Morgunblaðið - 26.09.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SjSPT^MBE^ lgg9
' Elsku Þórir og fjölskylda. Það
hefur verið einstök reynsla að fylgj-
ast með krafti ykkar og samheldni
þessa síðustu og erfiðu mánuði. Þar
lögðust allir sem einn á að létta
Herborgu stundirnar. Fallegu barna-
börnin voru aldrei langt undan og
þau föðmuðu ömmu alltaf svo hlý-
lega. Þau missa nú góða ömmu en
geta auðveldlega styrkt góðan afa.
Hann hefur misst góða konu og trú-
an vin. Þau voru samhent hjón og
einstakir gestgjafar.
Öllum ástvinum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur. Minningin um
Herborgu lifir í hugum okkar, hún
lifir í þeim áhrifum sem hún hafði á
okkur.
Ingibjörg og Júlíus
Undir morgun þann 19. september
f þann mund er dagsbirtan sigrar
dimmu næturinnar lést elskuleg
tengdamóðir mín, Herborg Krist:
jánsdóttir, á heimili sínu, Vesturbrún
6 hér í Reykjavík, eftir hetjulega
baráttu við rnjög erfið veikindi, Þeg-
ar ég gekk út í morgunbirtuna með
fjölskyldunni kom upp í huga mér
kært vers úr nýja testamentinu,
„komið til mín allir þér sem erfiði
og þunga eru hlaðnir og ég muVi
veita yður hvíld. (Matt. 11. 28.)
Herborg hafði fengið hvíldina og
sorgin lagðist yfir.
Margar minningar sækja á hug-
ann bjartar og góðar á kveðjustund-
inni. Minningar og augnablik helguð
af amstri líðandi stunda safnast í
dýrmætan sjóð sem lifir og lýsir um
alla framtíð. Orð eru lítils megnug á
stundu sem þessari þegar kvatt er
hinstu kveðju. Þakklæti fyrir sam-
fylgdina og djúpur söknuður fyllir
huga minn. Eins og nóttin var tær
þegar kveðjustundin rann upp var
allt líf Herborgar, hreint og fölskva-
laust. Alltaf falleg og yndisleg við
okkur öll.
Þórir minn. Missir þinn er mikill,
megi Guð gefa þér og systkinunum
frá Vesturbrún styrk í ykkar miklu
sorg.
Herborgu þakka ég allt sem hún
gaf okkur. Megi algóður Guð fylgja
henni. Blessuð sé minning hennar.
Ingvar Einarsson
Nú þegar náttúran býr sig undir
vetrarsvefninn og við sjáum merki
um fölnandi gróður berst okkur fregn
um andlát vinnufélaga okkar og vin-
ar, Herborgar Kristjánsdóttur. Her-
borg unni öllu sem fagurt var og
hefur nú orðið samferða fegurstu
biómum sumarins.
Hún var vinsæll og traustur kenn-
ari sen kenndi eina af þeim náms-
greinum sem gefa smekkvísi og
sköpunargleði gott svigrúm, en þar
var handmennt.
Það lék allt í höndum Herborgar
og henni veittist auðvelt að hvetja
nemendur sína til vandvirkni og list-
sköpunar. Þó heilsan væri farin að
versna á liðnum vetri heyrðist aldrei
æðruorð eða kvörtun frá Herborgu.
Það var því ekki öllum ljóst hversu
mikið veik hún var.
Hún var ein af þessum hetjum sem
ganga til verks með jafnaðargeði og
elskusemi þó kraftarnir dvíni og
móti blási. Herborg var gift Þóri
Sigurðssyni kennara og námstjóra.
Börn þeirra eru: Ingiríður, Þóra
Blómastofa
FnÓfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
Opið öil kvöld
tilkl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Björg, Guðrún, Sigurður Kristján og
stjúpdóttir Herborgar, Ágústa Rósa.
Á meðan börnin voru ung kenndi
Herborg af og til stundakennslu og
forfallakennslu en tók ekki að sér
fasta stöðu fyrr en yngstu börnin
voru komin á unglingsár eða 1974
þegar hún varð fastur kennari við
Laugarnesskóla.
Herborg valdi þann kostinn að
veita börnum sínum dijúgan tíma
og alla tíð gætti hún þess að heimil-
ið og fjölskyldan nytu hluta af vinnu-
deginum.
Þau Herborg og Þórir voru afar
samhent og heimili þeirra bar glögg-
an vott um það. Þau voru félagslynd
og tóku mikinn þátt í félagslífi kenn-
aranna við skólann. Einnig nutu þau
þess að dvelja í skólaseli Laugarnes-
skólans, Katlagili. Þótt Herborg væri
farin að kröftum dvaldi hún eins og
svo oft áður eina viku í Katlagili á
liðnu sumri og lýsir það vel því að
hún stóð á meðan stætt var og helg-
aði fjölskyldunni allar stundir sem
hún gat.
Við vinnufélagar þökkum Her-
borgu samfylgdina.
Megi minningin um góða eigin-
konu, móður og ömmu lina sorg að-
standenda.
Við vottum þeim okkar innilegustu
samúð.
Matthildur og Jón Freyr
Nú er hún elsku amma okkar
Herborg Kristjánsdóttir, á Vestur-
brún dáin. Amma var búin að vera
veik lengi og henni var farið að líða
illa. Okkur er kært hve amma var
hreinskilin og sagði okkur alltaf ef
við fórum rangt með íslenskt mál.
Hún amma talaði alltaf svo faliega
og vildi okkur alltaf vel. Það eru svo
margar góðat' minningar méð ömrnu
og afa á Vesturbrún. Við munum
eftir því er við fórum fjöiskyldan á
Stóru Tjarnir í afmæli systra ömmu.
Það var í síðasta skipti sem við gát-
um notið stundar með ömmu og
skyldfóiki hennar.
Það er okkur dýrmætt að hafa
getað notið þessarar stundar með
ömmu. Elsku amma okkar var alltaf
svo góð og yndisleg við okkur öll.
Minnisstæðustu stundir með ömmu
eru þegar við saumuðum og spiluðum
á spil og lékum okkur. Hún kenndi
okkur að ptjóna og að vanda okkur
við allt sem við gerðum. Við eigum
öil eftir að sakna elsku ömrnu okkar.
Ég man eftir öllum okkar góðu
stundum sent við áttum í Katlagili.
Þar erum við búin að vera hvert
sumar. Þegar ég var lítil fór ég með
afa niður að iæk að gera stíflu og
spilaði á spil með ömmu og afa.
Stundum fórum við saman í göngu-
túr upp eftir fjallinu í gegnum skóg-
inn og fórum í laut og fengum okkur
nesti. Þetta voru svo sannarlega
góðar stundir sem við áttum í Katla-
gili með ömmu. Okkur þótti öllum
mjög vænt um ömmu.
Elsku afi megi Guð styrkja þig á
þessari sorgarstund, við söknum öll
élsku ömmu okkar. Við þökkum
elsku ömmu fyrir allt.
Þórir, Ásrún
og Herborg
t
Fósturfaðir minn, tengdafaðir og afi,
ÞORVALDUR JÓHANNESSON,
Drápuhlíð 4,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. septem-
ber kl. 10.30.
Haukur Gunnarsson, UnaN.Svane,
Guðrún Hauksdóttir, Eiríkur Hauksson
og Níels Svani Hauksson.
Útför eiginkonu + minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu, SVÖVU BJARNADÓTTUR, Hábæ 40,
verður gerð frá Árbæjarkirkju, miðvikudaginn 27. september kl.
13.30. Ágúst Filipusson, börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
Hólmgarði 14,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. sept-
ember kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigríður Kristjánsdóttir,
Kristín Kristjánsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR Ó. WAAGE,
Seljahlíð,
áður Háteigsvegi 11,
verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28.
september kl. 13.30.
Gunnar I. Waage, Ásdis Hannesdóttir,
Ólöf Erla Waage, Helgi Loftsson
og barnabörn.
■■
TOLVU
MÖPPUR
frá Múlalundi...
... þar er tölvupappírinn vel geymdur.
$ Múlalundur
Allt
í röð og reglu
- án þess að vaska upp!
Bíldshöfða 14 s: 67 2511
Komdu kaffistofunni á hreint.
Duni kaffibarinn sparar þér bæði
tíma og fyrirhöfn.
Getur staðið á
borði eða hangið
uppávegg.
En það besta er:
Ekkert uppvask.
FAINIIMIR HF
31
Heildarupphæð vinninga
23.09. var 4.759.383.
1 hafði 5 rétta og fær
hann kr. 2.191.104.
Bónusvinninginn fengu 5
og fær hver kr. 76.173.
Fyrú- 4 tölur réttar
fær hver kr. 6.083
og fyrir 3 réttar tölur
fær hver um sig kr. 450.
Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út-
drátt i Sjónvarpinu.
Sími 685111.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulína 99 1002
Ármúla 29 símar 38640 - 686100
Þ. ÞQRGRÍMSSON & CO
Armstrong LOFTAPLDTUR
xœKORAsr GÓLFFLÍSAR
^Jarmaplast einangrun
GLERULL STEINULL