Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 19S9
35
fclk f
fréttum
A STJÖRNUKORT
Öll stjörnukort eru eftir
Gunnlaug Guðmundsson,
stjörnuspeking.
o Persónulýsing
o Framtíóarkort
o Samskiptakort
Tekið á móti pöntunum
í gegnum síma.
beLR/m\f
Laugavegi 66,^8^ *
sími 623336.
Ronald og Nancy Reagan í
félagsskap brosandi Japana.
(Innfellda ■ myndin) Einn
„starfi“ Reagans í Japan var
að taka nokkur köst í hafiiar-
boltaleik.
Nýstárleg verslun
WILLENDORF
GUÐINJAN
FORSETALAUN
Bestu launin
fyrir forna frægð
Það hefur komið ,á daginn, að
það getur verið býsna arðbært
að hafa verið forseti bandaríkjanna.
Sjálfsagt eru launin há meðan að
forsetarnir sinna embættinu, enda
starfið með þeim vandasamari sem
um getur og er óhætt að fullyrða
það þótt samanburður af slíku tagi
sé afstæður. Ronald Reagan sem
er skráður á spjöld sögunnar sem
einn vinsælasti, slyngasti og jafn
framt umdeildasti forseti Banda-
ríkjanna sýndi og sannaði að að-
dráttarafl hans er enn með mesta
móti er hann heimsótti Japan fyrir
skömmu. Var það svokölluð „good-
will“-heimsókn, en það gæti útlagst
sem kurteisisheimsókn, skipulögð
af japönsku risafýrirtæki. Má segja
að Reagan hafi komið til síns heima
á ný auðguri maður en nokkru sinni
fyrr, að minnsta kosti frá íjár-
hagslegu sjónarmiði. Tekjurnar
námu 2 millljón dollurum.
En hvað þurftu þau Reagan-
hjónin að ynna af hendi? Það var
mest lítið, aðallega að láta sjá sig
við hin og þessi tækifæri, við þessa
uppákmuna og í hinum kvöldverðin-
um. Hann hélt nokkra fyrirlestra.
Þeir voru kryddaðir bröndurum og
karlinn kann eigi fáa slíka. Hann
talaði vel um Japani og góð tengsl
Bandaríkjanna og Japan. Hann kom
fram í sjón- og útvarpi og undan-
tekningalítið var þeim Nancý tekið
með kostum og kynjum.
Heima fyrir eru menn hins vegar
á öndverðum meiði varðandi ágæti
þess að fýrrum forsetar Banda-
ríkjanna græði á tá og fingri út á
aðstöðu þessa. Auk Reagans, eru
þrír fyrrum forsetar á lífi og hefur
óhjákvæmilega verið gerður saman-
burður. Jimmy Carter hefur hægast
um sig og helgar sig góðgerðar-
starfsemi þegar tími leyfir frá
hneturæktinni. Richard Nixon hef-
ur ritað sjö bækur sem selst hafa
vel, en hann tekur ekki krónu fyrir
að koma fram opinberlega. Aðra
sögu er að segja af Gerald Ford sem
gerir út á forna frægð, semur ræð-
ur og fyrirlestra í stórum stíl og
vill ólmur flytja þær fyrir hvern og
einn sem vill greiða fyrir. Þá hefur
hann nælt sér í ótal nefndarstörf
og stjórnarformennskustörf út á
forsetatíð sína. Á síðasta ári voru
laun hans fyrir framanskráð um ein
milljón dollara, en sú upphæð
blikknar við hlið vikulauna Reagans
í Japan...
Bachmann, Möller, Bemburg.
TÓNLIST
Konungar kokteil-
tónlistarinnar
Andri Backmann lék á Mímisbar
í mörg ár við miklar vinsældir
þeirra sem á hlýddu. Að sögn hans
lögðu áheyrendur hart að honum
að gefa út plötu með einhveiju af
þeim lögum sem hann lék þar og
söng, en Andri varðist fimlega allt
til þess að hann braut odd af of-
læti sínu og gaf út plötuna Til þin
fyrir skemmstu. Sú útgáfa var
kynnt á blaðamannafundi í nýjum
veislusal, Mannþingi.
Með Andra á plötunni leika félag-
ar hans í Tríói Andra Bachmann,
þeir Karl Möller og Paul Bernburg
og hefur tríóið einnig g;engið undir
nafninu Bachmann, Möller, Bern-
burg. í spjalli við blaðamann sagði
Andri að hann hefði ekki getað
staðið lengurgegn óskum aðdáenda
sinna og því ákveðið að safna á
eina plötu helstu lögum sem fallið
hafi í kramið hjá þeim sem á sveit
hans hlýddu í gegnum árin. Karl
Möller tók að sér að útsetja lögin
upp á nýtt og lagði að auki til tvö
frumsamin lög, en hann hefur ekki
áður átt lag á plötu, aukinheldur
sem titillag plötunnar er sett saman
af Andra Bachmann, en alla texta
á Þorsteinn Eggertsson. Andri
sagði það sér mikinn heiður að fá
að flytja lög eftir Karl og reyndar
er fyrsta lag plötunnar úr smiðju
hans, en Andri á lokaorðið. Til að-
stoðar fengu þeir félagar Rúnar
Georgsson og Ásgeir Óskarsson, en
annar hljóðfæraleikur var í höndum
tríósins. Andri gefur sjálfur út, en
Skífan dreifir.
Andri sagðist ekki gera sér nein-
ar sérstakar vonir um plötuna; hann
hafi fyrst og fremst verið að losa
sig undan þrýstingi aðdáenda og
hafi því ekki á pijónunum aðra plötu
í bráðina, en ekki vildi hann halda
því fram að þetta væri það síðasta
sem hann sendi frá sér; úr því yrði
tíminn að skera.
/ANCASTE
BÆKUR
Bækur um allt hugsanlegt
efni sem snertir betra líf.
SLÖKUNARTÓNLIST
og tónlist til hugleiðslu
á kassettum. Mikið úrval.
SKARTID SEM BÆTIR
MONDIAL armbandið nú
loksins á íslandi.
ORKUSTEINAR 0G KRISTALLAR
Mikið úrval af steinum og
kristöllum, sem hafa áhrif á
orkustöðvar líkamans.
qlREDICINE CARDS"
Nýjung a Islandi. Vönduð bók og
heillandi spil með dýramyndum,
byggt á frumspeki indíána
Norður-Ameríku.
SÉRSTÆÐAR GJAFAVÖRUR
Styttur, gjafakort og fleira.
'INNDU ORKUNA !
Áhrifin enTkraftaverki tikust:
„EXTRA CELL POWER“frá LANCASTER
er sannkallaður lifgjafi fyrir þreytta húð.
Viðtalstimi borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum í vetur frá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 11. nóvember verða til viðtals Árni Sigfússon; formaður félagsmálaráðs
og i stjorn heilbrigðisráðs, og Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistar barna og
i stjorn heilbrigðisráðs og veitustofnana.
V V V V V V V V V V V V V
flr m' , # # éh # 5