Morgunblaðið - 26.09.1989, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ’ ÞRIÐJUDÁGUR 26. SEPTEMBER 1989
Réttlæti — hagkvæmni og alþjóðleg samræming:
Um skattlagningu
fjármagnstekna
eftirMá
Guðmundsson
Nýverið lagði nefnd sem var skip-
uð til að gera tillögur um breytingar
á skattlagningu f|ármagnstekna
fram áfangaskýrslu. Nokkur um-
ræða hefur átt sér stað um þetta
efni í framhaldi af því, sem hefur
þó að hluta byggst á misskilningi á
tillögum nefndarinnar. Þar sem und-
irritaður er formaður þessarar nefnd-
ar tel ég mér skylt að leggja orð í
belg þessa.rar umræðu. Ég geri hins
vegar ráð fyrir að tillögur nefndar-
innar séu nú í meginatriðum orðnar
kunnar, þrátt fyrir mikið moldviðri
í upphafi, og geri því ekki grein fyr-
ir þeim í einstökum atriðum vegna
plássleysis.
Hvað eru fjármag-nstekjur?
Sumir virðast halda að orðið fjár-
magnstekjur sé notað sem einhvers
konar niðrandi heiti um vaxtatekjur
af sparnaði og fjármagn þá sem nið-
randi heiti yfir sparnað. Svo er þó
alls ekki. Vaxtatekjur af spamaði
einstaklinga eru vissuleg fjármagns-
tekjur, en fjármagnstekjur eru fleira
en vaxtatekjur. Sama á við um sparn-
að og ijármagn. Pjármagnstekjur eru
einfaldlega ailar tekjur af fjármagns-
eign, hvort sem þær taka á sig form
vaxta, affalla, arðs, leigutekna eða
hagnaðar sem haldið er eftir í fyrir-
tækjum.
Sumir virðast eiga erfitt með að
skilja muninn á fjármagnstekjum
annars Vegar og fjármagnsstofni
hins vegar, en fjármagnsstofninn er
sá spamaður sem hlaðið hefur verið
upp á fyrri tímabilum og er myndað-
ur aff tekjum þeirra. Þannig er talað
um skattlagningu fjármagnstekna
sem tvísköttun og jafnvel eignaupp-
töku, þar sem þær tekjur sem upp-
hafiega mynduðu fjármagnsstofninn
í gegnum sparnað hafi verið skatt-
lagðar á sínum tíma. Hér er um
grundvallarmisskilning að ræða.
Fjármagnstekjur era auðvitað nýjar
tekjur, alveg á sama hátt og atvinnu-
tekjur. Þær era því til ráðstöfunar
fyrir þá sem fá þær, hvort sem er í
neyslu eða sparnaði, og því jafn eðli-
legur skattstofn og atvinnutekjur'.
Núverandi skattkerfi
Fjármagnstekjur einstaklinga era
ekki almennt skattfrjálsar í núver-
andi skattkerfi. Hins vegarer skatta-
leg meðferð þeirra mjög mismunandi
eftir því um hvers konar fjármagns-
tekjur er að ræða, og veldur það
bæði misrétti og ýmis konar óhag-
kvæmni. Enginn skattur er greiddur
af vaxtatekjum einstaklinga. Ein-
staklingar greiða heldur ekki skatt
af arði af hlutafjáreign sem er innan
við 10% af uppfærðu nafnverði hluta-
bréfa, en fari arðtekjur yfir 90.000
kr., er það sem umfram er skatt-
lagt. Greiddur arður er frádráttarbær
hjá fyrirtækjum upp að 10%. Greidd-
ur arður umfram 10% er því tvískatt-
aður, fyrst hjá fyrirtækinu með 50%
skatthlutfalli og síðan hjá einstakl-
ingnum með tekju- og útsvarspró-
sentu. Það segir sig sjálft, að fyrir-
tæki greiða jafnan ekki arð umfram
10%. Leigutekjur era að jafnaði
skattlagðar. Hér verða tekin tvö
dæmi um hvemig skattleg mismunun
af þessu Lagi getur birst í augljósu
misrétti.
Hugsum okkur tvo menn, A og
B, sem báðir fjárfesta fyrir 5 milljón-
ir króna. A íjárfestir í verðbréfasjóði
en B hættir fé sínu í atvinnurekstri
með því að kaupa hlutabréf. Eignar-
skattlagning er í báðum tilfellum sú
sama, svo við getum horft framhjá
henni. Á síðasta ári er talið að meðal-
raunvextir hlutdeildarskírteina verð-
bréfasjóða hafa verið um 12%. Þann-
ig fær A 600.000 kr. í skattfrjálsar
tekjur. Ef B fengi greiddan 12% arð,
þrátt fyrir tvísköttun, fengi hann
445.824 kr. í tekjur eftir skatt, ef
fullt tillit er tekið til frádráttar vegna
íjárfestinga í atvinnurekstri.1 Ávöxt-
un eftir skatt verður því 8,9% hjá B
í stað 12% hjá A, sem fjárfesti í
hlutdeildarskírteinum verðbréfa-
sjóða. Þetta dæmi er hins- vegar
fremur óraunsætt, þar sem fyrir-
tæki greiða að jafnaði ekki hærri
arð en 10% vegna tvísköttunar og
þar sem eðlilegt er að dreifa frá-
drætti vegna kaupa á hlutafé á
lengra tímabil, þegar ávöxtun er
reiknuð út. Ef tillit er tekið til
þessa, og miðað við að B eigi hluta-
bréfin ekki nema í 3 ár, verða tekj-
ur eftir skatt 364.128 kr. og ávöxt-
un 7,3% í stað 12% hjá A. Ef laga
á þetta misrétti, sem brýna nauðsyn
ber til ef takast á að örva eiginíjár-
myndun í atvinnulífinu, verður það
ekki gert nema að gera arð að fullu
skattfijálsan eins og vaxtatekjur,
eða taka upp skattlagningu vaxta-
tekna. Aðeins seinni leiðin samrým-
ist því að uppræta það misrétti sem
felst í mismunandi skattlagningu
launatekna og fjármagnstekna, og
næsta dæmi sýnir hvernig getur
birst.
Hugsum-okkur tvo ellilífeyris-
þega, Pétur og Pál, sem báðir hafa
sömu tekjur, þ.e. 56.000 kr. á mán-
uði, þar af fá báðir 36.000 kr. á
mánuði frá lífeyrissjóði. Pétur fær
hins vegar 20.000 kr. á mánuði
fyrir hlutastarf, en Páll fær 20.000
kr. raunvaxtatekjur á mánuði af
t.d. einingarbréfum í verðbréfa-
sjóði. Samkvæmt núgildandi regl-
um fær Pétur aðeins grannlífeyri,
þ.e. 10.599 kr. á mánuði, en Páll
fær einnig 9.060 kr. í tekjutrygg-
ingu, -þar sem raunvaxtatekjumar
teljast ekki með í tekjuviðmiðun-
inni. Páll fær því 108.720 kr. meira
á ári úr almannatryggingunum
heldur en Páll, þótt tekjurnar séu
nákvæmlega þærsömu. Þetta dæmi
er auðvitað hægt að gera mun
hrikalegra, því það skiptir engu
máli hve raunvaxtatekjurnar eru
miklar, að þær skerða aldrei' tekju-
trygginguna. Þannig gæti sá sem
hefði 100.000 kr. á mánuði í raun-
vaxtatekjur eða 1,2 milljónir á ári,
en ekkert annað, fengið grunnlíf-
eyri, fulla tekjutiyggingu og heimil-
isuppbót, eða nær hálfa milljón á
ári úr almannatryggingakerfinu, en
hinn sem hefði t.d. aðeins 25.000
kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, fengi
ekki nema rúm 300 þúsund krónur
á ári.
Það dæmi sem hér hefur verið
nefnt varðandi ellilífeyrinn mætti
yfirfæra á allar bótagreiðslur og
réttindi sem eru tekjutengd, hvort
sem það eru barnabótaauki, vaxta-
bætur o.s.frv. Staðreyndin er sú,
að það verður aldrei fullt réttlæti í
þessum tekjutengingum nema að
fulit tillit sé tekið til fjármagns-
tekna. Það verður hins vegar ekki
gert nema að skattlagning ijár-
magnstekna og launatekna verði
samræmd.
Hvers vegna skattlagning?
Rökin fyrir því að taka upp skatt-
lagningu raunvaxtatekna einstakl-
inga ættu nú að vera að nokkru leyti
augljós, en þau era:
■ Réttlæti. Dæmin hér að ofan
nægja til að sýna fram á að mikið
óréttlæti felst í núverandi tilhögun
og tími er kominn til að afnema það.
■ Hagkvæmni. Færa má sterk
rök að því að það geti haft óheppileg
áhrif til lengri tíma litið, ef tekjur
af mismunandi upprana eru skatt-
lagðar með misjöfnum hætti. Það
Már Guðmundsson
„Breytingin jaftigildir því
lækkun raunvaxta úr 3,5% í
2,4%, sem er innan þeirra
marka sem vextir kunna að
breytast af ýmsum öðrum
orsökum. Að halda því fram
að breyting af þessu tagi
leiði til hruns í sparnaði er
auðvitað ekkert annað en
draugasaga. Hættan er auð-
vitað sú að fólk trúi drauga-
sögunum. Það verður þó
aldrei lengi. Fljótlega áttar
fólk sig á því að draugarnir
eru ekki til.“
veldur því að einstaklingar og fyrir-
tæki taka ákvarðanir sem ráðast að
miklu leyti af skattalegu hagræði,
en þær þurfa ekki endilega að vera
þær sem stuþla best að efnahags-
legri velferð. í raun og veru er skatt-
frelsi raunvaxtatekna ekkert annað
en ákveðið form á niður á niður-
greiðslu, þar sem aðrar tekjur eru
skattlagðar. Allar tekjur myndast í
framleiðslustarfseminni, en þar telst
með framleiðslu á opinberri þjónustu.
Þessar tekjur fara síðan til einstakl-
inganna í formi launa, vaxta, arðs
eða leigutekna, eftir því hvað hver
og einn hefur lagt fram. í dag eru
það aðeins vextirnir sem era skatt-
fijálsir. Þetta skattfrelsi veldur því
að verðhlutföll vinnuafls, lánsfjár-
magns, hlutaíjár og fjármuna verða
önnur en þau væra án skattlagning-
ar eða með samræmdum skatti. Fyr-
ir þessari niðurgreiðslu era engin
efnahagsleg eða félagsleg rök.
■ Alþjóðleg samræming. Vaxta-
tekjur era víðast hvar skattlagðar
eins og aðrar tekjur. ísland er eina
aðildarríki (OECD) sem hefur enga
skattlagningu á vaxtatekjur einstakl-
inga. Víða era þó töluverðar undan-
þágur, t.d. varðandi ríkisskuldabréf,
bankareikninga eða ákveðnar lágar
upphæðir. Yfirleitt era það nafn-
vextirnir sem era skattlagðir, þannig
að skattlagning raunvaxta getur orð-
ið mjög þung, nema að verðbólga sé
mjög lítil. Það er hæpið að það muni
líðast að ísland verði með allt aðrar
reglur í þessum efnum, ef fjármagns-
flutningur milli t.d. íslands og Evr-
ópulandanna yrðu án takmarkana.
Sá misskilningur virðist hafa komið
upp í þessu sambandi að umræðan
um staðgreiðsluskatta á vaxtatekjur
innan EB snúist um hvort skattlegja
eigi vaxtatekjur eða ekki. Stað-
greiðsluskatturinn snýst um formið
á skattlagningu annars vegar og hins
vegar er hann skattur á vaxtatekjur
íbúða EB sem þeir hafa utan heima-
landsins, en í öðrum EB ríkjum. V-
Þjóðveijar hafa nýverið lagt slíkan
staðgreiðsluskatt niður. Vaxtatekjur
eru eftir sem áður skattskyldar í
V-Þýskalandi með ákveðnum undan-
tekningum.
í Ijósi þess sem hér hefur verið
sagt, kann það að virðast mjög ein-
kennilegt að raunvaxtatekjur ein-
staklinga hafa ekki verið skattlagðar
fyrir löngu síðan. Fyrir því eru þó
ákveðnar _ skiljanlegar sögulegar
ástæður. I fyrsta lagi voru vextir hér
á iandi lengi vel neikvæðir, nema
kannski á einstaka skuldabréfaform-
um. Það var því ekki um neinn skatt-
stofn að ræða. í öðru lagi getur ver-
ið snúið að einangra raunvaxtaþátt-
inn í vaxtagreiðslum sem skattstofn.
Báðar þessar ástæður heyra nú sög-
unni til. Verðtryggingin kom 1979
og raunvextir fóra að hækka veru-
lega í framhaldi af því að vaxta-
ákvarðanir vora færðar út á markað-
inn, fyrst í takmörkuðum mæli 1984
og síðan að fullu 1986. Það var á
ýmsan hátt eðlilegt að gefínn væri
umþóttunartími skattfrelsis eftir hið
langa tímabil neikvæðra raunvaxta.
Það umþóttunartímabil er hins vegar
orðið óhóflega langt. Verðtryggingin
auðveldar ákvörðun skattstofnsins,
auk þess sem mikil framþróun hefur
orðið á þessu sviði erlendis, sérstak-
lega í tengslum við skattaumbæturn-
ar í Bandaríkjunum, þegar Ijármála-
ráðuneytið bandaríska kynnti hina
svokölluðu hlutdeildaraðferð. 2
Áhrif á vexti og sparnað
Sú spurning vaknar eðlilega hvaða
áhrif skattlagning vaxtatekna ein-
staklinga kunni að hafa á vexti og
sparnað. Sumir vilja halda því fram
að vextir muni hækka verulega, og
jafnvel sem skattinum nemur, aðrir
spá því að verulega dragi úr sparn-
aði. Rétt er að benda á í upphafi,
að hvort tveggja getur ekki verið
satt. Ef vextirnir hækka sem skattin-
um nemur, verða vextirnir eftir skatt
óbreyttir og sparnaður breytist ekki.
Ef veralega dregur úr sparnaði, þá
hlýtur það að stafa af því að vextir
hækka nánast ekkert við tilkomu
skattlagningarinnar. Sannleikurinn
liggur að líkindum þarna á milii, þ.e.
að vextir fyrir skatta hækki eitthvað
en að vextir eftir skatta lækki eitt-
hvað.
Áður en fjallað er nánar um þessi
atreiði, er hér tekið dæmi, sem gefur
lesandanum tilfinningu fyrir stærð-
argráðum í þessu sambandi. Rétt er
að taka fram að ekki hefur verið
„Mannréttmda-“dagur
heyrnarlausra
eftir Gunnar
Salvarsson
Við erum ógnarsmá ef litið er á
verödina alla og Island aðeins lítill
punktur á jarðarkringlunni. Tæpast
þjóð miðað við höfðatölu. Engu að
síður hefur okkur tekist með viljann
og stoltið að vopni að halda hér ,uppi
menningarsamfélagi og staðið vörð
um það sem okkur er dýrmætast:
tunguna.
En einmitt vegna smæðar okkar
og þeirrar reynslu sem við höfum
af yfirgangi stórþjóða ættum við að
hafa öðram þjóðum meiri skilning á
minnihlutahópum og einkanlega
málminnihlutahópum.
Veruleikinn sýnir því miður annað.
Táknmáli heyrnarlausra hefur hér
á landi verið lítill sómi sýndur og
hefur fráleitt þann sess eða virðingu
sem því ber. Kennsla í táknmáli fyr-
ir heyrnalausa nemendur, móður-
málskennslan, er skammt á veg kom-
in í Heymleysingjaskólanum og
menntamálaráðuneytið synjar skól-
anum ár eftir ár um stöður til að
ráða bót á táknmálskennslunni.
Kennarinn minn skilur mig
ekki
Ég tel mig vita nokkurnveginn
hver yrðu viðbrögð foreldra heyrandi
barns sem kæmi heim úr skólanum
og segði: Hvorki kennarinn minn eða
skólastjórinn skilja mig almennilega.
Ég skil þá líka illa. Þeir tala lélega
íslensku.
Engir foreldrar heyrandi barns
myndu una þessu. Þeir myndu setja
hnefann í borðið. Ráðherrann færi
að ókyn-ast í stólnum. Og þeir myndu
öragglega færa bamið í annan skóla.
í skóla þar sem íslenskan væri höfð
í öndvegi, tjáskiptin gengu greiðlega,
samræður væra snurðulausar.
En foreldrar heyrnarlausra barna?
Þeir eiga ekkert val. Heyrnleysingja-
skólinn er eini skóli heyrnarlausra.
Til lítils að setja hnefann í borðið.
Og foreldrarnir vita að það er ekki
við kennarana að sakast þó tákn-
máiskunnáttan sé ekki eins góð og
æskilegt væri, sjálfir hafa þeir árum
saman óskað eftir því að fá tækifæri
til að læra mál barnsins síns og hafa
af því stöðugar áhyggjur að tjá-
skiptagjáin verði sífellt stærri.
Og geta þeir varist þeirri hugsun:-
Hvenær kemur sú stund að ég hætti
að skilja barnið mitt? Og barnið mig?
í haust gerðist það í fyrsta sinn
að Kennaraháskólinn bauð upp á
táknmálsnám fyrir kennara að beiðni
Heymleysingjaskólans, en „aðeins í
þetta eina sinn“ eins og segir í pésa
um tilhögun námsins. Og þessu til-
boði hafa kennarar Heymleysingja-
skólanum tekið feginshendi; ellefu
kennarar við skólann eru í þessu
námi í allan vetur og það mun ótvír-
Gunnar Salvarsson
ætt verða til þess að bæta tjáskiptin
í skólanum. Foreldrarnir bíða hins
vegar enn eftir táknmálsnámi.
Skilningur meiri
í orði en verki
Síðastliðinn sunnudag, 17. sept-
ember, var Dagur heyrnarlausra
haldinn hátíðlegur um víða veröld. Á
þessum degi minna heyrnarlausir á
sig og sína sérstöðu í samfélagi sem
skilur þá ekki — nema að litlu leyti.
Helstu baráttumál heyrnleysingja
hafa lítið breyst á síðustu árum. Enn
er verið að fara fram á fyrstu rann-
sóknir á íslenska táknmálinu, viður-
kenningu á táknmáli sem móðurmáli
heyrnarlausra, samskiptamiðstöð,
betri félagslega aðstöðu með túlka-
þjónustu og túlkanámi, textasíma-
miðstöð, meiri táknmálsfréttir í sjón-
varpi, svo fátt eitt sé nefnt.
Skilningurinn hjá stjórnvöldum
hefur aukist á síðustu árum og eink-
anlega þó á síðustu misserum. Enn
er skilningurinn þó meiri í orði en
verki. Of margir líta á kröfur sem
þessar með þeim augum að hér sé
enn einn þrýstihópurinn á ferðinni
með gæluverkefni fyrir sig og sína.
Því fer fjárri.
Baráttumál heyrnarlausra snúast
nánast um frumþarfir, mannréttindi.
Þau snúast um það sama og ís-
lendingar vora að beijast fyrir áður
fyrri: að halda í tungu sína, menn-
ingu, sögu, sérkenni. Heyrnarlausir
berjast líka fyrir réttlæti. Þeir vilja
sömu tækifæri og aðrir, jafnrétti til
náms og starfs, og greiðan aðgang
að upplýsingum í þessu svokallaða
upplýsingaþjóðfélagi.