Morgunblaðið - 26.09.1989, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989
Frystihús HPP selt á uppboði:
Slegið Fiskveiðasjóði
á 95 milljónir króna
Ibúð og skreiðargeymsla frystihúss-
ins boðnar upp í næsta mánuði
FRYSTIHÚS þrotabús Hraðfrystihús Patreksfjarðar var í gær slegið
Fiskveiðasjóði á 95 milljónir króna á þriðja og síðasta nauðungarupp-
boði. Þetta var eina boðið sem barst á uppboðinu. Að sögn Stefáns
Skarphéðinssonar sýslumanns var boðið samþykkt í réttinum og var
húsið útlagt Fiskveiðasjóði, sem átti um 114 milljóna króna kröfiir
á efstu veðréttum. Að sögn Svavars Ármannssonar hjá Fiskveiða-
sjóði hefiir sjóðurinn ekki ákveðið hvað gert verður við húsið.
Aðrir stórir kröfuhafar á upp- Landsbanki íslands, auk fjölda
boðinu vom Byggðasjóður og kröfuhafa sein tekið höfðu fjárnám
--------------------- í eigninni. Sýslumaður hafði ekki
Ol _________1 • JL handbærar tölur um heildarfjárhæð
ÖKemmair íl uppboðskrafnanna.
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Tveir lögreglubílar skemmdust þegar ölvaður ökumaður ók bíl sínum á þá. Bíll hans er einnig mikið
skemmdur.
VEÐUR
Brotist inn í LyQaverslun ríkisins:
Þjófurinn faldi sig fyr-
ir öryggisverði og slapp
Var í flórar klukkustundir í húsinu -
öryggisvörður kom þrisvar á vettvang
BROTIST var inn í Lyfjaverslun ríkisins í Reykjavík aðfaranótt föstu-
dags. Þrátt fyrir fúllkomið þjófavarnarkerfi uppgötvaðist ekki fyrr en
á fostudagsmorgun að sýnishornum af ávana- og fíknieftium hafði ver-
ið stolið af rannsóknastofu. Þjófurinn faldi sig fyrir öryggisverði Secu-
ritas, sem kom þrisvar á vettvang. Þjófúrinn hafði ekki náðst í gær,
en hluti þýfísins var fundinn.
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gaer)
13 bifreiðum
SKEMMDIR voru unnar á 13 bif-
reiðum, sem stóðu í Garðastræti
og Sólvallagötu, aðfaranótt
sunnudags.
Skemmdarvargarnir höfðu brotið
og beyglað rúðuþurrkur og loftnet
á bifreiðunum þrettán. Ekki er vitað
hveijir þarna voru á ferð.
Að sögn Stefáns Skarphéðins-
sonar er það annað helst að frétta
af málefnum þrotabúsins að íbúð
og skreiðargeymsla hraðfrystihúss-
ins verða boðnar upp í næsta mán-
uði. Þá á Stálskip hf. í Hafnarfirði
að vera búið að greiða 257,5 millj-
onir króna vegna kaupa á Sigurey
BA fýrir fyrir 11. nóvember næst-
komandi.
Ölvaður ökumaður:
Skemmdi tvo lögreglubíla
TVEIR lögreglubílar skemmdust
á laugardagskvöld þegar ölvaður
ökumaður neitaði að stöðva bif-
reið sína og ók utan I þá, eftir
að lögreglan hafði verið að eltast
við hann um austurborgina.
Lögreglan gaf manninum merki
um að stöðva bíl sinn, eftir að und-
arlegt ökulag hans hafði vakið at-
hygli. Maðurinn sinnti því engu, gaf
í og reyndi að komast undan. í
Tranarvogi, vestan Súðarvogar, ók
hann bíl sínum utan í lögreglubíl
og ók svo á brott. Nálægt mótum
Bústaðavegar og Háaleitisbrautar
ók hann bílnum utan í annan lög-
reglubíl. Loks stöðvaði hann við
Réttarholtsveg, stökk út úr bílnum
og hljóp á brott. Hann náðist þó
síðar um kvöldið.
Annar lögreglubílanna skemmd-
ist á framhorni. Hinn er öllu meira
skemmdur, önnur hliðin beygluð og
rispuð, afturstuðari farinn af og
fleira. Bíll ölvaða ökumannsins,
Honda Civic, er mikið skemmdur.
Maður þessi hefur áður reynt að
aka lögregluna af sér. í slíkri flótta-
tilraun fyrir nokkrum mánuðum ók
hann jeppa út af veginum á Mos-
fellsheiði, en festi bílinn og náðist.
Lögreglumaðurinn, sem handtók
hann þá, var á laugardag í öðrum
lögreglubílnum, sem elti manninn
uppi.
VEÐURHORFUR íDAG, 26. SEPTEMBER
YFIRLIT f GÆR: Suðvestan- og sunnanátt, kaldí eða stinnings-
kaldi. Skúrir suðvestan- og vestanlands, en léttskýjað um norðaust-
an- og vestanvert landið. Hiti 3-7 stig.
SPÁ: Gengur í norðvestlæga átt, víða allhvasst. Slydduél við norður-
ströndina, skúrir vestanlands, en léttir heldur til á Austurlandi.
Hiti 1-6 stig, hlýjast sunnanlands.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG:Vestanátt. Súld um
suðvestan- og vestanvert landið, en þurrt og bjart í öðrum lands-
hlutum. Hiti 3-6 stig.
TÁKN:
Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ r r
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■J 0 H'itastig:
10 gráður á Celsíus
Sj Skúrir
= Þoka
= Þokumóðs
’ , ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR I(ÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 4 léttskýjað
Reykjavtk 7 úrkoma
Bergen 14 alskýjað
Helsinkí 14 þokumóða
Kaupmannah. 18 léttskýjað
Narssarssuaq 2 snjókoma
Nuuk -3 léttskýjað
Osló 17 skýjað
Stokkhólmur 13 þokumóða
Þórshötn 8 léttskýjað
Algarve 22 þokumóða
Amsterdam 19 mistur
Barcelona 25 hálfskýjað
Berlfn hálfskýjað
Chicago 4 heiðskfrt
Feneyjar 23 þokumóða
Frankfurt 17 skýjað
Glasgow 14 rlgning
Hamborg 18 mistur
Las Palmas 26 skýjað
London 21 skýjað
Los Angeles 18 skýjað
Lúxemborg 15 skruggur léttskýjað
Madrid 25
Malaga 26 mistur
Mallorca 26 léttskýjað
Montreal 7 léttskýjað
New York 11 hálfskýjað
Orlando 24 rignlng
Paris 19 léttskýjað
Róm 24 léttskýjað
Vin 20 mistur
Washington 10 alskýjað
Winnipeg vantar
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins fór þjófurinn inn í húsið
með því að spenna upp glugga á
annarri hæð hússins. Þjófavarnar-
kerfi, sem er tengt stjórnstöð ör-
yggisfyrirtækisins Securitas, fór þá
af stað. Vörður frá fyrirtækinu fór
á staðinn, en fann þjófinn ekki.
Talið er að hann hafi falið sig í
húsinu þar til vörðurinn var á brott.
Skynjarar tengdir þjófavarnarkerf-
inu á annarri hæð hússins fóru af
stað oftar um nóttina og er ljóst
að maðurinn hefur verið um fjórar
klukkustundir í fyrirtækinu. Örygg-
isvörður kom þrisvar á vettvang,
en varð ekki var við manninn og
mun ekki hafa séð að gluggi hafði
Úr bráðri
lífshættu
MAÐURINN, sem varð fyrir
bifreið á Hringbraut aðfara-
nótt-fbstudags, var í gær ekki
talinn í bráðri lifshættu.
Maðurinn slasaðist mikið og
var gerð á honum höfuðaðgerð
á laugardag. Þar sem hann hafði
engin skilríki á sér sendi lögregl-
an út lýsingu á honum. Það bar
árangur og er nú ljóst hver hann
er.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í gær var maðurinn
ekki talinn í bráðri lífshættu.
verið spenntur upp. Vörðurinn hafði
ekki samband við lögreglu eða for-
svarsmenn Lyfjaverslunarinnar.
Að sögn Þórs Sigþórssonar, for-
stjóra Lyfjaverslunarinnar, eru öll
lyf læst inni í rammgerðum hirslum,
en maðurinn náði sýnishornum' af
ávana- og fíkniefnum á rannsóknar-
stofu fyrirtækisins, þar á meðal
morfíni og amfetamíni.
Hannes Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Securitas, sagði að
Lyljaverslun ríkisins væri í stórri
og mikilli byggingu, sem erfitt
væri að leita í. „Það sáust engin
merki um innbrot á staðnum og
öryggiskerfi geta farið af stað af
mörgum ástæðum," sagði Hannes.
„Öryggisvörðurinn mat aðstæður
þannig, að ekki hefði verið framið
innbrot, en það er Ijóst að það var
ekki rétt mat. Við sjáum nú, að
ýmislegt á staðnum hefði átt að
sýna vel þjálfuðum manni að inn-
brot hefði verið framið. Vörðurinn
dró rangar ályktanir og við verðum
að sjálfsögðu að gera allt sem í
okkar valdi stendur til að koma í
veg fyrir að svoná geti átt sér stað.
Það gerum við fyrst og fremst með
aukinni áherslu á þjálfun öryggis-
varða okkar. Það er stefna ókkar
að kalla ekki á lögregluna fyrr en
ljóst er að innbrot hefur verið fram-
ið og því var það ekki gert í þessu
tilviki."
Rannsóknarlögregla ríkisins leit-
ar nú þjófsins. Hluti lyfjanna hefur
fundist, en rannsóknarlögreglan
verst allra frekari frétta af rann-
sókn “málslns. '