Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 9
C n 9.. 8r c; MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR H5'. OKTÓBER Tvær stúlkur meó eitt barn Fjórir Austfirðingar í námi: Þaó er dýrt aó leigja. Fjöldi fóllis leigir samanaf haglivæmnisástæóum, tveir eóa fleiri, stelpur sér, strákar sér og svo saman. Sinua dreymir nm aó komast í eigin íbúó, eina eóa meó elskunni sinni en öórum feUur sambýUó vel og hrýs hugur vió aó missa félagsskapinn. Morgunblaðið/Sverrir Ástu, Guðrúnu og Guðrúnu Halldóru kemur vel saman á Spítalastígn um. sé félagsskapurinn svo mikils virði. — Er mikill gestagangur hjá ykkur? „Það er misjafnt. Stundum fyll- ist íbúðin en svo getur liðið vika án þess að nokkur láti sjá sig. Það eru margir sem ætlast til þess að við séum með standandi partí um helgar. En við höldum þau ekki nema eitthvað sérstakt standi til.“ uppeldis- komplexa eftir Urði Gunnorsdóttur SAMBÝLI ERU EKKI NÝ'AF NÁLINNI, því þeirra eru dæmi frá öldinni er leið. Að sögn Páls Líndals, sem skráð hefur sögu Reykjavíkur komu sambýlin til sögunnar um svipað leyti og fólk fór að sækja í auknum mæli til höfuðstaðarins. Þeir sem ieigðu saman voru allt frá námsmönnum til alþingismanna; ungum stúlkum til „stútungskerlinga“. Efnahagur margra var þröngur auk þess sem gífurlegur skortur var á húsnæði fram yfir seinni heimsstyijöld og því töluvert algengt að fólk leigði saman „herbergi með eldunarplássi". Það tíðkaðist ekki fyrr en upp úr 1950 að fólk leigði sér saman íbúðir. Kommúnurnar svokölluðu komu svo til sögunnar í kjölfar hippatímabilsins; þar bjuggu oft á tíðum stórir hópar ungs fólks saman og allt var sameiginlegt. Kommúnurnar lögðust af upp úr miðjum síðasta áratug en fólk hélt þó áfram að leigja saman. Nú eru það að stærstum hluta námsmenn en hitt er líka til að fólk sé í sambýli fram á miðjan aldur. Enn leigir fólk saman af hagkvæmnisástæðum, nú og svo eru þeir einnig til sem njóta einfaldlega félagsskaparins. Iveii’ eru heppflegur fjöldi „FOLK er ekkert vandamál, það er húsnæðið," segir Sturla Fanndal Birkisson 21 árs sem býr ásamt yngri bróður sínum, Ofeigi, í Vesturbænum. Þeir bræður eru úr Mývatnssveit og fóru að heiman fimmtán ára gamlir til að setjast á skólabekk á Akureyri. Báðir hafa þeir búið á þremur stöðum, ásamt vinum sínum en þetta er reyndar í fyrsta sinn sem þeir leigja saman. Þeir stunda báðir nám við Háskólann. umgengni." — Á það við rök að styðjast? „Að einhvetju leyti, já. Þegar við bjuggjum saman þrír ollu þrifin deilum; ég var orðinn muivsjóaðri í heimilisstörfunum en strákarnir, sem veigruðu sér til dæmis við að þrífa klósettið. Og það er hreint ekki sama þegar einn vill að þrifið sé vikulega eða hálfsmánaðarlega. En þetta olli ekkert alvarlegum árekstrum og sambýlið gekk vel. Ég þekkti strákana það vel að mér fannst þetta engin skerðing á mínu einkalífi. Ég er það mikil félags- vera að ég gæti ekki hugsað mér að búa einn, það hlýtur að vera bæði einmanalegt og dýrt.“ Sturla segir það vera mun ein- faldara að búa með bróður sínum en vinum. „Ég veit frekar mín tak- mörk í samskiptum mínum við hann og svo erum við báðir í meira sambandi við foreldra okkar en þegar við bjuggum hvor í sínu lagi. Nú svo eru tveir ákaflega heppileg- ur fyöldi til að búa saman, því fleiri, Eldcerl olikarmeó ingin sé allt önnur þar sem hópur er blandaður en þar sem annað kyn- ið er eingöngu. „Það er einhvern veginn miklu eðlilegra þar sem bæði kynin búa saman en auðvitað kemur upp misskilningur vegna þess. Fólk tekur það sem gefið að um par sé að ræða. Ég bjó í tvö ár með strák og það var ekki fyrr en viku áður en við fluttum úr blokkinni að íbúarn- ir komust að því að við væruin ekki par,“ segir Ása. — Skiptir máli hveijir búa satnan? „Það er auðvitað betra að þekkja þá sem maður býr með. Við erum úr sama vinahóp og þekkjumst því vel. En við eigum okkar einkalíf, hér er enginn með uppeldiskomplexa. Það hefur til dæmis ekki komið upp ágreiningur um hvaða tónlist á að spila þrátt fyrir að plöturnar séu samanlagt um 400. Það sem er flókn- ast við þetta sambýli eru kaup á mjólk og viðlíka drykkjarvörum, þvi enginn drekkur það sama og ekkert má gleymast í innkaupum.“ . Morgunblaðið/BAR Halldóra ásamt syninum Birgi og Kristínu Sævarsdóttur, sem hefur leigt með Halldóru siðan í vor. Morgunblaðið/Einar Falur Á mannmörgu heimili eru sjaldnast allir heima; þegar ljósmyndar- ann bar að garði voru aðeins Hilmar og Ása viðlátin. Vilji fólk eiga sitt einkalíf, þá leigir það einsamalt. Ég vil hafa fólk í kringum mig, rétt eins og ég er vanur úr fjölskyldunni," segir 24 ára Seyðisfirðingur, Hilmar Sigurðsson, en hann leigir ásaml skólafélögum sínuin úr ME, Ásu Jóhannsdóttur, Birni Sveinssyni og Ragnheiði Sívertsen frá Egilsstöðum. Þau eru öll í námi; Ása í garðyrkju, Hilmar í Vélskólanum og Björn í Tækniskólanum. Ragnheiður dvelur aðeins í bænum uni helgar og var því ekki með í spjallinu. Hópurinn hefur ekki leigt _ saman nema í tæpan mán- uð og þvi er lítil reynsla komin á sambýlið. Allt hefur gengið að óskum enda húsreglan einföld; að taka tillit til annarra. Þrif og elda- mennska fellur í hlut þess sem nenn- ir og matur og annað til heimilisins er sameiginlegt. Ása kannast þó við að þrifin geti valdið pirringi. — Hvers vegna leigið þið saman? „Þetta kemur miklu betur út fyrir okkur peningalega en það er eigin- lega tilviijun að við fórum að leigja saman. Ása var á götunni og vant- aði einhvern til að leigja með. Hún hafði samband við Björn sem var til í það og svo bættust Hilmar og Ragn- heiður við. Það voru ekki margar íbúðir í boði, fólk vill miklu heldur leigja hjónum með börn en hóp eins og okkar. Það heldur sjálfsagt að það gangi meira á hjá okkur. En við erum ósköp róleg.“ Þau eru sammála um að stemmn- Takmarkar eínkaliflð HALLDÓRA Pálsdóttir, 24 ára einstæð móðir, hefur aldrei búið ein. Fram að átján ára aldri bjó hún í foreldrahúsum en fór þá að leigja með vinkonum sínum. Síðan þá hefur hún skipt fimm sinnum um sambýlisfólk. Þar má telja bestu vini hennar, sambýlismann og fólk sem hún vissi einungis hvað hét. Halldóra segir reynsluna af sambýli vera góða, það sé þroskandi að þurfa að taka tillit til annarra. Allir þeir sem hún hafj búið með séu góðir vinir hennar í dag. En nú sé kominn tími til að reyna upp á eigin spýtur. Eg hef fyrst og fremst leigt með öðrum af hagkvæmn- isástæðum. Það er aðalkost- urinn. Þá hefur oft verið gott að hafa félagsskap og það er þro- skandi að búa með öðmm. Aðalgall- inn er hversu takmarkað einkalífið er. Maður gerir ekki það sem manni sýnist," segir Halldóra. Sambýlin hafa varað i lengri og skemmri tíma og Halldóra segir þau hafa verið vandræðalaus. „Auðvitað hefur komið upp ágreiningur en hann hefur ávallt verið hægt að jafna. Ég er í Manngildishreyfing- unni, sem stofnaði Flokk mannsins og hef leigt með þremur þaðan. í hreyfingunni hef ég lært mikið um samskipti og nauðsyn þess að koma fram við fólk eins og manneskjur. Mér hefur reynst það betra en að leigja með vinkonum mínum, gaml- ir vinir ættu ekki að leigja saman. Þeir sem þekkjast minna sýna meiri tillitssemi og gera ekki eins miklar kröfur til manns sem persónu; hvernig maður hegðar sér.“ — Hvernig er fyrir einstæða móður að búa með einhleypu fólki? „Það hefur gengið ágætlega. Það verður auðvitað til þess að sambýl- isfólk mitt getur ekki haldið partí og þess háttar og ég finn einstöku sinnum til eftirsjár þegar ég sit heima en þeir sem ég bý með geta farið það sem þeim sýnist. En það var oft ijorugt hjá mér og vinkonum mínum þegar við leigðum í fyrsta skipti." — Hefur enginn misskilið ástæð- ur sambýlisins? „Nei, en sumum þótti það vissu- lega skrýtið þegar ég leigði með strák úr hreyfingunni. Hann var einstæður faðir og við skiptumst á að passá börnin. Svo tók hann sam- an við konuna sína fyrrverandi og hún flutti inn til. okkar með eitt barn. Við vorum þá skyndilega sex í lítilli þriggja herbergja íbúð. Og þó að okkur kæmi vel saman og skiptumst á að passa og elda, gekk sambýlið ekki til lengdar. Það er ekki hægt að búa með pari. Þau vilja skiljanlega vera út af fyrir sig og þeim sem búa með parinu kann að líða eins og þriðja hjóli undir vagni.“ Morgunblaðið/Sverrir Enn sem komið er eru innanstokksmunir fáir hjá bræðrunum Ófeigi og Sturlu. Sturla segir þá ekki hafa safnað sér í stóra búslóð, heldur reyni þeir að fá það lánað sem vanti. Eg var í MA og bjó fyrstu þijú árin á heimavistinni. í fjórða bekk langaði mig til að breyta til, fá meira næði og meira. pláss. Ég leigði þá með bekkjarbróður minum og gekk vel,“ segir Sturla en bróðir hans var vant við látinn er viðtalið var tek- ið. Að loknu stúdentsprófi fór hann í nám til .Reykjavíkur og leigði þá íbúð með tveimur félögum sínum. „Það var hreint ekkert auðvelt fyr- ir okkur að fá íbúð, fólk vill síður leigja strákum en stelpum út af þeim mun meiri sérþarfir." — Eru einhveijir gallar við sam- býli? „Stundum er lítið næði, það kom komið fyrir að strákamir og þeirra gestir trufluðu mig við námið en núna er þetta miklu rólegra. Svo þýðir heldur ekkert að vera með neinar sérþarfir, t.d. þar sem eru sameiginleg matarinnkaup. Þar sem peningar eru af skornum skammti, verða menn að vera til- búnir að fóma uppáhaldsmatarteg- undinni fyrir nauðsynjar." Þrír nemar úr Myndlista- og handíðaskólanum: Á Spítalastígnum í Reykjavík leigja þijár stúlkur úr Myndlista- og handíðaskólanum. Guðrún Halldóra Sigurðardóttir, 24 ára, Guðrún Hjartardóttir, 23 ára og Ásta Vigdís Jónsdóttir 22 ára hafa búið saman í fjóra mánuði. Þær hafa allar reynslu af sambúðarformi sem þessu og vita því hvaða víti skal varast, eigi sambýlið að ganga áfallalaust. Þegar stelpurnar fluttu saman reyndust búslóð- irnar þijár passa furðu vel saman. Þær segjast hafa átt allt til alls, nema kökudiska. Auk þess eigi þær yfrið nóg af brauðristum þar sem hver kom með eina í búið. „Auk leigunnar eru hreinlætisvör- urnar sameiginlegar en matinn kaupir hver fyrir sig, vegna slæmrar reynslu úr fyrri sambýl- um. Við höfum hver sína hillu í ísskápnum en ég bjó eitt sinn með þremur öðrum í íbúð þar sem slík Þrjár brauðristar enengir kökudiskar skipting var ómöguleg. Við urðum því að merkja hvert einasta snitti," segir Guðrún Haildóra. Þegar margir leigja saman get- ur reynst erfitt að verða sér úti um íbúð. „Við höfum oft mætt tortryggni, því fleiri sem eru í hópnum, þeim mun meiri tor- tryggni og verst er ef hópurinn er blandaður. En okkur er sama hvort í hópnum eru strákar eða stelpur. Það er bæði ódýrara og skemmtilegra að búa saman, mun betra en að leigja herbergi með aðgang að baði og eldhúsi sem kostar svipað eða meira. Svo lærir fólk að taka tillit til hvers annars." — En hvað um gallana? „Uppvask og þrif eru alltaf að- alvandamálið í svona sambúð. Það fer óskaplega í taugarnar á fólki að vera sífellt að þrífa eftir aðra. Við skiptumst á um húsverkin." — Gætuð þið hugsað ykkur að leigja með hveijum sem er? „Nei, það skiptir höfuðmáli hveijir búa saman. Okkur kemur vel saman, við höfum svipaðan lífsstíl og skoðanir. Við höfum einu sinni orðið ósáttar um hvaða piþtu ætti að spila en það var ekki alvar- legur ágreiningur," segja þær og Guðrún Halldóra bætir því við að hún gæti ekki hugsað sér að búa með fólki sem hún þekkti ekkert. Helst vilji hún leigja íbúð ein, sem hún geti innréttað eftir eigin höfði. En bætir því við að það verði varla í bráðina. En nafna hennar er ekki á sama máli, segist varla geta hugsað sér að búa ein, henni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.