Morgunblaðið - 26.09.1989, Page 5

Morgunblaðið - 26.09.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 5 Frá opnun sýningar á verkum Jóns Stefánssonar. Hér virðir forseti ísiands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrir sér eitt verka Jóns og við hlið hennar stendur Ólafur Kvaran, listfræðingur. Góð aðsókn að sýningxim á verk- um Errós og Jóns Stefánssonar ÞRETTÁN þúsund og fimm hundruð manns hafa sótt listsýningu Er- rós sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Þá var mjög mikil aðsókn að yfírlitssýningu á verkum Jóns Stefánssonar, sem opnuð var í Lista- safni Islands sl. laugardag. Um þrjú þúsund gestir sóttu sýninguna fyrstu tvo dagana. Sýning Errós var opnuð laugar- daginn 16. september og seldust öll verk Errós upp fyrsta daginn, en þau eru 110 talsins. Þá eru árituðu eftir- prentanirnar, 1.200 að tölu, allar uppseldar líka. Verkin eru máluð á síðustu fjórum árum, en síðast hélt Erró sýningu hér heima árið 1985. Fimm þúsund manns komu á sýninguna fyrstu helgina og aðrir fimm þúsujid gestir komu um síðustu helgi. Að meðal- tali sóttu sýninguna 700 gestir á hveijum virkum degi í síðustu viku, eða samtals þijú þúsund og fimm hundruð manns. „Þessi fjöldi er miklu meiri en við höfðum nokkurn tímann búist við. Ég man ekki eftir annarri eins aðsókn á nokkra sýningu hér,“ sagði Gunnar Kvaran, forstöðu- maður Kjarvalsstaða, í samtali við Morgunblaðið. Verð myndanna á sýningunni nemur frá 90 þúsundum og upp í 400 þúsund. Sýning Errós stendur til 22. október, en þá taka við sýningar Sveins Björnssonar og Arvid Petersen frá Noregi. Aðsókn að yfirlitssýningu á verk- um Jóns Stefánssonar í Listasafni Islands hefur verið mjög góð um helgina, að sögn Beru Nordal, for- stöðumanns. Ætla má að um þijú þúsund gestir hafi komið um helg- ina, en aðeins var opið í tvo tíma á laugardag og á sunnudag frá 11.00 til 17.00. Sýningin stendur til 5. nóvember og er ekki talið líklegt að hún verði framlengd. Myndirnar, 118 talsins, eru úr einkaeign og úr einka- söfnum auk þess sem ýmsar íslen- skar og danskar stofnanir hafa lánað verk á sýninguna. „Ég vil endilega hvetja fólk til að koma því þetta er einstök sýning. Þetta er fyrsta yfir- litssýningin á verkum Jóns Stefáns- sonar og svona sýning verður ekki sett saman á næstunni. Sýningin spannar allan feril listamannsins, alveg frá árinu 1910 og til 1960 skömmu áður en hann deyr. Lands- lagið er hans aðaltjáningarform og var það íslenska landslagið sem allt- af sótti á hann,“ sagði Bera. Listasafn íslands er opið daglega frá 11.00 til 17.00, en lokað er á mánudögum. Fleiri íslenskir laxar fínnast í afla Færeyinga: „ Allt að 30 prósent tollur tekinn af hverjum árgangiu - segir Orri Vigfóssonformaður Laxárfélagsins TVEIR laxar merktir og sleppt sem seiði í Laxá í Aðaldal í maí 1987 skiluðu sér í línuveiði Færeyinga eftir árainótin. Þar með komu fram 17 laxar með íslenskum merkjum í úthafsveiði Færeyinga og Grænlend- inga síðasta vetur. Þar af reyndust tíu vera úr umræddri seiðaslepp- ingu í Laxá í Aðaldal, en hinir sjö voru úr ýmsum ám . Orri Vigfússon formaður Laxárfé- ingar sem hafa fylgst með þessu lagsins, sem hefur drjúgan hluta segja líkur benda til að allt að 30 Laxár í Þingeyjarsýslu á leigu sagði prósent tollur sé tekinn af hveijum í samtali við Morgunblaðið að þetta árgangi og það þýði 30 til 35 pró- væru vissulega ill tíðindi, en kæmu sent samdrátt í veiði. í sumar veidd- í sjálfu sér ekki á óvart . „Fiskifræð- ust 1.645 laxar í Laxá, en ef engin Elsti Reyk- víkingur- inn látinn Þorvaldur Jónsson, fyrrver- andi verkamaður, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 23. september síðastliðinn. Hann var á 105. aidursári og elstur íbúa Reykjavíkur. Þorvaldur fæddist 31. desember árið 1884, á bænum Stapa í Tungu- sveit. Hann stundaði búskap í Skagafirði í tuttugu ár, en fluttist síðan til Sauðárkróks, en þar vann hann meðal annars sem verkamað- ur við vitabyggingar. Til Reykjavík- ur fluttist Þorvaldur þegar hann var rúmlega sextugur að aldri, og stundaði hann verkamannavinnu þar þangað til hann var um átt- rætt. Síðastliðin 41 ár bjó hann á Þorvaidur Jónsson heimili Oddnýjar dóttur sinnar og eiginmanns hennar á Miklubraut 64. Eiginkona Þorvaldar var Helga Jóhannsdóttir, sem lést árið 1944, og eru börn þeirra þijú talsins. úthafsveiði hefði verið, hefði áin átt að skila 2.200 löxum, þannig að það munar um minna,“ sagði Orri. Orri sagði enn fremur að hin miklu netaför á löxum sem höfðu dvalið tvö ár í sjó bentu til mikillar grisjunnar við Grænland, en sjálfsagt tækju einnig drauganet og ólögleg net á heimaslóðum sinn toll. „Nú var veru- leg niðursveifla í laxveiðinni and- stætt spám fiskifræðinga. Vegna þessa hef ég viðrað þá hugmynd við stjórnvöld að Grænlendingar og Fær- eyingar verði beðnir að hætta úthaf- sveiðum sínum í svo sem tvö ár meðan að við rannsökum niðursveifl- una,“ sagði Orri. Minkur í miðbænum í Reykjavík ÍBÚAR í Reykjavík urðu tvisvar varir við mink á ferli iiin lielgina. Skömmu fyrir hádegi á laug- ardag var lögreglunni tilkynnt um mink við Klapparstíg. Dýrið náðist ekki, heldur forðaði sér á hlaupum. Um klukkan 10 á sunnudagsmorgun sá fólk við Bergstaðastræti mink á bif- reiðastæði þar. Lögregla kom á vettvang, en fann dýrið ekki. Sakadómur Reykjavíkur: Þrír fengu 3-7 mánaða fangelsi fyrir tékkasvik Framkvæmdastjóri, meðstjórnandi og gjaldkeri gjaldþrota bygg- ingafélags liafa verið dæmdir í 3-7 mánaða fangelsi fyrir útgáfu inni- stæðulausra ávísana. Ávísanirnar, sem voru átta, voru gefhar út þrátt fyrir að ákærðu væri öllum ljóst, að fyrir þeim var engin inni- stæða. Byggingafélagið var stofnað í júlí 1987 í Kópavogi. Um haustið 1988 dró að gjaldþroti fyrirtækisins og var ekki handbært fé til að greiða laun starfsmanna og aðrar skuldir. Brugðu ákærðu þá á það ráð, að gefa út tékka á reikning félagsins í Búnaðarbankanum til þess að greiða skuldirnar, enda þótt þeim væri öllum ljóst, að ekki væri innistæða fyrir tékkunum. í dómi Sakadóms Reykjavíkur kemur fram, að það var von þeirra að úr rættist síðar og hægt yrði að rétta af reikninginn. Honum var lokað 17. október 1988. Tékkarnir voru allir gefnir út og notaðir með vitund og að undirlagi framkvæmdastjórahs. Sjálfur gaf hann út tvo og notaði ásamt með- stjórnandanum, samtals að upphæð um 800 þúsund krónur. Sex tékk- anna voru gefnir út og notaðir af framkvæmdastjóranum og gjald- keranum, samtals að upphæð rúm- lega 800 þúsund krónur. Framkvæmdastjórinn var dæmd- ur til 7 mánaða fangelsisvistar, en fullnustu 5 mánaða af refsingunni var frestað og fellur sá hluti niður að liðnum .3 árum, haldi hann al- mennt skilorð. Meðstjórnandinn var dæmdur í 3 mánaða fangelsi og er refsingin skilorðsbundin til 3 ára. Gjaldkerinn hlaut .5 mánaða fang- elsi og þar af eru 4 mánuðir skil- orðsbundnir til 3 ára. í ákæru var ekki krafist fébóta og þær hafa ekki verið greiddar. Ákærðu greiða óskipt allan sakar- kostnað, þar með talin málsvarnar- laun til Gunnars Jóhanns Birgisson- ar hdl., 40 þúsund krónur. Pétur Guðgeirsson, sakadómari, kvað upp dóminn. IDÉ •hurðirnar frá Bústofni með fræstum „fullningum“ prýða heimilið og gefa því virðu- legan blæ. Þær fást gegnheilar eða með „frönskum" gluggum, sem hleypa birtu á milli herbergja. Frönsku hurðirnar eru einnig fram- leiddar tvöfaldar. Hurðirnarfaravel í nýtízku husakynnum sem og til endurnýjunar í eidri húsum. Þær eru því hvarvetna aðlaðandi og hagnýt lausn. Arkitektar og iðnaðarmenn hafa lokið lofs- orði á hurðirnar fyrir vandaða smíði. Tréerlifandi efni, sem rakastig loftsins hefur áhrif á. IDÉ-hurðimar eru hannaðar og smíðað- ar til að þola 70% sveifluaukningu á rakastigi. • Hurðarfleki samlímdurog karmurúrmassívri furú eða greni með innfræstum spjöldum. • Allir karmar m/þéttilista • Allar hurðir fulljárnaðar með sterkum, sér- smíðuðum lömum. • Allar breiddir fáanlegar af ýmsum gerðum. • Verðið er vitaskuld hagstætt eins og á öllu öðru hjá BÚSTOFNI. Biðjið um bækling.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.