Morgunblaðið - 26.09.1989, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1.989
37
? í 1« \ i1* *' \
? i i i
Isslá
SVARAR I SIMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
w TIL FÖSTUDAi
‘bmban--—
Höfðingjarnir í þjóðfélaginu
Til Velvakanda.
Það vakti furðu okkar Breið-
hyltinga að ríkisfjölmiðlar sögðu
það alls ekki fréttnæmt að á fjórða
hundrað manns héldu hátíð með
lúðrasveit, útimessu og grillveislu,
af því tilefni að borgarstjórinn í
Reykjavík afhenti þeim skrúðgarð-
inn „Bakkatún", sunnudaginn 3.
september sl.
Allir íjölmiðlar fengu fréttatil-
kynningu og dagskrá og gerðu
þessu góð skil, með fyrmefndri
undantekningu.
Hjá fréttastofu útvarps var sagt
að ómögulegt væri að segja frá
þessu í útvarpi, þó að Stjarnan og
Bylgjan ijölluðu vel um þetta enda
virðist þeim ýmislegt auðvelt, öðr-
um ómögulegt. Og fréttastjóri
sjónvarps sagði að þetta væri alls
ekki fréttnæmt, en Stöð 2 var á
öðru máli og gerði þessu góð skil
í fréttum þá strax um kvöldið.
Ég get ekki sagt að það sé sann-
gjarnt af ríkisfjölmiðlunum að
hefna sín a'þennan hátt á okkur
þarna í Breiðholtinu þó að okkur
seinki stundum svolítið við að
greiða afnotagjöldin.
Nú, fyrst ég er farinn að æsa
mig upp:
Þegar hlustað er á fréttir, og
höfðingjarnir í þjóðfélaginu segjast
varla geta tjáð sig um hitt eða
þetta vegna þess að þeir voru er-
lendis, þá hvarflar að manni að
stjórnendur þessa lands hafi alls
ekki efni á því að lifa á íslandi,
enda ódýrara fyrir þá að lifa á
dagpeningunum okkar erlendis.
Hvað höfðum við venjulegar
sálir til þessara höfðingja yfírleitt
nema sem neytendur við kjötborð
þeirra, eða spariklædd atkvæði
marserandi á kjörstað. Og svo er
það blíðmælgin og vinahótin sem
koma reglulega á fjögurra ára
fresti, og hver fellur ekki fyrir
glæsilegum ioftköstulum með hug-
sjóna-ívafi er tryggja okkur öllum
bjarta framtíð.
Nú, og svo þegar ekkert stenst
og allt horfir í óefni, þá er það
ekki höfðingjunum að kenna
hvernig komið er, heldur þvotta-
konu í Seðlabankanum, eða okkur
fyrrverandi atkvæðum, vegna ór-
áðsíu og sukks.
Það hlýtur að koma upp í huga,
okkar verkamanna, hvort höfð-
ingjastéttin á íslandi sé okkur ekki
of dýr, og hvort ekki megi sama
lögmál gilda fyrir lýðveldið ísland
og góð fyrirtæki, að þegar fram-
kvæmdastjórarnir skila ekki sínu
þá eru þeir reknir og liæfari menn
ráðnir í staðinn.
Það er vitað að löngun fólks til
að lifa vel er fyrir hendi, og þrátt
fyrir að launin séu lág, vill það
halda höfði og hugsa stórt. Það
er einnig vitað að þegar óáran
brestur á og samdráttur verður,
þá bitnar það á verkamanninum
og hans líkum en ekki á höfðingj-
unum hjá Aðalverktökum og SÍS:
Helgi Steingrímsson
AFGASRULLUR
fyrir bílaverkstæði
Olíufélagið hf
681100
D.ÞORGRÍMSSON&CO
‘papARMA
PLAST
ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640
^MORAJ
AUÐSTILLT
MORATEMP blöndunar-
tækin eru með auðveldri
einnar handar stillingu á
hitastigi og vatnsmagni.
MORA sænsk gæðavara
fyrir íslenskar aðstæður.
Fást í byggingavöruverslunum.
MORATEMP .
meiri ánægja
J
P
Þessir hringdu .. .
Úlpa
Græn kuldaúlpa með hvítum
kraga og skreytt landakorti á
fóðri var tekin í fatahenginu í
Leikhúskjallaranum 22. septem-
ber. Þeir sem geta gefið upplýs-
ingar eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 53894.
Ósæmileg framkoma
Kona hringdi:
„Það gekk alveg yfir okkur
að sjá hvernig tveir fréttamenn
á Stöð 2 komu fram í viðtals-
þætti við Steingrím Hermanns-
son sl. fimmtudagskvöld. Þeir
sýndu svo mikla frekju að ég tel
slíka framkomu ekki sæmandi.
Mér hefur hingað til þótt þeir
góðir fréttamenn en sé þá ekki
í því ljósi lengur. Þeir skiptust á
um að tæta hann í sig og neyttu
allra bragða. Steingrímur sýndi
fulla kurteisi allan tímann en það
er meira en hægt er að segja um
fréttamennina."
Tímabær grein
Vallarstarfsmaður hringdi:
„Ég vil lýsa ánægju minni með
grein Matthíasar Bjarnasonar
þar sem hann bendir _á að æski-
legt sé og eðlilegt að íslendingar
taki að sér fleiri störf á Keflavík-
urflugvelli. Ánægjulegt væri ef
fleiri þingmenn og ráðherrar
sýndu þessu máli áhuga. Stefna
Varnarliðsins virðist nefnilega
hafa verið sú að yfirtaka sem
flest störf sem íslendingar hafa
unnið.“
Þríhjól
Gult þríhjól með svörtu sæti
var tekið við Flúðasel 86 fyrir
skömmu. Eigandinn, sem er
þriggja ára, biður þá sem kynnu
að hafa séð hjólið að hringja í
síma 79470.
Hjálmur
Svartur hjálmur af gerðinni
Valay cross var tekinn af snaga
í Réttarholtsskóla. Þeir sem geta
gefið upplýsingar vinsamlegast
hringi í síma 34573.
Föt
Ljósgrá karlmannsföt, inn-
pökkuð í ljósan plastpoka, töpuð-
ust af bíl 25. september. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 35878. Fundar-
laun.
Myndavél
35 mm myndavél fannst í
Ármúla. Upplýsingar í síma
36619 á kvöldin.
Fyrirgreiðslur
Gömul kona hringdi:
„Ekki dregur úr fýrirgreiðslum
Framsóknar þegar kominn er„-
jafnréttisflokkur “ með Stefán
Valgeirsson í broddi fylkingar.
Nú er þröngvað fyrirgreiðslum
upp á jafnréttisgoðann, en Pat-
reksfirðingar eru ekki neyddir til
að taka við fyrirgreiðslum. Þjóðin
er búin að fá fyrirgreiðslupólitík-
ina frá 1927 endurborna.“
Gullúr
Gullúr tapaðist í Mávahíð,
Lönguhlíð eða Eskihlíð. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 18256.
Disklingur
Disklingur fannst fyrir utan
Þjóðarbókhlöðuna fyrir skömmu.
Á honum eru m.a. ritgerðir um
íslenskar hljóðfræðirannsóknir.
Upplýsingar í síma 23494.
Matthias Bjarnagon albinKÍ»maður:
Islendingar taki að sér að vinna
fleiri störfá KeflavíkurflueveHi
Funahöföa 19, sími 685680
FATASKAPAR
/
E
I ataskáparnir frá okkur vekja athygli fyrir
góða hönnun, fjölbreytt útlit og ekki sí
frábært verð.
Það er spennandi að heimsækja okkur.
Sjáumst!