'greinar eru skrifað-
ar um sama einstakling. Þá verða
aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir-í
áður birt ljóð inni í textanum.
Almennt verður ekki birtur lengri
texti en sem svarar einni blaðsíðu
eða fimm dálkum í blaðinu ásamt
mynd um hvern einstakling. Ef
meira mál berst verður það látið
bíða næsta eða næstu daga.
Ræður
Töluvert er um það, að Morgun-
blaðið sé beðið um að birta ræð-
ur, sem haldnar eru á fundum,
ráðstefnum eða öðrum manna-
mótum. Morgunblaðið mun ekki
geta orðið við slíkum óskum nema
í undantekningartilvikum.
Ritstj.
„ • Morgunblaðið/Theódór
Slatur selt í sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga. A myndinni eru: Hafdís Þórðardóttir, Heiðbjört
Asmundsdóttir og Arni Þorsteinsson í Fljótstungu.
Fimmtíu manna slátur-
máltíð á 2 þúsund krónur
SLÁTURSALA er nú hafin í
Kjötmarkaði Sambandsins á
Kirkjusandi og hefst sala slát-
urs á vegum Sláturfélags Suð-
urlands í lok vikunnar í Austur-
veri. Þá er slátursala úti á landi
víðast hvar hafin.
Verð á slátrum og innmat hefur
verið gefið fijálst. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins
munu fimm slátur í kassa hjá SS
kosta 2.490 krónur og hjá afurða-
deild Sambandsins kostar sama
magn 2.450 krónur.
„Þeir, sem taka slátur, gera
reyfarakaup fyrir utan það hve
slátur er bæði hollur og góður
matur,“ sagði Árni S. Jóhannsson,
framkvæmdastjóri búvörudeildar
Sambandsins. „Miðað við meðal-
matmenn má ætla að sláturmáltíð
fyrir 50 manns kosti aðeins um
tvö þúsund krónur sé verðið ein-
göngu tekið inn í reikninginn. Þá
er að sjálfsögðu ótalin sú vinna,
sem fer í sláturgerðina sjálfa,"
sagði Árni.
Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins:
Handhafar veiðileyfa greiði
fiskirannsóknir og eftirlit
Kostnaður vegna þessa nemur um 500 milljónum króna á þessu ári
unar fiskiðnaðarins- 67,7 og 39,4
FRIÐRIK Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til
að við framtíðarskipulag fiskveiðistjórnar hér á landi, verði hand-
höfum veiðileyfa meðal annars gert að greiða fyrir þau gjald, í hlut-
falli við hlutdeild sína, sem standi undir eftirliti með veiðum og rann-
sóknum á fiskistofnum. Miðað við fjárlög yfirstandandi árs nemur
þessi kostnaður rétt um 500 milljónum króna, sé tekið mið af áætluð-
um útgjöldum ríkisins vegna Hafrannsóknastofnunar, Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins og Veiðaeftirlitinu. Samkvæmt upplýsingum
frá hagfræðingi LÍÚ, eru tekjur fiskveiðiflotans á þessu ári áætlaðar
um 30 milljarðar króna og tap af útgerð hans alls um 700 milljónir,
Friðrik Sophusson fjallar um
framtíðarskipulag fiskveiðistjóm-
unar í grein í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir Friðrik m.a.: „Innan
Sjálfstæðisflokksins fóru nýlega
fram gagnlegar og hreinskiptar
umræður um þessi mál, þegar sjáv-
arútvegsnefnd flokksins hélt opinn
fund til að safna saman mismun-
andi ábendingum. Eftir að hafa
hlýtt á þær umræður sýnist mér
ástæða til að varpa fram eftirfar-
andi hugmyndum um framtíðar-
skipulag fiskveiðistjórnar:
1. Sérhvert fiskiskip (stærra en
6 rúmlestir) fái hlutdeild í heildar-
afla til 10 ára með árlegri endurnýj-
unarskyidu.
2. Horfið verði frá sóknarmarki.
3. Aflahlutdeildin miðist við var-
anlega kvóta skipa á árinu 1989.
4. Aflahlutdeildin verði hindrun-
arlaust framseijanleg milli aðila
árlega eða að fullu og öllu.
5. Handhafar veiðileyfa greiði i
hlutfalli við hlutdeild sínagjald, sem
standi undir fiskirannsóknum og
veiðaeftirliti.
6. Handhafar veiðileyfa fái aðild
að ákvörðunum, sem varða eftirlit
með veiðum og rannsóknir á fiski-
stofnum.
Þessar hugmyndir ber að skoða
í ljósi nýrrar gengisstefnu og fijáls-
ari gjaldeyrisviðskipta, sem ættu
að bæta afkomu útflutningsgrein-
anna.“
I fjárlögum yfirstandandi áf§ eru
útgjöld ríkisins vegna Hafrann-
sóknastofnunar áætluð 392,2 millj-
ónir króna, vegna Rannsóknastofn-
vegna veiðaeftirlitsins, samtals um
500 milljónir króna. Áætlaðar tekj-
ur botnfiskveiðiflotans á þess.u ári
eru áætlaðar 20,9 milljarðar króna,
frystitogara 5,3 og loðnuflotans
rúmlega 2 milljarðar. Heildartekjur
má því áætla nálægt 30 milljörðum
króna. Aætlað tekjutap fiskveiði-
flotans er á þessu ári um 700 millj-
ónir króna.
Sjá grein Friðriks Sophusson-
ar Fiskveiðistjórn til frambúðar
á bls. 12.
Öryrkjabandalag íslands:
Tekjur af lottói að nálg-
ast 250 milljónir króna
40 íbúðir hafa verið keyptar
GERT er ráð fyrir að tekjur
Oryrkjabandalags íslands af sölu
lottómiða verði orðnar um 250
milljónir króna um næstu ára-
mót. Að sögn Arnþórs Helgason-
ar formanns Oryrkjabandalags-
ins hafa verið keyptar tæplega
40 íbúðir lyrir fatlaða frá því
Islensk getspá hóf sölu lottó-
miða.
Öryrkjabandalag íslands á 40%
eignarhlut í íslenskri getspá, og
samkvæmt logum á hlutur þess að
renna til íbúðaframkvæmda í þágu
fatlaðra, eða til almenns reksturs
bandalagsins. Að sögn Arnþórs
hefur tilkoma íslenskrar getspár
skotið styrkum stoðum undir hús-
sjóð Öryrkjabandalagsins, en sjóð-
" úrinn héfur éinkum býggt' Ibúðir
fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa
getað haslað sér völl á almennum
lánamarkaði. „Síðan lottóið tók til
starfa hafa verið keyptar og byggð-
ar íbúðir á vegum Ói-yrkjabanda-
lagsins vítt og breitt um landið.
Hússjóðurinn hefur einnig hlaupið
undir bagga með svæðisstjórnum
um málefni fatlaðra og keypt hús-
eignir undir sambýli, sem leigðar
eru svæðisstjórnunum og þær
leigja síðan áfram. Áður en lottóið
tók til starfa hafði verið nánast
algjör stöðnun í húsnæðismálum
fatlaðra um nokkurt árabil, en
síðan hafa verið keyptar eða byggð-
ar nálægt 40 íbúðir. I ársbyijun
1986 voru um 250 manns á bið-
lista hjá Öryrkjabandalaginu vegna
húsnæðisskorts, og í dag eru ennþá
Úifi'200'manns 'á biðnstá.“....