Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 6
6 G
(j8Gt flaaöTSö .i HuoAauvtvtus aicíAjaviuoHOM,
MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989
hjá afgangnum af rússanum. Olgeir
ávarpaði Einar innvirðulega með
þessum orðum: „Já, komdu nú bless-
aður Einar, það hefði nú eiginlega
verið betra ef þú hefðir farið út af
svona eins og seytján metrum ofar.
Já, en þú hefur náttúrulega ekki
haft tíma til að athuga það.“
Á einhvern óljósan hátt höfðu þeir
að drösla rússanum heim að Götu.
Heimkominn með þennan fyrrver-
andi eðalvagn hóf Einar að vappa
heldur ábúðarmikill í kring um leif-
arnar af bifreiðinni, en áréttað skal
að bifreiðin var töluvert útlitsgölluð.
Varð þá Þorsteini, sem var hátt í það
tengdasonur Einars, að orði: „Heldur
þú að þú getir lagað bílinn Einar?“
„Bílinn?" svaraði Einar að bragði,
„einhvern veginn hefur hann verið
smíðaður." Óþarft er að fara um
þetta fleiri orðum, en bifreiðin var
ökufær ótrúlega lengi eftir þennan
dag.
Eftir þriggja sólarhringa törn í
nágrenni Landmannalauga var féð
rekið að Landmannahelli í íjallið
Sátu, en fjallmenn tóku sér bólstað
í sæluhúsinu þar sem reimt þykir og
tilþrifamikið ef svo ber undir. Hinn
góði andi fjallmanna varð þó í engu
vísu í sínum stíl: /Laung er nótt þá
lægst fer sói /þótt lýsi af stjörnu-
bránum. /Halda að venju heilög jól,
/hrútamir í ánum.
Nauðsynlegt að nota
afréttinn í hófi
Spilastokkur þessarar ágætu fjall-
ferðar stokkaðist vel. Það var blúss-
andi kraftur í mannskapnum og
lífsins kómidí fékk að leika lausum
hala. Meira að segja þeir bröttu í
orðfæri fóru aldrei yfir 7 vindstigin.
Loftur í Neðra-Seli sem er þekktur
fyrir að hnýta upp ærlega íslensku
með tvinni og skurði komst nú lengst
er það fauk í hann þegar Pálmi á
Læk' tvístraði rollum hjá honum í
rekstri. Loftur hrópaði á eftir Pálma,
en hann heyrði ekkert inni í bílnum
og langt á braut. Þá sneri Loftur sér
að Hildi dóttur Pálma og sagði: „Er
pabbi þinn orðinn eitthvað bilaður?"
Minna gat það nú ekki verið. Það
voru oft skemmtilegar hnýtingar
milli bílstjóranna og þeir gerðu góð-
látlegt grín hver að öðrum. í ákveð-
inni tónhæð lýsti Olgeir öllum fjar-
skiptabúnaði Einars í Götu og sagði
að hann gæti ugglaust haft samband
við Gufunes og talað síðan við sjálfan
Út úr sandstorminum.
Þórður í Köldukinn við rétt-
arhliðið, sótsvartur af sand-
stormi eftir fjárreksturinn.
virtist heiðin-ómennilegri þegar ekk-
ert var þar fé.
„Mér finnst nauðsynlegt að sveita-
menn noti afréttinn í hófi,“ sagði
Kristinn í Skarði, „það má alls ekki
misbjóða landinu, en ekki heldur
vanvirða það með því að láta það
vera eins og það sé aðeins til þess
að horfa á. Það er miklu jákvæðara
ef sveitamenn geta notað landið með
varfærni og virðingu, enda eiga eng-
ir eins mikið undir því komið og
sveitamenn að landinu sé ekki mis-
boðið og því á þeim að vera best
treystandi fyrir.því. Afrétturinn er
aðeins hluti af hinu daglega brauði
í mannlífsbaráttunni og það á að
vera auðvelt að vinna á ásættanleg-
um grunni fyrir alla. Allt þarf þetta
að vera með skilningi og skynsemi
og alveg eins og féð rennur saman
af fjalli þarf þéttbýlisfólk og sveita-
fólk að starfa saman. Ég tel til dæm-
truflaður. Landmannahellir er mó-
bergshellir í fjallsrana Hellisíjalls
sunnan við Löðmund. Þetta er nærri
15 metra langur hellir, nær 10 metra
breiður og 4 metra hár. Var hann
lengi notaður sem gististaður af fjall-
mönnum. Við Landmannahelli rifj-
uðu menn upp vísur sem gerðar voru
þegar fjallmenn hittu eitt sinn hóp
tannlækna og kennara á fjalli og
farið var í gátukeppni þar sem ákveð-
ið orð var gefið, en síðan átti að
gera vísuna sem vekti spurningu.
Fjallmenn Land- og Holtamanna
unnu átakalaust með vísum Þórðar.
Ein um „kökukefli" hljóðar svo:
/Snýst í hringi snemma og seint,
/sniðugt kefli laust við tál. /Hiklaust
leysir hreint og beint /hjónabandsins
vandamál. Önnur var um „gæsalapp-
ir“: /Lenda á blaði létt og pent /lið-
ugt meður kommum tveim /gefa
orðum gagn og mennt /en gæsir
bara labba á þeim.Sú þriðja var um
kóng: Dinglast oft með drottningu
/dregst um kirtill síður, /lofaður af
lofnunum /ef liðugt fer í slíður.
Eitt kvöldið þegar lagið var tekið
sat Olgeir viponstjóri á rúmstokknum
milli matráðskvennanna. Þá orti
Þórður: /Olgeir tel ég mætan mann
/má það dável segja. /Mikrófóninn
mundar hann /milli !hreinna meyja.
/Það Olgeir telur ekta sess /ekki er
héma nein sorg. /Hvíar Sigrún kát og
hress, /hvar er penninn, Vilborg.
/Pennann fundu píumar, /þær prýði-
lega una. /Olgeir var nú enda snar
/að auka standbylgjuna.
/Olgeir sýnist enda best /að una
nálægt konum, /hyggur hann að
henti best /að hætta Ijarskiptonum.
En Þórður var kominn á skrið og
þá var ekki að sökum að spyija. Það
rigndi vísum: /Satt og rétt ég
segja má /sífellt aukast
væntingar, /þrjótum er ég þeysi
frá /þegar eru kosningar.
/Ráðskonumar reyndust tvær
/reyndar gerðist ýmislegt, /fíringuna
fundu þær /það fer að verða svaka-
legt. Og Þórður hnykkti á með jóla-
Náttúruundur.
Menn nutu þess að fara í heitu laugamar á háfjöllum að loknum löngum vinnudegi.
sig í gegn um aðra talstöð. Og Þórð-
ur orti: Einar beitir orku og snilld
/ekki skaltu rengja mig. /Tilsvör
verða tæpast mild /er talar hann við
sjálfan sig. En þetta var allt í góðu,
fótmál fyrir fótmál mjakaðist verk-
efnið og veðrið lék við hvurn sinn
fíngur eins og skáldið sagði. Við
fengum öll veður eins og vera bar,
en í heild gott veður. Reksturinn í
réttina í Áfangagili var skemmtileg-
ur þótt sandstormur væri nokkur,
sjö klukkustunda rekstur, en mikið
Við Landmannahelli.
Fjalimenn á Landmannaafrétti
1989 ásamt hluta af reiðskjótum.
is að það sé mjög af hinu góða að
sveitafólk taki börn í sveit, betri
kynningu fáum við e_kki.“ Það var
góð stemmning í Áfangagilsrétt,
spjallað og gantast og nokkur lög
voru tekin á seinna fallinu. Margt
manna kom í réttina. Þar voru með-
al annarra Kolbeinn í Höfn á Sel-
fossi og Bjöm Sigurðsson, nýbakaður
bankastjóri á Hellu, og Þórður orti:
/í réttirnar var ferðin fín, /af fé og
meyjum skari, /svo birtist hér með
brennivín /bankastjórinn snari.
En endapunkturinn á sérhverri
fjallferð er réttarball og sá þáttur
var tekinn með trukki í Brúarlundi,
félagsheimili Landmanna. Þar var
mikil stemmning og húsið titraði af
hjartslætti fólksins. En allt tekur
enda og nýir dagar verða að fá tíma
til þess að vakna. Nábýli við Land-
mannaafrétt í snörpum dansi fjall-
manna er reynsla sem er gulls ígildí
og sá er ekki samur maður er gjörir
slíka ferð.
Og Þórður orti:
Alltaf þrái ég afréttinn
inn til hlíða og dala
anda frjálst á kinn