Morgunblaðið - 15.10.1989, Page 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER
UR KVOSINHI
í KRINGLUNA
Guðrún sminkar
Guðrúnu.
Vigdís og Ragnar
yfirsmiður bera saman
bækur sínar. Myndin er
tekin i ágúst 1973.
HUS
MINNINGANNA
gærdaginn. Getur það verið að allur
þessi heimur márgvíslegra leiksýn-
inga, víður og stór, hafi komist fyrir
á þessu leiksviði? Þennan morgun
mældi ég það í fyrsta sinni í skref-
um. Það er nákvæmlega 18 skréf
nettlega stigin á þverveg og 12 skref
sama eðlis inn að bakvegg. Og þá
er það jafnframt augljóst að svæði
búningaklefanna er af sömu stærð-
argráðu, því það er, ásamt hár-
greiðslurýminu, beint undir sviðinu,
hvorki stærra né minna.
Á þessu leiksviði höfum við íslend-
ingar töfrað til okkar suðrænar slóð-
ir sem austrænar eða vestrænar, þar
hefur verið brugðið upp myndum sem
standa okkur fjærst sem næst, úr
fortíð heimsins og nútíð, af fyrndum
tímum á íslandi við reisn eða ör-
birgð, og vandamálanútíminn túlkað-
ur jafnharðan: lifandi leikhús, betra
umdeilt en óumdeilt, oftar vinsælt
en óvinsælt, aldrei í lognmollu.
Hvaða orðstír getur leikhús kosið sér
betri mega þeir spyija sem hafa gef-
ið því ævi sína og allan starfsdag.
eftir Vigdísi Finnbogadóttur
ÉG SKRAPP niður í Iðnó um
daginn. Ég samdi við Hús-Jón
um að fá að ganga ein um gamla
leikbúsið okkar morgunstund.
Jón var búinn að kveikja þegar _
ég kom í býtið, líkt og í gamla
daga þegar ég kom þar til vinnu
á svipuðum tíma og þeir bjá
borginni, bandan við Vonar-
strætið. Eins og fyrrum ríkti
þessa sérstaka morgunró í gömlu
Iðnó. Það lifnar aldrei yfir leik-
húsdegi lyrr en kl. 10 árdegis, —
af þeirri einföldu ástæðu að hon-
um hefur ekki lokið íyrr en und-
ir miðnætti kvöldið áður. Og leik-
hús eru sérstæð á svo margan
hátt. Engin hús verða t.d. þögl-
ari. Það er eins og þessi hús orðs
og athafna verði ímynd hrópandi
þagnar þegar sviðið er autt og
sæti og bekkir tómir.
Allt var þarna með um-
merkjum, salurinn,
sviðið, búningsklefarn-
ir. Salurinn stór í smæð
sinni með grænum
bekkjunum og svörtum veggjunum.
í loftinu enn þessir skemmtilegu
ljósaskermar sem piltarnir á leik-
myndaverkstæðinu smiðuðu um árið
úr blikkdósum þegar við ákváðum
að hressa upp á salinn. Við vorum
aldrei kvartsár hjá Leikfélagi
Reykjavíkur í Iðnó. Við gerðum það
sem gera þurfti til að komast af. Það
var ekkert sérstaklega verið að fjasa
um það hve þessi sálur er þröngur,
nema kannske hógværlega útskýrt
þegar komu ókunnugir og við skynj-
uðum að þeim kom smæðin á óvart
í svo mikilvirku leikhúsi. Þá varð
einnig að gera grein fyrir því að list-
rænar hugsjónir þyrftu stundum að
lúta honurn, að bæði hann og leik-
sviðið settu frelsi um leikritaval
endalausar skorður. Og það kom líka
fyrir að okkur sárnaði eilítið þegar
við vorum með góðar gangsýningar
og gátum ekki fengið inn í aðgangs-
tekjum sem svaraði kvöldsýningar-
kostnaði enda þótt við seldum hvert
það pláss í húsinu sem leyfilegt var
fyrir áhorfendur skv. brunavarnalög-
um. Einhveijum tíma eyddum við
einnig í fundahöld og vangaveltur
um hvað það kostaði að fórna þó
ekki væri nema nokkrum sætum á
fyrsta bekk fyrir leikmynd, byggða
fram í salinn í þágu listrænnar heiid-
ar leiksýningar, að ekki sé minnst á
að fórna bekknum öllum eins og iðu-
lega hefur komið fyrir.
Þarna til hliðar mótar fyrir iilera
í veggnum framan við sviðið til
vinstri. Þá var einu sinni þegar liug-
vitið um hvernig 'nýta mætti leik-
möguleika tók á skeið að sagað var
gat á vegginn svo leikari kæmist þar
inn á sviðið úr leikmunakompunni á
LEYNDABMÁL
í LEDÍHÚSI
eftir Kjartan Ragnarsson
ÉG KOM iðulega inn í forstofuna
í Iðnó til að fá að fara í skaut-
ana. Jóna í miðasölunni leyfði
mér ef það var mjög kalt að
skipta um skó inni í hlýjunni.
Þetf a var svo dularfullt og allt
að því ógnvekjandi hús. Eg tala
nú ekki um ef maður fékk að
læðast í gegnum salinn og fara
á klósettið. Myrkur, stundum
skíma með skuggalegum leik-
myndum uppi á óupplýstu svið-
inu, ógnvekjandi stofum eða mál-
uðu landslagi. En allt var það
spennandi og hlaðið einhverri
eftirvæntingu.
Eg fékk að sjá eina leik-
sýningu sem krakki í
þessu húsi ævintýranna.
Það var Grátsöngvarinn
með Árna Tryggva í
aðalhlutverkinu og_ Helgu Valtýs sem
„prímadonnan". Eg varð auðvitað
ástfanginn af Helgu og ákvað að
verða svona leikari eins og Árni.
Það var mikið óþoi í mér að kom-
ast í leiklistarnám. Og haustið 1963,
18 ára gamall gekk ég inn í Iðnó-til
að innritast í ieikiistarskóla Leik-
félagsins.
Ég held ég hafi verið heppinn með
tímabilið þegar ég byijaði. Það voru
afskaplega spennandi tímar hjá Leik-
félaginu. Ekki alveg ólíkir því sem
nú er að gerast inni í Borgarleik-
húsi., Þetta voru þá mestu umbreyt-
ingar sem höfðu orðið í sögu félags-
ins fyrir utan stofnun Þjóðleikhúss-
ins. Þetta haust byijaði húsið nefni-
lega að starfa sem fuligilt atvinnu-
leikhús. F’yrstu fastráðnu leikararnir
voru að fara á samning og féiagið
var að ráða í lýrsta sinn leikhús-
stjóra. Leikhúsráð með fulltrúa
Reykjavíkurborgar var að komast á
laggirnar og styrkur frá borginni
hækkaði verulega.
Það var ungur maður sem var
nýbúinn að ljúka leiklistarsögunámi
erlendis, Sveinn Einarsson, sem var
ráðinn leikhússtjóri. Hann var svo
nýbyijaður að það var eitt af fyrstu
verkunum hjá Sveini í þessum nýja
starfa að skrifa þennan strák inn í
leikskóla Leikfélagsins. Ég man
þetta eins og það hafi gerst í gær.
Þeir sátu saman í pínu kompu uppi
á háalofti í Iðnó, Sveinn og Guð-
mundur Pálsson. Maður smitaðist
strax af eftirvæntingunni sem lá í
loftinu. Og alltaf síðan hefur mér
fundist að einhver óútskýrð tilhlökk-
un og ákefð væri nauðsynleg í hveiju
leikhúsi.
Þetta skólahald var mjög ólíkt því
sem Leiklistarskóli íslands er í dag.
Skólinn var eftirmiðdagsskóli, en við
fórum hins vegar fljótlega að vinna
ýmis aukastörf niðri í Iðnó. Leikhús-
fólk var þá þegar farið að finna þessu
bakvið, og þar hefur margur stórleik-
arinn mátt híma í keng með eyrun
sperrt eftir replikkunni fyrir inn-
komu. Þar er líka geymd trappan,
sem liengd er á leiksviðið hvunndags,
eins og kojustigi í skipi, fyrir þá sem
ekki hoppa léttilega með sjálfan sig
hæð Gunnars á Hlíðarenda upp á
sviðið.
Það hefur alltaf marrað notalega
í þessari láusu tröppu. Fyrst á
morgnana er leiksviðið einatt autt.
Öll merki dagsins sem er liðinn, leik-
munir sem leiktjöld, eru fjarlægð af
sviðinu að lokinni sýningu að kvöldi,
svo ferskur hugur nýs dags þurfi
ekki að byija á því að taka til eftir
Niðri í búningaklefum var einnig
hljótt. Þar er lágt undir loft og kork-
urinn á gólfinu í almenningi slitinn
ofan í steinsteypu. Samkvæmt spegl-
um og stólum við veggföst borð hef-
ur hver leikari haft 60 em til umráða
á breiddina, 9 konur í tveim kvenna-
klefum og 12 karlar í fimm smás-
konsum, og er hálfur annar metri frá
dyrum inn að vegg. Ekki þarf að
minna leikhúsgesti á að oft hafa
verið á leiksviðinu í Iðnó fleiri en
tveir tugir manna. Við kaffiborðið í
almenningi rúmast átta mannverur
í sæti, en það er líka hægt að standa
bak við stólana og halla sér upp að
veggjunum!
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson
Frá Iokasýningu á Sveitasinfóníunni, sem jafnframt var síðasta sýn-
ingin í Iðnó.
skólafoi'mi margt til foráttu. Nem-
endurnir væru í snatti í öllu milli
himins og jarðar í leikhúsinu en
gerðu minnst af að læra að leika.
Þetta er að niörgu leyti rétt. En samt
held ég að þessi mikla viðvera okkar
í kring um listamennina á þessum
árum hafi líka verið góður skóli. Og
sennilega betri en maður hefur oft
viljað viðurkenna í ákafanum við að
beijast fyrir fullkomnara skólaformi
fyrir leiklistarfólk.
Ég var svo heppinn að ég fékk
það starf með skólanum niðri í Iðnó
að vera aðstoðarmaður Steinþórs
Sigurðssonar við að útfæra leik-
myndir. Það var ekki auðveldasti
starfinn í leikhúsinu á þessum árum.
Að sniíða og útfæra leikmyndir
krefst húsnæðis. Félagið hafði enga
smiðastofu á þessum árum. Og ba>ði
smíði og- málningai'vinna fór fram á
nóttunni uppi á sviðinu sjálfu. „Þú
segir ekki leikurunum hvar við feng-
um greinarnar í skóginn," sagði
Steinþór ákveðinn, þegar við eina
nóttina vorum að gera rússneskan
skógarlund fyrir Vanja frænda. Við
vorum komnir með megnið af því sem
hafði verið grisjað og höggvið úr
gamla kirkjuga((ðinum það vorið.
Þetta liengdum við svo upp á sviðinu
í Iðnó. Allir íslendingar eru hjátrúar-
fullir. En ég held samt engir eins
og leikarar. Þau i Vanja fengu aldr-
ei að vita þetta og ekki bar á öðru
en að sýningin gengi vel. Þetta er
sennilega eitt af fáum leyndarmálum
í leikhúsi sem ég hef getað þagað
yfir fram á þennan dag.
Áliuginn var svo mikill að ég man
að ég tók minn fyrsta starfa í leik-
húsi með mikilli andakt, en það var
að vera „páklæder" hjá Erlingi Gísla-
syni í „Sunnudegi í New York“. Mér
þótti þá hinn mesti sómi að fá að