Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 22
I 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. A Gjaldþrot Islandslax Málþing Sjávarútvegsstoftiunar um fískveiðisljórnun: Kvótasala besta aðferð til að rétta við sjávarútveginn - að mati margra fyrirlesara á málþinginu Gjaldþrot íslandslax, eins stærsta fiskeldisfyrir- tækis landsins, er mikið um- hugsunarefni. Þetta gjaldþrot er auðvitað til marks um gífurlega erfiðleika í fiskeldi um þessar mundir. Þeir erfið- leikar eru ekki bundnir við ísland. Verðfall á afurðum fiskeldisstöðva hefur leitt til mikilla vandamála t.d. í Nor- egi. En íslandslax er um margt sérstakt fyrirtæki. Að fyrirtækinu standa öflugir aðilar á íslandi og í Noregi. Stofnun íslandslax var á sínum tíma tákn um sókn samvinnuhreyfingarinn- ar inn á ný svið í atvinnulíf- inu. Þegar fyrirtækið var stofnað bjó Samband ísl. samvinnufélaga enn yfir miklum fjárhagslegum styrk og fékk til liðs við sig erlend- an aðila, sem lagði fram umtalsvert ijármagn til upp- byggingar þessarar stóru fiskeldisstöðvar. Þáð er því ekki hægt að halda því fram, að eigendur íslandslax hafi farið af stað af vanefnum, eins og svo oft tíðkast í at- vinnurekstri hér. Þegar íslandslax var stofn- að vissu menn að hveiju þeir gengu í sambandi við kostnað við fjármagn. Verðtrygging var komin til sögunnar og þar með jákvæðir raunvextir. Þess vegna á það ekki við um íslandslax, að þetta fyrir- tæki hafi skyndilega staðið frammi fyrir gjörbreyttum aðstæðum varðandi fjár- magnskostnað, eins og svo mörg dæmi eru um hér. Það er hins vegar ljóst, að á undanförnum misserum hefur mikið verðfall orðið á afurðum fiskeldisstöðva. Við íslendingar þekkjum slíkar verðsveiflur á sjávarafurðum okkar og þess vegna kemur tæpast nokkrum manni á óvart, að slíkar verðsveiflur verði í fiskeldi. A.m.k. verður því ekki trúað, að aðilar með margra áratuga reynslu að baki í atvinnurekstri hafi lagt út í mörg hundruð milljóna króna fjárfestingu án þess að gera ráð fyrir því, að verð- breytingar gætu komið til sögunnar. Þegar þessi sjónarmið eru íhuguð verður ljóst, að gjald- þrot íslandslax er mikið áfall. Er ekki til staðar nægileg þekking í- viðskipta- og at- vinnumálum til þess að setja slíkt fyrirtæki á fót þannig, að menn kunni fótum sínum forráð? Það er mikið um gjaldþrot um þessar mundir. Gjaldþrot eru alvarlegt mál. Fyrirtæki, einstaklingar og opinberir aðilar tapa á gjaldþrotum, stundum miklum fjármunum. Er það ekki umhugsunarvert, að stórfyrirtæki á borð við Samband ísl. samvinnufélaga telur sig ekki eiga annan kost en þann að setja Islands- lax í gjaldþrot? Hafa Sam- bandið og dótturfyrirtæki þess efni á því að tapa 250 milljónum á gjaldþroti ís- landslax? Talað er um, að Sambandið taki fiskeldisstöð hins gjaldþrota fyrirtækis á leigu. Er það sjálfsagt mál, að aðaleigandi hins gjald- þrota fyrirtækis taki eignir þess á leigu af þeim, sem tapa á gjaldþrotinu eins og ekkert hafi í skorizt? Raunar er fleira umhugs- unarvert varðandi gjaldþrot um þessar mundir. Fyrir nokkru var annað fiskeld- isfyrirtæki tekið til gjald- þrotaskipta, Árlax hf. Meðal eigenda þess eru fjögur í hópi ^tærstu og öflugustu fyrir- tækja landsmanna. Hvað veldur því, að þessi öflugu fyrirtæki taka ekki sjálf á sig tapið á þessum rekstri í stað þess að láta tapið lenda á fjár- festingarsjóðum og öðrum viðskiptamönnum? Ef eigend- ur gjaldþrota fyrirtækis eiga fyrir skuldum þess hlýtur það a.m.k. að vera álitamál, hvort þeim beri ekki siðferðileg skylda til þess að taka tapið á sig í stað þess að láta það lenda á öðrum. Fiskeldið hér á bersýnilega í stórfelldum erfiðleikum. Reynslan af því, að stór og öflug fyrirtæki, sem hafa náð góðum tökum á öðrum rekstri, leggi út í þessa nýju atvinnugrein virðist ekki vera góð. Það skyldi þó aldrei vera, að það verði þau fyrirtæki, sem stofnuð hafa verið af mestum vanefnum af félitlum einstaklingum, sem lifi af? Á málþingi um fiskveiðistjórn- un, sem Sjávarútvegsstofiiun Háskólans stóð fyrir í gær, færðu margir fyrirlesarar rök fyrir því að kvótasala væri besta aðferðin til að auka hagkvæmni i sjávarút- vegi. Kvótasala myndi stuðla að fækkun fiskiskipa, hagkvæmari útgerð, verndun fiskstofna, betri nýtingu afla og síðar meir aukn- um afla. Til þess hefði núverandi kvótakerfi ekki dugað, og raunar hélt einn fyrirlesara því iiram að þorskstofnin væri að hruni kom- inn vegna of mikillar sóknar siðan kvótakerfið var tekið upp. Málþingið var fyrsta verkefni Sjávarútvegsstofnunar Háskóla ís- lands, sem sett var á stofn í sum- ar. Á málþinginu fluttu fræðimenn fyrirlestra um fiskveiðistjórnun og náiguðust viðfangsefnið frá ýmsum hliðum. Þorkell Helgason prófessor flutti erindi sem hann kallaði Kvótagjald og efnahagsstjórnun. Hann sagði að auðlindaskattur hefði áður verið lagður á sjávanítveg og aðrar út- flutningsgreinar með því að skrá gengið of hátt, og sýndi síðan dæmi, með reiknilíkönum, um hvaða áhrif gjald, sem lagt væri á kvóta eða afla, gæti haft á hagkerfið. Þorkell gaf sér þær forsendur að raungengi yrði lækkað um 10-20%. Staða sjávarútvegs yrði óbreytt, þar sem kvótagjaldið vægi upp áhrif gengisfellingarinnar. Aðr- ar útflutningsgreinar myndu búa við eðlilegt gengi og greiddu ekki lengur auðlindaskatt. Ríkið gæti til dæmis notað kvóta- skattinn til að lækka söluskatt og náð þannig fram kjarastuðningi til að vinna upp áhrif gengislækkunar á framfærsluvísitölu. Þorkell miðaði m.a. útreikninga sína við að fiskistofnarnir hefðu verið endurreistir og þyldu 10% aflaaukningu. Einnig að fiskveiði- flotinn hefði verið minnkaður um 25%. Ef ekkert kvótagjald væri lagt á við þær aðstæður, sagði Þorkell að þyrfti 26% gengishækkun til að halda hagnaði í sjávarútvegi í skefj- um. En ef gengið yrði lækkað um 15% við þær aðstæður, gæti sjávar- útvegur staðið undir 34% kvóta- gjaldi, sem samsvaraði því að ríkið gæti lækkað söluskatt um 15 sölu- skattstig. Það myndi vega upp áhrif gengisfellingar á framfærsluvísi- töluna. Tengsl þorskstofns; og loðnu- stofns nefndist erindi Ólafs Karvels Pálssonar fiskifræðings og Kjartans G. Magnússonar stærðfræðings. Var þar sagt frá athugun á inni- haldi þorskmaga, sem farið hefur fram skipulega í 10 ár. Þar hefur komið í ljós að loðna er mikilvæg- asta fæða þorksins; á veturna er yfir 50% fæðunnar loðna og sum árin allt að 80-90%. Árið 1979-86 át þorskstofninn á tímabilinu október til mars allt að 1016 tonn af loðnu, svipað og loðnu- afli íslendinga. Fram hefur komið í athugunum að loðnuafli hefur áhrif á þorskafla. I fyrstu útgáfu af hermilfkani, sem reiknar vöxt þorska og væntanleg- an þorskafla fyrir loðnuafla, kemur í ljós, _að 800 þúsund tonna Ioðnu- afli á Islandsmiðum hefur iítil áhrif á þorskaflann. Hann minnkar úr 357 þúsund tonnum í 334 þúsund tonn. En sé loðnuaflinn aukinn í 1.200 þúsund tonn fellur þorskafl- ifiii í 312 þúsund tonn. Og ef loðnu- aflinn er aukinn úr 1200 þúsund tonnum í 1600 þúsund tonn, fellur þorskaflinn í 283 þúsund tonn, eða um nær 30 þúsund tonn sem eru mun verðmætari en 400 þúsund tonn af loðnu. Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins, flutti erindi eftir þá Jónas Bjarnason efnafræðing, sem nefnd- ist Hugleiðingar um veiðileyfasölu á gæði fiskafla. Grímur fjallaði um afleiðingu kvótakerfisins á gæði, og sagði að þótt sú þróun hefði verið hægari en vonir stóðu til, virtist sem sjó- menn væru farnir að huga meira að nýtingu afla en um að ná sem stærstum hölum. Þó væri enn hent yfir 60-80 þúsund tonnum af rusl- fiski og slógi. Grímur sagði að uppboð á kvóta ætti að hafa það í för með sér að kvótinn færðist á hendur þeirra sem væru hæfastir til að nýta aflann. Um leið færðist aukin harka í við- skipti með fisk og það ætti síðan að stuðla að betri nýtingu og gæð- um afla. Einar Júlíusson eðlisfræðingur kallaði erindi sitt: Er þorsktofninn að hruni kominn. Hann fullyrti, og sýndi tölur og línurit því til stuðn- ings, að því meiri sem sókn væri í fiskistofnana, þeim mun minni yrði aflinn vegna áhrifa á klak. Einar sagði að núverandi sókn væri langt frá þeirri kjörsókn sem sameinaði hámarkshagnað útgerð- ar og endurnýjun þorskstofnsins. Síðan 1980 hefði sóknin tvöfaldast og fiskiskipaflotinn stækkað um 17% en aflinn minnkað að sama skapi. Ef stunduð hefði verið kjör- sókn síðan 1980 liti dæmið allt öðru vísi út. Einar sagði það því ljóst að kvótakerfið hefði ekki dugað til að stýra fiskveiðum. Það eina sem dygði væri að auka sóknarkostnað útgerðarinnar í stað þess að minnka hann, og minnka þar með sóknina. Það gæti náðst fram með skrap- dagakerfi eða með því að setja á auðlindaskatt. Snjólfur Ólafsson stærðfræðing- ur kallaði sitt erindi Stjórnun fisk- veiða - kjarni málsins. Með svoköll- uðum tengslaritum sýndi Snjólfur meðal annars ástæður flotastækk- unar síðustu ára. Því hefur aðallega ráðið, að mati.Snjólfs, hagnaðarvon útgerðar, sem hefur ýmist keypt stærra skip eða nýtt skip. Einnig byggðasjónarmið, þar sem þörf hef- ur verið á auknum afta í tilteknum byggðum og nýju skipi fylgir von um aukinn kvóta. Afleiðingin hefur verið minni afli á hvert skip og óhagkvæmari útgerð, sem þýðir minni afli á'tilteknum stöðum sem aftur kallar á aukinn afla í til- teknum byggðum o.s.frv. Snjólfur velti einnig fyrir sér hvað gerist þegar flotinn minnkar. Það hefur í för með sér fækkun skipa og fækkun útgerðarstaða, kvótinn er framseldur til færri aðilá og hvert skip fær stærri kvóta sem þýðir hagkvæmari útgerð. Aukinn hagnaður útgerðar gæti þá komið fram í gengishækkun og verri af- komu annara atvinnuvega, eða ríkið gæti lagt á kvótagjald og varið því til lækkunar annara skatta, eins og Þorkell Helgason hafði áður sýnt fram á. Þórólfur Matthíasson lektor flutti erindi sem hann kallaði Hlutaskipti og fjallaði um hlutaskiptakerfi í fiskveiðum sem hafa verið við lýði hér á landi allt frá söguöld. Rann- sóknir Þórólfs á hagkvæmni hluta- skiptakerfa benda til þess, að bæta megi framleiðsluþáttanýtingu í fiskveiðum hér á landi með því að hverfa frá hreinum hlutaskiptum áhafnar og útgerðar, þ.e. að skipta brúttótekjunum, og skipta þess í stað rekstrartekjum eða hreinum ágóða. Þórólfur sagði að þótt hluta- skiptakerfinu hafi ekki verið skákað til hliðar þýði það ekki endilega að það sé betra en önnur möguleg greiðslukerfi. Dómur sögunnar um það hafi ekki fallið vegna þess að rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyr- irtækja hafi breyst svo mikið und- anfama áratugi. Þorvaldur Gylfason prófessor kallaði erindi sitt Umhverfismeng- un og ofveiði. í erindinu vakti Þor- valdur athygli á þremur atriðum: að umhverfismengun væri efna- hagsvandi; að mengun umhverfis og ofveiði til sjós væri í raun angar á sama meiði; og að hagkvæmar mengunarvarnir væru náskyldar hagkvæmustu aðferð sem völ væri á við stjórn fiskveiða, veiðileyfasölu. Þorvaldur færði síðan rök fyrir því, að með því að selja eða leggja gjald á mengunarkvóta og veiði- leyfi, í stað þess að úthluta þeim ókeypis, væri hægt að spara mikið fé, því þá færðust mengunarvarnir og fiskivernd sjálfkrafa á hendur þeirra fyrirtækja sem dregið gætu úr ofveiði og mengun með minnst- um tilkostnaði. Þorvaldur sagði að aðalástæðan fyrir því að kvótasala væri ekki komin í framkvæmd, væri sú að sjávarútvegsfyrirtækin væru á móti því þar sem þau óttuðust fjárhags- legt tap. En þegar þjóðin sparar stórfé þarf enginn að tapa, sagði Þorvaldur. Markús Möller hagfræðingur kallaði sitt erindi Afleiðingar einka- kvóta. Hann sagði að stjórnmála- menn og hagsmunaðailar hefðu lítið velt fyrir sér hvaða afleiðingar þær breytingar hefðu í för með sér sem -nú er verið að gera á kvótakerfinu. Markús sýndi dæmi um útreikn- inga sem sýndu að með því að af- henda útgerð kvóta, yrði alhliða 33% samdráttur á skipum og vinnslu ásamt 20% fækkun starfa. Það myndi duga til að spara 16 milljarða króna á ári. Líklegt væri að sjómönnum fækkaði en ólíklegt að kjör þeirra sem héldu vinnunni myndu batna í samanburði við kjör landfólks. Eng- inn bati yrði sjáanlegur fyrir fisk- vinnslu. Vinnslan héldi áfram að flytjast úr landi ef fiskvinnslulaun í öðrum löndum hækkuðu ekki. Ekkert sérstakt vemdaði byggðir sem nú væru í hættu. Markús taldi síðan að einungis þeir sem seldu beint þjónustu eða verðmæti ættu trygga afkomu, mælda í erlendri mynt. Með eignar- haldi á kvóta ylti raungengi á því hve miklum hlut tekna sinna út- flytjendur og kvótaeigendum eyddu í innlenda vöru og þjónustu. Ef sú eyðsla ykist, muni raungengi senni- lega og um leið versnaði önnur út- flutningsframleiðsla en fiskveiðar. Gísli Pálsson dósent fjallaði um Fiskveiðistjórnun á Norðurlöndum og skýrði frá því að í undirbúningi væri rannsókn á þeim aðferðum sem notaðar eru við stjórnun fisk- veiða á Norðurlöndunum. Rann- sóknin er samstarfsverkefni nokk- urra félagsfræðinga, mannfræð- inga og stjórnmálafræðinga við Háskóla Islands og Tromsöháskóla. Gísli sagði markmið þessarar rannsóknar að efla skilning á fé- lagslegum þáttum stjórnunarvan- dans og stuðla að faglegri umræðu um þá. Kannað verði samspil þeirra sem láti fiskveiðistjórn til sín taka, að hve miklu leyti ábyrgðinni sé deilt á milli þeirra, hvernig nauð- e8SI H3SM3VÖI4 .01 J8 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR JO: NOVEMBER 1989' 23 syniegrar þekkingar sé aflað, og að hve miklu leyti þolendur stjórn- valdsaðgerða sætta sig við þær. Gunnar Helgi Kristinsson lektor fjallaði um ísland og sjávarútvegs- stefnu Evrópubandalagsins. Hann sagði að færa mætti rök fyrir því að samningsstaða íslands gagnvart EB væri sterkari í tengslum við aðildarumsókn heldur en utan bandalagsins. Gunnar sagði að sjávarútvegs- stefna EB, sem samþykkt var 1983, hefði breytt þeirri stefnu að aðild- arríkin ættu jafnan aðgang að fisk- veiðilögsögu hvers annars. Nú væri leyfilegu aflamagni skipt í kvóta sem úthlutað væri til einstakra að- ildarlanda eftir hefðbundnum fisk- veiðiréttindum, sérþörfum lands- svæða sem væru verulega háð sjáv- arútvegi, og því hvort verulega skertur afli leiddi af viðurkenningu 200 mílna lögsögu. Gunnar Helgi sagði að tvær fyrstu reglunar væru ótvírætt Is- lendingum í hag. Þriðja reglan myndi hins vegar vinna gegn hags- munum íslands. Það þyrfti þó ekki að koma að sök, bví í viðræðum um aðild Spánar, kaus EB að líta svo á að reglan um bætur fyrir skertan afla, skyldi ekki gilda fyrir inngöngu nýrra ríkja. Sigurður Guðmundsson forstöðu- maður þróunarsviðs Byggðastofn- unar flutti erindi sem hann nefndi Fiskveiðistjórn og byggðaþróun. Hann sagði m.a. að mikið bil gæti skapast milli þess sem væri æski- legt og mögulegt. Þannig sýndist hagkvæm nýting auðlinda sjávarins ekki möguleg nema sjórinn væri sóttur hringinn í kringum landið. Á sama hátt væri ekki hægt að vinna afurðirnar nema það sé gert víða um landið. Hins vegar væri þetta í mótsögn við kröfur fólks um að allir njóti þjónustu og afþreyingar þéttbýlis. v Sigurður sagði að á 35 stöðum á íslandi væri hlutur sjávarútvegs 40% eða meira af atvinnulífi. Ef sjávarútvegsfyrirtæki stöðvaðist á þessum stöðum hefði það eðlilega mikil áhrif á atvinnulífið. Þvi væri von að stjórnvöld væru tilbúin að leggja töluvert á sig til að reyna að koma í veg fyrir að þetta gerðist. En þar kæmu á móti ýmis at- riði. Það hlyti að vera brennandi spurning hvort það ætti rétt á sér að halda stórum sjávarútvegsfyrir- tækjum gangandi þótt þau væru burðarásar atvinnulífs á einstökum stöðum, því þessi fyrirtæki hefði oft átt í erfiðleikum með að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef til vill eru þetta risaeðlur, sagði Sigurður. Ef til vill eiga lítil fiskvinnslufyrir- tæki auðveldara að laga sig að breyttum aðstæðum. Sigurður sagði svo að þáttur kvótakerfisins væri síðan augljós. Nú væri ekki lengur hægt að láta aðalfyrirtækið í sjávarplássi stöðv- ast og byggja svo upp útgerð og fiskvinnslu á betri forsendum en þeim sem fyrir voru, m.a. vegna minni skulda. Staður án kvóta væri dauðadæmdur. Sigurður sagðist ekki geta bent á skynsamlega leið til að stjórna fiskveiðum sem jafnframt tryggði búsetu á öllum útgerðastöðum landsins. Taka yrði tillit til arð- semi. Evrópubúar vildu fiskinn okk- ar og við verðum að sjá til þess að þeir og aðrir markaðir fái hann með því móti og á því formi sem gæfi okkur mestan hagnað til lengri tíma litið. Svo kann að fara að það tíma- bil sem afla af íslandsmiðum er að mestu landað hér á landi verði stutt, sagði Sigurður. Erindi Tryggva Gunnarssonar lögfræðings nefndist Lagaheimildir til stjórnunar fískveiða. Þar komst Tryggvi að því að núgildandi laga- reglur um stjórnun fiskveiða fari ekki í bága við ákvæði 69. greinar stjórnarskrárinnar um atvinnu- frelsi. Björn S. Stefánsson þjóðfélags- fræðingur flutti svo að lokum erindi sem hann kallaði Úthlutun fisk- veiðiréttinda með markaðsaðhaldi. Þar kynnti hann hugmyndir sínar um aðferðir til að úthluta fiskveiði- réttindum sem væru sveigjanlegar en veittu þó öryggi, drægju ekki fé úr sjávarútvegi og byðu almenn- ingi tækifæri til íhlutunar. íslandslax úrskurðað gjaldþrota og bústjórar ráðnir: SIS afskrifaði hlutafé sitt í fyrirtækinu um áramót SIS vill taka þátt í áframhaldandi rekstri Islandslax ÍSLANDSLAX h/f var úrskurðað gjaldþrota í skiptarétti Grindavíkur í gær. Bústjórar voru skipaðir hæstaréttarlögmennirnir Sigurmar K. Al- bertsson og Garðar Garðarsson og héldu þeir fyrsta fúnd sinn með kröfú- höfúm í gærkvöldi. Tap íslensku hluthafanna í fyrirtækinu, SIS, Regins, Olíufélagsins og Iceland Seafood, nemur á þriðja hundrað milljóna, þar af tapar SÍS 26,4 milljóna króna hlutafé, sem afskrifað var í síðasta ársreikningi, og 80-90 milljóna krónum í ábyrgðum og lánum til félags- ins, að sögn Guðjóns B. Olafssonar forstjóra SÍS. Hann segir að SIS hafi áhuga á að taka þátt í áframhaldandi rekstri á grundvelli Islands- lax og hugsanlega að taka rekstur þrotabúsins á leigu. Guðjón sagði að vissulega yrði SÍS fyrir búsifjum við gjaldþrot íslands- lax. Hann sagði að menn hefðu að nokkru leyti séð þetta fyrir og við síðasta ársuppgjör hefði hlutafé SÍS í fyrirtækinu verið afskrifað að fullu. Hann sagðist ekki sjá að gripið yrði til sérstakra ráðstafana til að mæta þeim 80-90 milljónum sem tapast í ábyrgðum og lánum. „Það verður að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti,“ sagði Guðjón B. Olafsson. Hann sagðist telja víst að fyrirtækið yrði rekið áfram. „Það eru mikil verð-. mæti syndandi þama í vatninu. Fisk- inn verður að fóðra og sjá fyrir orku.“ Um þátttöku SÍS í áfram- haldandi rekstri sagði Guðjón að búið væri í höndum skiptaréttar og bústjóra og ekki lægi fyrir hvaða hugmyndir stærstu lánardrottnar hefðu um framhaldið. Engar viðræð- ur hefðu farið fram um hvort og þá hvernig SÍS ætti aðild að áfram- haldandi rekstri en áhugi á því væri fyrir hendi, til dæmis kæmi leiga á aðstöðunni til greina. Guðmundur B. Ólafsson fram- kvæmdastjóri Framkvæmdasjóðs segir að uppreiknuð stofnlán sjóðsins til íslandslax standi í um 80 milljón- um króna. Lán Framkvæmdasjóðs eru tryggð á efstu veðréttum. Guð- mundur segist leggja höfuðáherslu á að Islandslax stöðvist ekki en segir að engar viðræður hafi farið fram um framtíð fyrirtækisins en þar séu ýmsir möguleika fyrir hendi en for- ræðið sé nú í höndum bústjóra. Már Elísson forstjóri Fiskveiða- sjóðs vildi ekki að svo stöddu segja hverjar skuldir íslandslax við sjóðinn væru, staðfesti að þær væru umtals- verðar og tryggðar á efstu veðrétt- um. Hann vildi engu spá um framtíó'*’ rekstrarins en sagði það augljósa hagsmuni sjóðsins að reksturinn stöðvaðist ekki heldur yrði fiskurinn alinn áfram. Afurðalán Landsbankans til ís- landslax nema um það bil 120 millj- ónum króna, að sögn Helga V. Jóns- sonar sem var tilsjónarmaður ís- landslax á greiðslustöðvunartíma fé- lagsins. Ekki náðist í bankastjóra Landsbankans [ gær til að inna þá álits á framtíð íslandslax. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri fóðurverksmiðjunnar Istess á Akureyri, sem var einn þeirra aðila sem íslandslax keypti fóður af, sagði að krafa fyrirtækisins á hendur íslandslaxi næmu milljónum. Hann- sagði að um eldri reikningsskuldir væri að ræða, síðustu mánuði hefði Istess aðeins selt íslandslaxi fóður gegn staðgreiðslu. Virðisaukaskattur: Þingmenn Alþýðuflokks eru áhyggjufullir vegna seinagangs Nægur tími til stefiiu, segir Jón Guðmundsson hjá ríkisskattstjóra „ÉG NEITA því ekki að þær raddir hafa heyrst að undirbúningur sé með seinni skipunum og að ýmsu leyti sé heppilegra að virðisaukaskatt- urinn komi til framkvæmda á miðju ári vegna ýmissa vandamála sem koma upp,“ segir Eiður Guðnason formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Hann segir þingmenn hafa áhyggjur meðal annars af því hve reglugerð sé seint á ferðinni. Eiður segir að þingflokkurinn hafi ekki tekið þá afstöðu að undirbún- ingi virðisaukaskatts miði of hægt. Hins vegar hafi einstakir þingmenn lýst áhyggjum sínum. Hann segir að nánast allur fundur þingflokksins á mánudag hafi farið í þessar umræð- ur. Eitt af því sem menn hafi hvað mestar áhyggjur af, auk reglugerð- arinnar, sé að ýmis vandkvæði verði fylgjandi endurgreiðslum til hús- byggjenda og þyki þingmönnunum að þær þurfi að vera tíðari en hug- myndir eru um nú. „Við höfum óskað svara við ákveðnum spumingum, en ekki feng- ið enn, sem er kannski eðlilegt, og við munum halda þessari umræðu áfram,“ segir Eiður. Hann segir málið alls ekki á því stigi, að þing- flokkurinn sé í andstöðu við gildi- stöku vsk. um áramót, en efasemda- raddir heyrist á meðan ekki sé sýnt óyggjandi fram á að áhyggjurnar séu óþarfar. Jón Guðmundsson forstöðumaður gjaldadeildar ríkisskattstjóra segir að þar sé unnið ötullega að því, að vsk. geti komið á um áramót. Hann segir að alltaf þurfi að gera ráð fyr- ir að taka þurfi á vandamálum sem upp kunna að koma. Það sé ekkert nýtt að breyta þurfi lögum við slíka kerfisbreytingu, það hafi meðal ann- ars verið gert þegar staðgreiðslan kom til sögunnar. Þá segir Jón að enn sé nægur tími til stefnu, ef ákveðið verður að breyta lögunum um vsk. Vilhjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri Verslunarráðs segir að allir reikni með að vsk. komi um áramót og að það sé framkvæmanlegt. „Menn þurfa að bretta upp ermarnar og það þarf að klára ákvarðanatök-^, una,“ segir hann, „ef menn vinna, þá á að vera hægt að klára málið. Þar sem ég þekki til í atvinnulífinu eru menn andlega undir það búnir að virðisaukaskatturinn komi um áramót. Það er rétt að setja bara enn meiri kraft í undirbúninginn ef þess þarf,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. Sigríður Ella Magnúsdóttir og Geoflrey Parsons á ljóðatónleikum SIGRÍÐUR EUa Magnúsdóttir, mezzosópran, og Geoffrey Par- sons, píanóleikari, halda ljóða- tónleika í Islensku óperunni sunnudaginn 12. nóvember klukkan 15. Á eftiisskránni eru íslensk og erlend ljóð, m.a. eftir Haydn, Schubert, Delius, Sibel- ius, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson. Sigríður Ella hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi á undan- förnum árum í óperum, óratoríum og ljóðasöng. Hún er búsett í Lond- on og hefur sungið mikið bæði á Bretlandi og á meginlandi Evrópu á síðustu misserum. Undirleikari Sigríðar Ellu að þgssu sinni er hinn heimsþekkti píanóleikari Geoffrey Parsons. Á tónlistarferli sínum hefur hann unn- ið með mörgum stórsöngvurum svo sem Victoriu de los Angeles, Elisa- bethu Schwarzkopf, Birgit Nilsson og Hans Hotter. Sigríður Ella Magnúsdóttir Parsons hefur leikið inn á fjöl- margar hljómplötur og nú nýverið með Jessye Norman og á nokkrar plötur með Olaf Bar. Hann er heið- ursfélagi í Royal Academy og Guild- hall Sehool of Music og aðili að Geoflrey Parsons Royal College of Music. Parsons hefur hlotið sérstaka viðurkenningu frá Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til tónlistarmála. Aðgöngumiðar eru seldir í ís- lensku óperunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.