Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 12
12 fgC£ Æ983£3V>&V1 .01 9 UfOAÖuJT^OT^ QIQJLI3P: UIÖI0" f. MORGUNBLADIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989 Úr nýrri bók í tilefni af50 ára afmœli Stangaveiðifélags Reykjavíkur „Allt í einu fann ég að það var tekið mjög ákveðið og ég brá við eftir dálitla stund, eins og maður gerir. Þá var eins og allt færi af stað. Eg hélt fyrst að ég hefði sett í sel, því slíkt var löðrið þegar hann kom upp í yfirborðið og skvetti með sporðinum. Hann fór þvert yfir ána, alveg austur að bakka, og kom svo til baka. Löðrið var svo mikið í kringum hann að ég sá hann ekki almennilega. Ég sá bara að þetta var eitthvert voðalegt ferlíki..segir í irásögn Björns á Laxamýri sem birtist í nýrri bók sem gefin er út í tilefni af 50 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Og Björn heldur áfram ... „Svo stakk hann sér niður Kistukvíslina mjög austar- lega og fór í einni roku niður úr. Aldan sem kom frá honum var svo mikil að það braut á öllum steinum og ferðin var svo ofboðsleg að mér datt ekki í hug að róta mér. Ég sá að ég kæmist ekki nema eitt skref meðan hann fór tíu skrefa vega- lengd. Þá vildi svo til að veiðimenn- imir á móti mér voru að veiða við stjóra á Kistuhylnum og laxinn hefur sennilega séð þá, því hann tók alveg þvera beygju og sleit um leið. Mér varð mikið um þetta, því ég var sannfærður um að ég hefði þarna sett í stærri lax en ég hafði nokkum tímann áður gert mér í hugarlund að væri til í ánni. A meðan ég var að jafna mig hresstum við Jóna okkur á heitu kaffi í kuldanum og síðan fór ég að dorga á Hylnum. Allt í einu stökk skepnan rétt aftan við bátinn, þvert í straum.Ég sá að hann var með öngulinn og sökkumar þijár á taumnum í kjaftvikinu. Hann stökk svo hátt að hann var alveg kyrr í loftinu, svo að ég gat séð hann mjög greinilega. Skömmu síðar stökk hann aftur. Mér féllust ger- samlega hendur við að sjá þessa skepnu, því einmitt þetta vor var Grímseyjarlaxinn veiddur og ég hafði séð hann á Húsavík. Eins og menn rekur eflaust minni til var Grímseyjarlaxinn fjömtíu og níu pund. Ég er reiðubúinn til að sveija að þessi sem ég setti í var svipáður á þyngd. Svona fiskum höfum við ekki nokkur tök á að ná. Ahöldin em ekki gerð fyrir þá og ferðin á þess- um sem ég setti í var svo voðaleg að ég held að hjólið hafi aldrei náð sér eftir það. En af því ég tók aldr- ei á móti honum var stöngin óbrot- in. Þessi viðureign hafði slík áhrif á mig, að ég sagði ekki frá henni í tuttugu ár.“ í kompaníi við Jakob Hafstein Ibók Stangaveiðifélagsins sem Guðni Kolbeinsson og Guðrún Guðjónsdóttir rita er saga íslenskra stangveiða rakin í við- tölum og frásögnum af þekktum veiðimönnum sem margir eru orðn- ir goðsagnir meðal stangveiði- manna, meðal annarra Jakobi Haf- stein. ... Jakob ólst upp við þetta vatn, segir Indriði G. Þorsteinsson í þætti um veiðar þeirra Jakobs við Laxá í Aðaldal. Hann þekkti þar hvern einasta stað til hlítar og hafði verið víðar við ána en fyrir Laxamýrar- landi. Hann var einn af fyrstu leigu- tökunum í ánni, en það var fyrir mína daga þar og áður en ég kynnt- ist honum. Þá var það sem hann veiddi metlaxinn. Sumarið 1942, þann 10. júlí, fékk hann 36 punda lax í Höfðahyl í Knútsstaðalandi og var með hann í tvo tíma. Með honum var meistarinn mikli á Tjöm, Heimir Sigurðsson, sem ég var svo heppinn að kynnast svolítið líka. Heimir var einstakur vejðimaður og sambandið á milli þessara tveggja veiðimanna var alltaf dá- lítið skemmtilegt. Það var gott og ekki gott. Þeir voru báðir miklir veiðimenn og aflaklær og alltaf í dálítilli keppni um það hvor þeirra gerði það betra í ánni. Ég heyrði oft á Jakob, þó hann talaði auðvitað um Heimi með fullri virðingu, að hann hafði löngun til að veiða stærri fisk og fleiri fiska en Heimir Óþekkt erlend veiðikona við veiðar á íslandi einhvern tíma á tímabilinu 1910-1915. Ljósmynd: Helga Sigurðardóttir Félagarnir Eggert Kristjánsson og Egill Vil- hjálmsson með góða veiði úr Laxá í Kjós árið 1935. Philip hertogi og Brian Holt við Norðurá. á Tjöm. Þegar hann var i Laxá varðaði hann í raun og vera ekki mikið um aðra veiðimenn. Hann hugsaði mest um hvað Heimir á Tjörn væri að gera. Heimir var ekki alltaf að veiða á sama tíma og við, en það var svo einkennilegt að hann mátti aldrei kasta færi í vatn, jafnvel þó það væri bara í íhlaupum, þá var hann alltaf með fisk. Sumir menn eru svona. Nú eru menn að segja að það þurfi að stýra agninu upp í fisk- ana með miklum sökkum og þess háttar. Það er ekki hægt í Laxá í Aðaldal, en samt veiddi Heimir þar eins og hann væri alltaf að þræða upp í fiskana. Það var einkennilegt. Heimir veiddi á flugu, á þessar stóru einkrækjur. Einkrækjur era mikið notaðar í Laxá vegna þess að í henni er mikið slý. í afturkastinu þeytist slýið af einkrækjunni, en ekki af tvíkrækju. Sé notuð ein- krækja þarf ekki alltaf að vera að hreinsa fluguna. Köstin bakka á milli Jakob var mjög fær með flugu líka. Hann veiddi mikið og veiddi skemmtilega á flugu. Einhvern tímann var ég staddur Tjarnarmeg- in við ána, við svokallaðan Síma- streng rétt fyrir neðan Seltanga. Það var mikið sólskin og glaðbirta og ekki mjög veiðilegt, en þarna megin voru tveir Bretar að veiða í Tjarnarlandi og stóðu á bakkanum og dömluðu rétt út í, vegna þess að tökustaðurinn var á klapparbroti skammt frá þeirra bakka, en feiki- legt haf var yfir á hinn bakkann. Því var það svo að þegar Síma- strengurinn var veiddur öndvert við árbakkann sem við vorum á varð að vaða út í miðjan strauminn, en samt var erfitt að ná á tökustað- inn. En Bretarnir voru að tína þá upp út af berghorninu. Þeir höfðu tekið þat' tvo eða þijá fiska og voru ansi Sressir. Sem ég var staddur hjá Bretun- um sá ég Jakob koma gangandi niður Seltangann í sólskininu með einhveija þá stærstu stöng, sem ég hef séð, hvíta glassfíber flugustöng. Jakob byijaði að kasta og ég sá að hann var með ofboðsleg köst og Iengdi alltaf í eftir því sem hann kom neðar í Símastrenginn. Hann fór heldur hratt yfir og það var eins og við manninn mælt að þegar hann kom á móti Bretunum voru köstin orðin bakka á milli. Ég held að það hafi verið í þriðja kastinu eftir að hann kom þarna á flösina með fluguna, að hún fór nákvæm- lega á staðinn þar sem Bretarnir höfðu verið að draga, og það var fiskur á. Þeir urðu hálfhvumsa við þegar farið var að draga fiskinn svona rétt undan þeim, en Jakob var harður og ég held að hann hafi landað þessum stærðarfiski á þrem eða Ijórum mínútum. Síðan hélt hann sína leið. Hann hló mikið eftir á og sagði að það væri ekki hægt láta Bretana vera að tína hann upp við lappirnar á sér, án þess að gera eitthvað í málinu. Hann hafði mjög gaman af að gera þetta og gat útfært það. Það var ekki á nokkurs ma^HB færi að kasta þetta nema vera I svona stóra stöng og það þufftÍ! geysilega góðan flugumann til að ná kastinu. Þetta var svo mikið haf og kastið var ekki þverkast, heldur svolítið skákast og þess vegna enn- þá lengra. „Hann túperar á sér hárið“ Það var ógleymanleg sjón að sjá Jakob koma niður Seltangann, grænklæddan í sólskininu, vel greiddan og tilhafðan. Hann var mjög myndarlegur, Ijóshærður og með liðað hár, sem var farið að hvítna dálítið. í þessu holli var maður, sem hafði lent þar fyrir tilviljun og þekkti lítið til félagsskaparins. Það var dálítill fyrirgangur í Jakob á stundum og þessum manni þótti nóg um og sagði:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.