Morgunblaðið - 15.10.1989, Page 2

Morgunblaðið - 15.10.1989, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTOBER Or kvosinni í KRINGLUNA IMiðri í almenningi — Hér má sjá nokkra leikend- ur úr Geggjuðu konunnií París, þ.á m. Guðmund Pálsson, Harald G. Har- alds, Ragnheiði Steindórs- dóttur og Hjalta Rögn- RIKI DROTIMNGANNA Guðrún í stigaganginum. Stund miili stríða í Land míns föður. - eftir Guórúnu Asmundsdóttur ÉG ÞEKKI konu sem segir að fólk megi ekki binda tilfinning- ar sínar við hús. Og máli sínu til stuðnings fer hún ailtaf með hendingu úr Ijóði eftir skáldið frá Fagraskógi: Þyí sífellt dekur við dauða hluti er dulítíð sáiarmorð. Eg er þeim hjartanlega sammála, skáldinu og konunni, nema að því leyti að til eru hús sem eru ekki dauðir hlutir. Til eru hús sem anga svo af ævintýr- um fortíðarinnar að þau lifna við, við það eitt að ganga inn í þau. Skyldu þeir hafa hugsað út í það, iðnaðarmennirnir, árið 1896 þegar þeir drifu sig í það á atvinnuleys- istímum að byggja veglegt sam- komuhús við Tjörnina. Að þessir inn- fluttu viðarbjálkar sem þeir voru að handleika myndu í 90 ár nötra létti- lega undir lófataki áhorfenda og söngvum fluttum af misjafnlega tón- vissum leikurum. Nei, fyrir þeim hafa. spýturnar í Iðnó aðeins verið úrvalsviður og örugglega hefur ein- hver tautað: „Óráðsía af fátæku fólki að bruðla svo með byggingarefni. — Og hvað ætlar bær eins og Reykjavík að gera við slíkt stórhýsi?" En hvað um það, upp úr forinni við Lækinn á bökkum Tjarnarinnar reis það, „Samkomuhús Iðnaðar- manna“. Og nú héldu handverksmennirnir fundi. Var rætt af kappi um til hvaða ráða skyldi taka, til að fá fólk í hús- ið sem mundi borga óráðsíuna. Og til þess að fá fólk þurfi að leika leikrit og til að leika leikrit varð að hafa upp á hæfileikafólki sem gæti fengið bæjarbúa til að hlæja eða flytja þeim góðan boðskap með titr- andi röddum sem gæfi kökk í hálsinn. Sendir voru út félagsmenn til að hafa upp á slíku fólki sem frést hafði af á fundum hjá góðtemplararegl- unni. Þar hafði það troðið upp á pall og sungið eða leikið litla leik- þætti með miklum tilburðum. Um aðra hafði heyrst sem sungu gamanvísur í gilleboðum og á sam- komum og þóttu dæmalaust kúnst- ugir. Þessu fólki söfnuðu svo iðnað- armenn saman og fengu það til að stofna félag ætlað til sjónleikjahalds fyrir bæjarbúa. Jú, auðvitað er ekki hægt annað en að hugsa til þessara aldamóta- manna sem gengu til verks við að reka dýrt hús með svo miklum dugn- aði og óeigingjömum félagsanda. Og það er heldur ekki hægt annað en að brosa svolítið út í annað munn- vikið þegar lesið er í fyrstu fundar- gerðárbók leikfélagsins, en þar er hægt að sjá hvernig leikararnir setja húseigendur strax „pá plads“ -með því að samþykkt er á fyrsta fundi að þeir megi vera viðstaddir sam- komu listamannanna en þeir hafi ekki málfrelsi á fundum. Húseigend- ur svara í sömu mynt með ]iví að vera ekkert alltof örlátir á kol við kyndingar við æfingar. í þá daga var einn stór kolaofn uppi á leiksviðinu og svo kalt í stóra nýja húsinu að ómögulegt var fyrir leiðbeinanda að fá leikarana ti! að hreyfa sig langt frá ofninum svo hætt er við að gagn- rýnendur þeirra daga hafi ekki getað skrifað þessa vinsæiu klausu í leik- dóma sína: „Staðsetningar góðar, hraði eðlilegur.“ Því þetta ískalda leikaralið hefur hrúgast í kringum ofninn _sinn hvort sem leiktjöldin sýndu danskah~Skemmtigarð í sunt- arblíðu eða Halla og Eyvindur voru að formæla hvort öðru og ást sinn í kofaskrifli uppi á hálendinu. Ég var 11 ára gömul þegar ég kom í Iðnó í fyrsta skipti. Ég var í mínu fínasta pússi og með tilheyr- andi slöngulokka í hárinu sem magn- aðir voru fram með sjóðandi heitu krullujámi. Ég vissi ekki þá sem ég sat í grænu plusssæti, stjörf af fínheitum, hvað ég átti oft eftir að sitja undir einmitt slíkum járnum í þessu töfrahúsi, en það var ekki fyrr en mörgum árum seinna og sú at- höfn fór fram í kjallara hússins í svoköllúðum „almenningi“. Líklega hefur þetta lágreista kjallaraherbergi í Iðnð fengið þetta nafn af því að gengið er inn í öll búningsherbergi leikara úr þessu miðherbergi og eru búningsherbergin ei.ns og dilkar í rétt út frá almenningnum. Þykir okkur þetta gott fyrirkomulag og hefur verið reynt að líkja eftir þessu í teikningu Borgarleikhússins og munum við áreiðanlega komast uppá lag með að nota hurðina á dilknum okkar þar, eins eðlilega og gert var í Iðnó þegar allir sátu inni á herbergj- um í alvarlegri íhugun á meðan farð- inn var settur á andlitið. Þá heyrðist kannski rokna hlátursgusa úr al- menningnum og var þá öllum her- bergishurðum svipt upp á gátt til að missa nú ekki af neinu. Eða ein- hveijir leikarar höfðu orðið ósam- mála uppi á sviði og komu svo eins og ískaldir stormsveipir niður í al- menning, þar sem eitthvert fórnar- dýrið sat undir krullujárninu hennar Lilju hárgreiðsludomu. Þessir ofsa- reiðu leikarar hurfu svo hver í sitt herbergi og tveimur hurðum var skellt af slíku afli að krullujárnið fór að nötra í höndum Lilju. Eftir ör- skamma stund opnast svo aðrar dyrnar og eitthvað gott og krassandi er sagt, síðan skellt. í sömu svifum Kjarian Ragnarsson í búningi úr leikriti sínu, Svartfugli. opnast hinar dyrnar með gusti og einhver öskrar, að hinn skuli ekki halda ,. . o.s.frv. Síðan skellur, hálfu fastari en sá fyrri. Ómögulegt er að skilja hvernig litlu hurðirnar þola allar þessar sviptingar, en þær fara varla að gefa sig núna, þetta er búið að ganga svona í 90 ár. Farið er að ijúka úr krullunum hjá Lilju sem áttar sig strax og kippir tryllitækinu með snörum handtökum úr sviðnuðu hárinu, blæs á járnið og vingsar því í loftinu, stingur því síðan undir kaffikönnuna og segir: „Hafiði það nú hálft annað takk.“ En það var orðatiltæki sem Lilja notaði alltaf þegar mikið gekk á. Undir smærri uppákomum heyrðist stundum hljóð- lega sagt frá spegiinum stóra: „Ég á ekki krónu.“ Hún elskaði að gera okkur leik- konurnar fínar, þessi hjartagóða drottning kjallarans í Iðnó og hún tók það alltaf mjög nærri sér ef við ýttum að leika einhveijar Ijótar drusl- úr. „Viltu vera svona?“ sagði hún áhyggjufull og mundaði járnið góða. Henni fannst við ekki eiga erindi uppá leiksviðið nema með volga krullu við vangann. Hún vandi okkur fljótt af öllu veikindavæli, því ef leik- ari kvartaði undan þrota í hálsi eða hitaslæðingi, þá dreif hún í okkur skeið af hreinu spritti. Þetta var slíkur viðbjóður á bragðið að þótt Lilja fullvissaði okkur um „að þetta mundi hjálpa", þá báru flestir sína hálsbólgu í hljóði til að sleppa við sprittskammtinn. Eins og Lilja elsk- aði okkur og annaðist eins og börnin sín, þá nennti hún aldrei að koma og horfa á okkur uppi á sviði — henni leiddust svo leikrit. En henni þótti gaman að hlusta á okkur syngja í gegnum hátalarakerfið. Svo uppá sviðið máttum við fara í baráttuna ein og Liljulaus. Ég man hvað undrandi,ég varð í fyrsta sinn sem ég gekk upp úr kjall- aranum til að fara uppá leiksviðið. Því þá er farið framhjá útidyrunum og ég gerði mér ljóst þá hve ótrúlega auðvelt það var fyrir hvaða vegfar- anda’ sem var að koma bara beint utan úr Vonarstræti, upp einn stiga og síðan væri hann staddur inná því allra helgasta, sjáifu leiksviðinu. Enda sagði Þóra Borg mér einu sinni að einmitt það hefði gerst. Og það var ekki bara saklaus létthífaður róni sem slæddist þessa auðveldu leið í ógáti, heldur voru það þrír fílhraustir slökkviliðsmenn í skot- heldum gúmmíkápum, mundandi slönguna, sem hefðu átt að vera á leiðinni upp stigann þegar Þóra kom upp úr kjallaranum og rétt náði að hindra þá í að vaða inná leiksviðið í þriðja þætti á Skálholti eftir Guð- mund Kamban. Og hefðu þeir svo sannarlega náð að gera usla þar því Ragnheiður var rétt í þann mund að sveija eiðinn frammi fyrir klerkaveldi Skálholtsbiskupsdæmis. Einhver reykvísk kona hafði hringt í þetta vaska slökkvilið og tjáð því að það væri kviknað í Iðnó. Hafði kona þessi verið ósammála meðferð- inni á biskupsdótturinni í Skálholti — hafði dreymt þessa ógæfusömu stúlku og ákveðið að stöðva frumsýn- ingu verksins með tilbúnum elds- voða. Ef erindið er nú ekki að fara inn á leiksviðið heldur stiga sem liggur uppá loftið á vinstri hönd frá leik- sviðsdyrunum þá hugsa ég alltaf um ungu leikkonuna sem kom útlærð frá Konunglega leiklistarskólanum i Kaupmannahöfn á þriðja eða fjórða áratug aldarinnar. Hún var víst fyrsta „lærða" leikkonan sem kom til starfa í Iðnó. Og sökum þessara menntunaryfirburða naut hún ekki vinsælda hjá einni af prímadonnum hússins og sagan segir að þessi danskmenntaða stúlka hafi verið á leið upp þennan bratta stiga til að fá sér kaffisopa uppi í eldhúsi. Hún var víst f síðu, víðu pilsi, búningi Dísu í Galdra-Lofti. Eldri prímadonn- an á að hafa staðið niðri á pallinum, þrifið í pils ungu leikkonunnar, lyft því hátt upp og sagt við viðstadda: „Hér sjáið þið uppundir hreina mey.“ Þegar komið er upp þennan stiga eru menn staddir í ríki Kristínar. En síðan ég byrjaði að leika í Iðnó eru 30 ár. Og alltaf var Kristín uppi í eldhúsi tilbúin að sinna svöngum leikurum og tæknifólki, þar til fyrir tveimur árum, þá hætti hún. Henni þótti hún ekki orðin nógu dugleg við eldhúsverkin; kannski full langur vinnudagur fyrir 90 ára gamla konu að vera alltaf mætt niður í Iðnó kl. 8 og yfirgefa húsið kl. 11.30 þegar búið var að ganga frá eftir sýning- ar. Það var notalegt að tylla sér í „Kringluna" til Kristínar, en það var hornið í eldhúsinu hjá henni alltaf kallað. Líklega af því þar var setið kringum kringlótt borð meðan hún bar fram hressingu. Sérstaklega hélt ég uppá mynd sem alltaf var límd upp fyrir ofan borðið í Kringlunni á hveijum jólum, hún var orðin svolítið gulnuð og þvæld, enda búin að prýða þennan sama vegg hver jól í meira en 30 ár. Þessi mynd var af frekar líflausum jólasveinum sem brunuðu í gleðisnauðum stellingum á sleðum yfir fannbarða jörð. Þegar fréttist um húsið að Harald- ur Bjömsson leikari hefði látist nóti- ina áður varð Kristín mjög undr- andi. Hún sagði að hann hefði komið i til sín í morgunkaffi í Kringluna þá um morguninn eins og hann var vanur. Ég hafði alltaf svo gaman af að hlusta á Brynjólf Jóhannesson leik- ara og Kristínu segja frá böllunum í Iðnó í gamla daga. „Það voru sko fin böll,“ sagði Brynjólfur. „Dömurnar voru með ballkort, maður pantaði dans löngu fyrirfram, lét skrifa sig niður á ball- kortið fyrir „lancéinn". Svo vom all- ir herrar í smóking með þrenna hvíta hanska." „Þrenna hanska?" spurði ég. „Já, já,“ sagði Kristín. „Dömurnar voru í svo fínum kjólum að það mátti ekki skella sveittum lúkum á mittið á þeim. „Neij11 sagði Brynjólfur, „svo var nauðsynlegt að geta skipt um hanska á miðju balli, þeir vildu verða þvæld- ir Þhitanum.“ „Já, svo ef ykkur leist vel á ein- hveija dömu þá var henni boðið hing- að upp í rauðgraut,“ sagði Kristín. „Rauðgraut?“ „Já, já, rauðgraut og íjóma, það var það besta sem fólk gat fengið í þá daga. Og þá var glans yfir böllun- um í Iðnó.“ Nú geng ég eftir Vonarstrætinu, kíki aðeins uppí gluggana þar sem haldnir voru fundir, skálað í frum- sýningarrauðvíni, æfðir söngvar í j næstu sýningu og endur fyrir löngu borðaður rauðgrautur með ijóma í kjól og kvítt með hanska og engin ástæða er til að vera með neitt væl því önnur saga er að byija í öðru húsi inni í Kringlumýri. En ég get ekki látið vera að óska þess að innfluttu bjálkarnir sem reistir voru af vinnufúsum höndum árið 1896 megi halda áfram að nötra undir lófataki fólks sem gengið hefur á vit ævintýra í gömlu Iðnó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.