Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 26
26 MORQUNEjLÁBIÐ FÖSTUDAGUR ip„ NÓVEMBER 1989 I Átta milljarða útgjöld umfram flárlagaheimildir Stöðugildum ríkisins Qölgaði um 1000 á tveimur árum Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til fjáraukalaga 1989. Þetta er í fyrsta skipti sem frum- varp til Qáraukalaga er flutt á fjárlagaári. Frumvarpið leitar staðfestingar Alþingis á 8.152 Tveggja hreyfla farþegaþota ‘Utanríkisráðherra um varaflugvöll: Forkönnun þeg- ar ég tel tímabært Brot á stjórnarsáttmála, sagði Hjörleifur Guttormsson m.kr. útgjöldum á liðandi ári, umfram fjárlagaheimildir. Frum- varpið felur einnig í sér stað- festingu á 2.683 m.kr. tekjuauka, umfram Qárlagaáætlun 1989. Samkvæmt frumvarpinu verða ríkissjóðsgjöld umfram tekjur 5.470 m.kr. á líðandi ári. Pálmi Jónsson (S-Ne), Geir Haarde (S-Rv) og Málmfríður Sigurðardóttir (SK-Ne) gagn- rýndu fjárrnálaráðherra fyrir vaná- ætlun, bæði gjalda og tekna ríkis- sjóðs, við fjárlagagerð fyrir líðandi ár. Allar meginforsendur fjárlag- anna hafí orðið sér til skammar í reynd, eins skýrt komi fram frum- varp ráðherrans að fjáaukalögum nú. Fjárlög, sem gerðu ráð fyrir 630 m.kr. tekjuafgangi, hafi í höndum framkvæmdavaldsins breytzt í u.þ.b. 5000 m.kr. halla. Sighvatur Björgvinsson (A-Vf) og Olafur Þ. Þórðarson (F-Vf) þökkuðu fjármálaráðherra fyrir þau tímamót, sem nú væru orðin, þ.e. að fjáraukalög séu lögð fram á við- komandi fjárlagaári. Ólafur sagði að með þessu frumkvæði hafi ráð- herra skilað valdi í hendur Alþing- is, sem framkvæmdavaldið hafi hrifsað til sín og haldið í 66 ár. Sighvatur Björgvinsson sagði m.a. að á sl. tveimur árum hafi stöðugildum hjá því opinbera, sem fjárlög nái til, ijölgað um 1.000 og útgjaldaauki hjá heilbrigðiskerfinu einu hafi numið 400—600 m.kr. á einu ári, án þess að almenningur verði var við aukna þjónustu á þessu sviði. Ef sporna á gegn frekari út- þenslu ríkisbúskaparins gengur slík þróun ekki lengur, sagði þingmað- Eyjólfúr Konráð Jónsson (S-Rv) og Karl Steinar Guðnason (A-Rn) '• hvöttu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á Alþingi í gær til að hrinda í framkvæmd forkönnun á millilandaflugvelli fyrir al- þjóðaflug í samstarfi við Manhvirkjasjóð Atlantshafsbandalagsins. Hjörleifúr Guttormsson (Ab-Al) sagði á hinn bóginn að ef utanríkis- ráðherra færi að þessum tilmælum bryti það í bág við sfjórnarsátt- mála ríkissfjórnarinnar. Páll Pétursson (F-Nv) tók í sama streng. Utanríkisráðherra mótmælti sjónarmiðum Hjörleifs og Páls: sagði að forkönnun væri ekki framkvæmd og að ákvörðun um þetta efni væri alfarið á sínum vegum. Eg mun taka ákvörðun um þetta efúi þegar mér þykir það tímabært, sagði ráðherrann. íslenzk yfírstjórn — borgaralegir starfsmenn Guðmundur H. Garðarsson (S- Rv) beindi þeirri fyrirspurn til ut- anríkisráðherra, hvernig miði við- ræðum við Mannvirkjasjóð Atlants- hafsbandalagsins um hugsanlega aðild hans að byggingu fullkomins varaflugvallar fyrir alþjóðaflug yfir Norður-Atlantshafi. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði að engar beinar viðræður við Mannvirkja- sjóðinn hefðu farið fram. Málið hafi hins vegar verið rætt við aðila innan Nató. Þær viðræður hafi leitt í ljós að millilandaflugvöllur, sem Mannvirkjasjóðurinn stæði að, myndi ekki nýttur sem herflugvöll- ur á friðartímum, hann myndi alfar- ið lúta yfirstjórn íslendinga og þar myndu starfa borgaralegir starfs- ^ menn einir. Forkönnun felur ekki í sér neins konar framkvæmdaskuldbindingu, sagði ráðherra, og er því á engan hátt brot á stjórnarsáttmálanum. Málið heyrir alfarið undir utanríkis- ráðherra og ég mun taka ákvöðrun þar um þegar ég tel það tímabært. Leið til stjórnarslita Hreggviður Jónsson (FH-Rn) fagnaði orðum ráðherra, sem hann kvaðst skilja svo, að forkönnun málsins væri á næsta leiti. Hjörleifúr Guttormsson (Ab- Al) sagði forkönnun á herflugvelli tvímælalaust brot á sáttmála ríkis- stjórnarflokkanna. Ákvörðun um þetta efni af hálfu ráðherra gæti því verið mjög afdrifarík. Páll Pétursson (F-Nv) kvaðst sömu skoðunar og Hjörleifur um að forkönnun í samstarfi við Mann- virkjasjóð Atlantshafsbandalagsins væri brot á stjórnarsáttmálanum. Misvísandi afstaða bæði í stjórn og andstöðu Eyjólfur Konráð Jónsson (S- Rv) hvatti utanríkisráðherra til að hraða forkönnun. Það væri mikil- vægt fyrir allt millilandaflug um okkar flugstjórnarsvæði. Harma bæri að forkönnun væri ekki löngu hafín. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) sagði millilandaflugvöll fyrir far- þegaflug eitt en herflugvöll annað. Karl St. Guðnason (A-Rn) sagði það í senn vera vilja meirihluta þings og þjóðar að forkönnun á varaflugvelli fyrir millilandaflug færi fram. Skoraði hann á ráðherra að hrinda málinu í framkvæmd. 2ja hreyfla vélar kalla á varaflugvöll Jóhann Einvarðsson (F-Rn) taldi að forkönnun fæli ekki í sér neis konar skuldbindingu um fram- kvæmd. Hann benti á að Hjörleifur hefði borið fram sams konar hótun- um varðandi nýtt álver, en forkönn- un á því væri í fullum gangi. Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) sakaði þá, sem töluðu gegn for- könnun málsins, um tvöfeldni í af- stöðu. Hún kvaðst andvíg kostnað- arþátttöku varnarliðsins í fram- kvæmdum eins og vegagerð en öðru máli gegndi um Mannvirkjasjóðinn og millilandaflugvöll sem þjónaði sameiginlegum þörfum okkar og umheimsins. Guðmundur G. Þórarinsson (F-Rv) sagði þörfina fyrir fullkom- inn millilandaflugvöli mikla og reyndar vaxandi, þar sem tveggja hreyfla vélar, sem sinna myndu farþegaflugi á íslenzku flugstjórn- arsvæði nær alfarið í næstu framtíð, þyrftu ótvírætt á slíkum velli að halda af flugöryggisástæðum. Ég er talsmaður afvopnunar og friðar á Norður-Atlantshafi, sagði þing- maðurinn, en þó að takizt sam- komulag um það efni er þörfin fyr- ir eftirlit á svæðinu eftir sem áður til staðar. Ræður Alþýðubandalagið ferð í öryggismálum? Guðmundur H. Garðarsson (S- Rv) sagði hótanir Hjörleifs Gutt- ormssonar um stjórnarslit, ef ut- anríkisráðherra fylgdi fram meiri- hlutavilja þings og þjóðar í þessu máli, sýna, að Alþýðubandalagið hefðu tögl og hagldir i öryggismál- um í þessari ríkisstjórn, sem það hafi aldrei haft áður. Fleiri þingmenn tóku til máls þó hér verði ekki frekar rakið. MORSE CONTROL Stjórntæki fyrirvélar og gíra, spil o.fl. Stýrisvélar og stýri. Mikiö úrval fyrirliggjandi. Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Fyrir allar vélategundir og bátagerðir. VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Hagstætt verð - leitið upplýsinga. Sementsverksmiðjan verði hlutafélag: „Styð meginmark- mið frumvarpsins“ - segir iðnaðarráðherra Ég styð meginmarkmið frumvarps Friðriks Sophussonar (S-Rv) um að Sementsverksmiðjan verði gerð að hlutafélagi, sagði Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra efnislega í þingræðu 7. nóvember sl. Það þarf hins vegar að fjalla nánar um málið hér á Alþingi og ræða það ítar- lega við fúlltrúa Akranesbæjar. Ég tel reyndar, sagði ráðherra, að reka megi flest atvinnufyrirtæki ríkisins sem hlutafélög eða sem fé- lög með takmarkaðri ábyrgð. Iðnaðarráðherra minnti á að á sl. vori hafi verið sett að ýmsu leyti sambærileg lög um Ríkisprentsmiðj- una Gutenberg. Nýtt hlutafélag, Prentsmiðjan Gutenberg hf., taki við rekstri ríkisprentsmiðjunnar 1. janúar nk. Ráðherra sagði að flutningsmað- ur frumvarpsins, Friðrik Sophusson, hafi reynt að koma til móts við sjón- armið fulltrúa Akraneskaupstaðar: 1) lögheimili félagsins verði á Akra- nesi, 2) hlutverk félagsins er skil- greint rúmt, 3) sala hluta í félaginu er háð samþykki Alþingis. Ráðherra sagði að fleira þurfi skoðunar við. Til dæmis ætti að veita starfsmönnum aðild að stjórn félagsins og kanna, hvort koma mætti á samstarfi við heimaaðila um stofnun hlutafélagsins. Félagið þurfí og að geta átt aðild að nýjum þróunarverkefnum — og að nýjum fyrirtækjum. STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Frumvarp um eftirlaun forseta Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um laun forseta Islands. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fyrrverandi forseti íslands eigi rétt á launum fyrstu 6 mánuði eftir að látið er af embætti. Að þeim tíma liðnum fer hann á full eftirlaun, 60 hundraðshluta af launum forseta [70 hundraðshlut- ar ef foresti hefur gegnt embætti lengur en eitt kjörtímabil og 80 hundraðshlutar ef hann hafi hann gengt embætti lengur en tvö kjörtímabil]. Fyrrverandi forseti fær þessi eftirlaun þó hann hafi ekki náð 65 ára aldri. Skattfríð- indi forseta ná ekki til eftirlauna. Guðmundur G. Þórarinsson (F-Rv) og sex aðrir þingmenn [úr öllum þingflokkum] hafa lagt fram þingsályktunartillögu um „hug- myndasamkeppni um arkitekta- teikningar fyrir framtíðarbygg- ingu Tækniskóla íslands á þeirri lóð sem hann hefur fengið fyrir- heit um á Keldnaholti". Ásgeir Hannes Eiríksson (B- Rv) og Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir (B-Rv) flytja þingsálykt- unartillögu, þess efnis, að „ut- anríkisráðherra skipi nefnd er fái það hlutverk að kanna möguleika á 'að efla viðskipti og menningars- amskipti við byggðir Vestur- íslendinga í Kanada“. Hjörleifúr Guttormsson (Ab-Al) hefur lagt fyrir utanríkis- ráðherra fyrirspumir um íslenzka afstöðu gagnvart þróun mála í Kambódíu. Hann spur m.a.: „Hvert er mat utanríkisráðherra á núverandi stöðu mála í Kambódíu?" Ásgeir Hannes Eiríksson (B-Rv) spyr dómsmálaráðherra um ríkissjóðskostnað vegna Haf- skipsmála, þ.e. um skrifstofu- kostnað, laun sérstaks saksóknara og lærðra aðstoðarmanna. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði í fyrir- spumatíma á Alþingi að 15% álag á útfluttan óunnin fisk stangaðist ekki á við samninga okkar við GATT, EFTA eða EB. Álagið væri hluti af veiðistjórnun en ekki ut- anríkisviðskiptamál. Kostnaður tryggingakerfisins við fæðingarorlof, sem hefur verið að lengast í áföngum úr þremur í sex mánuði, hefur vaxið úr 238 m.kr. 1986 í 606 m.kr. 1988. Kostnaður þijá fyrstu ársfjórð- unga 1980 nemur 570 m.kr., að því er fram kom í svari Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra við fyrirspurn á Alþingi á dögunum. Mánaðargreiðslur fyrir umönn- un fatlaðra bama hafa lækkað úr kr. 34.492 í september 1984 í kr. 28.399 í september 1989 (á verð- lagi síðara ársins), sagði félags- málaráðherra í þingræðu. Greiðsl- ur þessar eru skattfijálsar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.