Morgunblaðið - 01.10.1989, Page 16

Morgunblaðið - 01.10.1989, Page 16
16 C STEFÁN JÓN HAFSTEIN er„maburinn meb svarta hattinn“ á öldum Ijósvakans. I daghafa hann og samstarfsfólk hans í dægurmálaútvarpinu rifist vib þjóbarsálina í tvö ár. eftir Krístinu Murju Baldursdóttur/ mynd: Emilíu B. Björnsdóttir ÞETTA KOM allt heim og saman. í útvarpsleikritum var alltaf þoka og spenna í Lundúnum og þegar Axel Thorsteinsson las upp Lundúnafréttir þá hlustaði Stefán Jón Hafstein andaktugur á. Fór svo út í hríðina til að læra að stafa hjá séra Árelíusi. Þá var Ríkisútvarpið baðstofa þjóðarinnar. Nú eru aðrir tímar og engin dulúð eða þoka yfir dægurmálaútvarpi Stefáns Jóns. 1 dag eru einmitt tvö ár síðan hann kom til Rásar 2 til að búa til dægurmálaútvarp. Rödd hans þekkja flestir og ófáir hafa rifist við hann í „þjóðarsálinni“. Aðferðir hans eru umdeildar en sjálfúr heíúr hann ákveðnar skoðanir á útvarpi og útvarþsmönnum. Það er starfsvenja mín að vera á móti síðasta ræðu- manni,“ segir Stefán. „Ég reyni að draga hlustendur með mér inn í útvarpið, veit að konan í eldhúsinu hvæsir oft þegar hún heyrir í mér, en ég fæ líka margar upphringingar þar sem menn hafa t.a.m. sagt: Ég hef aldrei þolað þig fyrr en í dag, þá gerðiru það sem ég hef beðið eftir.“ — Þú átt það til að rífast við fólk í þáttum þínum? „Stíll minn er ögrandi. Ég hef tekið það hlutverk að mér hérna að vera meira ögrandi en aðrir. Vera maðurinn með svarta hattinn. Samstarfsmenn mínir sjö bæta það upp, hver með sínum hætti. Tilgangurinn er að hafa fjölbreytt útvarp, ekki átta litla Stefána Jóna.“ Stefán Jón hóf störf hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður árið 1979 eftir að hafa lokið lokið BA-prófi í fjölmiðlafræði í Lundúnum. Síðar tók hann mastersgráðu í boðskiptafræði í Bandaríkjunum og starfaði jafnframt við tímarit og sem frétta- ritari Ríkisútvarpsins. Meðan hann dvaldi þar ytra skrifaði hann bókina „Sagnaþul- ir samtímans“ sem er m.a. yfirlit kenninga um fjölmiðla, undir hvaða lögmál þeir eru settir og hvers vegna fjölmiðlarnir birt- ast almenningi á þann hátt sem þeir gera. Ég spyr hann hvort hugmyndin að dægurmálaútvarpi hafi orðið til þá? „Nei, hún varð til þegar ég hætti á fréttastofunni ’83 og tók við morgunútvarpinu. Eg fékk að spreyta mig í einn vetur og gjörbreytti því. Þar kom fram líkan eða grind að nútímalegu útvarpi þar sem mannleg samskipti og áhugamál í dagsins önn eru efst á baugi. Ég var erlendis og fylgdist því álengdar með þegar fijálsu stöðvarnar byijuðu. Rás 2 var þá poppútvarp og menn ánægð- ir með það á sínum tíma, en svo lenti það í harðri samkeppni við Bylgjuna og Stjömuna, sem þá voru mikið í tísku, og varð undir. Spurningin var þessi, hvað átti Ríkisútvarpið að gera við Rás 2? . Ég taldi að Rás 2 ætti að skapa sér sérstöðu, vera ekki á I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.