Morgunblaðið - 26.09.1989, Side 18
18
m i »aaMínM3í :os j< joa<juotíh BiQAtíi^uofloj/
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SÉPTEMBER 1989
Viðræður Bandaríkjamanna og Sovétmanna:
Efiiahagssamstarf risaveldanna:
Sovétmenn vilja ráð-
gjöf fremur en lán
Jackson Hole, Wyoming-ríki. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lét svo ummælt á
laugardag að loknum tveggja daga fundi með Edúard Shevardnad-
ze, sovéskuin starfsbróður sinum, að Sovétstjórnin vildi koma á
markaðshagkerfí. Sagði Baker að Sovétmenn hefðu sýnt áhuga á
því að læra af Bandaríkjamönnum á þessu sviði. í því augnamiði
fara Alan Greenspan, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, og
Robert Zoellick, háttsettur ráðgjafí Bakers, til Sovétríkjanna í næsta
mánuði.
Reuter
Baker sagði á fundi með frétta-
mönnum á laugardag að efnahags-
vandræði Sovétríkjanna hefðu mik-
ið verið rædd á fundum utanríkis-
ráðherranna. Hann sagði að Sovét-
menn hefðu undirstrikað að þeir
væntu hvorki lána né styrkja frá
Bandaríkjunum. Þeir vildu fremur
læra af reynslu Bandaríkjamanna
Utanríkisráðherrar risaveldanna, þeir James Baker (tv.) og Edúard Shevardnadze, snúa aftur úr veiði-
ferð sem þeir héldu í er hlé var gert á viðræðum þeirra í Wyoming-ríki i Bandaríkjunum. ---
Greitt fyrir viðræðum um feekk-
un langdrægra kjarnavopna
Fækkun stýriflauga í skipum og kafbátum verði rædd sérstaklega
Jackson Hole, Washington, New York. Reuter, The Daily Teiegraph.
UMTALSVERÐAR tilslakanir af hálfii Sovétstjórnarinnar hafa gert
það að verkum að bandarískir embættismenn telja nú vaxandi líkur
á því að risaveldunum tveimur takist að ná samkomulagi um fækkun
langdrægra kjarnorkuvopna. Tilslakanir þessar voru kynntar í bréfí
frá Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins,
til George Bush Bandaríkjaforseta en utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, Edúard Shevardnadze, færði Bush bréfið í síðustu viku. A laug-
ardag lauk í Wyoming-ríki í Bandaríkjunum fundi utanríkisráðherra
risaveldanna og skiluðu þær viðræður verulegum árangri á vett-
vangi afvopnunarmála auk þess sem afráðið var að þeir Bush og
Gorbatsjov kæmu saman til fundar á fyrri helmingi næsta árs.
Bush Bandaríkjaforseti var sýni-
lega ánægður með niðurstöður
fundar utanríkisráðherranna er
hann ræddi við blaðamenn síðdegis
á laugardag. Kvaðst hann telja það
mjög vel við hæfi að þeir Gorb-
atsjov hittust í Washington á fyrri
helmingi næsta árs en formlega
hefur fundarstaðurinn enn ekki ver-
ið ákveðinn. Fyrr um daginn höfðu
utanríkisráðherrarnir, þeir Shev-
ardnadze og James Baker, skýrt frá
því að leiðtogafundur yrði haldinn
á næsta ári. George Bush tók fram
að óvarlegt væri að gera ráð fyrir
þvi að afvopnunarsamningur yrði
undirritaður á fundi þeirra Gorb-
atsjovs.
Geimvarnir undanskildar
Bæði sovéskir og bandarískir
embættismenn lýstu sig ánægða
með niðurstöður fundar utanríkis-
ráðherranna og sérfræðingar kváðu
árangurinn verulegan. Brent
Scowcroft, öryggisráðgjafi Banda-
ríkjaforseta, sagði að „meiriháttar
hindrun" hefði verið rutt úr vegi í
viðræðum um fækkun langdrægra
kjarnorkuvopna, sem nefndar eru
START-viðræðurnar. Átti hann við
þá yfirlýsingu Sovétmanna að slíkur
sáttmáli þyrfti ekki jafnframt að
kveða á um bann við uppsetningu
varnarkerfa gegn langdrægum
kjarnavopnum í geimnum. Krafa
Sovétmanna um að START-sátt-
máli þurfi jafnframt að taka til
geimvopna hefur verið helsta
ágreiningsefnið í afvopnunarvið-
ræðum risaveldanna frá því leið-
togafundurinn var haldinn í
Reykjavík í október árið 1986. Sov-
éskir embættismenn sögðu að með
þessu yrði unnt .að ganga frá
START-samningi en vamarkerfi
gegn kjamorkuvopnum og ABM-
sáttmálinn um takmarkanir þeirra
frá árinu 1972 yrðu þá tekin til
umfjöllunar í sérstökum viðræðum
í Genf.
Sovésku embættismennirnir
gerðu einnig heyrinkunnugt að fall-
ið hefði verið frá þeirri kröfu að
Bandaríkjamenn hétu því að virða
ABM-sáttmálann næstu tíu árin
auk þess sem Bandaríkjamönnum
yrði heimilt að framkvæma „tiltekn-
ar“ tilraunir í geimnum svo framar-
lega sem þær brytu ekki gegn sátt-
málanum margnefnda. Komu þessi
tvö atriði mjög á óvart. Þá lýstu
Sovétmenn yfir því að þeir væru
reiðubúnir til að láta rífa umdeilda
ratsjárstöð í Krasnojarsk í Síberíu
en bandarískir embættismenn hafa
löngum haldið því fram að stöðin
sú bijóti í bága við ABM-sáttmál-
ann.
Stýriflaugar ræddar
sérstaklega
Sovétmenn lögðu fram aðra mik-
ilvæga tillögu á vettvangi START-
viðræðnanna sem gerir ráð fyrir því
að fækkun stýriflauga og leyfilegur
hámarksljöldi þeirra um borð í skip-
um og kafbátum verði rædd sér-
staklega. Þetta hefur verið eitt
helsta ágreiningsefnið í viðræðum
þessum, ekki síst sökum þess að
sýnt þykir að erfitt verði að ganga
frá fullnægjandi eftirlitsákvæðum á
þessu sviði samþykki risaveldin að
fækka langdrægum gjöreyðingar-
vopnum sínum. James Baker fagn-
aði þessari tillögu Sovétstjórnarinn-
ar en lagði jafnframt áherslu á að
mikið bæri á milli í viðræðum risa-
veldanna um fækkun stýriflauga á
og í höfunum. Hann sagðist telja
að tilsiakanir Sovétstjórnarinnar
myndu greiða fyrir árangri í
START-viðræðunum en tók fram
að stjórnvöld í Bandaríkjunum teldu
að áfram bæri að vinna að þróun
og smíði geimvarna og það yrði
gert.
Utanríkisráðherrarnir undirrit-
uðu sex smæiTÍ samninga sem
varða m.a. tæknileg atriði á vett-
vangi afvopnunarmála og samskipti
ríkjanna. Nefna má að bæði ríkin
skuldbundu sig til að greina frá
efnavopnabirgðum sínum fyrir lok
þessa árs og verulega miðaði í við-
ræðum um eftirlit með kjarnorkutil-
raunum neðanjarðar. Undanfarin
15 ár hafa risaveldin deilt um
hvernig staðið skuli að slíku eftir-
liti en nú þykir sýnt að samningur
þar að lútandi verði tilbúinn til und-
irritunar á næsta ári.
af fijálsu markaðskerfi. Baker
sagðist telja að Míkhaíl Gorbatsjov,
forseti Sovétríkjanna, gerði sér
grein fyrir þeim erfiðleikum sem
fylgdu efnahagsumbótum — sér-
staklega hvað varðar atriði eins og
að koma á nýju verðmyndunarkerfi
og gera rúbluna gjaldgenga í al-
þjóðaviðskiptum. Baker sagðist
álíta að áður en slíkar umbætur
yrðu gerðar þyrfti í fyrsta lagi að
draga úr peningamagni í umferð. I
öðru lagi yrði að breyta hagkerfinu
þannig að pláss væri fyrir frum-
kvæði og samkeppni. í þriðja lagi
þyrfti að „strengja öryggisnet" til
að draga úr áhrifum fijálsrar verð-
myndunar á hag einstaklingsins.
Ekki kom til þess á laugardag
að ráðherrarnir héldu sameiginleg-
an fréttamannafund eins og áform-
að var. Shevardnadze sagði á sínum
fundi m.a. að Sovétmenn vildu inn-
leiða „sósíalískt markaðshagkerfi".
Hann bætti því við þegar hann sá
spurnarsvipinn á viðstöddum frétta-
mönnum að þar yrði um „athyglis-
vert hagkerfi" að ræða.
Þótt miklir efnahagserfiðleikar
blasi nú við Sovétstjórninni segist
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, hafa trú á því að
Gorbatsjov hafi hæfileika til að leiða
þjóð sína til efnahagslegrar vel-
sældar. Leiðtogarnir hittust í fjórar
stundir á laugardag þegar Thatcher
var á heimleið frá Japan. Að því
búnu fór Thatcher fögrum orðum
um Gorbatsjov og „djarfmannleg-
ar“ umbætur hans.
Frá flandskap til samstarfe
ÞAÐ hefiir verið til þess tekið hve góður andi ríkti í viðræðum
utanríkisráðherra risaveldanna á föstudag og laugardag. James
Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti þeirri breytingu,
sem orðið hefur á samskiptunum við Sovétríkin, svo: „Við létum
af flandskap, tókum upp viðræður og nú hefst samstarfið.“
í fjörutíu ár var stefna Banda- árinu að Bandaríkin ætluðu ekki
ríkjastjórnar gagnvart Austur-
Evrópu og kommúnistaríkjum sú
að halda þeim í skefjum. Hún var
óbreytt frá því að George Kennan
skilgreindi þróun mála í Sovétríkj-
unum á árunum eftir síðari heims-
styijöldina. George Bush Banda-
ríkjaforseti gaf tóninn fyrir breytt
viðhorf þegar hann sagði fyrr á
lengur að láta staðar numið við
járntjaldið heldur láta að sér
kveða í ríkjum Austur-Evrópu eft-
ir því sem tækifæri gefast. Baker
ítrekaði þessa stefnubreytingu um
helgina með því að segja að „nýtt
skeið“ væri runnið upp í samskipt-
um risaveldanna.
GARÐASTAL
Lausn á steypuskemmdum
HÉÐINN
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
Hryðjuverk IRA í Bretlandi:
Óvopnaðir menn á verði
St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
BRESKA ríkisstjórnin heftir lýst því yfir að til hefði staðið að auka
öryKK*sKæslu við Tónlistarskóla breskra sjóliða í bænum Deal á Suð-
austur-Englandi. Tíu hermenn fórust í sprengingu þar sl. föstudag og
hefur Irski lýðveldisherinn gengist við sprengjutilræðinu. Filippus
prins, drottningarmaður, hefiir brotið hefðir með því að fordæma árás
IRA.
Öryggisgæsla við tónlistarskólann
var í höndum einkafyrirtækis og
þeir starfsmenn sem önnuðust hana
máttu ekki vera vopnaðir. Var þetta
fyrirkomulag liður í sparnaðar-
aðgerðum stjómvalda.
Seint á síðasta ári ákvað breska
ríkisstjórnin að efla öryggisgæslu við
svonefnd „mjúk“ hernaðarleg skot-
mörk. Var það gert skömmu eftir
að einn hermaður fórst og níu særð-
ust í sprengingu í herskála í London.
Filippus prins, drottningarmaður,
sagði að sprengjuárásin sl. föstudag
væri tilgangslaust og viðurstyggilegt
athæfi. „IRA fær engu framgengt
með því,“ sagði hann við blaðamenn.
Bresku dagblöðin sögðu I gær að
prinsinn hefði brotið hefðir með
ummælum sínum en samkvæmt þeim
forðast konungsfjölskyldan afskipti
af viðkvæmum pólitískum deilumál-
um. Blöðin gátu þess jafnframt að
orð hans endurspegluðu mikla andúð
konungsijölskyldunnar á tilræðinu.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, flaug til herstöðvar-
innar í Deal í gær og sagði hún að
skæruliðarnir sem stóðu fyrir árás-
inni væru mannill óargardýr. „Þeir
fá engu áorkað. Þetta eru miklir ill-
virkjar, sannkölluð óargardýr," sagði
Thatcher.
Lögreglan leitar nú þriggja manna
sem tóku íbúð á leigu fyrir nokkrum
vikum nálægt skólanum. Þeir hurfu
sporlaust eftir sprenginguna.