Morgunblaðið - 15.10.1989, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.10.1989, Qupperneq 30
30 . C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIVIIÐ SlNNaiAGUK 15. OKTÓBER ÆSKUMYNDIN... ER AFÁSGEIRISIGURFINSSYNIKNATTSPYRNUMANNI ÚR MYND ASAFNINU RAGNAR AXELSSON Þoldi illa aðtapa Það koma snemma í ljós að Ásgeir Sigur- vinsson, eða Geiri eins og hann er stundum kallaður, ællaði sér að verða knattspyrnu- maður. Um leið og hann lærði að ganga fékk hann ódrepandi áhuga á boltum og - sparkaði reyndar frá sér öllu hnöttóttu sem varð á vegi hans. A Asgeir fæddist 8. maí 1955, son- ur Vilborgar Andrésdóttur matráðskonu og Siguivins Þorkels- sonar vélstjóra sem nú er látinn. Ásgeir á þijá eldri bræður; Andrés sem fæddur er 1949, Ólaf sem fæddist 1951 og svo hálfbróðurinn fjuðmund Sigui-vinsson sem fæddist 1948 og er því elstur. Ásgeir er fæddur og uppalinn í Vestmanna- eyjum. Hann var á síðasta ári í gagnfræðaskóla þegar eldgosið varð í Eyjum 1973 og lauk því gagnfræðaprófi í Reykjavík. Sama ár lést faðir hans en móðir hans fór * ekki aftur til Eyja fyrr en 1975. Og án Ásgeirs, því hann var orðinn atvinnumaður í knattspyrnu og bjó í Belgíu. Fór hann strax út um sumarið. að loknu gagnfræðaprófi og var því orðinn atvinnuleikmaður 18 ára gamall. Vilborg móðir Ásgeirs segir að hún muni varla eftir honum öðru vísi en sparkandi. Með því fyrsta sem hann lék sér að var bolti og um leið og hann var orðinn stöðug- ur í fótunum byrjaði hann að sparka T honum frá sér. Reyndar þurfti ekki bolta til, allt sem var hnöttótt freist- aði og voru bandhnyklar móður hans til dæmis oft á ferð og flugi um húsið. Að sögn hennar var Ás- geir afar þægt barn. Var hann mjög atorkusamur og ekkert komst að annað en íþróttirnar. Hafði hann áhuga á mörgu s.s. golfi, fijálsum íþróttum og svo áuðvitað fótbolta. Var hann iðulega orðinn friðlaus a vorin, þegar prófin fóru í hönd, að komast niður á völl og byija að æfa. Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 er æskufélagi Ásgeirs. Kynntust þeir kornungir og bröll- uðu margt saman. Að sögn Páls var Ásgeir aiitaf ákaflega mikill keppnismaður og þoldi iila að tapa. Spiluðu þeir oft póker upp á eldspýt- ur og vildi Ásgeir aldrei hætta fyrr en honum hafði tekist áð vinna. Greip Páll oft til þess ráðs að „leyfa“ Ásgeiri að vínna, til að hægt væri að ljúka spilinu og snúa sér að öðru. Fimm ára í fyrsta sinn á ljósmyndastofu. Páll segir Ásgeir strax hafa ver- ið óvenjulega fjölhæfan íþrótta- mann og hafi honum alltaf gengið vel hvort sem hann var að eiga við spjót eða bolta. Þeir félagarnir hitt- ast nú sjaldnar en áður enda Ás- geir búsettur ytra, en Páll segir að endurfundir þeirra séu þó alltaf jafn ánægjulegir. Ásgeir hafi ekkert breyst frá því að hann var strákur og sé alltaf jafn hógvær,. „þrátt fyrir ríkidæmi og velgengni í starfi. — Hann er alltaf sami gamli Geiri“. Maðurínn með hasshundana Fyrir tólf árum birtist greina- fiokkur um fíkniefnamál í Morgunblaðinu, sem óhætt er að segja að hafi vakið mikla . athygli. Ein greinin fjallaði um „Manninn' með hass- hundana", en það var Þorsteinn Steingríms- son rannsóknarlög- regluþjónn, sem þá var við ávana- og fíkniefna- dómstól. í greininni var fjallað um það starf, sem unnið var með hund- unum, og fíkniefnavandann, eins og hann horfði við Þorsteini, sem þá var einn með þessi mál á sinni könnu. Á þeim tíma sá Þorsteinn um tvo hasshunda, labradorinn Prins og scháferinn Skugga. Þorsteinn sagði, sem nú starfar hjá.Rann- sóknarlögreglu ríkisins, í viðtali við Morgunblaðið, að hundarnir hefðu drepist 'fyrir um tíu árum, en nyt- semi þeirra hefði verið óumdeilanleg, eins og ijöldi upplýstra mála væri til staðfestingar um. Það hefði hins veg- ar staðið í mönnum að hundarnir eru dýrir, þjálfun erfið og í raun fullt starf fyrir einn mann að halda hund af þessu tagi. Reynir Kjartansson hjá fíkni- efnadeild Lögreglunnar í Reykjavík segir að nú sé aðeins einn hundur hjá deildinni, sem hann telur engan veginn nægja. Álítur hann tvo hunda vera lágmark, en heppilegast væru þeir þrír. Hins vegar kvaðst ekki vita hvort slík fjölgun væri á döfinni. Þorsteinn Steingríms- son ásamt Skugga, sem greinilega hefur fundið lykt af ein- hverju áhuga- verðu. STARFID ÞURÍÐUR BERGMANN JÓNSDÓTTIR ÚTSTILLINGAHÖNNUÐUR BÓIiIN PLATAN ÁNÁTTBORDINU Á FÓNINUM MYNDIN ÍTÆKINU Þuríður Bergmann Jónsdóttir. Þang í gluggann Segja má að gluggar séu audlit verslana — ef útstillingar eru freistandi eru enn meiri líkur á að fólk reki inn nefið. Kemur það oft í hlut útstillingahönnuða að gera „andlitslyftingar" á verslun- um og ein þeirra sem fást við þá iðju er Þuríður Bergmann Jóns- dóttir. kuríður lærði útstiilingahönnun í Danmörku fyrir 25 árum og ^ hefur unnið sjálfstætt síðan. Sér hún mest um gluggaútstillingar en hannar einnig af og til bása á sýn- ingum. Þuríður sagðist vinna mikið með náttúmleg efni s.s. mosa, lauf og steina en einnig söl og þang sem hún sækti sér niður í fjöru. Einnig hefur hún mikið dálæti á gifsi og notar stundum vei'k í gluggaútstill- ingar sem hún hefur gert sjálf. Sagði Þuríður að mikil breyting væri orðin á frá því að hún kom fyrst frá námi, er varla tíðkaðist annað en að verslunareigendur sæju sjálfir um gluggaútstillingar. Nú leituðu menn í æ ríkari mæli til fagfólks eftir aðstoð. ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... Lesendabréf í Þjóduiljanum 28.ágúst1967. Fékk Elmar Geirsson knöttinn í höfuð- ið, og fékk snert af heilahristing... Þetta hafðist upp úr því að nota höfuðið, það ættu íslenzkir knattspyrnumenn að forðast eins og þeir hafa gert fram að þessu. Bjarney I. Gunnlaugs- dóttir nemi Guðrún Brynjólfs- dóttir skrif- stofumaður Eg er að lesa bók sem heilir My Many Years og er ævisaga Arthurs Rubinsteins píanóleikara. Mér finnst hún mjög góð. Ég hef gaman af bókum sem fjalla um tónlist á einhvern hátt en svo er ég líka sólgin í skáldsögur. * Eg hlustaði síðast á plötuna The Trinity Session með hljómsveit- inni, Cowboy Junkies. Ég var að kaupa_ hana og finnst hún mjög góð. Ég hlusta á allt milli himins og jarðar. Hef þó mikið dálæti á Bvuce Spvingsteen og sömuleiðis Art oí' Noise. Myndin sem ég horfði síðast á hét Die Hard. Mér fannst hún mjög góð og feiknalega spennandi. Ég horfi nokkuð oft á myndbönd og þá helst á spennumyndir. Einnig hef ég mjög gaman af tónlistar- myndböndum, sem ég kaupi í hljóm- plötuverslunum. Um þessar mundir er ég að lesa bókina Islensk málfræði eftir Skúla Benediktsson. Ég hafði ekki litið í málfræðibók í ein 40 ár, eða frá því ég var í menntaskóla, og fannst kominn tínii til að hressa .aðeins upp á íslenskukunnáttuna. Platan sem ég hlustaði síðast á heitir Time Pieces og er með Eric Clapton. Þetta er safnplata pg mér finnst hún æðislega góð. Ég hef mest gaman af Clapton en hlusta líka mikið.á djasstónlist, s.s. með Biliie Holiday og Louis Arm- strong. A Eg horfði síðast á myndina Pri- vate Road og fannst hún ekki góð. Fyrir stuttu sá ég aftur á móti mjög góða mynd, Beast of War, en hún ér rosalega spenn- andi. Ég ieigi af og til myndir og þá helst þegar veðrið er leiðinlegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.