Morgunblaðið - 26.09.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.09.1989, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn/fflVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 25 Efnahagsmál Hlutdeild fyrirtækja íþjóðartekjum hefur minnkað verulega Hlutfall rekstrarafgangs hvergi lægra en hér á landi HLUTUR fyrirtækja í þjóðartekjum heíur minnkað verulega á und anibrnum þremur árum á sama tíma og miklir erfiðleikar hafa kom- ið fram í atvinnulífinu. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall hagnað ar verið á bilinu 28-30% en var að meðaltali 34% á árunum 1975- 1986. Þessi lækkun samsvarar til um 12 milijarða króna árlega. Hugtakið hagnaður nær í þessari merkingu yfir rekstrarafgang, afskriftir og vexti. Þetta kemur fram í nýju frétta- bréfi frá verðbréfaviðskiptum Sam- vinnubankans þar sem meðfylgj- andi myndir birtast. Þar segir að í samanburði við önnur lönd hafi hagnaðarhlutfallið í ríkjum OECD verið að meðaltali 43% á árunum 1975-1989. Það hafi verið ívið hærra en þetta meðaltal á síðustu árum eða nálægt 44% og mjög stöð- ugt. Þá segir ennfremur: „Þetta er um það bil 10 prósentustigum hærra en hagnaðarhlutfallið hér á landi og reyndar er munurinn tölu- vert meiri á allra síðustu árum. Þann fyrirvara þarf þó að hafa á þessum tölum, að ávallt er erfítt að bera tölur af þessu tagi saman milli landa þar sem mikill munur er á efnahagsgerð landa og jafn- framt geta uppgjörsaðferðir verið mismunandi. Engu að síður getur svona samanburður gefið mikils- verðar vísbendingar.“ Bent er á að hagnaðarhiutfallið sé mjög mis- munandi eftir löndum en hvergi lægra en hér á landi. Næstlægst sé hlutfallið í Noregi eða 34% að meðaltali 1975-1988 en í öllum öðrum ríkjum sé það yfir 40%. I fréttabréfi Samvinnubankans eru ennfremur rakin áhrif hærri lauslega áætla að meðalraunvextir allra útlána innlends fjár hafi verið á bilinu 2-4% á árinu 1985, saman- borið við 7-9% á árinu 1988. í árs- lok 1988 námu heildarútlán inn- lends fjár um það bil 220 milljörðum króna eða um 80% af landsfram- leiðslunni. Miðað við framangreinda vexti voru því fjármagnseigendur og fjármálastofnanir að taka til sín 10-15 milljörðum meira á árinu 1988 en á árinu 1985. Þannig jókst hlutur fjármagnseigenda um 10-15 milljarða króna árlega á þessu tíma- bili. Hluti þess fjár rann auðvitað til heimilanna í formi vaxta- greiðslna vegna sparnaðar." Grein: arhöfundur bendir á að aukinn hlut- ur fjármagnseigenda hafí komið niður á fyrirtækjum sem Ijóst sé að geti ekki gengið til lengdar. Hann telur einnig að af ofangreind- um forsendum sem hér hafi verið lýst virðist mega draga þá ályktun að óhjákvæmilegt verði að lækka hlutdeild launa í þjóðartekjum og hækka hagnaðarhlutfallið. Líklegt sé að hagnaðarhlutfallið verði að vera 5-10 prósentustigum hærra í framtíðinni en það sé um þessar mundir eða á bilinu 35-40% að jafn- aði. raunvaxta og segir: „Til dæmis má Fólk í atvinnulífinu •» Starfsmannabreyt- ingar hjá Kerfí hf ÝMSAR starfsmannabreytingar hafa átt sér stað hjá Kerfi hf. Theodór Ottósson sem verið hefur einn af aðalhönnuð- um ALVÍS hug- búnaðarins tek- ur nú við starfi markaðsfull- trúa Kerfis. Theodór er fæddur 1951. Hann lauk viðskipta- fræðiprófí frá Háskóla íslands 1976. Hann starfaði sem kerfís- fræðingur hjá IBM í Noregi 1976—1979. Síðan starfði hann sem tölvuráðgjafi í Reykjavík til ársins 1983. Hann vann hjá Skrif- stofuvélum hf. til ársloka 1973 er hann gerðist meðeigandi í Kerfi hf. þar sem hann hefur starfað síðan. Theodór er kvæntur Árnýju Elí- asdóttur kennara og eiga þau tvo syni. Atli Guð- mundsson sem verið hefur markaðsfulltrúi Kerfis tekur nú við starfi deild- arstjóra þjón- ustudeildar. Atli er fæddur 1949. Hann lauk DEA-gráðu í sálarfræði frá Frakklandi 1978, vann hjá ráð- herranefnd Norðurlanda í Kaup- mannahöfn til 1983 og í háskóla- og alþjóðadeild menntamálaráðu- neytisins til 1985. Hann stundaði síðan framhaldsnám í viðskipta- fræðum í Frakklandi og lauk sér- fræðiprófí í markaðsfræðum þjón- ustufyrirtækja 1986. Síðan hefur hann starfað hjá Kerfi. Atli er kvæntur Brynhildi Sverr- isdóttyr markaðsstjóra og eiga þau tvö böm. Ómar Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs Kerfis. Ómar er fæddur 1947. Hann lauk námi I viðskiptafræðum frá Háskóla íslands vorið 1971. Þá hóf hann störf hjá IBM á ís- landi. Þar starfaði hann sem kerfis- fræðingur, sölumaður, deildarstjóri kerfísfræði- og söludeildar og nú síðast sem deildarstjóri hugbúnað- ardeildar þar til hann hóf störf hjá Kerfi hf. 25. ágúst sl. Ómar er kvæntur Kristínu Geirs- dóttur kennara og myndlistarkonu og eiga þau tvö börn. Þröstur Guðmundsson sem verið hefur framkvæmda- stjóri Kerfis vei'ður nú for- stjóri fyrirtæk- isins og jafn- framt fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs. Þröstur er fædd- ur 1953. Hann hóf störf hjá Kerfi sem forritari 1975, en stundaði nám í tölvunar- og viðskiptafræð- um við Kaliforníuháskóla árin 1976—1978. Að námi loknu vann hann fyrst við skipulagningu tölvu- verkefna fyrir Reykjavíkurborg, en stofnaði síðan eigið tölvufyrirtæki sem sameinaðist Kerfi hf. árið 1981. Þröstur er kvæntur Björgu Ól- afsdóttur ogeiga þau eina dóttur. Mynd 1. Mynd 2. Heimildir: Kit Þjóöhagsstofnunar. Heimildir: OECD, Economic outlook, júní 1989 og rit Þjóöhagsstofnunar. Hagnaðar- hlutfalliö fyrir ísland á árunum 1988 og 1989 er áætlað. Tölvur Alvís hugbúnaður skrif- aður fyrir IBM AS/400 Erum óhræddir við erlenda samkeppni, segir Ómar Kristins- son, nýráðinn framkvæmdastjóri hjá Kerfi hf. EITT stærsta og elsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins Kerfi hf. hefur gert breytingar á skipulagi sínu. Vegna vaxandi umsvifa í sölu og þjón- ustu á Alvís hugbúnaði og tilkomu IBM AS/400 tölvunnar hefiir fyrir- tækinu nú verið skipt í tvö svið, hugbúnaðarsvið og rekstrarsvið. ÁIvís hugbúnaður er ætlaður fyrir meðalstórar tölvur frá IBM og hefur starfsfólk Kerfis undanfarið eitt og hálft ár unnið að því að þróa hann á AS/400 tölvur. Ómar Kristinsson, viðskiptafræðingur var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Kerfi hf. Hann hefúr starf- að hjá IBM undanfarin 18 ár og var síðast deildarstjóri hugbúnaðar- deildar. „Ég hef alla tíð haft mikið álit á Kerfí og því sem þeir eru að gera,“ sagði Ómar þegar hann var spurðui hvers vegna hann hefði ákveðið að breyta til eftir svo langan starfsferil hjá IBM. „Það var ástæðan fyrir því að ég sló til. Ég hef fylgst með Kerfí hf. gegnum mitt starf hjá IBM og m.a. tekið eftir hversu fljótt þar eru teknar réttar stefnumarkandi ákvarðanir." Kerfi hf. hefur selt Alvís hugbúnað í mörg af stærri fyrirtækjum lands- ins. Á annað hundrað fyrirtæki nota nú þennan hugbúnað í fjölmörgum atvinnugreinum. Þar á meðal eru allflest bílaumboðin, íjölmörg kaup- félög, útgáfufyrirtæki, heildsölu- og smásöluverslanir, iðnfýrirtæki, físk- iðnaðarfyrirtæki, opinberar stofnan- ir, ferðaskrifstofur, sölusamtök o.fl. Kerfí hefur fyrst samstarfsaðila IBM tengst tölvuneti IBM og þaðan við tölvu eins af viðskiptavinum sínum úti á landi. Þar er um að ræða Síldar- vinnsluna á Neskaupsstað og gerir tengingin kleift a stórbæta þjón- ustuna við viðskiptavininn, t.d. að aðstoða hann við rekstur tölvunnar. Þegar ný forrit vantar er unnt að senda þau gegnum simalínu. er með AS/400. Það var eiginlega ég sem kom því af stað þar sem IBM er að koma með danskan hugbúnað sem heitir Bústjóri. Að því leyti til þá gekk ég yfir til keppinautar. Það sem mér fínnst skemmtilegt við Kerfi hf. er að þar eru menn alveg óhrædd- ir við þá erlendu samkeppni sem er að koma. Mér finnst sum af hug- búnaðarfyrirtækjunum vera tvístígandi og óttast erlenda sam- keppni. Ég held að það sé engin ástæða til að óttast samkeppni ef menn hugsa lengra en til morgun- dagsins." íslensku fyrirtækin standa svolítið illa að vígi Ómar benti hins vegar á að íslensku hugbúnaðarfyrirtækin stæðu svolítið illa að vígi gagnvart erlendri samkeppni varðandi IBM AS/400. Hún tæki við af tveimur vélum þ.e.a.s. System/36 og Sys- tem/38. AS/400 væri hins vegar mun líkari system 38 og auðveldara að flytja hugbúnað af henni. „Ekkert íslenskt hugbúnaðarhús hefur sér- hæft sig í hugbúnaði fyrir System/38 en erlendis hafa ýmis hugbúnaðar- fyrirtæki treyst á hana og eru betur í stakk búin til að koma með hug- búnað á AS/400. Ef menn eru tvístígandi þá tel ég að það sé hætta á að menn missi af lestinni. Hug- búnaðarfyrirtæki hér á landi eru flest lítil og það er erfíðara fyrir þau að fjárfesta í þekkingu á AS/400. Hjá Kerfi hf. hefur þetta verið nokkuð erfítt timabil vegna mikilla fjárfest- inga. Fólkið er í vinnu sem gefur engar tekjur í langan tíma en það hefur gengið upp með því að láta hluta af fólkinu vinna að öðru. Kerfi hf. mun því eftir sem áður stefna að því að vera í fararbroddi við að . þjóna íslensku atvinnulífi með stöð- ugri þróun á Alvís hugbúnaðinum," sagði Ómar Kristinsson. Bankar Ný þjónusta Lands- banka fyrir námsmenn LANDSBANKI íslands hefúr hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem sérstaklega er ætluð námsmönnum og hlotið hefur heitið Náman. Þar eru tvinnaðir saman eldri þjónustuþættir bankans við ýmsa nýja. Aðil- um að Námunni gefst þannig kostur á Einkareikningi, Kjörbók, Visa greiðslukorti, allt að 500 þúsund króna námslokaláni, áskrift að frétta- bréfi Landsbankans, vandaðri minnisbók, ráðgjöf og námsstyrkjum. Ennfremur annast bankinn dreifingu og móttöku gagna fyrir Lánasjóð ísl. námsmanna fýrir aðila að Námunni. Með þeim fyrstu að fá AS/400 tölvu IBM AS/400 tölvan var kynnt 21. júní í fyrra og þá þegar hafði undir- búningur hafist að nýrri útgáfu af Alvís. Kerfi var eitt af fyrstu fyrir- tækjunum sem fékk AS/400 tölvu. „Til að flytja verkefni af IBM Sy- stem/36 yfir á AS/400 er hægt að fara tvær leiðir,“ segir Ómar. „Önnur leiðin felst í að láta AS/400 líkja eftir gömlu vélinni. Sú leið er auð- veld en það nást ekki fram kostir AS/400. Hin leiðin felst í að skrifa forritin upp á nýtt og þannig er hægt að nýta kosti AS/400 vélarinn- ar að fullu. Það var sú leið sem Kerfi valdi að fara. Því verki er ekki lokið en að því er unnið hörðum hönd- um. Nokkur fyrirtæki eru þegar byij- uð að nota Alvís á AS/400." Ómar segir að það sé einkum er- lendur hugbúnaður sem keppi við Alvís. „Það var enginn erlendur hug- búnaður í samkeppni við íslenskan hugbúnað á System/36-eins ög nú 1 frétt frá Landsbanka Islands kemur fram að um Einkareikninginn og Kjörbókina gilda almennt sömu ákvæði og hjá öðrum viðskiptamönn- um bankans, þó með nokkrum frá- vikum. Sem dæmi má nefna að um Einkareikninginn gildir að námsmað- ur á rétt á láni með sveigjanlegri endurgreiðslum en almennt gerist. 'Endurgreiðslurlánsins má hefja eftir 1 til 6 mánuði og lánstíminn getur verið allt að 36 mánuðir. Á Kjörbók- inni fellur niður úttektargjald ef keypt eru verðbréf. Árlega verður tveimur einstakling- um veittur námsstyrkur sem sækja þarf um sérstaklega og verða þeir aúglýstir. Rétt til að sækja um styrk hafa allir þeir sem eru aðilar að Námunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.