Morgunblaðið - 26.09.1989, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989
17
Morgunblaðið/Sverrir
Kristján Guðmundsson bæjarstjóri og Ólafur Önundarson við nýju smábátahöfhina. Ólafur hefur
róið frá Kársnesi síðan 1946 og hann klippti á borða þegar höfnin var tekin í notkun s.l. laugardag.
Kópavogur:
Ný bátahöfti og flotbryggja
formlega teknar í notkun
NÝ bátahöfh og flotbryggja voru formlega teknar í notkun við
Kársnes í Kópavogi á laugardaginn. Nú geta um það bil 40 bátar
legið við flotbryggjuna, en þegar framkvæmdum við bátahöfhina
verður lokið árið 1992 er gert ráð fyrir að þar rúmist á milli 110
og 120 bátar við bryggju, allt að 60 tonn að stærð. Bæjarstjórn
Kópavogs liefur veitt 33 milljónum króna til þessara framkvæmda
frá árinu 1982, en á síðasta ári voru þær einnig á fjárlögum hjá
ríkinu.
Kristján Guðmundsson bæjar-
stjóri Kópavogs tjáði Morgunblað-
inu að fljótlega eftir að Kópavogur
varð sjálfstætt hreppsfélag árið
1948 var farið að huga að því að
koma upp höfn á þessum stað að
tilstuðlan Finnboga Rúts Valdi-
marssonar alþingismanns. Var
komið upp lendingaraðstöðu og
einnig reist verbúð.
Um langt árabil lágu síðan fram-
kvæmdir niðri en frá 1982 hefur
Bæjarstjórn Kópavogs veitt fé í
þessa uppbyggingu.
í aðalskipulagi Kópavogs er gert
ráð fyrir þessari bátahöfn við Kárs-
nesið og viðleguköntum fyrir stærri
skip, allt að fraktskipum, við Kárs-
nestá. Nú hafa verið byggðir varn-
argarðar auk flotbi'yggjunnar og
auk þeirra fjörtíu báta sem geta
legið við nýju flotbryggjuna er
hægt að hafa aðra tuttugu til
þijátíu báta í höfninni.
Kristján sagði að á Kársnesinu
væri 16 hektara landsvæði sem
ekki er búið að skipuleggja. Eru
hugmyndir uppi um að koma þar
upp iðnaði sem tengist útgerð. Þar
hefur Síldarútvegsnefnd bæki-
stöðvar sínar og Vita- og hafnar-
málaskrifstofan er að flytja skrif-
stofur sínar þangað. Á þessu svæði
eru nokkur lítil fiskiðnaðarfyrir-
tæki, vélsmiðjur og önnur fyrirtæki
sem tengjast sjómennsku.
Hefur róið frá Kársnesi
síðan 1946
Ólafur Önundsson hefur róið frá
Kópavogi frá árinu 1946, tveimur
árum áður en Kópavogur varð sjálf-
stætt sveitarfélag. Hann klippti á
borðann á laugardaginn, þegar
nýja bátahöfnin var tekin í notkun.
Ólafur var sjómaður fram að
þrítugu en starfaði síðan við park-
etlagnir í fjörtíu ár. Frístundum
sínum eyðir hann á sjónum.
„Það hefur ekki liðið það sumar
að ég hef ekki farið á sjó,“ sagði
Ólafur í samtali við Morgunblaðið.
„Ég stundaði sjóinn fyrst með
föður mínum, en hann var lengi
vel eini maðurinn sem reri frá
Kópavogi. Fyrst í stað lenti hann
í fjörunni þar sem Siglingaklúbbur
Kópavogs hefur nú aðstöðu. Ég
man vel eftir því þegar fyrsta lend-
ingaraðstaðan var byggð hér í
kringum 1950 í tíð þeirra merkis-
hjóna Huldu Jakobsdóttur og Finn-
boga Rúts Valdimarssonar. Eftir
það fjölgaði bátunum hér, en ann-
ars hefur ekki verið mikil útgerð
hér fyrr en síðustu árin.“
Óiafur segist hafa fylgst með
uppbyggingunni frá byijun. „Nú
er aðstaðan orðin reglulega góð
fyrir þá sem fara á sjóinn sér til
gamans eða hafa sjósókn að at-
vinnu," sagði hann. „Hér verður
enn betri aðstaða í framtíðinni því
mér skilst að þetta sé bara byijun-
in. Ég hef alltaf átt þess kost að
komast á sjóinn og ætla að halda
því áfram. Ég hef afskaplega gam-
an að þessu enda er sjómennskan
í blóðinu."
Könnun Neytendasamtakanna:
80% andvígir land-
búnaðarsteftiunni
Meirihluti mótfallinn innflutningi búvara
NEIKVÆTT viðhorf til landbúnaðarstefnu stjórnvalda kom fram hjá
tæpum 80% þeirra sein afstöðu tóku í nýgerðri könnun Neytendasam-
takanna. En 70% sögðust þó andvíg því að fluttar væru inn land-
búnaðarvörur og var andstaðan mest meðal 50 ára fólks og eldra.
Flestir þeirra sem vildu innflutning sögðu að flytja ætti inn græn-
meti en fæstir vildu láta flytja inn injólk. I ræðu Jóhannesar Gunnars-
sonar, formmanns Neytendasamtakanna, á formannafúndi um helg-
ina kom fram að tími væri koininn til að samtökin tækju afstöðu til
málsins, ekki síst í ljósi skeytingarleysis sljórnvalda um óskir neyt-
enda varðandi breytta steftiu í landbúnaðarmálum.
Að sögn Maríu E. Ingvadóttur,
varaformanns Neytendasam-
takanna, var ekki tekin afstaða til
þess, hvort flytja ætti inn lánd-
búnaðarvörur eða ekki, á formanna-
fundi samtakanna í Borgarnesi.
„Þarna er þó um merkilega stefnu-
breytingu að ræða,“ segir hún,
„tímabært þykir orðið að hugsa al-
farið um hag neytenda. Hingað til
höfum við fyrst og fremst rætt um
gæði vörunnar en nú hefur krafan
um hagstætt verð bæst við og þar
hljótum við að miða við nágranna-
löndin. Mér finnst nokkurt ósam-
ræmi í því að fólk er óánægt með
stefnu stjórnvalda í iandbúnaðar-
málum en andvígt innflutnifigi á
iandbúnaðarvörum. Fram kom á
fundinum að hægt væri að spara
tíu milljarða árlega með slíkum inn-
flutningi, spurningin hlýtur að vera
hve langt eigi að ganga í að aflétta
viðskiptahömlum."
I könnuninni sem kynnt var um
helgina kom fram að fæstum, eða
60% þeirra sem tóku afstöðu, þótti
gæði kartaflna fullnægjandi en
mest ánægja ríkti með mjólk, yfir
90% töldu- hana nægilega góða.
Kindakjöt kom best út af land-
búnaðarafurðum, hvað varðar álit
á hvort verð væri nógu hagstætt,
en næstverst hvað mat á gæðum
varðar.
Athygli vekur í niðurstöðum
könnunarinnar að helmingur að-
spurðra tók ekki afstöðu til stefnu
stjórnvalda í iðnaðarmálum. En
47% þeirra sem það gerðu voru já-
kvæðir. Álíka margir létu í ljós álit
á stefnu stjórnvalda í sjávarútvegs-
málum og landbúnaðarmálum, eða
rúmt 71%. Tæplega 56% höfðu já-
kvætt viðhorf til stefnunnar í sjáv-
arútvegsmálum. Meðal þeirra 30%
Dr. Ólafur Jensson skipaður prófessor:
Vill auka kennslu í mann-
erfðafræði við læknadeild
DR. ÓLAFUR Jensson, yfir-
læknir Blóðbankans, hefúr ver-
ið skipaður prófessor við
læknadeild Háskóla íslands frá
1. janúar næstkomandi. Hann
hefur stundað rannsóknir á
sviði mannerfðafæði og erfða-
sjúkdóma í tæp þrjátíu ár og
kveðst vilja auka kennslu í
þessum greinum við lækna-
deild.
Dr. Ólafur var skipaður í svo-
kallaða persónubundna prófess-
orsstöðu eftir tillögu læknadeildar
til Háskólaráðs og menntamála-
ráðuneytis. Undanfarin ár hefur
Snorri Páll Snorrason yfirlæknir
verið í sams konar stöðu við Há-
skólann, en hann lætur af henni
um áramót. Það heyrir til undan-
tekninga að prófessorstöður teng-
ist ákveðnum mönnum, en til
dæmis má einnig nefna dr. Kristj-
án Eldjárn.
Dr. Ólafur hefur stundað rann-
sóknir við Blóðbankann frá 1972
og mun áfram gegna þar starfi
yfirlæknis. Hann varði doktorsrit-
gerð 1978. „Ég reyni áfram að
láta rannsóknir blóðbankans hafa
áhrif inn á deildir sjúkrahúsanna,
vonast raunar til að áhrifin aukist
Dr. Ólafur Jensson tekur við
prófessorsstöðu l.janúár ánæsta
ári.
með tilliti til frekari kennslu í
læknadeild um erfðasjúkdóma.
Hingað til hefur áherslan fremur
verið á samvinnu við sérfræðinga
og fræðslu til lækna.“
GOODYBAR
GBFUR
ÖRYGGI
GOODjfYEAR
ffl
HEKLAHF
Laugavegi 170 -174 Simi 695500
sem töldu að flytja ætti inn land-
búnaðarvörur ef það yrði til áð
lækka verðið, vom karlar í meiri-
hluta.
í skýrslu stjórnar Neytendasam-
takanna á fundinum um helgina
kom fram að félagsmönnum sam-
takanna hefur ijölgað mjög á
síðustu tveimur árum; úr rúmlega
2.000 í 13.400. María Ingvadóttir
segir þetta endurspegla óánægju
fólks með verðlagsþróun að undan-
förnu. Erindum og kvörtunum til
samtakanna hafi einnig fjölgað
mikið, til dæmis hafi 33 formlegar
kvartanir borist 1987 en 122 í fyrra.
Þá ræddi í skýrslunni um að
reynslan af strikamerkingum á öðr-
um Norðurlöndum sýndi að þörf
væri áfram á að verðmerkja hvern
hlut. Norrænar kannanir sýndu að
verðskyn neytenda sljóvgaðist af
því að verð væri aðeins merkt á
hillur, ekki hveija einstaka vöru.
Ennfremur var í skýrslunni Ijallað
um að mikilvægi vömkannana
Neytendafélagsins hefði sýnt sig.
Á formannafundi Neytendasam-
takanna var samþykkt ályktun um
nauðsyn þess að styrkja stöðu
landsbyggðarverslunar, sem gegni
mikilvægu öryggis- og þjónustu-
hlutverki.
Myndatökur frá kr. 6.500,-
út októbermánuð, öllum tökum
fylgja tvær prufustækkarnir
20x25 cm.
Ljósmyndastofan Mynd
sími 5 42 07
Ljósmyndastofa Kópavogs
simi 4 30 20