Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989
13
' ,1 1
Úr hýbýlum Fagins. Fyrir miðri mynd Þórhallur í hlutverki gyðingsins með Gissuri Páli - Oliver (t.h.)
og Ivari Sverrissyni, Hrappi.
í Menningarstofnun Bandaríkj-
anna á Neshaga 16 sýnir Guð-
mundur Björgvinsson nokkur akríl-
verk með ýmsa jökla landsins sem
viðfangsefni.
Guðmundur hefur haldið fjöl-
margar sýningar og víða komið við
í myndlistinni en verið nokkuð reik-
ull um val viðfangsefna þannig að
sýningaflóra hans virkar all sundur-
laus.
Þessi sýning kemur einnig á
óvar-t, því við flestu öðru hefði ég
búist en blasti við á veggjunum er
á staðinn kom.
Ekki fyrir það, að viðfangsefnið
sé nýtt, heldur frekar vegna þess
hvernig hann nálgast það.
Hér virðist ekki vera urn djúpar
rannsóknir að ræða, hvorki á lit-
brigðum og formum jökla að ræða,
Guðmundur Björgvinsson
heldur öllu frekar óbein áhrif úr
fjarlægð, sem kunna þó að vera
góðra gjalda verð sé um ríka og
skynræna lifun að ræða. En ein-
hvern veginn komst ég ekki í sam-
band við þessar myndir né túlkun
Guðmundar, og við hljótum því að
skynja og upplifa jökla á mjög ólík-
an hátt.
Tvennt gat ég þó vel sætt mig
við á sýningunni og það var mynd-
in „Fláajökull" (3), sem ég tel tví-
mælalaust markverðasta verkið í
ljósari flokki mynda, enda mun
meiri átök við form og efnivið en í
hinum verkunum. Og svo voru þar
þijár dökkar myndir nr. 11—13, er
mjög stungu í stúf við hinar og sem
eru mun jarðrænni og safaríkari í
útfærslu, en því miður er lýsingin
á þeim ekki upp á það besta svo
þær njóta sín naumast til fulls.
En mikið þóttu mér það áhuga-
verðari efnistök.
Athugasemd ritstjóra Alþýðublaðsins
við grein Þorsteins Pálssonar:
Alþýðublaðið
þagði ekki í heilt ár
Jöklar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
tOlvusköu stjórnunarfélags Islanos
TÖLVUSKÓLAR A
TÖLVUSKÖU GlSLA J. JOHNSEN
Þú öðlast grunnþekkingu
á tölvum og hæfni
til að nota þær af
öryggi.
10. okt. — 1. des.
kl. 19.30-22.30
til skiptis 2-3 kvöld í viku
í Ánanaustum 15, Reykjavík
Leiðbeinandi: Ólafur H. Einarsson.
SKRÁNING I SÍMUM 621066 og 641222.
í grein eftir Þorstein Pálsson
formann Sjálfstæðisflokksins, sem
birtist í Morgunblaðinu laugardag-
inn 23. september sj. er fjallað að
hluta til um umsvif Stefáns Val-
geirssonar alþingismanns í sjóða-
og bankakerfi landsins ásamt aðild
alþingismannsins að fiskeldisfyrir-
tækjum.
Þorsteinn segir orðrétt í grein
sinni: „Athyglisvert er, hvernig al-
þýðuflokksmenn hafa reynt að þvo
hendur sínar af þessu hneyksli. Það
var Alþýðublaðið, sem fyrst greindi
frá málinu síðastliðinn laugardag
og hafði þá þagað yfir því í heilt
ár.“ Síðan segir Þorsteinn orðrétt:
„Nú þegar stjórnarflokkarnir þurfa
ekki lengur á Stefáni Valgeirssyni
að halda, því þeir hafa keypt nýja
menn inn í stjórnina, þykir krötum
óljóslega tímabært að losna við
Stefán.“
Hér er farið með rangt mál. Al-
þýðublaðinu var ekki kunnugt um
hagsmunatengsl Stefáns Valgeirs-
sonar innan banka- og sjóðakerfis,
né heldur um að aðstoðarmaður
hans væri á launum sem deildar-
stjóri í forsætisráðuneytinu, fyrr en
nokkrum dögum fyrir laugardaginn
þ. 16. september sl. er Alþýðublað-
ið greindi, fyrstur íslenskra fjöl-
miðla, frá málinu. Allar fullyrðing-
ar Þorsteins Pálssonar að Alþýðu-
blaðinu hafi verið kunnugt um mál
þetta í heilt ár og þagað yfir því
allan þann tíma, eru alrangar og
eiga sér enga stoð í veruleikanum.
Ennfremur eru þær fullyrðingar
Þorsteins Pálssonar fullkomlega
rangar, að Alþýðuflokkurinn hafi
tengst umræddum fréttaskrifum og
notað Alþýðublaðið sem verkfæri
til þess að „losna við Stefán.
Alþýðublaðið er málgagn jafnað-
arstefnunnar og kemur það fram í
leiðaraskrifum. Alþýðublaðið er
hins vegar sjálfstætt og óháð
fréttablað og vinnur sem slíkt að
fréttaöflun og fréttaskrifum. Allir
þankar utn pólitíska tengingu rit-
stjórnar Alþýðublaðsins við frétta-
skrif og pólitíska stýringu Alþýðu-
flokksins á Álþýðublaðinu eru hug-
arórar einir.
Með þökk fyrir birtinguna.
Ingólfur Margeirsson
ritstjóri Alþýðublaðsins.
MORSE CONTROL
Stjórntæki fyrirvélarog gíra, spil o.fl. Stýrisvélarog stýri. Mikið úrval fyrirliggjandi.
Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Fyrir allar vélategundir og bátagerðir.
VÉLASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
Hagstætt verð -
leitið upplýsinga.