Morgunblaðið - 15.10.1989, Qupperneq 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER
DJASS/Er ekki hœgt ab lifa afþví ab spila djass?
Eyjadjassinn
og Guðni Hermansen
eftir Vernharö
Linnet
RÉTT fyrir jólin 1960 flutti ég
úr Reykjavík til Vestmannaeyja.
Þá var ég sextán ára og þó ég
væri ekki heimilisfastur þar
nema tæp tvö ár eru Eyjarnar
snar þáttur í lífí mínu. Ég var
‘fljassgeggjari og í Eyjum var
blómlegt djasslíf. Mér er til efs
að nokkursstaðar utan höfuð-
borgarsvæðisins hafi verið spil-
aður jafii mikill djass og í Eyjum
á þessum árum.
Djasslíf hafði blómgast í Eyjum
þegar Haraldur heitinn Guð-
mundsson trompetleikari. starfaði
þar og 1949 var haldinn fyrsta
djammsessjónin í Eyjum. Þá var
—mmmmmmmm IiG-sextettinn í
fullu fjöri: Stjórn-
andinn á trompet,
Guðni Hermansen
á altó, Gísli Bryn-
geirsson á klari-
nett, Alli Wosa á
píanó, Haraldur
Baldursson á
gítar og Siggi á
Háeyri á trommur. Guðni, Gisli
og Siggi voru í fullu fjöri þegar
ég kom til Eyja, en Alli Wosa
fékkst lítið við píanóleik þó hann
væri fljótur að finna púðrið í Orn-
ette Coleman. Gaui Páls var helst-
ur píanista Eyjanna en Guðni Her-
_2jansen með gullinn Selmer-tenór-
inn djasskóngurinn. Hann stjórn-
aði þá Rondó-sextettnum þarsem
tvíburarnir Valgeir og Huginn
léku á gítar og klarinett, Erling
Ágústsson sló víbrafón og söng,
Aðalsteinn í Biynjólfsbúð þandi
bassann og Nonni í Skuld barði
trommur. Aðalsteinn var mikill
Mingusisti og aðrir helstir módern-
istar í Eyjum um þessar mundir
vom Sissi Þórarins trommari og
Gylfi prent sem var að skipta úr
trompet yfi'r í tenór og barrýtón-
saxafón og var á kafi í Coltrane.
í Alþýðuhúsinu var djannnað
þegar færi gafst og þá bættust
ýmsir í hópinn s.s. Haukur á Hól,
£>ísli og Palli Steingríms, Gísli
Brynjólfs og Gutti Einars með
básúnuna. Menn komu og sungu
og í þeim hóp var Raggi Lár, sem
var á sjónum með Asa í Bæ. Á
þeim bát var líka Oskar á Háeyri
sem fékk snemma djassbakterí-
una, mamma hans varð að kalla
á hann í hvert skipti sem Louis
Armstrong heyrðist í útvarpinu.
Rúnar Georgs blæs með Guðna í Eyjum. L'J°smynd/TorfníaraM5ií
Gaf Óskar þá boltann á næsta
peyja og hljóp heim að hlusta á
meistarann.
Ýmsir ágætir utanbæjarmenn
störfuðu í Eyjum s.s. Arni Elfar
og Axel Kristjánsson og þegar ég
kom var Krummi Páls þar og svo
kom Gaukurinn. Allt lífgaði þetta
uppá djasslífið. Meira að segja
Rúnar Georgsson bjó í Eyjum á
uppvaxtarárum sínum og blés í
munnhörpu rheð hljómsveit Gauja
Páis og Guðni Hermansen blés bak
við drenginn.
Nú er Guðni Hermansen fallinn
frá fyrir aldur fram. Hann var
þekktastur fyrir listmálun á síðari
árum og vissu fæstir utan Eyjanna
hvílíkur snillingur hann var í djass-
inum. Gunnar Reynir Sveinsson
sagðist einhvern tímann hafa lært
mest i tímum hjá Lionel Hampton
og um Guðna má segja að hann
hafi lært mest í tímum hjá Cole-
man Hawkins. Að vísu nutu Gunni
og Guðni ekki handleiðslu meistar-
anna utan hvað grammafónninn
leyfði en slíkt var ómetanlegt.
Þegar ég heyrði Guðna fyrst undr-
aðist ég þennan mikla breiða og
volduga tón sem hann töfraði úr
rörinu. Besturvarhann í ballöðun-
um því djasstilfinningin var ósvik-
in. Þegar ég kom síðast til Eyja
heimsótti ég Guðna og vildi fá
hann til að segja mér sitthvað um
ferilinn. Hann eyddi því en í stað-
inn pakkaði hann upp Selmernum,
sem lengi hafði legið óhreyfður,
og blés inná bandið Stardust.
Hann hafði engu gleymt.
Guðni sendi mér stundum
snældur með Eyjadjassi frá ýms-
um tímum og gjarnan línu með,
þar sem mér var tjáð að þetta
væri sosum ekki merkileg tónlist.
En það var nú öðru nær því innan-
um voru sannar perlur sem vert
væri að leyfa sem flestum að
heyra.
Guðni Hermansen var Hawk-
inisti og svingari, en uppúr sjötiu
verður nokkur breyting á tónlist
hans. Það er einsog að Lester
Young fari að skjóta upp kollinum.
En það var aðeins tímabundið og
á síðustu árum var Hawkinssveifl-
an öllu ráðandi sem fyrr.
Djassleikarar íslenskir af kyn-
slóð Guðna Hermansens urðu að
hafa list sína sem aukastarf. Lifi-
brauðið var danstónlist, kennsla
eða einhver önnur launavinna.
Sem betur fer er orðin breyting
á, þó í litlu sé. Enginn veit hvaða
árangri Guðni og félagar hans
hefðu náð ef þess hefði verð kost-
ur að stunda djassinn sem at-
vinnu. En sem betur fer eigum við
til hljóðritanir úr Eyjum sem inn-
gróin djasstilfinning Guðna Her-
mansens gæðir það lifi er aldrei
deyr.
- STOFNUN OG REKSTUR FYRIRTÆKJA
Námskeid ætiað þeim sem hyggjast stafna fyrirtæki,
hafa stofnað fyrirtæki eða hafa áhuga á rekstri fyrirtækja.
Markmiðið er að bæta rekstrarþekkingu og auka
yfirsýn þátttakenda.
rm
A
SKEIÐ
Meðai annars er fjallað um:
- Frumkvöðla
- Stofnáætlun
- Fjármál
- Form fyrirtækja
- Markaðsmál
- Reynslu stofnanda
Kennt er á Iðntæknistofnun íslands,
dagana 24. október til
4. nóvember 1989.
Leiðbeinendur:
Daníel Helgason,
Emil Thóroddsen, Guðbjörg Pétursdóttir
og Ingvar Kristinsson.
Upplýsingar og skráning
í síma 91-68 7000.
lóntæknistofnun 11
©NTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
Keldnaholt, 112 Reykjavík
Leikfélag Akureyrar — í vetur verður aðaláherslan í verkefna-
vali lögð á íslenska sköpun og íslenskan veruleika.
LEIKLIST /Hvert er ebli og tilgangur
listarinnar?
á Norðurlandi
Fyrir tæpum áratug varð Leik-
félag Ákureyrar að atvinnu-
leikhúsi með fastráðinn kjarna leik-
ara og starfsfólks. Breytingin úr
áhugaleikfélagi í atvinnuleikhús
kallaði á nýja
ímynd leikhúss-
ins. Sú ímynd
gerði auknar
kröfur um fagleg
og listræn vinnu-
brögð innan leik-
hússins, sem nú
eftir Hlín laut forystu leik-
Agnarsdóttur hússtjóra. Saga
Akureyrarleikhússins er enn
óskráð, en þar hafa skipst á skin
og skúrir bæði í listrænu og fjár-
hagslegu tilliti.
Fjárveiting til LA er um 25 millj-
ónir á ári, þar af greiðir Akureyrar-
bær helming á móti ríkinu. Leik-
húsið hefur oft átt við lánleysi að
stríða bæði hvað varðar aðsókn og
stjórnun. Þegar svo hefur árað hjá
LA rísa gjarnan upp þursar, sme
eru á móti öllum opinberum styrkj-
um til lista og menningar og telja
að fjármunum LA væri betur varið,
t.d. til atvinnuknattspyrnu í bæjar-
félaginu svo nýlegt dæmi sé tekið.
Þarna er ákaflega barnalegur mis-
skilningur á ferðinni, því hvorug
starfsemin leysir hina af hólmi.
Með slíku sjónarmiði er líka alið á
gamalii firru um að listin þrífist
best þegar hún ér stunduð í hjá-
verkum. Umræðan um hver eigi
að borga hallarekstur í menning-
unni fer bráðum að tilheyra eilífð-
armálunum, það eru engar einfald-
ar lausnir til á því dæmi. Það vakna
aðeins fleiri spurningar um eðli og
tilgang listarinnar í þjóðfélaginu
yfirleitt og tengsl hennar við fjár-
magnið. .
í bæ af sömu stærðargráðu og
Akureyri gengur það kraftaverki
næst að rekið sé atvinnuleikhús.
Annað mál er að Akureyringar
sjálfir hafa ekki notið kraftaverks-
ins af miklum skilningi eða áhuga.
Aðsóknarleysi þeirra hefur háð LA
og hefur þeim þó staðið til boða
að sjá nokkuð breitt úrtak af leik-
bókmenntum heimsins. Meira að
segja söngleikirnir virka ekki leng-
ur. En það eru ekki einungis knatt-
spyrnuáhugamenn sem gagnrýna
tilvist leikhússins, raddir úr röðum
leikhúsfólks vilja meina að ekkert
þýði að reyna að „troða“ leiklist
upp á Akureyringa, peningum væri
betur varið til leiklistarinnar á Suð-
vesturhorninu. Slíkar úrtölur eru
beinlínis til að vinna gegn þeim
sigrum sem LA hefur þó unnið.
LA er nú einu sinni Þjóðleikhús
Norðurlands ef svo má að orði kom-
ast. Það er eina landsbyggðarleik-
hús landsins sem rekið er á at-
vinnugrundvelli. Það þjónar ekki
einungis Akureyri, heldur öllu
Norðurlandi. Sigurður Hróarsson
nýráðinn leikhússtjóri LA vill
leggja ríka áherslu á að LA sé í
góðum tengslum bæði við áhorf-
endur og öll áhugaleikfélög á Norð-
urlandi. Það hefur LA m.a. gert
með því að standa fyrir námskeiða-
haldi hjá leikfélögum í nágranna-
byggðunum og greiða götu þeirra
varðandi uppsetningar á leikverk-
um. Þetta starf vill Sigurður auka
enn meir svo og rækta áhuga Akur-
eyringa á leiklistinni. Ábyrgð leik-
húsfólks er mikil þegar kemur að
því að ala upp nýja kynslóð áhorf-
enda. Á tímum síaukinnar mötunaf
og íjölmiðlunar er leikhúsið ekki
jafn sjálfsögð skemmtun og/eða
dægrastytting og það var. Þetta
þýðir einfaldlega að flytja þarf leik-
húsið til fólksins, það sjálft verður
að eiga stærra frumkvæði í að
tengjast áhorfendum sínum m.a.
með verkefnavali sem tekur mið
af lífi þess og starfi. Það þarf að
færa leikhúsið inn í skólana og á
vinnustaðina, bæði með leiksýning-
um og kynningum á starfsemi leik-
hússins.
í vetur mun aðaláherslan í verk-
efnavali LA vera á íslenska sköpun
og íslenskan veruleika. Þannig sér
leikhússtjórinn framlag LA til að
efla íslenska menningu og tungu,
sem stöðugt á undir högg að
sækja. íslenskir höfundar fylgja í
kjölfar Bernörðu Alba frá Spáni. Á
jólum verður þeirri meginreglu
fylgt að hafa barna- og fjölskyldu-
leikrit eins og undanfarin ár.
Eyrnalangir og annað fólk heitir
það og er eftir Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Það hlaut 2. verðlaun
í flokki barnaleikrita í samkeppni
LR vegna opnunar Borgarleik-
hússins.
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona
er að semja leikrit, sem ber heitið
Heill sé þér þorskur og sækir efni
og persónur í sjómennsku og sjó-
menn. Guðrún byggir leikrit sitt
annars vegar á ljóða- og söngva-
dagskrá um sama efni sem flutt
var af nemendum við Leiklistar-
skóla íslands undir hennar stjórn
fyrir nokkrum árum. Hinsvegar
sækir hún í smásögu eftir Jónas
Árnason um fátækan sjómann sem
á sér það takmark í lífinu að byggja
sér grafhýsi, sem er stærra og
veglegra en grafhýsi útgerðar-
mannsins.
Lokaverkefni LA verður ný leik-
görð eftir Böðvar Guðmundsson á
endurminningum Tryggva Emils-
sonar, sem út komu í bókunum
Fátækt fólk og Baráttan um brauð-
ið. Böðvar skrifar þessa leikgerð
að beiðni LA, en hann býr nú í
Danmörku og vinnur þar að rit-
störfum. Með þessum tveimur
seinni verkefnum hjá LA má hik-
laust fullyrða að valið tengist
áþreifanlega vinnu og heimahögum
áhorfendahóps LA. Nú reynir á
Akureyringa og aðra Norðlendinga
að gera LA að lifandi og ómissandi
þætti í höfuðstað Norðurlands.
Fótbolti kemur ekki í stað leikara
og öfugt.