Morgunblaðið - 04.10.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. $ Múlalundur 5 Viðskiptatækni 128 klst. Markaðstækni 60 klst. Fjármálatækni 60 klst. Sölutækni 36 klst. Hringdu í síma 62 66 55 og fáðu sendan bækling Viðskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 6 2 6 6 5 5 - - _ - Pökkunar- límbönd í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Þarfir þjónar Bakkusar Til Velvakanda. Ekki verður annað sagt en að Bakkus eigi þarfa þjóna í sölum alþingis. Þannig tókst honum í bjór- málinu að fá á sitt band meirihluta þingmanna og meira að segja sjálf- an heilbrigðisráðherrann. Og ekki þarf vínguðinn að vera óánægður með uppskeruna. Afengisdrykkjan hefur stóraukist hér á landi upp á síðkastið eða um 36% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sex . fyrstu mánuði í fyrra. Þannig hefur bjórliðið á alþingi komið til móts við tilmæli alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar til aðildarþjóða að minnka áfengisneyslu um fjórðung til áramóta. Og mikið hlýtur gamli Bakkus að hafa glaðst, þegar það tókst að brengla svo dómgreind Jóns Bald- vins Hannibalssonar, að hann lét ýta sér út í það ótrúlega athæfi að troða 106 flöskum af áfengi inn á heimili fertugs flokksgæðings, sem er bindindismaður og hafði að eigin sögn „ekki hugsað sér að veita áfengi í afmælisveislunni", sbr. Til Velvakanda. Eru allir búnir að gleyma hættunni sem stafar af Áburðarverk- smiðjunni? Eru allir búnir gleyma að það kviknaði í Áburðarverksmiðj- unni? Eru allir búnir að gleyma umræðum ríkisvaldsmanna og yfir- manna borgarinnar í fjölmiðlum um að leggja hana niður? Já, það virðist vera. Alla vega hafa ríkisvaldsmenn og yfirmenn borgarinnar svo ger- samlega gleymt þessu að í stað þess að tala um að leggja verksmiðjuna niður eru þeir farnir að tala um að hafa hana þarna sem lengst. Og úr því að þarna sé þegar verksmiðja sem ógni lífi borgarbúa sé það alveg tilva- lið að bæta við annari tegund verk- smiðju sem geti séð um að veikja heilsu þeirra meðan þeir eru á lífi. Ég, sem er borgarbúi í Grafar- vogi, er ekkert yfir mig hrifinn af þessari kúvendingu mála. Mig langar ekki til að fórna minni heilsu eða Mbl. 27. sept. sl. Hvað rak ráð- herrann til slíkrar óhæfu? Af nýjustu fréttum úr áfengis- heimi ráðherranna má ráða, að sumir þeirra eru ekki verulegir eft- irbátar Jóns Baldvins í þjónustunni við Bakkus. Að minnsta kosti sjá þeir vel um, að ekki skorti á eitur- veigarnar í samkvæmum, sem þeir deyja fyrir málstað sorpmála borgar- innar og áburðarmála ríkisins. Mér Iangar ekkert til að lifa í þeirri trú að það komi aldrei neitt fyrir og horfa svo á sjónvarpið og sjá um- merki eftir sprengingar í Þingholtun- um og hugsa: Nei, nei, svona vitleys- ingum dettur aldrei í hug að henda dínamítstúpu undir sýrutanka Áburðarverksmiðjunnar og þurrka þar með út allt líf á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Mér finnst að þeir sem séu svo hrifnir af sorpverksmiðjum og áburðarverksmiðjum eigi að fá að njóta þeirra og legg því til að hvort tveggja verði flutt á Reykjavík- urflugvöll. Þar geta yfirmenn borg- arinnar fengið að njóta fegurðar og hreinleika sorpverk-smiðjunnar frá nýja ráðhúsinu og ríkisvaldsmenn fengju að njóta þeirrar góðu öryggis- tilfinningar að það komi aldrei neitt fyrir. íbúi í Grafarvogi standa fyrir á kostnað ríkisins. Annars er það mjög dapurlegt, að menn, sem vilja telja sig vel upplýsta og öðrum hæfari til að ( stjórna málum þjóðarinnar, skuli láta áfengishugarfárið vera eins ráðandi og raunin hefur verið. En aldrei er of seint að taka sinnaskipt- um og biðjast afsökunar á yfirsjón- um, eins og utanríkisráðherrann gerði nýlega. Þeir þingmenn, sem stutt hafa málstað Bakkusar á alþingi, ættu ekki að hika við að endurskoða af- stöðu sína og láta ábyrg sjónarmið og mannkærleika ráða ferðinni. Það er þingmönnum til vansæmdar að láta nota sig sem verkfæri til auk- innar áfengisdrykkju í landinu, öðr- um til ógæfu og ófarnaðar. — Hér er þörf á hugarfarsbreytingu, sem sterkast er, að komi fram í afnámi vínveitinga á vegum ríkisins og stofnana þess. Gott fordæmi er öflugasta áfengisvörnin. Öllum er hollt að muna eftir þess- um orðum, sem nýlega voru höfð ( eftir þekktum kjamorkufræðingi: „Áfengi er hættulegra en kjarn- orka. Áfengisdrykkja er eins og leikur að eldi eða jafngildi þess að láta skeika að sköpuðu um heilsu sína. Engin ákveðin mörk eru til sem sýna hve mikið áfengi er hætt- ulaust að drekka“. Árni Gunnlaugsson, hrl. Hættulegar verksmiðjur Skrifstofutækninám TWjí- - | Betra verð - einn um tölvu \ fTffU' Tölvuskóli íslands \flpl V’ ® S: 67 14 66 CL\.n VETRARSTARFIÐ HAFIÐ! Innritun í níln flokkn SUÐURVER HRAUINIBERG S. 83730 S. 79988 F.I.D. ff I&ua. Þessir hringdu . . Sameining yrði til góðs 4192-7828 hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi við ráðamenn þjóðarinnar nokkrum athugasemdum í sam- bandi við samræmingu. Nú er verið að samræma fleiri og fleiri fyrirtæki og einnig hefur komið til orða að sameina jafnvel firði og smáþorp út á landi sem liggja ekki saman. Þar sem nú er farið að íhuga að samræma smáþorp er þá ekki kominn tími til að við lítum okkur nær og farið verði að sameina byggðir hér í þétt- býlinu? T.d. að stækka Reykjavík með því að bæta við hana Selt- jamarnesi, Kópavogi og jafnvel Mosfellsbæ og Garðabæ. Þessi byggðarlög eru öll nálægt Reykja- vik og væri rétt að sameina þau borginni til þess að þegarnir gætu lifað í sameiningu. Þetta var t.d. gert í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þannig yrðum við meira sameinuð og það yrði léttara að öllu leyti. Sumir þessara sjálf- stæðu kaupstaða sækja flest til Reykjavíkur og hafa jafnvel ekki eigin kirkjugarð. Vonandi láta fleiri í sér heyra um þessi mál.“ Grillyfirbreiðsla Stór svört yfirbreiðsla af útigr- illi fauk af svölum við Snorra- braut dagana 25. eða 26. septem- ber. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 23613. Ljóskastaragrind Ljóskastaragrind með fjórum ljóskösturum var tekin af jeppa sem var á bílasölunni Tún við Höfðatún aðfaranótt 26. septem- ber. Allar upplýsingar eru vel þeganar í síma 92-12953. Köttur Hálfstálpaður bröndóttur fress- köttur, brúnn og svartur með hvíta bringu og loppur fór að heiman 26. september. Hann er ómerktur. Vinsamlegast hringið í síma 656760 hafi hann einhvers staðar komið fram. Veski Rústrautt peningaveski með gulu fóðri tapaðist í Stjörnubíói 29. september. í því voru m.a. pening- ar og nafnskírteini. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 10578. Reiðhjól Svörtu SCO kvenmannsreiðhjóli var stolið frá Ásvallagötu 27 að- • faranótt laugardags. Ef einhver getur gefið upplýsingar, vinsam- legast hringi í síma 10869.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.