Morgunblaðið - 26.09.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989
15
tekin afstaða til þess hvort vaxtatekj-
ur verða skattlagðar einungis með
tekjuskattsprósentu eða bæði tekju-
og útsvarsprósentu, né heldur hefur
verið tekin afstaða til þess hvort 1%
-raunvextir verði í ölium tilfellum
skattfijálsir. Hér er farinn millivegur
og miðað við tekjuskattsprósentu, en
skattskyldu allra raunvaxta. Hugs-
um okkur mann sem á eina milljón
inn á verðtryggðum bankareikningi
með 3,5% raunvöxtum. í dag hefur
hann því 35.000 kr. skattfijáisar í
tekjur af þessum reikningi. Ef skatt-
ur er lagður á, en vextir fyrir skatt
liækka ekkert, verði raunvaxtatekjur
eftir skatt 24.220 kr. Breytingin
jafngildir því lækkun raunvaxta úr
3,5% í 2,4%, sem er innan þeirra
marka sem vextir kunna að breytast
af ýmsum öðrum orsökum. Að halda
því fram að breyting af þessu tagi
leiði til hruns í sparnaði er auðvitað
ekkert annað en draugasaga. Hætt-
an er auðvitað sú að fólk trúi drauga-
sögunum. Það verður þó aldrei lengi.
Fljótlega áttar fólk sig á því að
draugarnir eru ekki til.
Það má líta á eignarskatta á verð-
bréf sem frumstætt form á fjár-
magnstekjuskatti. Það verður því að
taka tillit til iækkunar eignarskatta,
þegar áhrif tilkomu skattlagningar
vaxtatekna einstaklinga á vexti og
sparnað eru metin. Það gerir einnig
skattlagninguna vægari með tilliti til
hugsanlegra óæskilegra áhrifa á
sparnað, að greiddir vextir en ekki
áfallnir eru skattlagðir. Vextirnir eru
aðeins skattlagðir þegar þeir eru til
ráðstöfunar, hvort sem er í neyslu
eða sparnað. Um er að ræða sam-
ræmingu skattlagningar mismun-
andi forma fjármagnstekna, þannig
að á móti minni sparnaði í formi
skuldabréfaeignar kemur meiri
sparnaður í formi hlutafjáreignar.
Ofangreint útilokar þó ekki að
vextir á lánsijármagni kunni að
verða hærri en ella vegna skattlagn-
ingarinnar. Vextirnir munu þó aldrei
hækka sem skattinum nemur. Hækk-
unin verður einnig minni nú en hún
hefði orðið fyrir t.d. tveim árum,
vegna minni eftirspurnar eftir láns-
fjármagni og þróaðri markaðar. Að
lokum er rétt að undirstrika í þessu
sambandi, að hér er rætt um eitt-
hvað hærri vexti en ella hefði orðið,
en það getur vel farið saman við
lækkun vaxta af öðrum orsökum.
Samræmdur fjármagnstekjuskattur
stangast því ekki á við það almenna
markmið ríkisstjórnarinnar að ná
niður vöxtum hér á landi. Sá munur
er hér á, að annars vegar er um að
ræða varanlega uppstokkun á skatt-
kerfinu, liins vegar um tímabundna
hagstjórnarstefnu.
1 í útreikningum í þessu dæmi er miðað
við skatthlutfall og frádráttarliði, eins og
þeir voru á síðasta ári, þ.e. 35,2% skatthlut-
fall, 90.000 kr. hámark á skattfrelsi arðs,
og 72.000 kr. hámarksfrádrátt vegna fjár-
festingar í atvinnurekstri.
2 Sjá Tax reform for fairness, simplicity,
and economic growth, Department of the
Treasury, Washington, nóvember 1984.
Höfundur er efiiahagsráðunautur
fjármáiar&ðherra.
Málminnihlutahópur — lítil
samleið með fötluðum
Heyrnarlausir hafa árum saman
verið settir á bás með fötluðum.
Varla hafa þeir sjálfir verið hafðir
með í ráðum í þeim efnum. Heyrnar-
lausir líta fyrst og fremst á sig sem
málminnihlutahóp og þeir þurfa,
vegna þess að móðurmálið er annað
en samfélagsins, á sérúrræðum að
halda, til dæmis í námi.
Enginn getur sett sig í spor þess
heyrnarlausa. Að vera með eyrna-
tappa í einn dag segir ekki nema
brot úr reynslusögu þeirra sem fæðst
hafa heyrnarlausir. Auk þess má
minna á að heyrnarleysið er aldrei
sýnilegt og vekur því ekki þá samúð
sem til dæmis líkamlega fatlaðir fá.
Stimpillinn fatlaður hefur að
líkindum orðið til þess að tefja fram-
farir í málefnum heyrnarlausra enda
gætir þeirrar tilhnéigingar í alltof
ríkum mæli meðal þeirra sem frjalla
um málefni fatlaðra að setja alla
undir einn hatt og finna lausn sem
talin er hæfa flestum.
Hættuleg blöndun
í sérkennslu hefur á undanförnum
árum verið unnið Iofsvert átak í
blöndun fatlaðra og ófatlaðra. í þess-
um efnum einsog mörgum öðmm eru
öfgarnir hins vegar ska,mmt undan.
Hallgi’íniiir Fr. Hall-
grhnsson fyrrverandi
forstjóri - Minning
Fæddur 17. október 1905
Dáinn 16. september 1989
Allt sem lifir hér á jörð-lýtur því
lögmáli að eitt sinn skal hver deyja.
Á það jafnt við grösin á grundinni,
dýrin á mörkinni og okkur menn-
ina. Fyrirfram veit þó enginn hve-
nær kallið kemur. Um það hafa
vísindin ekkert að segja — þai' ræð-
ur Almættið eitt.
Laugardaginn 16. þ.m. andaðist
á sjúkrahúsi í Reykjavík Hallgrímur
Fr. Hallgrímsson, fv. forstjóri Skelj-
ungs hf. Hallgrímur var fæddur 17.
október 1905 í íslendingabyggðinni
Grund í Manitoba, Kanada. Hann
var sonur hjónanna séra Friðriks
Hallgrímssonar, síðar dómprófasts
í Reykjavík, Sveinssonar biskups,
og konu hans Bentínu Hansínu
Björnsdóttur, bónda og hreppstjóra
í Búlandsnesi við Djúpavog. Hall-
grímur var þannig í föðurætt af-
komandi merkrar og vel þekktrar
prestaættar hér á landi. Hallgrímur
var þriðja barn foreldra sinna. Hann
átti tvær eldri systur og tvær yngri.
Faðir hans, séra Friðrik Hallgríms-
son, gerðist prestur í íslendinga-
byggðum í Kanada árið 1903 og
starfaði þar til ársins 1925, en þá
flutti fjölskyldan aftur heim til Is-
lands og séra Friðrik gerðist dóm-
kirkjuprestur í Reykjavík og síðar
dómprófastur.
Hallgrímur sleit þannig barns-
skónum og átti æsku- og unglings-
ár sín öll í Kanada. Fjölskylda hans
deildi þar kjörum með íslenzkum
landnemum í fjarlægu landi. Mun
þar oft hafa verið við mikla erfið-
leika að stríða og fjölskyldan búið
við kröpp kjör. Sjálfur sagði Hall-
grímur svo frá að ekki hefðu þau
liðið skort en ekkert átt aflögu á
þeim árum.
Hallgrímur fékk menntun sína í
Kanada. Þar gekk hann í barna-
skóla og menntaskóla. Á sumrin
vann hann við algeng sveitastörf,
m.a. hjá íslenzkum fjölskyldum, og
aðra þá vinnu sem til féll á heima-
slóðum hans.
Þeir virðast nokkuð hafa haldið
hópinn, vestur-íslenzku unglingarn-
ir á þeim árum, sem Hallgrímur var
að alast upp í Kanada. Það var
a.m.k. ánægjulegt að vera viðstadd-
ur þegar þeir æskuvinirnir Hall-
grímur og Jón Sigvaldason, fyrrv.
sendiherra Kanada á íslandi og
Noregi, voru að rifja upp minningar
sínar úr vegavinnu í Kanada um
1920. Þeir urðu við það ungir í
annað sinn.
Skömmu eftir að Hallgrímur
Blöndun heyrandi og heyrnarlausa
er dænid til að mistakast af þeirri
einföldu ástæðu að án eðlilegra tjá-
skipta verður blöndunin aðeins á yfir-
borðinu. Heyrnarlausum börnum
stendur veruleg ógn af öfgasinnum
sem líta á blöndun sem lykilorð í
allra sérkennslu.
í Heyrnleysingjaskólanum hefur
verið spáð í framtíðina á undanförn-
um mánuðum og Svavari Gestssyni
menntamálaráðherra var nýlega af-
hent áfangaskýrsla vinnuhóps sem
hann skipaði um málefni skólans.
Þar kemur meðal annars fram að
renna þurfi styrkari stoðum undir
starfsemi skólans sem miðstöðvar
sérþekkingar í kennslufræði heyrn-
arlausra og heyrnarskertra. Til þess
þarf, segir í skýrslunni, að 1) auka
gildi táknmálsins í skólanum og
lengja skóladaginn, 2) bæta þjónustu
á sviði ráðgjafar, 3) gefa heyrnar-
skerlum kost á kennslu og náms-
mati í skólanum áður en skólaskylda
hefst, 4) gera átak í félagsmálum
nemenda með opnun tómstunda-
heimilis, 5) fara að stað með þróunar-
verkefni um tvítyngda námskrá.
Mig langar að lokum til þess að
óska heyrnarlausum til hamingju
með daginn.
Höfundur er skólastjóri
Heyrnieysingjaskóians.
flutti heim til íslands kynntist hann
eftirlifandi konu sinni Margréti,
dóttur Thors Jensen og Margrétar
Þorbjargar konu hans. Þau gengu
í hjónaband 17. nóvember 1928.
Dætur þeirra eru tvær, Margrét
Thora gift Björgólfi Guðmundssyni
framkvstj. og Elína Benta gift
Ragnari Guðmundssyni forstöðu-
manni skrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna í Líbanon. Barnabörn Mar-
grétar og Hallgríms voru sjö.
Hallgrímur mat konu sína mikils,
enda var hún honum traustur föru-
nautur. Hún bjó honum fagurt
heimili þar sem gestrisni og vinar-
þel var í öndvegi hver sem í hlut
átti, jafnt innlendir sem erlendir.
Þau voru glæsileg hjón, sem sómi
var að hvar sem þaú fóru.
Eins og fyrr segir flutti Hallgrím-
ur heim til íslands árið 1925. Eftir
heimkomuna byijaði hann fljótlega
að vinna við verzlun og viðskipti,
fyrst hjá skozk-íslenzka fyrirtækinu
Gíslason & Hay, en á árinu 1927
i'éðst hann til þeirra aðila sem þá
stóðu að byggingu olíustöðvar í
Skeijafirði. Hf. Shell á íslandi var
stofnað í ársbyrjun 1928 og réðst
Hallgrímur þá til þess félags. Þar
starfaði hann fyrst sem skrifstofu-
maður, en síðar sem skrifstofu-
stjóri. Hallgrímur yar ráðinn for-
stjóri hf. Shell á íslandi á árinu
1935 og gegndi hann því starfi þar
til það félag var lagt niður. Þegar
Olíufélagið Skeljungur hf. var
stofnað árið 1955 varð hann for-
stjóri þess, enda hafði hann átt allt
frumkvæði að stofnun félagsins.
Eftir farsælan og viðburðaríkan
feril lét Hallgrímur af forstjóra-
störfum er' hann varð 65 ára gam-
all. Þá var hann kjörinn stjórnar-
formaður félagsins og gegndi því
verkefni næstu 5 árin.
Hallgrímur mótaði því starfsemi
félagsins þegar frá upphafi og á
meiri hlut að því en nokkur annar
einn maður hvernig til hefur tekizt
með vöxt þess og viðgang.
Hallgrímur átti sæti í ýmsum
viðskiptanefndum á vegum
íslenzkra stjórnvalda, sem of langt
mál yrði upp að telja. Hann sat lengi
í Orðunefnd. Hallgrímur átti um
árabil sæti í stjórn Verzlunarráðs
íslands og i stjórn Vinnuveitenda-
sambands íslands. í flokksráði
Sjálfstæðisflokksins átti hann sæti
um nokkurra ára skeið.
Formaður og varaformaður
Ólympíunefndar Islands var hann í
mörg ár. Hann var fararstjóri
íslenzku Ólympíufaranna á leikun-
um í London 1948. Hallgrímur var
einn af forgöngumönnum að golfí-
þróttinni á Islandi. Formaður Golf-
klúbbs Reykjavíkur var hann í
nokkur ár. Hann var heiðursfélagi
klúbbsins. Þá sat Hallgrímur í
stjórn íslenzk-ensk félagsins „Angl-
ia“ um langt skeið og var formaður
þar um tíma. Haligrímur var með-
limur i Rótarýklúbbi Reykjavíkur
frá árinu 1936 og forseti klúbbsins
á árunum 1940—43. Hann var heið-
ursfélagi Rótarýklúbbs Reykjavík-
ur.
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson
kunni ávallt vél að meta góðan fé-
lagsskap. Hann stundaði 'íþróttir,
bæði sér til ánægju og heilsubóta.
Hann taldi að vel færi saman heil-
brigð sál í hraustum líkama. Mun
hann hafa verið farinn að leggja
stund á íþróttir þegar á yngri árum
sínum í Kanada.
Auk þess að iðja golf var Hall-
grímur áhugasamur stangveiði-
maður. Hann stundaði þá íþrótt
lengi, enda hafði hann mikla
ánægju og gleði af því að glíma við
laxinn þegar færi gafst. Sérstak-
lega mat hann mikils að fara slíkar
ferðir í þröngum hópi vina og fé-
laga og njóta samtímis fegurðar
íslenskrar náttúru á þeim tíma árs-
ihs sem hún er í mestum blóma.
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson var
fyrsti ræðismaður Kanada á Is-
landi. Því starfi gegndi hann með
miklum sóma frá 1957—1975. Sá
sem þessar línur ritar þekkti vel til
þess hversu mjög honum var annt
um að rækja það starf sitt, svo sem
öll önnur, af.einurð og samvizku-
semi. Enda þótti honum starfið
ánægjulegt og hlaut fyrir það mikla
virðingu og þakkir frá stjórnvöldum
í Kanada.
Hallgrímur Fr. Hallgrímssyni var
ýmis sómi sýndur um ævina sem
þakklætis- og virðingarvott fyrir
margháttuð störf sín.
Hann fékk gullmerki ÍSÍ árið
1955. Hann var sæmdur hinni
virðulegu brezku orðu CBE (Com-
mander of the British Empire) árið
1956. Forseti íslands heiðraði
Hallgrím með því að sæma hann
Stórriddarakrossi hinnar íslenzku
fálkaorðu með stjörnu. Einnig hafði
honum verið veittur Stórriddara-
kross St. Ólafsorðunnar norsku.
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson var
glæsimenni hið mesta. Hann hafði
til að bera sterkan persónuleika.
Hann var ákveðinn og viljasterkur
en jafnframt umburðarlyndur og
góðgjarn. Hann var starfsmaður
maður, duglegur og ráðagóður.
Sumum þótti Hallgrímur nokkuð
stífur stjórnandi. Hann ætlaðist til
þess að starfsmenn sínir ynnu öll
þau verk er þeim voru ætluð, af
samvizkusemi og eftir beztu getu,
en mestar kröfur gerði hann þó
ávallt til sjálfs sín í því efni. Ef
Hallgrími mislíkaði við menn lét
hann það gjarnan í ljósi á hógværan
en ákveðinn hátt.
Hann var raunsær maður og
hreinskiptinn og mikill vinur þeirra
sem náðu trúnaði hans og trausti.
Þegar vanda bar að höndum og
leitað til Hallgríms var hann ein-
staklega hjálpsamur og aðstoðaði
margan manninn, án þess að á slíkt
væri minnzt eða um það talað, enda
var hann ekki þeirrar gerðar að
bera hjálpsemi sína á torg.
Kynni okkar Hallgríms voru mik-
il og náin, þau stóðu lengi og voru
með afbrigðum góð alla tíð.
Mér er það mikið ánægjuefni,
nú þegar leiðir skiljast um sinn, að
geta með góðri samvizku sagt, að
aldrei bar skugga á samvinnu okk-
ar og samstarf, þótt auðvitað væru
sjónarmið á stundum ólík.
Með virðingu og þakklæti kveð
ég nú mikinn persónuleika, ágætan
vin og góðan dreng.
Hallgrímur mun lengi lifa í verk-
um sínum. Hans mun þó fyrst og
fremst minnzt vegna dugnaðar og
drengskapat' í hvívetna. Það verður
óbrotinn minnisvarði um langa tíð.
Svo vermdi þig almættis voldug hönd
á vegferð þinni um óþekkt lönd
þar birtu og ljós ei brestur.
(Jóhann Bárðarson)
Blessuð veri minning hans.
Eiginkonu Hallgríms og ástvin-
um öllum flyt ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Indriði Pálsson
í dag verður lagður til hinstu
hvílu Hallgrímur Fr. Hallgrímsson,
fyrrverandi forstjóri, sem lést þann
16. september sl.
Það leikur vart á tveim tungum
að genginn er mikilhæfur fram-
kvæmda og hugsjónamaður. Auk
fjölmargra trúnaðar- og félags-
málastarfa, sem tengdust starfi
hans, lagði Hallgrímur Fr. Hall-
grímsson íþróttahreyfingunni lið
úm langt árabil. Hann var vara-
formaður Ólympíunefndar íslands
árin 1932-36, þegar undirbúin var
þátttaka íslands í Ólympíuleikunum
í Berlín 1936. Sú þátttaka var ís-
lendingum til mikils sóma, en þá
gengu íslendingar í fyrsta sinn inn
á ólympíuleikvang undir íslenskum
fána. Hallgrímur Fr. Hallgrímsson
var kosinn formaður Ölympíu-
nefndar íslands fyrir tímaþilið
1946-49, en þá undirbjó_ nefndin
eftirminnilega þátttöku í Ólympíu-
leikunum í London 1948.
Það var mikið lán fyrir nefndina
að fá Hallgrím þá sem formann,
en starfið hafði legið niðri í 10 ár
vegna heimsstyijaldarinnar. Nú
þurfti að byggja allt starf upp að
nýju og jafnframt undirbúa þátt-
töku okkar í leikunum í London.
Þá áttum við marga afreksíþrótta-
menn, svo sýnt var að undirbúa
þurfti stóran hóp manna og kvenna
til þátttöku. Fjármálin voru stærsti
Þrándur í Götu. En Ólympíunefnd-
in undir forustu Hallgríms leysti
þann vanda á undraverðan hátt,
svo hægt var að ráða erlenda og
innlenda þjálfara til þess að und-
irbúa Ólympíulið okkar jafnframt
því sem nefndin kostaði hina mynd-
arlegu þátttöku okkar í Ólympíu-
leikunum. Varð þátttaka okkar
lándi og þjóð til sóma, svo eftir var
tekið. Þrátt fyrir mikinn tilkostnað
við þátttökuna og undirbúninginn
skilaði nefndin digrum sjóðum, sem
skyldi nota til uppbyggingar af-
reksíþróttamönnum framtíðarinn-
ar-.
Á þessum vettvangi vann Hall-
grímur stórvirki fyrir íslenskt
íþróttalíf.
Um leið og Ólympíunefnd ís-
lands þakkar Hallgrími Fr. Hall-
grímssyni frábær störf í þágu
ðlympíuhugsjónarinnar og ís-
lenskra íþrótta, sendir nefndin nán-
ustu ættingjum dýpstu samúðar-
kveðjur.
Ólympíunefnd Islands
Látinn er .Hallgnniur F. Hall-
grímsson, fyrrum forstjóri Olíufé-
lagsins Skeljungs, í hárri elli.
Honum eiga margir gott að
gjalda fyrir greiðasemi og glæsilega
fyrirmynd bæði til orðs og æðis.
Undirrituð man hann fyrst á
bernskustöðvum sínum í Svigna-
skarði, þegar hann kom með reið-
skjóta sína sem veiði- og útivistar-
maður í Borgarfjörðinn fyrir röskri
hálfri öld. Þar varð hann blessunar-
lega tíður gestur í mörg ár.
Þessi maður frosts og funa,
heims og sveitar hjálpaði hugmynd-
um sveitabarnsins út fyrir girðing-
'una, enda réð hann það í vinnu
eftir skólagöngu í Kvennaskólanum
og var því hinn besti húsbóndi og
lærifaðir í sjö ár og góður vinur
allar götur síðan.
Með þessum fáu orðum vil ég
votta honum ævarandi þakklæti
mitt og virðingu um leið og ég
sendi aðstandendum hans djúpa
samúð nú þegar dauðinn kveður
dyra tvisvar í fjölskyldunni með
fárra daga millibili.
Blessuð sé minning Hallgríms og
dótturdóttur hans.
Valdís Krisljónsdóttir
Vélritunarkennsla
Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Lærið vélritun á
vægu verði hjá vönu fólki. Enginn heimavinna. Ný
námskeið byrja 5. og 6. október. Innritun í símum
36112 og 76728.
Vélritunarskólinn,
Ánanaustum 15, sími 28040.