Morgunblaðið - 26.09.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989
tílíttllHíl IIIM
20
1
26: SEPTEMBER 1989
21
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson, ■
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Fjárlög, ráðstöfun-
artekjur, kaupmáttur
að hafa verið miklir efna-
hagsörðugleikar í norskum
þjóðarbúskap. Heimsmarkaðs-
verð á olíu féll úr þijátíu dölum
í fimmtán fatið, þjóðartekjur
minnkuðu og risu ekki lengur
undir þjóðareyðslunni. Erlend
lán vóru tekin til að fjármagna
lífskjörin. Þessi norski veruleiki
minnir um sumt á samdráttinn
í íslenzkum þjóðarbúskap 1988
og 1989 og þjóðhagsspá um
áframhaldandi samdrátt 1990.
Norðmönnum hefur á hinn
bóginn gengið betur en íslend-
ingum að halda niðri almennu
verðlagi. Verðbólga var 4,6% á
síðustu tólf mánuðum og raunar
lækkaði verðlag um 0,3% í
ágústmánuði. „Það kom sér vel
fyrir margan manninn," segir
Rune Timberlind fréttaritari
Morgunblaðsins í Noregi, „enda
verða flestar fjölskyldur að
framfleyta sér á árslaunum, sem
eru mánaðarlaununum minni en
fyrir þremur eða fjórum árum.
Er þar um að kenna efnahags-
erfiðleikunum og ströngum að-
haldsaðgerðum stjórnvalda.“
Fréttaskýrandinn segir jafn-
framt að atvinnuleysið hafi verið
það gjald, sem Norðmenn „urðu
að greiða fyrir að koma efna-
hagslífinu á réttan kjöl“. 130
þúsund einstaklingar eru án at-
vinnu í Noregi eða 7% fólks á
vinnualdri.
Aðgerðir ríkisstjórnar jafnað-
armanna í Noregi hafa ekki sízt
beinzt að því að halda aftur af
launahækkunum. í fyrra hækk-
uðu laun ekkert og í ár fær éng-
inn launahækkun umfram það
sem samsvarar 17 þúsund
íslenzkum krónum. Einkaneyzla
hefur og dregizt allnokkuð sam-
an í Noregi; fólk gætir aðhalds
í allri eyðslu og forðast lántökur.
Það er fróðlegt að skoða nið-
urstöður á ráðstefnu Samtaka
fiskvinnslustöðva í ljósi þessa
norska veruleika, sem hér var
vikið að. Samtökin telja það
brýnustu verkefnin í íslenzkum
þjóðarbúskap að ná niður verð-
bólgu og viðskiptahalla. Þau
leggja og áherzlu á að fram-
lengja gildandi kjarasamninga,
án kauphækkana, í eitt ár. Um
þetta efni segir Einar Oddur
Kristjánsson, formaður VSI, orð-
rétt:
„Það er ekki gaman að til-
kynna því fólki, sem í dag er að
taka á sig verulega lífskjara-
skerðingu, að kaupið muni ekki
hækka, en það væri enn voða-
legra að fara einn hringinn enn-
þá. Lífskjaraskerðingin út úr því
yrði alveg sú sama. Við skulum
rétt ímynda okkur hvernig við
ætlum að fara í gegnum þessa
lífskjaraskerðingu með vextina
og verðbólguna upp til fjalla. Þá
fara öll sjávarútvegsfyrirtæki á
hausinn og þá þýðir nú lítið að
hafa hátt kaup þegar engin er
vinnan.“
Á síðustu tveimur árum hefur
hagur fiskvinnslunnar breytzt
úr þokkalegri afkomu í verulegt
tap. Þessi þróun rekur rætur til
ytri aðstæðna sem og heimatil-
búinna. Fiskifræðilegar niður-
stöður krefjast enn frekari afla-
samdráttar á komandi ári og
þjóðhagsspá 1990 stendur til
þess að landsframleiðsla dragist
enn saman, þriðja árið í röð. Það
er því úr vöndu að ráða á kjara-
vettvangi, einkum þegar þess er
gætt, að kaupmáttur launa hefur
skerzt verulega.
Við þessar þjóðhagsaðstæður
er það skylda ríkisstjórnar og
Alþingis að stuðla að virkri þjóð-
ar- eða kjarasátt meðan undir-
stöðugreinar atvinnulífsins og
þjóðarbúskapurinn í heild eru að
vinna sig út úr vandanum. Það
verður ekki gert með því að
auka enn á skattheimtu, mið-
stýringu eða millifærslur. Aukin
skattheimta, hvaða nafni sem
nefnist, virkar sem olía á ófrið-
arbál.
Það eru því orð í tíma töluð
hjá Guðmundi G. Þórarinssyni,
þingmanni Framsóknarflokks,
þegar hann segir í blaðagrein:
„Auknir skattar í þeirri stöðu,
sem við erum núna, koma ekki
til greina. Hins vegar er alveg
nauðsynlegt að menn snúi sér
að rekstri ríkisins, skeri ríkis-
kerfið upp.“
Ríkisstjórninni ber að draga
saman segl í ríkisbúskapnum og
fella niður þá skattauka, sem
hún hefur dembt yfir fólk og
fyrirtæki siðustu misserin. Eink-
um og sér í lagi þarf að hemja
þá skatta sem segja til sín í verði
helztu nauðsynja heimilanna.
Kaupmáttur launa ræðst ekki
nema að hluta til í kjárasamning-
um. Hann ræðst ekki síður af
stjórnarstefnunni — skattastefn-,
unni —, sem hefur annars vegar
áhrif á hveijar eru ráðstöfunar-
tekjur fólks, eftir staðgreiðslu
skatta, og hinsvegar á kaupmátt
þessara ráðstöfunartekna með
sköttum í verði vöru og þjón-
ustu: vörugjaldi og söluskatti.
Fjárlagafrumvarpið, sem senn
liggur fullbúið á borði fjármála-
ráðherra, vísar veg um ráðstöf-
unartekjur fólks 1990 og kaup-
mátt þeirra. Fjárlögin eru í viss-
um skilningi „viðbót“ við gild-
andi kjarasamninga.
Þorsteinn Pálsson um skattlagningu vaxtatekna:
Óðs manns æði að ætla að hrinda
þessum hugmyndum í fimnkvæmd
Morgunblaðið/Bjarni
Ólafur Ragnar Grímsson, Qármálaráðherra, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Samtaka spariQáreigenda á sunnudag. Lengst til vinstri
er Ingvi Hrafh Jónsson sem stjórnaði hringborðsumræðum.
SAMTÖK sparifjáreigenda héldu
opinn fund um skattlagningu
vaxtatekna á sunnudag. í hring-
borðsumræðum sem fulltrúar
stjórnmálaflokkanna tóku þátt í
kom fram að allir flokkar nema
Sjálfstæðisflokkurinn eru fylgj-
andi því grundvallaratriði að
vaxtatekjur verði skattlagðar.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að
þessi skattalagning myndi auka
misrétti. Þá væru slíkir ann-
markar á framkvæmd hugmynd-
anna að óðs manns æði væri að
ætla að hrinda þeim í fram-
kvæmd nú. Fulltrúi Kvennalista
sagði að þó flokkurinn styddi
þetta „prinsipp" þá væri þetta
ekki rétti tíminn til slíkrar skatt-
lagningar né heldur treysti
Kvennalistinn að fenginni
reynslu ríkisstjórninni til að
framkvæma hana á réttlátan
hátt. Kvennalisti myndi því
greiða atkvæði gegn þessum til-
lögum í vetur. Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra,
sagðist þó vera viss um að fyrir
þessum hugmyndum væri meiri-
hluti á þingi. I lok fundarins var
samþykkt ályktun þar sem fund-
urinn skorar á ríkisstjórnina að
falla frá áformum sínum um að
hefja skattlagningu Qármagns-
tekna einstaklinga. „Fundurinn
bendir á þá staðreynd að í mik-
illi verðbólgu er skattlagning
Ijármagnstekna illframkvæman-
leg og stórvafasöm fyrir skatt-
greiðendur. Skattlagning mun
leiða til sóunar og draga veru-
lega úr afkomumöguleikum
fólks, sérstaklega þess sem verð-
ur að treysta á sparifé sitt til að
bæta sér upp rýrt framlag lífeyr-
issjóðanna," segir í ályktuninni.
Fundurinn hófst með fjórum
framsöguerindum. Othar Örn Pet-
ersen, varaformaður Samtaka
sparifjáreigenda, sagði sparifé um
árabil hafa verið skattlagt með
verðbólgutilfærslum. Hefði þetta
leitt til að sparnaður hrundi og er-
lendar skuldir hlóðust upp. Með
verðtryggingu og jákvæðum vöxt-
um hefði hins vegar tekist að snúa
þessari þróun við. Enn væri þó hluti
af sparifé landsmanna á neikvæðum
vöxtum, nefnilega það á almennum
sparisjóðsbókum.
Varðandi þær fullyrðingar ráða-
manna að vextir í landinu væru of
háir sagði Othar að það væri
ástandinu í þjóðfélaginu að kenna.
Það væri fyrst og fremst hin mikla
peningalega þörf stjórnmálamanna
sem héldi vöxtunum uppi. Þeir
bæru því ábyrgð á ástandinu.
Hann riijaði upp að í janúar sl.
hefði verið gerð breyting á láns-
kjaravísitölunni og sagði að hún
hefði grafið undan því trúnaðar-
sambandi sem farið var að myndast
milli stjórnmálamanna og sparifjár-
eigenda eftir að horfið var frá nei-
kvæðum vöxtum. Othar sagði sam-
tökin ekki geta annað en barist
gegn hvers kyns álögum og hefði
tilvist þeirra í raun aldrei verið jafn
brýn og nú.
Ólafur Nílsson, endurskoðandi,
sagði, að hin fyrirhugaða skattlagn-
ing ætti eftir að hafa gífurleg áhrif
á vinnuálag skattayfirvalda og
spurði hvernig þau væru undir það
búin. Skattaleg framkvæmd væri á
mörgum sviðum nú þegar í ólestri.
Mætti nefna sem nokkur dæmi að
ósamræmi væri eftir skatta-
umdæmum, völd skattstjóra væru
of mikil og eftirliti með störfum
þeirra áfátt. Þá tæki langan tíma
að leiðrétta augljósar skekkjur
skattayfirvalda og mörg ákvæði
skattalaga þörfnuðust endurskoð-
unar. Sagði hann að segja mætti,
að skattayfirvöld hefðu gefist upp
á framkvæmd ýmissa ákvæða.
Á sama tíma og ástandið væri
svona væru innheimtuaðgerðir
hertar. Nú væru svo að koma fram
byltingarkenndar hugmyndir um
skattlagningu Jjármagnstekna sem
að hans mati væri vonlaust að fram-
kvæma við núverandi aðstæður.
Það gæti til dæmis verið afar
flókið að reikna út raunvexti þegar
tekið væri mið af öllum hinum mis-
jöfnu sparnaðarformum sem væru
til og hinni sveiflukenndu verð-
bólgu. Þá ætti skatturinn að vera
staðgreiddur og myndi það leiða til
þess að sá er greiddi vextina þyrfti
að innheimta.þá. Vart væri hægt
að ætlast til þess.
Og hvað ætti einstaklingur að
gera sem væri með tvo reikninga,
einn með jákvæðum vöxtum og
annan með neikvæðum vöxtum.
Ætti hann að greiða skatt af öðrum
en þola tap af hinum?
Varðandi skattlagningu lífeyris-
sjóða sagði Ólafur að það væri í
sjálfu sér ekki flókið framkvæmda-
atriði. Lífeyrissjóðirnir gætu aftur
á móti fæstir staðið við skuldbind-
ingar sínar. Þá bæri að hafa í huga
að með greiðslum í lífeyrissjóð væri
fólk að jafna tekjur yfir ævi sína.
Ef sjóðirnir yrðu skattskyldir þá
ættu greidd gjöld að vera frádrátt-
arbær því annars væri um tvískött-
un að ræða.
Tók hann dæmi af lífeyrissjóði
opinberra starfsmanna og sagði
þann sjóð nú þegar einungis geta
staðið undir hluta af þegar áunnum
réttindum félagsmanna. Skuldir
sjóðsins væru 30-50 milljarðar um-
fram hreina eign sjóðsins. Þessi
skuld væri hvergi bókuð og yrði
meiri með hveiju árinu. Enginn
grundvöllur væri fyrir skattlagn-
ingu lífeyrissjóða, stjórnmálamenn
yrðu að átta sig á raunveruleika
málsins.
Áður en til skattlagningar fjár-
magnstekna kæmi sagði Olafur að
tryggja þyrfti að þessi skattur lenti
ekki á þeim sem síst skyldi. Aðlög-
unartími yrði líka að vera mjög
rúmur, til dæmis fimm ár.
Guðríður Ólafsdóttir, frá Félagi
eldri borgara, sagði ríkisstjórnina
leita leiða til að auka fé í ríkiskass-
anum, t.d. væru uppi hugmyndir
um að greiða ekki ellilífeyrir fyrr
en viðkomandi væri orðinn sjötugur
og að skattleggja sparifé. Það væri
mat stjórnvalda að það væri réttlæt-
ismál að leggja skatt á sparifé.
Spurði hún hvort það væri ranglæti
að eldra fólk gæti átt sparifé án
þess að það væri skattlagt. Guðríð-
ur sagðist þó ekki vera alfarið á
móti skattlagningu ijármagns-
tekna.
Varðandi ellilífeyri sagði Guðríð-
ur að heilsa fólks færi oft að gefa
sig við 67 ára aldur og ef fólk fengi
ekki ellilífeyri myndi það leiða til
meiri ásóknar í örorkulífeyri þessi
þijú ár. Þá þyrfti fólk líka að ganga
meira á sparifé.
„Braut samræmis
og réttlætis11
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, sagði þörf á málefna-
legri umræðu um þær hugmyndir
sem hefðu komið fram um skatt-
lagningu fjármagnstekna í stað
umræðu um þær hugmyndir sem
ekki hefðu komið fram. Engar til-
lögur væru t.d. uppi um að skatt-
leggja lífeyrissjóði á næsta ári.
Lagt væri til að haldið yrði áfram
á braut „samræmis og réttlætis".
Allir ættu að sitja við sama borð
og tekjur að vera meðhöndlaðar
eins, sama hvort þær kæmu frá
atvinnu, eign eða fjármagni. Þetta
væru engar séríslenskar tillögur
heldur viðgengist þetta í öllum lönd-
um innan OECD nema Islandi. Ef
þetta yrði ekki samræmt myndi það
leiða til skekkju í efnahagslífinu.
Fólk myndi ekki leggja peninga í
atvinnulífið heldur á annan vett-
vang sem væri ekki eins þjóðhags-
lega hagkvæmt. Ólafur Ragnar
sagði að hagkvæmnissjónarmiðið
yrði að vera ráðandi í kerfinu.
Tók hann fram að það væri ekki
spariféð sem ætti að vera skatt-
stofninn né heldur verðbætur heldur
einungis hinar nýju tekjur. Ein-
göngu væri miðað við greidda raun-
vexti sem menn fengju til eyðslu
og ráðstöfunar. Sagði hann ríkis-
sjóð ekki ætla að skapa sér forrétt-
indi og yrðu spariskírteini hans
skattlögð á sama hátt og önnur.
Þá sagði hann að stefnt væri að
því að breyta reglum þannig að
arðbærara yrði að eiga hlutabréf.
Loks væri stefnt að því að eigna-
skattar yrðu lækkaðir samhliða
þessum breytingum.
Að loknum þessum framsöguer-
indum hófust hringborðsumræður
sem Ingvi Hrafn Jónsson stjórnaði.
Voru þar mætt þau Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra og for-
maður Alþýðubandalagsins, Þór-
hildur Þorleifsdóttir, þingmaður
fyrir Kvennalista, og Jón Sæmund-
ur Siguijónsson, þingmaður fyrir
Alþýðuflokk. Voru fulltrúar stjórn-
málaflokkanna fyrst spurðir hvort
þeir væru fylgjandi eða andvígir
skattlagningu fjármagnstekna óháð
tillögum íjármálaráðherra.
Myndi auka misrétti
Þorsteinn Pálsson sagði Sjálf-
stæðisflokkinn vera andvígan þess-
um hugmyndum um skattlagningu
á sparifé. Verðbólga væri mikil sem
og skuldir ríkisins. Ef við vildum
Fundurinn seni haldinn var á Hótel Sögu var vel sóttur. Á myndinni
sést hluti fundargesta.
vinna okkur út úr þessum erfiðleik-
um þyrftum við að spara. Skattur
á sparnað, þó einungis væri talað
um raunvexti, hlyti að draga úr
sparnaði.
Svona skattlagning myndi auka
misrétti. Eldra fólk ætti verulegan
hluta sparifjár og þetta kæmi niður
á því. Á framkvæmd hugmyndanna
væru líka svo miklir annmarkar að
það væri óðs manns æði að ætla
að lögfesta þær nú og hrinda í fram-
kvæmd.
Þórhildur Þorleifsdóttir sagði
Kvennalista í grundvallaratriðum
vera fylgjandi skattlagningu allra
tekna til samræmingar, þ.m.t. raun-
vaxta. Það væri réttlætismál að
koma höndum yfir þær tekjur. Aft-
ur á móti væri þetta spurning um
rétta tímasetningu.
Jón Sæmundur Siguijónsson
sagði Alþýðuflokkinn vera fylgjandi
þessari skattlagningu og hefði þetta
atriði m.a. verið að finna í kosninga-
stefnuskrá flokksins fyrir síðustu
kosningar.
Steingrímur Hermannsson sagði
svarið við spurningunni vera ein-
falt, Framsóknarflokkurinn væri
þessu fylgjandi.
Ekki rétti tíminn
Síðar í umræðunum sagði Þór-
hildur Þorleifsdóttir að þung rök
væru fyrir því að skattlagning á
raunvexti nú myndi hækka vexti.
Það myndi hafa alvarlegar afleið-
ingar í för með sér bæði fyrir fyrir-
tæki og einstaklinga. Þetta væri
því ekki rétti tíminn fyrir þessar
hugmyndir. Þá sagði hún Kvenna-
listann ekki treysta þessari ríkis-
stjórn til að framkvæma þessa
skattlagningu á réttlátan hátt.
Reynslan benti til þess, t.d. varð-
andi breytingar á eignarskatti og
persónuafslætti á síðasta þingi, að
tölur ríkisstjórnarinnar stæðust
engan veginn. Þar hefði oft verið
um falsanir að ræða. Kvennalistinn
myndi því greiða atkvæði gegn
þessum tillögum nú.
Stjórnandi umræðnanna spurði
síðar hvort þessar hugmyndir væru
ekki bara byijunin. Verið væri að
taka litla putta en svo yrði höndin
öll hrifsuð síðar. Jón Sæmundur
Siguijónsson varð fyrstur til að
svara spurningunni og sagði að
þessu væri erfitt að svara. Ef lian n
segði nei myndi enginn trúa honum
og ef hann segði já þá væri voðinn
vís.
Hann sagði einnig að samkomu-
lag væri um það innan stjórnarinn-
ar að skatthlutfallið af landsfram-
leiðslu yrði óbreytt á næsta ári.
Skattar myndu því ekki aukast.
Bjóst hann einnig við því að þau
„mistök“ sem gerð hefðú verið varð-
andi eignarskattinn á síðasta þingi
yrðu leiðrétt.
Ólafur Ragnar sagði skattlagn-
ingu lífeyrissjóða aldrei hafa verið
inni í myndinni. Hefði þeim einung-
is verið hreyft í vinnuplaggi nefnd-
ar. Svona skattalagning kæmi ekki
til greina nema lífeyrissjóðakerfið
allt yrði endurskipulagt.
Þorsteinn Pálsson sagði að þessi
mistök varðandi eignarskattinn ætl-
aði ríkisstjórnin að leiðrétta með
því að skattleggja sparifé gamla
fólksins. Þá væri fjármálaráðherra
að draga í land með hugmyndir um
skattlagningu lífeyrissjóða.
Steingrímur Hermannsson sagði
sem svar við því hvort síðar yrði
gengið lengra í þessari skattheimtu
að verið væri að samræma skatt-
lagningu tekna. Ekki yrði seilst
lengra en þetta nema til að hafa
samræmi við aðra skattlagningu.
Varðandi lífeyrissjóðina þá væri það
rétt að í skýrslu nefndar sem fjár-
málaráðherra skipaði hefði verið
bent á að rétt væri að skattlegja
íjármagnstekjur lífeyrissjóða til
samræmis. Þessi skýrsla væri nú
til athugunar hjá ríkisstjórninni.
Forsætisráðherra sagði sinn flokk
hins vegar hafa komist að þeirri
niðurstöðu að ekki væri rétt að
skattleggja lífeyrissjóði.
Málm og skip um
skipasmíðar
erlendis:
Mismun-
un í sjóða-
ogbanka-
kerfinu
MIÐSTJÓRN Málm- og skipa-
smiðasambands íslands og fé-
lagsfundur járniðnaðarmanna í
Reykjavík hafa samþykkt álykt-
un þar sem fram kemur að það
sé óviðunandi að á sama tíma
og allmargir málmiðnaðarmenn
séu atvinnulausir og mörg fyrir-
tæki í málmiðnaði að verða
verkefiialaus, séu fjárfestingar
í skipasmíðum og í breytingum
og smíði tækjabúnaðar fyrir
fiskiskip og verksmiðjur marg-
falt meiri erlendis en innan-
lands.
Þess er krafist að íslenskum
málmiðnaðarfyrirtækjum verði
sköpuð jöfn aðstaða og erlendum
samkeppnisaðilum hvað varði
lánafyrirgreiðslu og bankaábyrgð-
ir. Jafnframt þurfi „að koma í veg
fyrir óeðlileg undirboð erlendra
aðila eftir opnun tilboða, á þann
hátt að skylt verði að taka íslensk-
um tilboðum, ef þau eru lægri eða
jöfn erlendum tilboðum, eða að
öðru leyti þjóðhagslega hag-
kvæm.“
„Það er greinileg ákveðin mis-
munun í sjóða- og bankakerfinu.
Það virðist ekkert skorta á ábyrgð-
ir og fyrirgreiðslu ef erlend fyrir-
tæki eiga í hlut, en að sama skapi
gengur það seinna ef um innlend
fyrirtæki er að ræða,“ sagði Örn
Friðriksson, formaður Málm og
skip í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að auk þess væru
mörg dæmi um misnotkun í sam-
bandi við tilboð í verk. Það væri
látið viðgangast að erlend fyrir-
tæki fengju að bjóða niður fyrra
tilboð sitt, ef í ljós kæmi við opnun
tilboða að íslenskt tilboð hefði ver-
ið lægst. Þess utan væri iðulega
tekið tilboðum frá erlendum aðil-
um, þó þau væru verulega hærri,
og engar skýringar eða forsendur
gefnar fyrir slíku ráðslagi. Og
þetta gilti alls ekki eingöngu um
skipasmíðar, heldur ef til vill frek-
ar um ýmsan tækjabúnað í fiski-
skip, eins og vinnslulínur, spil,
vökvakerfi og fleira.
Helgi Hálfdanarson:
Bókaskattur
Hvernig er það, eru ekki allir þar
á einu máli, að því aðeins farnist
þjóðinni vel, að henni lánist að veija
sjálfsforræði sitt yfir stjórnsýslu og
efnahag? Og eru ekki ailir sammála
um það, að sú varnarbarátta eigi
allt undir því, að takast megi að
verðveita sjálfstæða menningu sem
íslenzk verði talin? Og er ekki öllum
ljóst, að burðarás þeirrar menning-
ar er íslenzk tunga? Og er nokkur
í vafa um það, að íslenzk tunga á
framtíð sína undir því, að þjóðin fái
að rækta sínar eigin bókmenntir,
lifa íslenzku bókmenntalífi, njóta
íslenzkrar tungu þar sem hún leitar
hæst og vegur hennar er mestur,
efla sína eigin þjóðarvitund við
mátt og fegurð móðurmálsins, ekki
með heimskulegum þjóðrembingi,
heldur í þeirri vissu, að sérhver
þjóðtunga er veröldinni dýrmætur
fjársjóður, þangað sem leita má
gersema sem hvergi er annars stað-
ar að vænta; að íslenzka tungu, sem
skapað hefur snilldarverk forn og
ný, getur enginn varðveitt nema
Islendingar sjálfir?
Mér er nær að halda, að þetta
viðurkenni flestir sem að því leiða
hug, skilji þá staðreynd, að kjöl-
festa íslenzkrar menningar er
íslenzk bók.
Stjórnmálamenn virðast ekki
vera í vafa um þennan sannleik,
þegar þeir halda hátíðaræður, og
æði margt í gerðum þeirra bendir
einnig til þess. Það skýtur því held-
ur en ekki skökku við, ef rétt reyn-
ist, að lagður skuli svo kallaður
virðisaukaskattur á bækur.
Hér skal ekki tekið undir þann
síbyljukór sem ár og síð bölsótast
yfir sköttum, en heimtar þó að uppi
sé haldið menningarþjóðfélagi.
Enginn ætti að ganga þess dulinn,
að menning kostar peninga, hún
kostar stórfé, sem aflað skal með
sköttum. Og því hefur skatta-
barlómurinn löngum verið okkur til
skammar.
Þó er eitt, sem aldrei skyldi skatt-
lagt, og það eru bækur. Skattleggj-
um allt kvikt og dautt fyrr en bæk-
ur! Ef skattleggja skal sjálfan
grundvöll íslenzkrar menningar til
þess að hægt sé að rækta íslenzka
menningu, þá eru Bakkabræður
seztir að völdum.
En margt er skrýtið í kýrhausn-
um. Samtímis því að bókaútgefend-
ur kvarta undan bókaskatti til ríkis-
ins auglýsa þeir með miklum há-
vaða, að nú ætli þeir sjálfir að
leggja nýjan skatt á íslenzkar bæk-
ur, skatt sem aldrei megi verða
undir milljón krónum á ári, eða
raungildi þess framvegis. Og yfir-
lýstur tilgangur með þessari nýju
skattlagningu er sá að efla íslenzk-
ar bókmenntir með svo kölluðum
bókmenntaverðlaunum.
Þó það nú væri! Verðlauna-árátt-
an ríður ekki við einteyming. Ilvað
eftir annað hefur verið stofnað til
verðlaunaveitinga af svipuðu tagi,
en sem betur fer hefur mest af slíku
mjög fljótt lognazt út af, þó nokkuð
væru menn mislengi að átta sig á
því, að slík afskipti eru ekki aðeins
fávísleg, heldur einnig varhuga-
verð. Stundum hafa ráðagerðir í
þá átt vakið hollar umræður og
síðan kafnað í fæðingu. í þetta sinn
hefur allt verið undirbúið þegjandi
og hljóðalaust og öll umræða snið-
gengin, enda þótt því sé einnig lýst
yfir, að tilgangurinn með uppátæk-
inu sé í leiðinni sá að vekja umræð-
ur.
Með annað augað á sænsku fyrir-
myndinni hafa útgefendur búið sér
til sérstakt ákademi ýmissa stétta
og hagsmuna-samtaka til að velja
verðlaunaþega hveiju sinni. Sú til-
högun er kannski ekki vitlausari
en margt annað sem til greina
þætti koma. Sannleikurinn er sá,
að þar er allt jafn-vitlaust; „beztu
bók ársins“ getur enginn valið. Þó
virðist það býsna kyndugt að ráða
hagsmuna-aðilja stéttabaráttunnar
í það starf að segja rithöfundum
fyrir verkum, benda þeim á það
með eftirminnilegum hætti, hvernig
bækur eigi helzt að vera, og þá um
leið hvernig þær eigi síður að vera.
Og til þess að kóróna hégómann
er framin sú úrvals-smekkleysa að
ætlast til þess að forseti Islands
afhendi tékkann á hveiju ári. Og
ekki nóg með það; forsetinn er til
kvaddur að hafa áhrif á val verð-
launabókar hverju sinni. Mér er
spurn: Hvers vegna forsetinn?
Hvers vegna ekki biskupinn? eða
formaður sauðfjárveikinefndar? Þó
að mér, eins og öðrum íslendingum,
sé kunnugt um góðan bókmennta-
smekk núverandi forseta íslands
fullyrði ég að forsetar upp og ofan
eru ekki hótinu færari um að velja
bækur til verðlauna en ég og mínir
líkar.
Verðlaun samkvæmt huglægu
mati eru aldrei annað en tandur-
hreint siðleysi. Menn kynnu að
halda, að þegar verst gegni sé hér
einungis um að ræða meinlausan
hégómaskap til þess að fróa snobb-
uðum veizlulýð. En því miður, svo
einfalt er það ekki. Veiting verð-
launa fyrir eitthvað sem einhveijir
leyfa sér með stóreflis myndugleik
að dæma „beztu bók ársins“ er
skammarleg móðgun við alla aðra
íslenzka rithöfunda sem birta verk
sín það árið.
íslendingar eru stundum býsna
fundvísir á það í fari útlendinga,
sem einna sízt skyldi apað eftir.
Nú skal fetað í fótspor erlends
vopnabraskara, sem keypti sig und-
an straffi annars heims með því að
stofna til verðlauna með konungleg-
um fínheitum, ekki sízt með ger-
samlega marklausum verðlaunum
fyrir bókmenntir. Markleysi þeirra
er jafn-augljóst þó að ósjaldan hafi
þau álpazt til að vera í samræmi
við almenningsálitið, svo sem Is-
lendingum er kunnugast.
Menn geta rétt ímyndað sér ár-
angurinn af því að veita hér stáss-
leg verðlaun á hveiju ári, skuld-
binda sig fyrirfram til að dilla upp
í hástert hvaða miðlungsverki sem
kann að þykja skást það árið og
gæti þó sem bezt verið mun lélegra
en eitthvað sem talið var næstbezt
árið áður og kemur aldrei framar
til álita. Þetta marklausa verð-
launa-skrum getur allt að einu orð-
ið til þess að beina athygli almenn-
ings frá þeim bókum sem í raun
kunna öðrum fremur að verðskulda
góðan gaum.
Gott skáldverk fær ekki dulizt
til lengdar, hvort sem það er .verð-
launað eða ekki. Góður höfundur
semur það verk sem á hann leitar,
og breyta verðlaun þar engu, nema
svo sorglega tækist til, að álitleg
fúlga fjár reyndist lævís segull á
penna hans, svo að vitandi eða óvilj-
andi bæri hann af leið.
Að sjálfsögðu hlýtur verðlauna-
þegi að lýsa því yfir með kökk í
hálsi, hve ómetanleg hvatning til
dáða verðlaunin hafi reynzt sér, og
þau muni gera sér fært að vinna
enn glæsilegri afrek framvegis.
Hveiju ljúga menn ekki þegar
skyldan heimtar undanbragðalausa
kurteisi.
Ekki væri það lakast, ef takast
mætti með þessu bókmennta-happ-
drætti að fjölga íslenzkum útgáfu-
skáldum úr 117 upp í 217. En ef
höfundar eiga að fara að taka mið
af því að geta hugsanlega nælt sér
í milljón í leiðinni, þá er illa komið
íslenzkri menningu.
Það er hart að íslenzkar bók-
menntir skuli ekki fá að þróast í
friði fyrir ósmékklegri frekju sjálf-
skipaðra dómara, sem hafa ekki
hugmynd um hvað þeir eru að gera.