Morgunblaðið - 04.10.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTOBER 1989
27
Kveðjuorð:
Ámundi K.J. Isfeld
yfírstöðumælavörður
Ámundi Kristbjörn Jónsson ísfeld
fæddist 3. júní 1913 í Reykjavík.
Hann fór snemma að vinna fyrir sér
og 17 ára gamall hóf hann nám í
skósmíði hjá Jóni Þorsteinssyni, virt-
um skósmíðameistara. Ámundi rak
síðar sjálfstæða vinnustofu í Fisc-
hersundi 3 í 30 ár og má nærri geta,
að margir leituðu til hans með slitna
skó, öll þau ár, enda var hann vin-
sæll fagmaður. Ámundi kvæntist
Sigríði Ásmundsdóttur árið 1941.
Þeirra sonur er Sigurður, endurskoð-
andi. Fyrir hjónaband átti Ámundi
son, Siguijón, sem er múrari að iðn.
Barnabörnin eru fjögur. Sigríður,
kona Ámunda, dó 19. nóvember
1965. Árið 1969 urðu enn þáttaskil
í lífi Ámunda, en þá fluttist hann til
Eugeníu I. Nílsen, Vesturgötu 16b,
og bjó þar æ síðan. Eugenía var þá
ekkja með þijá sonu. Reyndist
Ámundi_ þeim afar vel í lífsbaráttu
þeirra. Á þessum árum mun Ámundi
hafa íhugað að fá sér annað starf,
þar sem ýmsar breytingar voru í lífi
hans og ekki seinna vænna að reyna
eitthvað nýtt. Réðst hann því sem
stöðumælavörður hjá Reykjavíkur-
borg 1966. Þar átti samskiptareynsla
hans við menn af öllum stigum eftir
að nýtast vel í viðkvæmum mála-
flokki.
Ekki verður um það deilt, að gjald-
taka fyrir stöður bifreiða í götum
borgarinnar brennur misjafnlega á
íbúum eftir staðsetningu heimila í
borgarlandinu og verða þá elstu
hverfin í brennidepli vegna legu
sinnar. Umsvif þjónustu og viðskipta
eru þar mest og þangað liggja allra
leiðir. Uppsetning stöðumæla er ein
leið borgaryfirvalda af mörgum til
að greiða fyrir umferð og gæða versl-
ana- og skrifstofuhverfi lífi. Því var
það að auknar áherslur í þessum
málaflokki leiddu til þess, að borgar-
stjórn samþykkti í ágúst 1966, að
stöðumælasjóður skyldi ráða sér-
staka eftirlitsmenn til gæslu stöðu-
mæla, en varsla þeirra var hjá lög-
reglumönnum.
Þessi breyting létti um leið á störf-
um mannfárrar lögreglu. Afskipti af
stöðubrotum voru samt áfram í henn-
ar verkahring, sem vissulega veikti
mjög starf eftirlitsmanna síðar.
Þrír menn hófu störf þann 1. sept-
ember 1966 sem stöðumælaverðir,
sem var nýtt starfsheiti. Áður höfðu
starfað tveir stæðisverðir á bifreiða-
stæðinu Austurstræti 2 við gjaldtöku
og umsjón. Síðar á árinu bættist
ijórði stöðumælavörðurinn í hópinn,
enda stöðumælar orðnir 433 talsins.
Þann 1. júní 1967 var fimmti vörður-
inn ráðinn, Ámundi K.J. ísfeld, með-
almaður á hæð, grannur og kvikur
með glettni í bláum augum.
Ámundi gat sér fljótt gott orð fyr-
ir lipurð og prúðmennsku í samskipt-
ITOLSK
V I K A
í KRINGLUNNI
28. sept. - 7. okt.
ítalskar vörurjyTískusýningar
Tónlist 33 Kaffihús MM ítalskur
matur 13 Feröakynningar 33
JÍGetraun, vinningur: ferb fyrir
tvo til Ítalíu 33
um sínum við ökumenn. Árið 1974
er stofnað starf flokkstjóra stöðu-
varða, og í júlí það ár er vörðum fjölg-
að í sjö að meðtöldum flokkstjóra.
Það kom ekki á óvart, að Ámundi
skyldi vera valinn sem yfirmaður
stöðumæla- og stæðisvarða, svo og
gangbrautavarða síðar. Ljóst var, að
lipurmenni þurfti í þetta starf mat'gra
hluta vegna. Laun varða voru mjög
lág og öll aðstaða bágborin, manna-
skipti voru því tíð. Ámundi fékk því
það erfiða verkefni að stýra ærið
sundurleitum hópi manna með fjöl-
breytta lífsreynslu. En hin ljúfa lund
Ámunda ásamt góðri greind og
næmu skopskyni sætti mjög deiluefni
innan hóps og utan. Auk þess að
vera vinsæll af undir- og yfirmönnum
í_ umferðardeild borgarinnar átti
Ámundi ágæta samvinnu við starfs-
fólk í skrifstofu lögreglustjóra, sem
annaðist innheimtu aukaleigugjalda.
Ámundi lét af störfum hjá
Reykjavíkurborg á árinu 1987, og
voru undirmenn hans þá að nálgast
tvo tugi. Vafalaust var hann hvíldinni
feginn, enda starfsárin orðin mörg.
Frú Eugenía bjó honum gott heimili
sem fyrr. En ævisólin var senn hnig-
in. Ámundi andaðist á Borgarspíta-
lanum 22. september sl. Samstarfs-
menn hans fyrr og síðar minnast að
leiðarlokum frábærs félaga, sem
stýrði liði sínu með sæmd.
Ásgeir Þór Ásgeirsson
Ámundi K.J. ísfeld er einn af
fáum, góðum yfirmönnum, sem und-
irritaður hefur kynnst um ævina.
Hann var góðmenni,vréttlátur gagn-
vart sínum undirmönnum og naut
trausts þeirra sem og yfirmanna
sinna. Skýrasta dæmið er sú stað-
reynd, að æðstu menn lögreglunnar
mæltu með honum sem yfirmanni
stöðumælavarða. Þetta er til marks
um mat ábyrgra aðila.
Ámundi fann aldrei beint að starfi
undirmanna sinna, en sýndi ákveðni
og réttlæti,- en ekki yfirgang og
harðneskju. Hann var glaðlyndur pg
spaugsamur, en særði engan. Eg
þekki ekki til ættar hans né persónu-
legs lífshlaups, þar verða aðrir að
fylla í eyður. Þó veit ég, að eftir frá-
fall konu sinnar bjó hann æ síðan '
með Eugeníu Nílsen,, sem reyndist
honum vel öll árin, jem þau áttu
saman. Hafi hún þöklí fyrir og guðs-
blessun. Þessi stutta lýsing gefur
nokkra mynd af þeim góða yfir-
manni, sem ég bar þá gæfu til að
kynnast. Ættingjum hans og sambýl-
iskonu sendi ég samúðarkveðjur.
Þórarinn M. Friðjónsson
stöðuvörður
He wlett-Packard
ubúnað III
töku ti Ib
E 00 E sCS m
HP-19B VIDSKPTARÁDGJAFilN Verð: 16.900* kr.
HP Viðskiptaráðgjafmn (Business consultant II) er einstakur í sinni röð og hægt er að nýta hann á Jjölbreyttan hátt.
HP Viðskiptaráðgjafinn hefur tölfræðiforrit, jjármálaforrit, viðskiptaforrit, dagbók, rœður auðveldlega við
mjögjlókna stærðfræðiútreikninga og hefur þráðlaust samband við prentara.
Viðskiptaráðgjafinn firá Hewlett-Packard setur upp línurit og gröf á svipstundu. Stóri bróðir HP-28S
er einstök vasatölva sem hefur stórt minni og marga möguleika til hárfinna útreikninga. HP-28S vinnur auðveldlega
„í vasa" það sem áður þurfti að setja inn í stórar tölvur. Frábœr fyrir vísindamentt og námsmetm í raungreinum.
CS tfilva
CS tölvan hefur 20 Mb harðan
disk, 360 kb disklingadrif,
VGA skjákort og VGA
grafískan litaskjá.
CS er minnsta tölvanfrá
Hewlett-Packard og hentar til
fjölþættra nota s.s. ritvinnslu,
hvers kyns einkanota, heimilis-
bókhalds, áætlanagerðar, o.fl.
HP-Deskjet
Gœðaprentari, satnbærilegur
við laserprentara en á mun
lægra verði. HP-prentarinn er
hraðvirkur, öll prentun skýr og
greinileg hvort scm um ræðir
gröf eða letur og er að auki
einfaldur í notkun. Prentari
fyrir þá setn gera kröjur utti
gæði á góðu verði.
Verð: 160.900* kr.
Verð: 55.650* kr.
Öllum, sem leggja stund á eitthvert nám, hvort sem er í skóla
eða á sérstökum námskeiðum, gefst nú kostur á að kaupa á sérstöku
tilboði Hewlett Packard tölvubúnað. Ekki nóg með það,
heldur fylgir hverri tölvu námskeið frá Tölvufrœðslunni.
*Verð rniðast við staðgreiðslu og gengi 15. sept 1989
Gðð greiðslukjör.
LiH.
Tölvufræðslan
l«jvtM2ISÍMni7SMo|H«7IO
J L
muim'
.■■JHU
I l I TT l l
TOLVUVERSLUN
REYKJAVÍKUR
Laugavegi 8 ■ s: 17812
HEWLETT
ra PACKARD
-I