Morgunblaðið - 04.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.1989, Blaðsíða 17
17 Ungverjaland: Otto von Habs- burg í forseta- framboð? Smábændaflokkurinn í Ung- veijalandi ræðir nú þá hugmynd að biðja Otto von Habsburg að bjóða sig fram við forsetakjör á næsta ári. Hann situr á þingi Evrópubandalagsins fyrir Vest- ur-Þýskaland en hefur jafnframt ungverskan ríkisborgararétt. Félagi í stjórnmálaráði Smá- bændaflokksins, Imre Boross, segir von Habsburg njóta virð- ingar í Ungverjalandi og geti hann sameinað þjóðina að baki sér. Aðalritari flokksins bætir því við að keisarasonurinn sé og sannur Evrópumaður. Faðir Ott- os von Habsburgs var Karl I., síðasti keisari tvíríkisins Aust- urríkis-Ungveijalands sem leystist upp 1918. Havel hlýtur OlofPalme- verðlaunin Stokkhólmi. Reuter. TÉKKNESKA andófsskáldið Vaclav Havel hlaut á mánudag Olof Palme-verðlaunin. Verð- laununum hefur verið úthlutað árlega frá 1987 en til þeirra var stofnað af ijölskyldu Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra. Svíþjóðar, og sænska Jafnaðar- mannaflokknum. „Vaclav Havel hlýtur verðlaunin fyrir linnu- lausa og hugdjarfa baráttu hans fyrir friði og lýðræði," sagði í yfirlýsingu verðlaunanefndar- innar. Havel er kunnur af störf- um sínum fyrír mannréttinda- samtökin Charter 77. Gorbatsjov í Páfagarð Tórínó. Frá Brynju Tomer fréttarit- ara Morgnnblaðsins. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, kemur í þriggja daga opinbera heimsókn til Ítalíu um mánaðamótin nóvemb- er/desember. Hann hittir að öll- um líkindum Johannes Pál páfa II. og verður það í fyrsta sinn sem leiðtogi Sovétríkjanna kem- ur í Páfagarð. Dagskrá heim- sóknarinnar hefur ekki enn verið gerð opinber en talið er fullvíst að hann ræði um viðskiptasamn- inga milli ítala og Sovétmanna. Er vonast til, að þeir leiði til þess, að Fiat hefji að framleiða bifreið sem kölluð verður „Oka“ og er sögð svipuð Panda-bifreið- unum. Framleiðslaná„Oka“ yrði þá í Jelabuga með sovésku vinnuafli, en líklega undir stjórn fulltrúa Fiat frá Italíu. Bretland: Lögreglumenn framvegis styttri? BRETAR verða að horfast í augu við þá staðreynd að lög- regluþjónar þeirra verða e.t.v. lægri vexti framvegis en tíðkast hefur þar í landi. Sem stendur er það skilyrði sett að karlar í lögreglunni séu a.m.k. 174 sm að hæð er þeir hefja störf og konur 162 sm. Danska biaðið Jyllands-Posten segir bresk yfir- völd nú velta því fyrir sér að lækka þessar kröfur þar sem skortur er á hæfum umsækjend- um. Ein af ástæðunum er sú að kynþættir, sem eru í minnihluta, eiga kröfu á því að einstaklingar úr þeirra röðum séu ráðnir í lög- regluna í einhveijum mæli. Þar sem meðalhæð karla frá Bangla- desh er aðeins um 162 sm hefur reynst erfitt að tryggja fólkinu þessi réttindi. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 MEÐAL ANNARA ORÐA íslensk bókmenntaverðlaun eftir Njörð P. Njarðvík Okkur íslendingum er tamara en öðrum að kenna okkur við bókmenntir, en erum ekki að sama skapl fúsir að hlúa að þessu þjóðarstolti okkar. Og ef til vill er það býsna almennur löstur hjá okkur að leiðin frá orðum til athafna geti verið bæði löng og torsótt. Bókmenntaverð- laun hafa ekki átt upp á p'allborð- ið hjá ráðamönnum okkar, og er tillaga forseta íslands um slík verðlaun fyrir mörgum árum og tregðuþögn stjórnmálamanna glöggt dæmi um það. Árið 1959 stofnaði Helgafell til bókmennta- verðlauna sem voru kennd við Gunnar Gunnarsson og var þeim einungis úthlutað einu sinni. Sömu sögu er að segja um verð- laun Almenna bókafélagsins um svipað leyti. Síðan hafa ekki ver- ið til nein bókmenntaverðlaun hér, nema þau sem Reykjavíkur- borg úthlutar fyrir frumsamda og þýdda barnabók. Ber síst að vanþakka þá menningarviðleitni, en einhvern veginn geta slík verð- laun ekki talist fullnægjandi ein saman fyrir „bókmenntaþjóðina miklu“. Stundum hvarflar að mér að okkur sé í rauninni'ekkert vel við að verðlauna fólk, kannski af því að okkur þyki ekki þægi- legt að líta upp til annarra. Hins vegar erum við glögg að finna að við aðra. Má vera að við þurf- um að læra að gera meiri kröfur til okkar sjálfra en annarra, svo að okkur verði kleift að meta það sem aðrir gera vel. En það er önnur saga. Mikil tíðindi Af þessum sökum sætir það miklum tíðindum í íslensku menningarlífi, þegar bókaútgef- endur stofna til veglegra bók- menntaverðlauna, eins og nýlega var tilkynnt. Er tilgangurinn samkvæmt reglugerð „að styrkja stöðu frumsaminna íslenskra bóka, efla vandaða bókaútgáfu, auka umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bók- menntir". 10 manna dómnefnd skal fyrir 5. desember velja „tíu athyglisverðustu bækur ársins" og síðan tekur við önnur fimm manna dómnefnd sem velur verð- launabókina fyrir 15. janúar, en almenningi gefst einnig kostur á að greiða atkvæði um bækurnar tíu. Þessi nýju verðlaun sýnast í meginatriðum sniðin eftir fyrir- mynd finnsku Finlandia-verð- launanna, en þó með tveimur veigamiklum undantekningum. Þar eru verðlaunin eingöngu mið- uð við fagurbókmenntir og al- menningur tekur engan þátt í vali verðlaunaverksins. Þegar Finlandia-verðlaunin voru stofn- uð (þeim var fyrst úthlutað í jan- úar 1985), þá var yfirlýstur til- gangur sá að styrkja stöðu skáld- skapar á finnskum bókamarkaði. Nú telja útgefendur þar í landi, að sala tilnefndra bóka hafi um það bil þrefaldast, miðað við fyrri réynslu af sölu bóka eftir sömu höfunda. Nú hafa Finnar stofnað önnur Finlandia-verðlaun fyrir fagbókmenntir, og var þeim úthlutað í fyrsta skipti á þessu ári. Markaðsverðlaun Rétt er að gera sér grein fyrir þvi, að verðlaun af þessu tagi eru markaðsverðlaun. Þau einskorð- ast við bækur útgefnar á árinu, þær eru tilnefndar í upphafi jóla- bókasölunnar, stílað er upp á umræðu og forvitni í sjálfu jóla- bókaflóðinu og strax að því loknu eru úrslit tilkynnt. Ætlunin er að auka sölu þeirra tíu bóka, sem tilnefndar verða. Þar með er „Enginn dómur er endanlegur um bók nema tímans rás. Sum- ir segja að tíu ár þurfi að líða til að hægt sé að skera úr um það hvort bók lifir. Ætli Sjálfstætt fólk Hall- dórs Laxness hefði fengið svona verðlaun árið 1935—36, ef þau hefðu verið til?“ kominn bókalisti sem verður eins konar mótvægi við hinn ófull- komna lista yfir söluhæstu bækur undanfarinna ára. Þarna á að vera gæðastimpill, leiðbeining til kaupenda um „athyglisverðustu bækur ársins“. Listinn er ekki einskorðaður við hefðbundinn skáldskap, allt kemur til greina. Talin er þörf á að styrkja stöðu bókarinnar, ekki bara skáldskap- ar. En ekkert kerfi er fullkomið, öllu fylgir áhætta, á öllu geta leynst gallar. í mínum huga vaknar þessi spurning: Hvað verður um hinar bækumar, sem ekki finna náð fyrir augum dóm- nefndar? Verða þau til þess að salan beinist að örfáum bókum? Eða verða þau til þess að vandað- ar bækur seljast og draga úr sölu hinnar óvönduðu afþreying- arframleiðslu sem byggist á pers- ónuforvitni? Ekki veit ég svarið við þessum spurningum, frekar en aðrir, og ég bíð spenntur eftir að sjá áhrif þessara nýju verð- launa. Ég geri einnig ráð fyrir að ýmsir hafi áhyggjur af skipun dómnefnda og þá auðvitað ekki síður af sjálfri verðlaunabókinni. Bók sem ekki er tilnefnd, fær auðvitað ekki verðlaun. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Verðlaun eru enginn endanlegur dómur um bók. Enginn dómur er endanlegur um bók nema tímans rás. Sumir segja að tíu ár þurfi að líða til að hægt sé að skera úr um það hvort bók lifir. Ætli Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness hefði fengið svona verð- laun árið 1935—36, ef þau hefðu verið til? Það efast ég um. Það verður deilt um þessi verðlaun, bæði um tilnefningar og verð- launaveitingar. Það er bara gott. Það eykur umræðu um bók- menntir og vonandi eykur það líka bóklestur. Og það skiptir mestu. Annars konar verðlaun Hitt er svo annað mál, að það er ekki nógu gott að hafa bara ein bókmenntaverðlaun sem eru hrein markaðsverðlaun. Þegar Finnar stofnuðu sín Finlandia- verðlaun, voru þegar fyrir hendi íjölmörg bókmenntaverðlaun. Og kenna Finnar sig þó ekki til bók- mennta fyrst og fremst í list- rænni sköpun. Ég hygg að mörg- um komi fyrr í hug listræn hönn- un, húsgerðarlist eða tónlist, þeg- ar Finnland ber á góma. Mér telst svo til að í Finnlandi séu meira en 20 bókmenntaverðlaun sem nema 140 þúsund krónum eða meir (10.000 FMK) og alls era þar meira en 50 bókmennta- verðlaun. Þess vegna er tillaga Vigdísar Finnbogadóttur um bókmenntaverðlaun Forseta ís- lands enn í fullu gildi. Þar er ekki um markaðsverðlaun að ræða. Það mál er nú orðið þrem- ur ríkisstjórnum til skammar. Kannski verða aðrir að koma til og leysa það. Höfundur er rithöíundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands. Nú eru þeir kaldir hjá Rönning í Kringlunni Kæliskápar, frystiskápar og frystikistur á mjög góðu verði! Nú á haustdögum seljum við kæliskápa frá 21.000 kr., frystiskápa frá 26.950 kr., sam- byggða kæli- og frystiskápa frá 37.500 kr. og frystikistur frá 39.406 kr.* Mikið úrval - margar stærðir og gerðir frá OSBY, SNOWCAP og GRAM. Nýtið ykkur einstakt tækifæri. Jf RÖNNING KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868 * Verö miðað við staðgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.