Morgunblaðið - 26.09.1989, Page 40

Morgunblaðið - 26.09.1989, Page 40
XJöfðar til X X fólks í öllum starfsgreinum! 41f W JW ^ Jw mMYKJm- ^ Krguwplnpip U ■ SAMBANDSINS |SÍM^^98300 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Húgó heils- aði með roki og rigningu Hvassviðri með skúrum og slyddu gengur yfír í dag LEIFAR fellibylsins Húgós heils- uðu með roki og rigning víðast hvar á landinu í gærkvöldi. Geysimikil rigning og hvassviðri var á Suður- og Suðvesturlandi og slagveður Norðanlands, en snjókoma var á fjallvegum á Norður- og Norðausturlandi. Hvassri norðan- og norðvestan- átt er spáð í dag víðast hvar á landinu, en á morg^un er hins --‘-vegar gert ráð fyrir ágætisveðri norðanlands og austan, en frem- ur hægri vestanátt með þokusúld á sunnan- og vestanverðu landinu. Búist er við skúrum og slydduélj- um vestan og norðan tíl á landinu í dag. Lægðarmiðjan var í grennd við Vestfirði á miðnætti og verður • rétt norðan við Langanes um há- degið samkvæmt spá Veðurstof- unnar. Hvassviðri ætti því eitthvað að lægja eftir daginn í dag. Suður ^if landinu verður víðáttumikið hæðasvæði og spáð er 3 til 6 stiga hita á morgun og fimmtudag, þurru og björtu veðri á Norður- og Aust- urlandi. Fyrsti snjórinn Morgunblaðið/Rúnar Þór Norðlendingar vöknuðu upp við alhvíta jörð í gærmorgun. Að venju kættust börnin mjög og héldu út í svalan haustmorguninn að bragða ögn á þeim hvíta. Hins vegar hefúr mörgum bifreiðaeigendum eflaust þótt fullsnemmt að beita sköfúnni áður en september er úti. Morgunblaðið/Bjarni Síðasti fúndur fulltrúa í Ferðamálaráði sem starfað hefúr undan- farin flmm ár var haldinn í gær. Nýir fúlltrúar í ráðið verða skipaðir á næstunni. Steftit að sameiningu skrifstofa Ferðamála- ráðs og Utflutningsráðs UNDANFARIÐ hafa staðið yfír viðræður um að sameina skrifstof- ur Ferðamálaráðs Islands og Útflutningsráðs Islands. Gert er ráð fyrir að Ferðamálaráð flyfji aðsetur sitt í húsnæði Útflutningsráðs og að um sameiginfega nýtingu á húsnæði og starfsfólki verði að ræða. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, sem sæti á í Ferðamálaráði og í Útflutningsráði, á eftir að ganga frá ýmsum framkvæmdaatriðum í þessu sambandi áður en samningur verður borinn upp í sfjórnum beggja ráðanna. „Viðræður um þetta samstarf Engin svör enn frá Rúss- um um frekari jBskkaup Viðskiptasamningur kveður á um kaup á 20 þúsund tonnum SOVÉSKA ríkisstjórnin hefúr enn ekki svarað bréfi sovéska sjáv- arútvegsráðuneytisins og utanríkisviðskiptatengslaráðuneytisins, þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu á þessu ári til kaupa á 5.500 tonnum af frystum fiski frá íslandi. Gylfi Þór Magnússon hjá SH telur að í nóvember eða desember næstkomandi verði samið um sölu á frystum fiski til Sovétríkjanna á næsta ári. hafa staðið yfir í nokkra mánuði, en við teljum að með þeirri hagræð- ingu sem því myndi fylgja væri hægt að spara verulega rekstrar- fjármuni, og þannig yrði meira fé til ráðstöfunar í að auglýsa landið og gera ýmislegt það sem hingað til hefur ekki verið hægt að sinna vegna fjárskorts," sagði Pétur. Á blaðamannafundi, sem haidinn var í gær í tilefni af því að þá var haldinn síðasti fundur þess Ferða- málaráðs sem starfað hefur undan- farinn fimm ár, sagði Kjartan Lár- usson formaður ráðsins að erlendir ferðamenn sem koma til landsins á þessu ári verði um 135 þúsund talsins og hafi þeir aldrei verið fleiri. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að heildarvelta ferðaþjón- ustunnar á árinu yrði á bilinu 9-10 milljarðar króna. Kjartan sagði að árið 1984 hefðu komið rúmlega 85 þúsund erlendir ferðamenn til landsins, og væri aukningin síðast- liðin fimm ár því tæplega 60%. Hann sagði að ef um svipaða aukn- ingu á fjölda ferðamanna yrði að ræða á næstu árum mætti gera ráð fyrir að um næstu aldamót komi árlega um 300 þúsund erlendir ferðamenn tii landsins. Hann sagði að talið væri að um sex þúsund ársstörf væri að finna hér á landi tengd ferðaþjónustu í víðum skiln- ingi, og reikna mætti með veru- legri fjölgun þeirra á næstu árum. Samið var í nóvember í fyrra um sölu á 10 þúsund tonnum af flökum og heilfrystum fiski til Sov- étríkjanna, aðallega af karfa, ufsa og grálúðu, fyrir um 20 milljónir Bandaríkjadala á_ þessu ári. í við- skiptasamningi íslands og Sov- étríkjanna er hins vegar kveðið á um að Sovétmenn kaupi héðan 20.000 tonn af fiskflökum á ári. „Við Benedikt Sveinsson, að- stoðarframkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar Sambandsins, höfum unnið að því frá því í maí síðastliðn- um að fá viðbótarsamning um sölu á frystum fiski til Sovétríkjanna í ár og við höfum tvisvar farið til Moskvu í þeim tilgangi,“ sagði Gylfi Þór Magnússon. „Þegar við vorum í Moskvu í ágústmánuði síðastliðnum snerist málið í raun- ÞEIM brá heldur betur í brún rbúunum á bænum Syðra-Lóni, rétt fyrir utan Þórshöfn, þegar þau komu út í gærinorgun. Á fiörur hafði rekið stærðarinnar hval, tólf til fimmtán metra á lengd. Brynhildur Halldórsdóttir á Syðra-Lóni sagði að þetta væri líklega búrhvalur. Hún var ekkert inni ekkert um verðið, þar sem við vorum alveg sammála um að við gætum örugglega fundið markaðs- verðið. Málið snerist um það hvort við gætum hjálpað Sovrybflot, sem sér um fiskkaup Sovétmanna, til að fá viðbótarfjárveitingu.“ Gylfi Þór sagði að þeir hefðu fengið fund í sovéska sjávarútvegs- ráðuneytinu með aðstoðarsjávarút- vegsráðherra Sovétríkjanna og Tómasi Tómassyni sendiherra í Moskvu. Hann sagði að þar hefði verið óskað eftir að gerður yrði viðbótarsamningur fyrir seinni hluta þessa árs. „Sovéska sjávarút- vegsráðuneytið og utanríkisvið- skiptatengslaráðuneytið, sem stjórnar verslunarskrifstofunum í sendiráðunum, skrifuðu þá bréf til sovésku ríkisstjórnarinnar þar sem yfir sig hrifin af rekanum og sagði hann vera mikla hefndargjöf þar sem hún hefði engin ráð til að losna við hann. „Kannski verður hægt að ná honum út á bát þegar brimið lægir en annars verður að reyna að urða hann. Eitt er víst, hann getur ekki verið hérna til frambúð- ar. Hann verður örugglega fleiri ár að rotna.“ óskað var eftir viðbótarljái'veitingu til kaupa á frystum fiski af okkur fyrir um 10 milljónir Bandaríkja- dala á þessu ári. Ekkert svar er hins vegar komið við þessu bréfi.“ Gylfi Þór sagði að komið hefði fram í viðræðunum við Sovétmenn í Moskvu í ágúst að ef sjávarút- vegsráðuneytið þar hefði það í gegn að fá viðbótarfjárveitingu til kaupa á frystum fiski héðan yrði hún einungis tekin af fjárveiting- um sem önnur ráðuneyti hefðu ekki notað. Lögreglan: Areitinni fiskiflugu var banað LÖGREGLAN í Reykjavík var kölluð að húsi á Grensásvegi um klukkan sex að morgni síðastliðins íostudags, þar seni húsráðandi þar hafði kvartað undan áreitni fiskiflugu. Svo rammt kvað að áreitni flugunnar, að húsráðandi sá enga leið aðra út úr ógöngunum en kalla á lögreglu. Þegar lög- reglan kom á staðinn dugðu engin rök á fluguna og endaði málið svo að lögreglan banaði henni. Hún var fjarlægð og hús- ráðandinn hefur vonandi getað fest blund, laus við áreitnina. Hvalreki við Þórshöfti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.