Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NOVEMBER 1989 Minning: Wenche Fjeld- stad Ingvarsson Fædd 4. desember 1953 Dáin 1. nóvember 1989 Hún Wenche er dáin. Já, við bjuggumst öll við því, en trúðum alltaf á eitt kraftaverkið enn. Wenche var búin að há langa og erfiða baráttu við slæman sjúkdóm og að lokum sigraði hann. Ég hefi aldrei kynnst manneskju sem hafði meiri lífskraft og var dugiegri en hún. Brosið hennar og öll framkoma kom öllum til að þykja vænt um hana. Hún átti því marga vini. Hún var norsk að ættum og eru foreldr- ar hennar Synnöve og Harald, bú- sett í Noregi. Hún giftist ung manni sínum, Magnúsi Ingvarssyni, umsjónar- manni á Tjaldanesheimilinu, Mos- fellsdal. Kynntust þau er Magnús var við nám í Noregi. Magnús er sonur hjónanna Ingvars Jónssonar, húsasmiðs og Kristínar Magnús- dóttur. Áttu þau Magnús tvö börn, Monicu fædda 1972 og Ingvar fæddan 1974. Byggðu þau sér fal- legt heimili í Njarðarholtf 4, Mos- fellsbæ. Á heimili þeirra er alltaf gott að koma og vildi Wenche alltaf halda í uppruna sinn og hélt norsk- ar hefðir á heimili þeirra. Hún hóf störf á Tjaldanesheimilinu árið 1979 og var þar þrátt fyrir sjúkdóm sinn, en Wenche veiktist af beinkrabba- meini rúmlega tvítug að aldri. Það er því orðin löng og ótrúleg lífssaga þær þolraunir sem lagðar hafa verið á eina konu. Ég veit að Wenche er nú komin til Guðs og tekst á við önnur verk- efni, en þótt ævi hennar væri ekki löng gaf hún mikið af sjálfri sér. Oft er við komum til þeirra hjóna, Magnúsar og Wenche, um jól, voru hjá þeim vistmenn af Tjaldanesi. Voru þeir fjarri íjölskyldum sínum um jólin. Tók Wenche þá með sér heim og hélt þeim jól. Þetta lýsir henni vel, myndarskapurinn, dugn- aðurinn og ósérhlífnin var hennar aðalsmerki. Það er stórt skarð höggvið í lífsmunstur fjölskyldu minnar við fráfall Wenchear og ég veit að svo er einnig hjá fleiri vihum hennar. Nú er þjáningum hennar lokið. Góð- ur Guð, veittu Wenche, svilkonu minni, fagra heimkomu og blessaðu börn hennar og eiginmann. Styrktu þau í þeirra miklu sorg og missi. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn. Til þess að hver sem á hann trúir glat- ist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Guðmundur Ingi Ingason Það er ávallt sárt að sjá ungt fólk kveðja þennan heim. Wenche var aðeins 35 ára og hafði síðastlið- in þrettán ár barist við þann sjúk- dóm, sem að lokum bar hana ofur- liði. Hún fæddist í Sande í Noregi, dóttir hjónanna Haralds og Synnöve Fjeldstad og var elst sex systkina. Að lokinni grunnskólagöngu, lærði hún um tíma til klæðskera við Iðn- skólann í Holmestrand en það var síðan í Sande sem Wenche kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Magnúsi Ingvarssyni búfræðingi. Þar var hann við framhaldsnám í loðdýrarækt. Þau giftu sig þann 31. desember 1971 og eignuðust á næsta ári sitt ií fyrra barn, Monicu. Til íslands lá leiðin og skömmu síðar, eða 1974, fæddist Ingvar. Þeirra fyrsta heim- ili var að Laugabóli í Mosfellsdal og á næstu árum tókst þeim með dugnaði og útsjónarsemi að reisa sér fallegt hús við Njarðarholt, hér í Mosfellsbæ. í dag ber þar allt vott um listfengi Magnúsar og smekkv- ísi húsmóðurinnar. Wenche hóf vinnu hjá Álafossi 1975 en varð fljótlega að hætta, vegna illkynja sjúkdóms. Hún gekkst undir mikla aðgerð og í kjöl- farið fylgdi erfíð iyíjameðferð. Eftir tvö ár benti allt til að lækningin hefði tekist. Á haustmánuðum 1979 hóf Wenche störf við Tjaldanesheimilið. Fyrir þremur árum tók sjúkdómur hennar sig upp að nýju og um tima leit út fyrir að hún ætti ekki aftur- kvæmt. Uppgjöf var þó ekki til i hennar huga og enn einu sinni var sigurinn hennar, hún var komin til starfa löngu áður en nokkurn gat órað fyrir. Andstreymi í lífinu kallar oft fram og þroskar okkar bestu eiginleika og svo var um Wenche. Ósérhlífni hennar og viljaþrek gerði henni kleift að ganga tii vinnu sinnar sem allheil. Hún var kraft- mikil, glaðlynd og dugleg og það var aðdáunarvert að sjá hversu vel henni tókst að halda léttri lund. Alltaf var stutt í hlýtt bros hennar og hlátur sem smitaði út frá sér og gerði umhverfi hennar bæði þægi- legra og skemmtilegra. Wenche átti mjög gott samstarf við allt starfs- fólk að Tjaldanesi, en það sem mest er um vert, er hversu góð hún reynd- ist vistpiltunum sem elskuðu hana og virtu. Eiginmaður hennar réðst svo hér til vinnu sem umsjónarmaður 1980. Af samviskusemi og alúð hafa þau hjónin gert Tjaidanesheimilinu mik- ið gagn. Síðastliðið haust ágerðist enn sjúkdómur Wenche og í byrjun des- ember lagðist hún inn á K-deild Landspítalans þar sem læknar og annað starfsfólk reyndist henni afar vel og á þakkir skilið. Við starfsfólk og vistmenn að Tjaldanesi vottum Magnúsi, Monicu, Ingvari og öðrum ættingjum inni- lega samúð um leið og við kveðjum Wenche og óskum henni Guðsfriðar. Birgir Finnsson, Tjaldanesi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Einhvem veginn er það svo að við hugsum sjaldan um að sam- verustund manna hér á jörð kann að vera sú síðasta, en nú er komið að kveðjustund. Miðvikudaginn 1. nóvember barst mér sú sorgarfregn að vinkona mín væri látin aðeins 35 ára gömul, sú barátta sem hún háði við skæðan sjúkdóm væri lokið. Vegir guðs em óútreiknanlegir. Þegar hann kallar til sín ungt fólk í blóma lífsins, þá stendur maður hljóður og spyr af hveiju hún sem var svo ung, glað- 15 -----------------------------------1 vær og bjartsýn á lífið og átti margt eftir ógert. Undirrituð kynntist Wenche þeg- ar við fluttum með stuttu millibili í sömu götu fyrir 10 ámm. Þá var sjúkdómurinn þegar farinn að hrjá hana, en aldrei kvartaði hún heldur naut hún hversdags sem hún var frísk og smitandi hlátur hennar kom manni alltaf í gott skap. Með þess- um fátæku orðum vil ég fá að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Wenche. Elsku Maggi, Monika og Ingvar, ég bið Guð að blessa ykkur og styrkja á þessari sorgarstund. Dísa í dag er til moldar borin frá Lága- fellskirkju Wenche Fjeldstad Ing- varsson. Hún fæddist í Sande, Nor- egi 4. desember 1953 og var elst 6 systkina. — Foreldrar hennar em Harald Fjeldstad og Synnöve Fjeld- stad. Hún lauk gmnnskólanámi í heimabæ sínum og stundaði síðan nám við klæðskurð í Iðnskólanum í Holmestrand. Eftir að námi lauk stundaði hún veitingastörf. Árið 1970 kynntist Wenche mannsefni sínu, Magnús Ingvars- syni, en hann var þá við nám í loð- dýrarækt í Noregi. Þau giftu sig í Noregi á gamlársdag 1971 og settu upp heimili sitt í Holmestrand. Þar fæddist þeim dóttir 7. júní 1972, á afmælisdegi hennar Jensínu frá Hamri við ísafjarðardjúp, en hún var amma Magnúsar Ingvarssonar. Litla stúlkan var skírð Monica. Að námi sínu loknu vann Magnús við álsteypu hjá Nordisk Aluminium Industri í Holmestrand. Árið 1973 ákvaðu ungu hjónin að flytja til ís- lands. Wenche var tilbúin að reyna nýjar slóðir og fjöiskyldan fékk nýja samastað fyrir heimili sitt á Lauga- bóli í Mosfellsdal. Þau bjuggu einn- ig að Lyngási, en þá fæddist Ingvar þann 6. nóvember 1974. Eftir þetta flutti fjölskyldan að Brúnási, en 1981 hafði Magnús byggt yfir fjöl- skyldu sína og var þá flutt að Njarð- SJÁ NÆSTU SÍÐU. GÓÐAR PLÖTUR OG ÓDÝRAR Rffi - EKKI VILL MB BITNK í Hagkaup færðu allar helstu plöturnar (kass., CD) mun ódýrari en annars stað- ar. Skoðaðu TOPP 20 listann og gerðu verðsamanburð. Það er þinn hagur. T-O P P TUTTUGU LP/KASS. CD 1. RÍÓ - EKKI VILL ÞAÐ BATNA 1.299 VÆNTANL. 2. ÖRVAR KRISTJÁNSS0N - FRJÁLSIR FUGLAR 1.299 VÆNTANL. 3. LAMBADA - ÝMSIR 1.399 1.699 4. NÝ D0NSK - EKKI VERÐUR Á ALLT K0SIÐ 1.299 VÆNTANL. 5. HALLBJÖRN HJARTARSON - KÁNTRÝ 5 1.299 — 6. TINA TURNER - F0REIGN AFFAIR 1.099 1.699 7. RÚNAR ÞÓR PÉTURSSON - TRYGGÐ 1.299 — 8. ALICE C00PER - TRASH - 1.099 1.699 9. GUNS'N'ROSES - APPETITE F0R DESTRUCTI0N 1.099 1.699 10. GIPSY KINGS - GIPSY KINGS 1.099 1.699 11. MÖTLEY CRUE - DR. FEELG00D 1.099 1.699 12. TRACY CHAPMAN - CR0SSR0A0S 1.099 1.699 13. BILLY J0EL - STORM FRONT 1.099 1.699 14. MILLI VANILLI - 2X2 1.399 1.699 15. AEROSMITH - PUMP 1.099 1.699 16. SYKURM0LAR - ILLUR ARFUR 1.099 1.699 17. BROS - TIME 1.099 1.699 18. ROLLING ST0NES - STEEL WHEELS 1.099 1.699 19. LIVING C0L0UR - VIVIO 1.099 1.699 , 20. RANDY CRAWF0RD - RICH & P00R 1.099 1.699 GERÐU VERÐSAMANBURÐ Nýjar sendingar Höfum ennfremur tekið upp hundruð nýrra titla í vikunni með listamönnum í heimsklassa. Komdu og skoðoðu næst þegar þú gerir helgarinnkaupin í Hagkaup. □ LP □ KASS. □ CD/væntanl. Öll lögin eru ný, somin of Gunnari Þórðarsyni, sem einnig útsetur og stjórnnr upptókum. Flutningur Rió og túlkun ó jtesscum fróbæm Iðgum gerír þessa plðtu einc af þeim betri, sem komið hafo út ó íslondi. HILLBJðRN NJIRTIRSON - KÍNTR? 5 □ LP n KASS. Enn eru margir sem ekki hafa uppaötvað hve skemmti- leg þessi plata er. Það er alitaf gamon og gott að eiga gott og gaman i vændum og Kóntrý 5 mun ekki volda nokkrum vonbrigðum. o PÉTBR i. JfiNSSON - 1KI4-195B □ ip Pótur vorð fyrstur íslendinga til oð syngjo Inn ð plötu. Hér et sú hljóðritun ósomt mörgum öðrum ómetonlegum sönglögum. RfiNIR ÞÖR PÉTORSSON - TNYGBB □ LP □ KASS. Rúnat hefur fyrir löngu sonnoð sig sem einn bcsto logosmið londsins. Á þessori plötu sýnir honn sínor bestu hliðor i gullfollegum, nýjum lögum. Ploto, sem kemur þór ó ðvort. Nf DBNSK - EKKI VERBUR i ILLT KOSIB □ LP □ KASS. □ CD/væntanl. Ftumþurður þessoror vel þekktu hljómsveitor er verk sem kemur öllum unnendum íslenskrar tónlistor ó óvort. Ploton er svo góð oð oð oð... Hlustið ó plötunc og flnnið ykkot eigin lýsingotorð. EIRÍKUR HIUKSSON - SKOT f MYRKRI □ LP □ KASS. □ CD/væntanl. Þessi plata hefur nú verið í smíðum í tvö ór. Só tími hefur verið vel nýttur, því útkoman er eins góð og þig dreymir að gott rokk er. Stórkostlega vel heppn- uð plata. ORVAR KRISTfA NSSON ÖRVIR KRISTJÍNSSOK - FRJÍLSIR FUGLIR □ LP □ KASS. Allir vita oð þegor Ötvot er onnars vegor er fulfvíst oð um góðo tónlist er oð ræðo. Færri vita oð Frjóls- ir fuglor er hons longbesto ploto til þessa. En þeim fer fjölgondi. BRJEBORWR - KOSMfSK IUG0 □ LP □ KASS. □ CD Bræðumir etu sennilega best þekktir fyrir oð hofo somið og flutt tvö of lögum londslogskeppninnor i vor. Þessi pioto sýnir vel hversu megnugir þeir eru oð skopo Ijúfo og seiðondi lónlist sem hittir beint i hjortostoó. VOTáMLEGT IESTU USl MHIMNTM3S - ilTTll LIIGl Sáli - IVU ER NIHMIHUKII MTUYMtFftiGll - MH SBi STELUR M06SANUK VALGEU NlMlSSU - GftMR llEYREHOUR T0ÐM6BILE - BETIi EN HOdUB HHIS SVERRIR STORMSKER - PLAIA + FUILT1F ÖHUMITIUU ÍSLEMSKUM T1TLUM MEl ÝMSWi FLYTJEMÐUM. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.