Morgunblaðið - 26.09.1989, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989
29
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Heilsnmál
Til forna var stjörnuspekin
nátengd læknisfræði og
margir læknar stjörnuspek-
ingar. Ég ætla á næstu dögum
að ijalla um það hvaða líkams-
hlutum einstök merki stjórna,
byija á Hrútsmerkinu og enda
á Fiskamerkinu. Ég mun
styðjast við verk H.L. Cornell
sem var læknir og jafnframt
starfandi stjörnuspekingur á
árunum fyrir síðari heims-
stytjöld og bókina Astrology
& Health eftir Sheilu Geddis.
Hrútur
Hrúturinn stjórnar höfðinu og
því eru sjúkdómar fólks í
þessu merki oft tengdir þeim
líkamshluta. Cornell segir að
þegar Hrútar leiti til læknis
sé það oft vegna eymsla í
höfði. Meðal algengra sjúk-
^ióma hjá Hrútum má nefna
veik augu, slímhúðarþroti í
háls eða nefi, kvef, höfuð-
verki, mígreni, erfiðleikar með
heyrn, ský á auga er veldur
starblindu, óeðlilegar bólgur í
nefi, heilahimnubólga, heila-
blóðfall og í raun flest það sem
getur komið fyrir þann hluta
líkamans sem er fyrir ofan
háls. Það virðist einnig al-
gengt að Hrútar slasi sig á
höfði, litlir Hrútar detta t.d.
oft á höfuðið eðg reka sig á.
Hugmyndaríkur
Fyrir utan hinn líkamlega
þátt má nefna hin vitsmuna-
lega. Hrúturinn erhugmynda-
ríkt merki með kraftmikla
hugsun. Hann er ákafur í
hugsun og á til að hlaupa á
sig, fá einhveija ágæta hug-
mynd sem skýra þarf strax
frá eða framkvæma í hvelli.
Höfuðið er því oft óvinur hans,
eða réttara sagt fljótfærni
sem stafar af hugmyndaleg-
um ákafa. Veikleikar Hrúts-
ins tengjast því höfði, bæði
líkamlega og vitsmunalega.
Þrjóskur
Til er á ensku orðið „head-
strong“. í beinni þýðingu má
segja að það þýði það að vera
höfuðsterkur, en réttari þýð-
ing er þijóskur eða þrályndur.
Þetta er eiginleiki sem oft og
með réttu er tengdur Nauts-
merkinu en á eigi að síður
einnig ágætlega við Hrútinn.
Hrútar bíta oft ákveðin mál í
sig, loka eyrunum fyrir utan-
aðkomandi tilmælum og vaða
áfram. Framkvæma hug-
myndir sínar og áætlanir hvað
sem það kostar.
LausbeislaÖir
Cornell segir eitt athyglisvert
um Hrútinn: „Það komu ekki
sérlega margir Hrútar til mín
og þeir sem ég hitti virtust
frekar lausir í rásinni, virtust
ekki halda sér lengi við sama
málið. Yfirleitt voru þeir farn-
ir, byijaðir að eltast við ný
viðfangsefni sem þeir héldu
að gætu bætt hag þeirra, áður
en ég hafði fengið tíma til að
gera margt fyrir þá.“ Það
virðist samkvæmt þessu sem
Hrútar séu almennt lítið fyrir
það að fara til lækna og hafi
einnig takmarkaða þolinmæði
til að dvelja lengi hjá einum
og sama lækninum.
Mörg merki
Að lokum er rétt að geta þess
að allir í viðkomandi merki
koma ekki sjálfkrafa til með
að veikjast í þeim líkamshluta
sem merkið stjórnar. Einungis
er talað um viðkvæma líkams-
hluta og möguleika. Rétt er
og að gota þess að hver ein-
staklingur þarf einnig að huga
að hinum merkjum sínum
þegar heilsufar er annars veg-
ar. Það er ekki alltaf Sólar-
merkið sem skapar veikleika,
heldur fullt eins það merki
sem hefur plánetur í erfiðum
afstöðum og 6. húsið.
GARPUR
si/tfe tv/bngja n sbaí eerr
ST/K*V ÚfZH/>rTJKIO/M /H/NU/Of
Kb/MO/S Hé/e /yiep FéLÖGUM
Sl/JUAI ÍM/Ö'i-D- ___
v:
( pESSl LHKT - E&U
AD f/ELl A IL/rn/A TKU LA/ZU
\ illu yF/é /yuG.‘
KK/JFTASi/BKÐ /0
AHTT.' ÞA ■ þA£>
eeAB hverfaJ
3/h
///
'/
u— y jt i
GRETTIR
BRENDA STARR
þESS/ HAUN<3/ HEFUt
AGÆT /ABOAA'E.l/,
EN HAtJN TALA/Z
VEKFA AA'AL BN
STJÓKN/iA'ALA -
/yiAÐUFí
þÚSKALT
SA/HT
, K/tÐA HAHH
\ LJÖFAN
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
Af
* 1 7
/'éM M*i
SMÁFÓLK
/SIR, I TMlNK'j /MATEE HOT,
'OUR 6UIPE } /MARCIE..ME'S
IS LOST../ 1 LOOKING AT
A MA
THAT ISNV A MAPJT'S AN
APVERTI5EMENT F0RP06 FOOPÍ
Herra, ég held að leiðsögumaður
okkar hafí villzt.
Kannske ekki, Magga, hann er að
skoða kort.
Þetta er ekki kort, þetta er auglýs-
ing fyrir hundafæðu.
Engin furða að ég skyldi ekki finna
Omaha.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Vinnugleðin vafðist fyrir
mörgum í þessari grandslemmu,
sem kom upp hjá BR sl. miðviku-
dag.
Norður gefur; AV á hættu.
Norður
♦ 86
V K98
♦ G74
♦ ÁDG87
V2102 Austur
107663Í*7543
D632 ¥G4
3 4Á
♦ 1096642
Suður
♦ ÁKDG9
VÁD
♦ K10985
♦ K
Það liggja margar leiðir í
slemmu og koma reyndar fjórar
til greina. Þeir sem völdu lengsta
tromplitinn — tígul — áttu aldr-
ei vinningsglætu, en spaða-
slemman er mjög traust og
vinnst auðveldlega í þessari
legu. En hvað með 6 grönd?
Segjum að vestur spili út
hjarta. Besta áætlunin er aug-
ljóslega sú að drepa á hjartaás,
taka laufkóng og yfirdrepa
hjartadrottningu með kóng. Þá
eru 12 slagir í höfn ef laufið.
fellur 4—3, eins og algengast
er. Annar og verri möguleiki er
að yfirdrepa laufkóng og svína
fyrir tíguldrottningu.
Flestir tóku fyrrnefnda kost-
inn og gáfu frá sér alla von
þegar lauflegan kom í ljós.
Margir höfðu reyndar tekið
spaðaslagina fyrst og hent
tveimur tíglum úr blindum. Og
þá spilið farið.
En ef byijað er á því að prófa
laufið er til langsótt vinnings-
leið: Einn laufhákarl er skilinn
eftir í borðinu áður en spaða er
spilað. Síðan lítill tgull og austur
verður að spila laufi inn á blind-
an þar sem 11. slagurinn bíður.
En sá 12. hefur verið fríaður á
tígulkóng!!
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á World Open-mótinu í Philad-
elphia í Bandaríkjunum í sumar
tefldu lítt þekktur bandarískur
meistari og heimsmeistara kvenna
þessa stuttu skák. Hvítt: Joseph
Fang (2.280), Svart: Maja Chi-
burdanidze (2.495), Grúnfelds-
vörn, 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3.
Rc3 - d5 4. Rf3 - Bg7 5. Bg5 -
Re4 6. cxd5 - Rxg5 7. Rxg5 -
e6 8. Dd2 - exd5 9. De3-i— Kf8
10. Df4 - Bf6 11. h4 - Kg7?
(Nauðsynlegt er strax 11. - h6
og svarta staðan er í góðu lagi.
Nú þarf hvítur aldrei að hörfa
með riddarann og nær stórsókn)
12. e4! - dxe4 13. Bc4 - Hf8 14.
0-0-0 - Rd7 15. Rcxe4 - h6
16. g4! - Rb6 (Ef 16. - hxg5
17. hxg5 - Be7 þá 18. Rf6! -
Hh8 19. Hxh8 - Dxh8 20. Rh5+!
og vinnur) 17. Rxf7! - Rxc4 18.
Rxd8 - Bg5 19. Rxg5! og svart-
ur gafst upp, þvi 19. - Hxf4 er
svarað með 20. Rge6+. Chiburd-
anidze hefur ekki teflt sérlega vel
eftir að hún varði titil sinn sl.
haust. Hún er nú í þriðja sæti á
stigalista kvenna með 2495 stig,
en Polgarsysturnar Judit með
2555 og Zsusza með 2520 tróna
á toppnum. Pia Cramling hefur
heldur aldrei verið betri en núna
og er i fjórða sæti með 2480 stig.